Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1968, Blaðsíða 7
-------Þeir eru þrír. Það er fremur óvenjulegt, ef maður rennir huganum til mannfæðarinnar í plássinu. Að vísu hafði slangur af út- lendingum dvalið hér við og við á fyrri árum, og ýmsir þeirra mestu sóma- og athafnamenn. Þar má nefna kaupmenn ina eldri og yngri Popp, Michelsen og fleiri. En þá voru engir erlendir Ólar, aðeins þessir heimasmíðuðu, sem enginn tók eftir. En nú var svo umskipt, að allir út- lendir ágætismenn, og hinir líka, voru á brautu horfnir en í staðinn settust þeir að, þessir þrír. Ekki svo að skilja að umskiptin væru slæm, síður en svo, heldur hitt, að þeir voru gjarna nefndir eiginnöfnum sín- um að íslenzkum sið, svo hvorttveggja var, að þeir runnu betur saman við um- hverfið — og einnig verður staða þeirra sérstæðari með þessu hversdagslega ís- lenzka nafni. — Þeir eru þrír og heita ahir Óli. Það fékk mig til að minnast málsháttarins: Allt er þá þrennt er, sem í raunveruleikanum hefur orðið til þess að allir hinir Ólarnir, sem sprottn- ir eru upp af mölinni hér heima, hverfa í skugga þessara stórvelda, sem gert hafa velkomna innrás yfir hafið og hafnað hér í króknum milli Sauðár og Gönguskarðsár, setzt hér að og eru orðnir heimamenn, með skagfirzkt svipmót, viðmót og á'hugamál. Það eina, sem ekki hefur samlagazt hversdags- leika staðarins til fulls, er tungutakið, sem enn vitnar nokkuð til uppruna síns, þótt furðu lítið beri á. Að þessu athuguðu langaði mig til að forvitnast um ástæðuna til hingað komu þeirra og áframhaldandi dvalar. Þetta er á Sauðárkróki, og hinir ágætu innbyggjar heita að ættarnafni Bang, Aadnegard og Bieltvedt, dansk- ur, norskur og norskur. Það verður fyrst, að vestan Aðalgöt- unnar nem ég staðar við Apótekið, gamalt virðulegt og rautt hús. Sunnan við það og áföst er yngri viðbót — líka rauð. Það er apótekið sjálft, hreint, snyrtilegt og látlaust. Þar ræður ríkj- um Ole Bang, apótekari. Eldri hlutinn er íbúð mestan part. Þar ríkja þau bæði hjónin, Óli og Minna.kona hans. Og eftir að mér hafði tekizt að sann- færa Óla um það, að hættulaust væri að veita mér nokkrar upplýsingar, og búnir að fá kaffi í bollana, þá hreiðrum við um okkur og ég byrja yfirheyrsl- una: — Hvaðan ertu og hversvegna í ósköpunum settistu að hérna? — Árósum. Þar var ég í menntaskóla, en í háskólanum í Kaupmannahöfn. 1‘egar ég hafði lokið prófi aðstoðar- lvfjafræðings kom ég til íslands. Mágur föðurbróður míns hafði unnið hér uppi. Seinna vann ég hjá honum í Árósum, en losaði mig við það til að komast hingað. Skammast mín hálf fyrir það. Ég vann um tíma í Hafnarfirði, en svo fór ég til Reykjavíkur. Þar var ég í Laugavegs Apóteki hjá Stefáni Thorar- ensen. — Og féll — — prýðilega við hann. Hann vildi hafa hlutina í röð og reglu. Hann fann að við mann, ef ekki var allt eins og hann taldi það ætti að vera. En hann var hreinskiptinn. Það var ágætt. — Er þetta lyfjasull ekki þreytandi, hversvegna lagðirðu það fyrir þig? — Þetta er dálítið í ættinni. Pabbi var kennari við barnaskóla og tekn- iskan skóla. Fjögur systkini hans voru lyfjafræðingar og tvö af þeim voru apotekarar. Afi var héraðslæknir í Struer milli 30 og 40 ár, í Struer við Lámafjörðinn. — En hversvegna hérna? — Veit ekki, kannske voru það for- lögin, slíku er ekki svo gott að svara. Ég hugsaði mér aldrei að setjast hér að fyrir fullt og allt, hafði heyrt að hér væri hægt að græða mikla peninga á Apótekið á Sauðárkróki. Björn Daníelsson: ÓU SEGIR SJÁLFUR FRÁ fáum árum. Svo ætiaði ég auðvitað að fara út aftur, en þetta fór allt öðru vísi, og ég sé ekkert eftir því. — Frá Reykjavík fór ég til Kaupmannahafnar til að ljúka kandidatsprófi, þá var aðeins einn háskóli í Danmörku. Og enn í dag er lyfjaháskóli bara í Höfn. Og áður en ég var útskrifaður hafði ég keypt Sauðárkróks- apótek. Þá var Jónas frá Hriflu heilbrigðismálaráðherra, og ég þurfti til hans að sækja. Ég hafði meðmæli frá Emil Jónssyni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði, — einnig hafði ég meðmæli frá Skúla Guðmundssyni, alþingismanni. Hann var þá skrifstofu- atjóri við einhverja togaraútgerð og ég hafði kynnzt honium dá- lítið, og það hefui sjálfsagt orðið mér til góðs. Þegar Jónas sá meðmælin frá Skúla, sagði hann: „Já, þér skuluð kaupa apótek- ið!