Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 10
NYTT AF iUALINfMI Aff fá sér einn gráann og mæla hvaff er óhætt- í sumum löndum er ekki fengizt um, þótt ökumenn smakki áfengi og setjist síðan beint undir stýri. Þeir drekka þá og aka algerlega á eigin ábyrgð, en komi eitthvað fyrir eru viðurlögin mjög ströng. Langakstursmönnum, er þreytast á hinum þráðbeinu og rennisléttu hrað- brautum, finnst þægilegt að fá sér einn bjór öðru hverju, eða jafnvel væn- an slurk af koníaki. Við krár meðfram brezkum hraðbrautum hafa nú verið sett upp einskonar mælitæki til að hjáipa mönnum að komast að raun um, hvort þeir hafi fengið sér einum of mikið. Eins og kunnugt er fylgir það áfengisneyzlu, að viðbragðsflýtir manna sjóvgast, enda þótt menn verði ekki beinlinis varir við það sjálfir. Mæli- tækið vinnur á þann veg, að smápen- ingi er stungið í þar til gerða rauf. Að fáeinum sekúndum liðnum hringir bjalla í tækinu og á sama augnabliki byrjar smápeningurinn að falla. Öku- maðurinn bíður eftir hringingunni með fingurinn á takka og sé hann nægi- lega viðbragðsfljótur, getur hann stöðv- að peninginn og náð honum aftur með því að ýta á takkann nægilega fljótt. Verði viðbragð hans of seint, þegar bjallann hringir, missir hann peninginn og þá er ráðlegra að hinkra dálitla stund, eða skilja bílinn eftir. Ný gerff af mótorhjóli. Mörgum finnst mótorhjól heldur hvimleiB farartæKi og vist eru pau vara- söm á íslenzkum vegum, ef þau lenda út í lausamölinni. Hins vegar er án efa þægilegt að ferðast á mótorhjóli, þeg- ar hitinn er þvingandi og hvergi hægt að finna þann hressilega andvara, sem sjaldan er skortur á hér á íslandi. En fyrir þá sem fremur vilja skýla sér fyr- ir miklum gusti, hefur japönsk verk- smiðja framleitt mótorhjól eins og myndin sínir. Þar er feiknarlegur hjálm- ur með gleri að framan svo ökumaður getur alveg setið í skjóli. Ungu stúlk- urnar á myndinni eru í geimfarabún- ingum og með hjálma og þykir það víst fara vel með þesskonar farartæki. Hitagjafi frá kjarnorku. Nú eru liðin 23 ár síðan fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd, en heldur virðist þróunin hafa verið hæg í því að nota kjarnorkuna til frið- samlegra þarfa. Þó er hér á ferðinni kafarabúningur, sem notar kjarnorku: ekki þó til að knýja kafarann áfram, rafmagn. Með því að stilla þetta tæki, er hægt að halda nákvæmlega því hita- stigi, sem maður óskar, undir nyloná- breiðunni. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að sofa allsber, jafnvel þótt kalt sé í svefnherberginu, segja uppfinn- ingamennirnir. heldur til þess að hita upp fötin hans. Þessum köfunarbúningi er þannig hátt- að að um hann allan liggja örmjó plast- rör og eftir þessum rörum er hring- rás af heitu vatni, sem kemur í veg íyrir að kafaranum verði kalt. Vatn- ið er hitað upp með kjarnorku, það er að segja með plútoníum 238 í álhylki ems og því sem kafarinn hér á mynd- inni hefur meðferðis. Þessi búnaður tryggir, að kafaranum er notalega hlýtt jafnv'’! í kaldasta vatni. Nýr sængurfatnaffur. Hver veit nema sá sængurfatnaður, sem menn hafa notazt við öldum saman, sé nú brátt úreltur. Hver veit nema sængin sé brátt úr sögunni, og ekki mundu þeir fagna þeirri frétt, sem hafa tekjur sínar af dúntekju. Uppfinning- in, sem sumir halda að útrými sæng- urfötunum, er brezk. Létt stálgrind er sett ofan á rúmið og yfir stálgrindina er dregin sérstök ábreiða úr nylon. Til fóta er svolítið tæki í sambandi við Hjálp fyrir blinda. Til þessa hafa Mexíkanar ekki verið í fararbroddi á tæknisviðinu, en þó hef- ur það gerzt að mexíkanskir uppfinn- ingamenn hafa fundið upp tæki, sem stórlega á að geta hjálpað blindu fólki. Tækið er spennt framan á höfuð hins blinda, einis og séat á myndinmi og mun varla vera ætlað til að nota að stað- aldri: til þess er það of fyrirferðar- mikið. Skífan framan á tækinu er ljós- næm líkt og ljósmælir, en skynjunum skífunniar er kofið með rafistraumi í samband við hauskúpu hins blinda, svo heilinn fær skilaboð, t.d. þegar óvænt- ur, dökkur hlutur er framundan. Álþynnur til utanhúsklæffnhiga. Einu sinni þótti sjálfsagður hlutur að klæða hús með bárujárni á íslandi, en bárujárn er ekki fegursta byggingar efni, sem völ er á og nú hefur stein- steipan svo til alveg útrýmt því. En sú meinsemd hefur fylgt í hjólfarið, að alltof mörg hinna nýju steinsteypu- húsa te'ka og reynist býsma erfitt að ráða bót á því. Nú eru Bandaríkja- menn farnir að framleiða álþynnur til utanhúsklæðninga. Þær eru skaraðar og ættu að minnka hættuna á leka. Nú er meira að segja hægt að fá þess- ar álþynnur með viðarlíki, svo í fljótu bragði verður ekki annað séð, en það hús sé timburhús, sem klætt er með þesskonar álþynnum. Nyr ronelHex. Kominn er á markaðinn ný myndavél frá Rollei. Þetta er mun fyrirferðar- minni vél en hinar venjulegu 6x6 vélar, enda ætluð fynr 35 millimetra filmu. Stærsta ljósop er 2,8 og mesti hraði 1 fimmhundraðasti úr sekúndu. Öryggisbeltin ráffa úrslitum. Nú er öryggið allstaðar ofarlega á baugi, enda sjálfsagt að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að draga úr umferðarslysum. Ef það eitt að spenna á sig öryggisbelti getur bjargað manns- lífi, er sjálfsagt að lögleiða slík belti, enda mun það nú vera á leiðinni. Gall- inn við öryggisbelti til þessa er einkum sá, að menn láta undir höfuð leggjast að spenna þau á sig, líklega vegna þess að þeim finnst það of mikil fyrirhöfn. Af myndunum að ofan mætti náða, að sá sem situr við stýrið muni ekki kunna frá tíðundum að segja. Ökumaður í kapp akstri á Indianapolisbrautinni í Banda- ríkjunum missiti vald á bílnum á nærri 200 km 'hraða og hann endastakkst 'hvað eftir annað. Ökumaðurinn var bæði með hjálm og öryggisbelti og öllum til undr- unar steig hann út úr brakinu ómeiddur. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MAÍ 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.