Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 4
MILOS FORMAN, höfundur þessarar greinar, sem er 35 ára gamall, varð fræg- ur um allan heim fyrir kvikmynd sína „Ástir ljóshærðrar stúlku“. Margir kunn- áttumenn telja þó fyrstu kvikmynd hans, „Svarta Pétur“, enn betur gerða. Sú siðarnefnda er óvenjuleg og gamansöm könnun á sambandi föður og sonar í nú- tíma samfélagi. Báðar kvikmyndirnar eru sláandi líkar, einkum vegna persónu- legs, frumlegs stíls í texta og leiktúlkun. Báðar fjalla þær um vandamál hinnar ungu „je-je gitarkynslóðar". Forman, sem nam við Kvikmyndaakademíuna í Prag, hóf feril sinn sem höf- undur kvikmyndahandrita („Látið mig um það“, 1957). Hann vann einnig um tíma með Alfred Radok við „Töfraluktina" og að samningu revíuatriða fyrir leikhúsvinnustofuna þar. Þar sem hann þóttist viss um að framboð leikstjóra væri meira en eftirspurnin, keypti hann sér 16 mm kvikmyndavél og myndaði ósköpin öll af áheyrnum leikara í hlutverkaleit. Árangur þess starfs var 45 minútna kvikmynd, „Aheyrn“. Um túlkun sina á lífi og ástum táninga, segir Forman: „Ég skil ekki heim jafnaldra minna mjög vel, eða heim þeirra eldri .... Sextán eða sautján ára nnglingar standa mér miklu nær. Ég hef dálæti á þeim, skil þá og þekki þá, — og ég dreg taum þeirra ...“. Prag í desember. Til að kanna upptök tékkneskrar kvikmyndagerðar verður að fara allt aflur í lok síðustu aldar. Eins og lok allra alda, einkenndist það tímabil af mönnum, sem í flestra augum virtust sérvitringar og hálfgerðir bjálfar. Einn þeirra, verkfræðingur að nafni Jan Krizenecky, tók sér ferð á hendur frá Prag til Parísar, aðeins tveimur árurn eftir að Lumiére bræðurnir fóru að kynna kvikmyndavélar, keypti eina af fyrstu vélum þeirra til að taka og sýna kvikmyndir og flutti hana til Prag. Þetta nefni ég, vegna þess, að ég tel gamla hefð eitt af mikilvægustu þróun- areinkennum allra listgreina í hvaða landi sem er. Og hafa verður í huga, þótt útlitið sé svart sem stendur, að hefð tékkneskrar kvikmyndalistar er ein hinna elztu í heimi. Stofnun hins óháða tékkneska lýð- veldis eftir fyrri heimsstyrjöldina 1918 hafði í för með sér mikla grósku í kvikmyndagerð. Aragrúi stórra og smárra kvikmyndafélaga spratt upp (og dó út), og á árunum milli 1920 og 1940 var ekki óalgengt að um 50 myndir væru teknar árlega. Þar sem íbúatala Tékkóslóvakíu er aðeins 14 milljónir og þjóðin talar mál, sem hvergi skilst ann- ars staðar í heiminum, þá er framleiðslu magnið á þessu tímabili stórmerkilegt. Þó hafa aðeins örfáar þeirra kvik- mynda, sem gerðar voru á milli styrj- aldanna, lifað samtíma sinn, svo að þær séu teknar til sýninga í kvikmyndahús- um eða sjónvarpi í dag. Meðal þeirra, sem umtalsverðar eru, ber einna hæst nokkrar myndir eftir Gustav Machaty, t.d. „Extase" (1933) með Hedy Lamarr í aðalhlutverki, „Áin“ eftir Josef Rov- ensky ,og síðar kvikmyndirnar eftir (og með) George Voskovee og Jan Werich og þær, sem Martin Fric og Otokar Vávra stjórnuðu. I síðari heimsstyrjöldinni, þeg- ar Tékkóslóvakia var hernumin af Þjóðverjum, urðu kvikmyndaverin í Barrandov eitt helzta athafnasvæði framleiðenda þýzkra kvikmynda. Flug- vélar Bandamanna áttu mun sjaldnar leið til Prag en Berlínar, og ljóshærð- ar kvikmyndaleikkonur og bláeygir leikstjórar þóttust miklu óhultari þar við þá iðju að gera myndir um töfra