Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 3
MINNING ur sumarbliðunni Gamli maðurinn sagðist láta það ó- átalið þótt þeir byggðu í lautinni ofan við húsið. Bætti því við að þeim væri ekki ofgott jarðnæðið undir búskapinn. Ungir menn þyrftu athafnasvæði. Svo lokaði hann hurðinni. Honum þótti gamli maðurinn hafa ver ið undarlegur þetta vor. Hann hafði sótt grásleppu mjög dræmt og ekki snert línuna. Á lognsléttum dögum lá Sæ- hrímnir bundinn í kverkinni. Undanfarin vor hafði hann stundum íarið með gamla manninum í róðra. Það var ævinlega á kyrrum dögum og þá aldrei lengra en út í hallann. Þeir fundu baujuna og drógu síðan. Til hafs sáu þeir stærri bátanna. í þessum ferðum var gamli maðurinn í góðu skapi. Sagði beiti á ýmsum hlutum, kenndi mið og rifjaði upp liðnar vertíðar, aðallega frá þeim tíma hann var ungur. Stundum var byssa með í ferðinni. Þá skutu þeir fugla. Skothvellir rufu kyrruna, fugl barðist um í sjónum með töluverðum bægslagangi og flaut siðan hreyfingarlaus í logninu. Gamli mað- urinn gekk í hús og gaf fugl sem hafði verið skotinn í kyrrunni á firðinum. Hann átti marga vini í þorpinu hann Laugi gamli. Og þótt Einar færi ekki oft í róður með honum þá var samvera þeirra mikil um þennan árstíma. Hann snérist fyrir gamla manninn, beitti fyrir hann og fylgdist með útgerðinni af lífi og sál. í fyrra sagði Laugi að næsta vor mundi Einar róa með stubb. Á þeirri stundu breyttist samband þeirra. Sá yngri var að vaxa úr grasi og öðlast hlutdeild í útgerðinni. Þetta vor hafði Laugi aldrei lagt línu. Gamli maðurinn sinnti heldur ekki búskapnum. Kindurnar báru en Laugi hugsaði ekki um þær. Stóð ekki yfir þeim, heldur hélt sig heima. Það voru aðrir sem hugsuðu um þetta fyrir hann. Það var ekki hugsað um hestana, þeir voru látnir standa í túninu uppi á Mó- unum. Einari þótti þetta atferli Lauga ein- kennilegt og velti því fyrir sér. En hann ræddi ekki um það heima né við strákanna. Þetta vor, eftir að skóla lauk hélt hann sig í beitu skúrunum hjá öðrum. Aðallega stærri bátanna. En þetta ástand gamla mannsins hvarf ekki úi huga hans. Það setti jafnvel stund- um að honum áhyggjur. En skýringin kom. Eitt kvöld var honum sagt heima að Margrét væri að deyja. Hún ætti varla langt eftir ólifað. Jafnframt var honum sagt að vera ekki að snúast kringum Laugá. Hann hefði í nógu að snúast. Þessi tilkynning hafði einkennileg á- hrif á hann. Hann hugsaði um Margréti og margar stundir heima hjá þeim Lauga. Litla húsið í lautinni inn- an við þorpið. Hugsaði hönd sem hafði oft strokið honum um kinn, hrjúf og kræklótt hönd, rödd sem spurði hvort Stefán Hörður Grímsson: FJÖLL Laufsalir heitir fjall á Síðumannaafrétti og maðurinn sem er þar á reiki leitar að þessu fjalli en þar er og Laufsalavatn og allt í. einu stendur hann á vatnsbakka og sér spegilmynd fjalls í vatninu en eygir hvergi fjallið sjálft. Undarlegt hugsar hann og heldur áfram göngunni. SMÁSAGA eftir Jón Ormar Ormsson hann væri saddur, hvort hann væri nú ekki blautur í fæturna, menn yrðu að gá að sér. En úr þessu húsi fór enginn svangur né votur í fæturna. Þar var hugsað fyrir öllu svoleiðis. Og hainn hugsaði að þegar Margrét væri dáin yrði Laugi einn í þessu húsi. Þá yrði einkennilegt að koma þang að, ef hann kæmi þangað nokkru simni aftur. Laugi myndi kannske selja húsið, beituskúrinn sinn á mölinni ofanvið planið og Sæhrímni. Hann mundi flytja til sona sinna Bjarna eða jafnvel suður til Dúsa. Ekki einu sinni byssuna ætti bann áfram, hætti að skjóta fugl í kyrru úti á firði. II. Þegair drengirnir höfðu fengið leyfi fyrir framkvæmdum í lautinni snéru þeir sér þegar að útvegun efnis í hús- ið Þetta átti að verða stórt hús, þannig að manngengt yrði, með risi fyrir geymslu. Það þurfti mikið efni í svona hús, það tæki töluverðan tíma að reisa það og síðan flytja dótin utan úr þorp- mu. I nokkra daga gengu þeir milli manna og föluðu sér trjávið til byggingarinn- ar, nagla og fleira sem með þurfti. Þeir fóru í verzlanir og urðu sér úti um kassa. Á bryggjunni voru nokkrar efnis miklar spýtur sem enginn virtist vita hver ætti. Þeir eyddu í það nokkrum tíma að ganga á milli manna sem vísuðu hverjir á aðra. Að lokum tóku þeir spýturnar. Þá töldu þeir sig þess um- komna að hefja framkvæmdir. Meðan þeir byggðu beindist hugur þeirra fyrst og fremst að smíðinni. Þeir ræddu ekki önnur mál. Ekki að minnsta kosti fyrstu dagana. En þegar verkið fór að nálgast lokamark kom fyrir að þeir ræddu önnur mál. Þannig tóku peir fyrir dauða Margrétar einn dag- inn. Þeir ræddu um það hvernig væri að deyja. Fólk hætti að anda, það varð aftur að mold. Það hélt samt áfram að lifa einhversstaðar sem enginn vissi í rauninni hvar var. Þeir fylgdust með því úr fjai'lægð þegar læknirinn kom á Fordinum sín- um. Þá ræddu þeir um bílinn. Þetta var nýr bíll, rauður og rennilegur. Þeir sáu ennfremur fólk bera að garði og síðan hverfa frá- En þrátt fyrir þessar heimsóknir var húsið hljótt. Undarlega hljótt og þeir fengu að vera óáreittir þarna í lautinni. III. Dauði gömlu konunnar hafði engin óhrif á framkvæmdir þeirra. Þeim hafði að vísu verið fyrirlagt að iáta fara lítið fyrir sér og valda ekki röskun á ró þess húss sem bjó sig undir að kveðja húsmóður sína. En þennan sama morgun og dauða Margrétar bar að höfðu þeir hafið flutn ing á dóti sínu utan úr þorpinu. Þessu fylgdi mikið annríki við að koma hlut- um fyrir og þeir veittu því enga at- hygli þegar Fordinn renndi í hlað. Það hefur líklega ekki verið fyrr en nokkru síðar að þeir tóku eftir flagginu í hálfa stöng á blettinum framan við húsið. Þá varð þeim ljóst hvað hafði skeð en það hafði engin áhrif á þá. Næstu daga héldu þeir áfram að flytja. Og þegar flutningunum var lokið hófu þeir framkvæmdir við girðinguna um- hverfis húsið. Þeir heyrðu hann ekki koma og vissu ekki fyrr en hann stóð þarna hjá þeim í brekkunni, berhöfðaður að vanda og á skyrtunni. Kannske hafði hann stað- ið þarna lengi því þeir veittu honum Framih. á bls. 11 19. MAÍ 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.