Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 14
jr A erlendum bókamarkaði The Home of the Heroes. The Aegean before the Greeks. Sinclair Hood. (Li- brary of Early Civilizations) Thames and Hudson 1967. 15,- Þekking manna á egískri menningu er ekki aldar gömul. í þessari bók dregur höfundurinn upp mynd þá er hann gerir sér af þessari menningu fyr- ir daga Grikkja. Menning Grikkja hef- ur löngum þótt mikil fyrirmynd og hún hefur löngum verið talin uppspretta evrópskrar menningar ásamt kristninni. Með fornleifarannsóknum Schliemanns hefst saga egískrar menningar að við- bættum rannsóknum og uppgreftri Ev- ans á Krít. Á síðustu árum hefur ýmsu verið bætt við og það kemur skýrar og skýrar í Ijós að grísk menning spratt ekki upp úr ófrjóum jarðvegi Grikk- lands. Undanfari hennar var þúsunda ára menningarþróun og því er þessi bók. Höfundurinn hefur stundað fornleifa- rannsóknir og uppgreftri víða, en þó einkum í Knossos. Hann rekur sögu egískrar menningar lengra aftur en áð- ur hefur tíðkazt. Hann telur að stein- aldarmenning hafi hafizt á Grikklandi fyrir 6 þúsund fyrir Krist og hann telur að getgátur Evans um langa menn- ingarþróun á Krít, séu réttar. Höfund- ur telur að áhrifa krítverskrar menn- ingar taki að gæta þegar um 3000 f. Kr. á næstu lönd. Hann álítur einnig að Linear B skriftin sé ekki grísk, eins og flestir álíta nú, en hallast að fyrri kenn- ingum um þetta efni, ennfremur telur hann, að grísktalandi þjóðflokkar hafi fyrst komið til Hellas síðast á brons- öld, eða um 1200 f. Kr. en ekki 700 árum fyrr. Hann styður þessar kenning- ar sínar nýjustu rannsóknum. Höfund- ur skrifar liðlega, bókin er vel mynd- skreytt, tímatalstafla, bókaskrá og reg- istur fylgja. How It Is. Samuel Beckett. Trans- lated from the French by the Author. John Calder 1964. 30.- Með bók sinni „The Unnimeable" strengdi Samuel Beckett stíl og mál þann veg, að fáir hefðu álitið að hægt væri að komast lengra í lýsingu á glötuninni. Með þeirri bók opnuðust nýjar víddir í bókmenntum og aðdá- endur Becketts álitu að lengra næði hann ekki í þeirri snilld að tjá mann- lega þjáningu og niðurlægingu beint, setningarnar virtust vera sár og eymd. í þessari bók „How It Is“ tekst honum enn betur, þessi bók er einhverskonar blanda lauss og bundins máls og með henni hefur höfundur náð tökum á frumstæðum galdri orðsins. Hér verða orð og setningar magískar orðið lifir sínu lífi og lesandinn verður sú per- sóna, sem höfundurinn tjáir. Það eru mjög skiptar skoðanir um skáldsögur Becketts, sumir álíta verk hans óles- andi, en þeir, sem dá hann, telja hann mesta meistara orðsins, sem nú er uppi. Honum tekst að tjá þjáningu og kvíða nútímans í æðra veldi í bókum sínum, óhugnaðurinn og viðbjóðurinn öðlast skáldlega upphafningu í verkum hans, verða listaverk. Beckett er víðfrægast- ur fyrir leikrit sín og má telja hann föður nútíma leiklistar, sem leikrita- skáld er hann öllu aðgengilegri, en sem höfundur skáldsagna. Þessi saga er það margslungin, að lesendur geta not- ið hennar mismunandi. Sagan nýtur sín ef til vill bezt, ef hún er lesin up'p- hátt. Þessi bók er slíkt listaverk ið viðhorfið til skáldsögunnar verður ann- að og hún gerir einnig meiri kröfur til lesandans en almennt er um skáld- sögur, minnsta kosti fyrst í stað. Höf- undur skrifaði söguna á frönsku o /: hún var gefin út í París 1961, han \ hefur sjálfur þýtt hana á ensku. Jenseits von Gut und Bösse — zur Genealogie der Moral Götzendámmer- ung — Der Antichrist — Ecce Homo — Gedichte. Friedrich Nietzche. Kröners Taschen- ausgabe 76—77. Nietzsehe sagði af sér prófessors- embætti 1879 og næstu tíu árin vann hann stöðugt að ritstörfum, þrátt fyrir mikla vanheilsu. Á þessum árum ritaði 'hann merkustu verk sín, hann dvaldi þessi ár ýmist í Sviss eða á Ítalíu og einangraði sig algjörlega frá umheimin- um. I fyrstu var þessum verkum ekki sinnt, það var ekki fyrr en 1888 að Georg Brandes tók að halda fyrirlestra við Kaupmannahafnarháskóla um Ni- etzche, að tekið var að veita þeim at- hygli og tíu árum síðar var hann heims- frægur. „Jenseits von Gut und Böse“ er talið fullkomnasta verk höfundar, það er nokkurskonar framhald á „zara- thustra" og hann lýkur verkinu með „Zur Genealogie der Moral“. Síðustu verk Nietzsches voru „Göt- zendámmerung, Der Antichrist“ og „Ecce Homo“, með þessum verkum eru kvæði hans prentuð hér. f þessum verkum beinir höfundur brandi sínum gegn kristninni og gefur lýsingu á þeim trú- arbrögðum, sem sættu mikilli gagnrýni. í bókarlok eru kvæði hans birt. Áhrif Nietzsches eru mjög víðtæk, og fáir höfundar hafa sætt sMkum misskilningi og mistúlkun sem hann. Útgáfa verka hans komst illu heilli á vald syst- ur hans, sem var hið versta forað, for- dildarfull og hégómagjörn. Hún eyði- lagði margvíslegar heimildir um bróður sinn og lét gefa út verk hans, án þess að færir menn færu þar höndum um. Kona þessi átti nokkurn hlut að þeim endemisútlistunum á verkum bróður hennar, sem nasistar stóðu að, enda varð að útlista þau á vissan hátt, sleppa úr og hnika til setningum svo kæmi nasistískri hugsjónafræði að gagni. The Work of William Morris. Paul Thompson. Heinemann 1967. 63.- William Morris er þekktur hér á landi, vegna þess að hann flokkast til þess hóps, sem kallast ís'landsvinir. í þessu riti dregur Paul Thompson upp mynd af Morris, sem er um margt frá- brugðin þeirri mynd, sem fyrri ævisöguritarar hafa sett fram. Thomp- son leggur áherzlu á sköpunarþrótt Williams, sívakandi áhuga hans og þann sannfæringakraft, sem einkenndi af- stöðu hans til margvíslegustu málefna, og stjórnmálaskoðanir hans. Höfundur hefur viðað að sér öllum þeim heim- ildum um Morris, sem tiltækar eru og unnið úr þeim þá mynd, sem hann setur hér fram. Fyrri ævisöguhöfundar hafa lagt mikla áherzlu á frumleika hans í listum og listiðnaði, en samkvæmt könn un höfundar þessa rits, er sá frum- leiki minni en þeir vilja álíta. Þetta kastar engan veginn rýrð á Morris, áhugi hans og sannfæringarkraftur var jafn eiginlegur og áhrif hans á list- sköpun jafn afdrifaríkur. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MAÍ 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.