sveitasælunnar, hinar hetjulegu her- ferðir stríðsins eða óhugnanlegt eðli ó- æðri kynþátta, svo sem Gyðínga. Mest allt líf dró úr kvikmyndaframleiðslu Tékka á þessu skeiði. Þreyta varð vandasama jafnvægislist á grannri línu. Ef menn stigu víxlspor til vinstri, voru þeir settir í einangrunarbúðir, en ef þeir hölluðu sér of mikið til hægri, ultu þeir í faðm Nazistagæðinganna, sem þeir urðu síðan að vinna með að fram- leiðslu heimskulegra hetjukvikmynda til að sveipa hernaðaraðgerðir Þjóð- verja dýrðarljóma. Aðeins fáir luku þessum línudansi með sóma. Síðari hluti ársins 1945, eftir lok heimsstyrjaldarinnar, var einn áhrifa- ríkasti kaflinn fyrir framtíðarþróunina í kvikmyndagerð Tékka. Þáverandi for- seti, Eduard Benes, gaf úr tilskipun um þjóðnýtingu kvikmyndaiðnaðar lands- ins. Öll framleiðsla og dreifing kvik- mynda ,ásamt bíóunum í landinu, kom- ust í hendur ríkisins. Allar ákvarðanir varðandi framleiðslu, sölu og kaup á kvikmyndum voru teknar af nefndum, sem menntamálaráðherra skipaði og í voru einkum gáfnaaðall tékkneskra kvikmyndaframleiðenda, rithöfunda og menningarleiðtoga. Þjóðnýtingarlögin tóku skýrt fram, að kvikmyndagerð ætti fyrst og fremst að líta á sem list- grein, en fjárhagshliðin skipti minna máli. Komið var á fót nokkrum framleiðslu Kvikmyndagerð í Tékkóslóvakíu: Stalinismi og ládeyða — Frelsi og gróska — Gróðahyggja og svartar horfur. Eftir Milos Forman hópum. Yfirmenn þeirra völdu sér þröngan hring ráðgjafa og aðstoðar- manna. Þessir menn nutu þá mikils frjálsræðis og gátu sjálfir ákveðið, hvaða myndir ætti að taka og hver ætti að stjórna þeim. Þessu valfrelsis- skipulagi var haldið um skeið. Ef einn framleiðsluhópur hafnaði handriti frá leikstjóra, gat hann reynt að leggja það fyrir annan. Leikstjórinn, ekki fram- leiðandinn, varð mikilvægasti einstakl- ingurinn í framleiðslu kvikmyndar. Þetta skipulag fékk aðeins að ríkja eðlilega um þriggja ára skeið (1945— 1948). Engu að síður sannaðist gildi þess á þessum tíma. Árangurinn varð talsverður fjöldi meira en miðlungi góðra kvikmynda, — og nokkrar alveg frábærar. Dyr Barrandov-kvikmynda- veranna voru opnaðar fyrir nýjum, hæfileikafullum leikstjórum (Krejcík, Weis, Kadár, Klos, Trnka o.fl.). Þetta endurreisnartímabil tékkneskra kvik- mynda eftir stríðið náði hámarki árið 1947, er „Siréna“ Karels Steklys hlaut „gullna ljónið“ á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. En árið 1948 komst allt menningar- líf í Tékkóslóvakíu undir hin sterku áhrif zhdanoviskrar fagurfræði og stal- inskra stjórnarþátta. Þessi fagurfræði- stefna lagði alltof mikla áherzlu á hug- myndina að baki listsköpunar, en hörmulega litla á efnivið og stíl. Menn- ing þjóðarinnar var í reynd bæld niður og gerð að anga af fræðslu- og áróð- ursstarfsemi. Þótt skipulag framleiðslu- hópanna fengi að haldast á yfirborðinu, var tekið af þeim ákvörðunarvaldið og það fengið í hendur „listrænni ráð- gjafanefnd". Enginn gat lengur valið eða hafnað. Því var þó ekki þannig farið, að með- limir listrænu ráðgjafanefndarinnar væru óupplýstir menn á lágu menning- arstigi. Þvert á móti áttu sæti í nefnd- inni margir sannir menningarforkólf- ar síns tíma. En það er ótrúlegt, hvað getur skeð, þegar safnað er saman hópi frábærra hæfileikamanna og þeir neyddir til að komast að sameiginleg- um niðurstöðum um örlög