“ — Svo mælti hann með því að mér yrði veitt apótekarastarf- ið, — en það var kóngurinn sem veitti. — Svo þú hefur ekki verið fyrsti apó- tekari hérna? — Nei, tveir á undan mér, báðir danskir. Það vöru líka flestir lyfjafræð- ingarnir danskir þegar ég byrjaði í Reykjavík. Þebta hefur mikið breytzt síðan. — Fyrst var Lindgreen, svo var Sörensen — of honum keypti ég. Þú kannast við Sörensen, hann var hér í sumar — ágætis maður og mikill ís- landsvinur. — Hvenær komstu svo? - 193'2. Þá var ég búirin að ljúka. kandidatsprófi. Helzt ætlaði ég ekki að vera lengi, en ég er hér enn. — Kom þá ekki gróðinn, eða var hann of seinn á sér? — Veit það ekki. Ég kann vel við mig og það er fyrir mestu. Nú eru kunn- ingjar mínir hérna fyrst og fremst, og ég hefi kynnzt mörgu góðu og skemmti- legu. Þegar ég kom fyrst, lá við að ég fengi sjokk vegna aðstæðnanna. Þetta var allt svo frumstætt og erfitt. En þetta batnaði smám saman og nú má aðstaðan heita góð. Við Minna giftum okkur 1935. Við höfðum þekkzt áður. Faðir hennar var byggingameistari og bjó hinum megin við götuna mína í Árósum. — Svo þú hefur verið hamingju- samur? — Ég er nú hræddur um það. Svo áttum við mörg sameiginleg áhugamál, við Minna. — Til dæmis hvað, tókuð þið þátt í félagslífi, íþróttum eða ferðuðust þið? — Ég hafði töluvert iðkað fótbolta og tennis, en Minna hafði lært dans og ballet. Þetta er nokkuð skylt, og bæði höfðum við gaman af að umgangast ungt og skemmtilegt fólk. Og samskipti okkar við íþróttirnar og unga fólkið hérna veitti okkur marga gleðistund, sem við hefðum ekki viljað missa af. Ég æfði bæði stráka og stelpur. Strák- ana æfði ég í fótbolta í 2—3 ár, en stúlkurnar í handbolta — það var leng- ur, ég held í 4—5 ár. Ég var víst fyrsti maðurinn hérna með handboltann. — Og hvort fannst þér skemmtilegra að æfa stráka eða stelpur? — Það var nokkuð ólíkt. Strákarnir voru kappsfullir, en þeir voru stund- um latir að mæta á æfingum, en alltaf tilbúnir og æstir í keppni. Og svo var hitt, að það hljóp í þá pólitík. Það þótti mér slæmt. Stúlkurnar voru miklu sam- vizkusamari, en lögðu minna upp úr keppninni. — En Minna? — Já, hún kenndi hér dans og leik- fimi. Hún hefur stundum hjálpað til við smádansa og ballet-æfingar fram undir þennan dag, t.d. við barnaskemmt anir. Fyrst var hér enginn starfandi leikfimiskennari, en þegar fastur kenn- ari kom hérna að skólanum, þá breytt- Lst þetta eðlilega af sjálfu sér. — Hvernig er svo með landið, þú hef- ur ferðazt töluvert um það? — Dálítið, ekki þó mikið. Ég fór nokkuð á hestum fyrstu árin, bæði fyr- ir sunnan og hér. Ég hafði séð þá úti. Þeir voru til á Jótlandi. Afi átti einn slíkan. Þeir voru líka á Dyrehavsbakk- en, — Gunnar Bjarnason var ekki fyrsti maðurinn, sem flutti út íslenzka hesta. Meðan ég var fyrir sunnan fór ég eitt sinn hálfs mánaðar ferð á hest- um. Það voru þrír lyfjafræðingar og einn tannlæknir. Við fórum fyrst á bíl austur að Hlíðarenda. Þar fengum við hesta og fylgdarmann, sem var með okkur allan tímann. Það var Helgi á Hliðarenda — hann er nú dáinn, ágæt- ismaður. Við komum víða við — á öll- um þessum fallegu stöðum. Við geng- um á Heklu, það var stórkostlegt — sá- um Gullfoss og Geysi, og við komum að Bergþórshvoli. Þá var ég farinn að kannast við söguna. Þá var Matthías Þórðarson þar að grafa. Hann skýrði þetta allt fyrir okkur. — En við urð- um að fara aðra leið til baka, — þetta Framih. á bls. 11 19. MAÍ 19S8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.