listar. Árang- urinn verður sá, að meðalmennska og barnaskapur virðast sett ofar öllum dyggðum. Við þessi skilyrði urðu margir hinna sveigjanlegri kvikmyndaleikstjóra þess áskynja, að með nokkurri persónuklofn- ingu gætu þeir komið ár sinni vel fyr- ir borð. Þeir þögðu yfir skoðunum sín- um, en tóku að framleiða kvikmyndir um „ekkert og gegn engu“. Leiðinda- vella, meðalmennska og sjálfshól sós- ialista flæddi inn í kvikmyndahúsin í Tékkóslóvakíu. Kvikmyndahandritum með frumlegri hugmynd var hafnað miskunnarlaust, eða þau gagnrýnd svo rækilega ,að hver frumleg og heiðarleg hugsun glataðist í stöðugum endurskift- um þeirra. Undir þessum kringum stæðum þarf auðvitað engan að furða, þótt ekki sneru margir ungir menn sér að kvikmyndagerð. Það er ólæknandl sjúkdómur, að hafa sjálfstæðar skoðan- ir, einkum meðal hinna yngri. Fjöldi kvikmynda, sem teknar voru í Tékkó- slóvakíu, fór því ört lækkandi, unz ár- leg framleiðsla komst niður í fimm eða sex myndir upp úr 1950. En nú verðum við að hverfa aftur til ársins 1945 til að geta mikilvægs at- burðar, sem ekki vakti mikla athygli á þeim tíma, — stofnunar kvikmynda- deildar við Tónlistarakademíuna (FAMU). Fyrstu nemendurnir, sem hik- andi höfðu innritazt í stofnunina, kom- ust að því að þar var þeim veitt til- sögn í fimm aðalgreinum: Leikstjórn, leikritun og samningu kvikmyndahand- rita, myndatöku, sögu kvikmyndalistar og kvikmyndagagnrýni og kvikmynda- framleiðslu. Bezti kostur skólans er sá, að auk fræðslu um tæknileg og list- ræn efni, gefur hann nemendum sínum tækifæri til að njóta talsverðs frjáls- ræðis um fjögurra ára skeið og vera i daglegu sambandi við kvikmyndálist, að sjá ótrúlegan fjölda kvikmynda, að taka þátt í endalausum rökræðum við vini og prófessora og að gera raunveru- legar tilraunir með þann aragrúa hug- mynda, sem allir ungir menn hafa, en eru kannski óvissir um. Fyrstu nemendurnir í FAMU út- skrifuðust árið 1949, og fleiri hafa bætzt í hópinn ár hvert. Fyrr eða síðar hlaut að þurfa að fara að taka tillit til þeirra. Og loksins létu hlið Barrandov-kvik- myndaveranna undan þeim og almenn- ingi, sem varð stöðugt óánægðari með kvikmyndaframleiðsluna. Jasny, Helge, Kachyna, Vlácil, Brynych o.fl. héldu innreið sína í tékkneskar kvikmyndir. Handrit þeirra voru i fyrstu stöðvuð hjá hinni alræmdu „listrænu ráðgjafa- nefnd“, en þeir höfðu nægilega stað- festu og þrautseigju til að þvinga fram samkomulag, ekki með því að breyta sjálfir handritunum, heldur með því að fá nefndina til að skipta um afstöðu. eir vöktu þegar mikla athygli, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Velgengni þeirra leiddi af sér öldu áhuga og sjálfstrausts hjá nemendum kvikmyndaakademíunnar. Almenn ör- vænting greip um sig hjá þeim leik- stjórum, sem haft höfðu einokun á kvikmyndagerð undanfarandi ára. Þeir voru neyddir til að sjá, svart á hvítu, hve hörmuleg afsprengi samlögunar- stefnu þeirra voru. Þeir skiptust í hópa, og hver kenndi öðrum um. Listaforkólf- arnir skelltu skuldinni á valdhafana fyrir að draga taum zhdanoviskrar fagurfræði og Stalinisma, en valdhaf- arnir gripu til þess ráðs að reyna að beita valdi og þagga niður gagnrýni- raddirnar. Þetta var kannski enn fram- Framh. á bls. 11 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MAÍ 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.