Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 2
. . . CROISET Utrecht á Hollandi, þar sem dr. Tenha- eff hefur veitt sálfræðistofnuninni for- stöðu. Er hann ef til vill fremsti dul- sálarfræðingur, sem nú er uppi og hef- ur hann um rúmlega tuttugu ára bil, eða frá 1946 gert margvíslegar athug- anir á skyggnigáfu manns, er heitir Ger ard Croiset, sem líklega er einhjvW skyggnasti maður, sem nú er uppi. Hafa hæfileikar hans vakið feiknamikla at- hygli ekki aðeins í Hollandi heldur og í mörgum löndum Evrópu og í Banda- TÍkjunum og víðar. Verður nú sagt nokkuð gerr frá undramanni þessum, sem kallaður hefur verið maðurinn með radar-heilann. Æska og uppvöxtur. Gerard Croiset (frb: Krah-zeht) var fæddur 10. marz 1909 í smábænum Lar- en í Norður-Hollandi. Foreldrar hans voru af Gyðingaættum og var faðir hans Hyman Croiset alkunnur leikari og upplesari, og móðir hans vann einn- ig við leikhúsið. Bróðir hans Max, sem er tveim árum yngri, er einni allgóð- ur leikari, og léku þeir feðgar meiri háttar hlutverk í leikritum Shakespe- ares. Ekki var samkomulag foreldranna alltaf gott, og gerðu þau ýmist að skilja eða hlaupa saman aftur. Var því heim- ilislífið ótryggt, svo að hann sá varla foreldra sína, sem hann bæði elskaði og hataði í senn, tímum saman. Var hann þá svo umhirðulaus, að hann fékk jafn- vel beinkröm af næringarskorti og var löngum sjúkur og einmana. Þegar hann var átta ára, var honum komið í fóstur, en þá tók lítið betra við. Hann þótti feiminn og undarlegur og höfðu allir hann á hornum sér. Þannig hraktist hann frá einum til annars, var komið í fóstur sex sinnum, en var alls staðar barinn og hrakinn fyrir stífni og óþekkt. Einn fósturfaðir hans setti járnhlekk um fót hans og batt hann við staur á gólfinu, og beið hann þess aldrei bætur. Sem barn varð hann að líða ótrúlegustu þjáningar og varð fyr- ir það mannfælinn og einrænn. Ekki bætti það um, að hann sá snemma und- arlegar sýnir, sem hann vitanlega hafði engan skilning á. En ef hann í ógáti hafði orð á þessu, héldu allir að hann væri annað hvort viti sínu fjær eða væri að spinna upp skröksögur. Var hann þá barinn enn þá meir. Var það hans helzta huggun að leika sér við börn, sem aðrir sáu ekki, eins og þegar einmana börn á íslandi léku sér stund- um við álfa. Þess vegna lék orð á því, að hann væri „undarlegur" og hafði hann af þessu minnimáttarkennd og hugraun fram eftir öllum aldri. Hann langaði til að vera eins og annað fólk, svo að ekki væri alltaf verið að skamma hann. Vegna hins stöðuga flækings fékk hann litla skólagöngu. Einn kennari hans kallaði hann „snarvitlausan kjána“ vegna þess að glappazt hafði upp úr honum, að hann gæti séð atvik, sem gerðust langt í burtu. Skömmu seinna varð hann þó að viðurkenna, að eitt- hvað væri hæft í þessu. Kennarinn hafði af persónulegum ástæðum fengið eins dags frí hjá skólastjóranum. En þegar hann kom aftur í skólann, sagði Gerard litli við hann, þegar hann heils- aði honum: „Ég veit, herra, hvers vegna þú komst ekki i skólann til að kenna okkur í gær. Þú fórst til að finna unga ljóshærða konu, sem var með rauða rós í barminum. Þú ætlar að giftast henni“. Kennarinn féll í stafi af undrun. Hann hafði einmitt fengið frí til að hitta unn- ustuna, sem hann ætlaði að kvænast von bráðar. En hún hafði fest rós í kjólinn sinn, er hún tók á móti honum, alveg eins og drengurinn lýsti henni. En þetta gat hann ekki með nokkru móti vitað. Sérkennilegt er það um Croiset, að það er eins og samúð hans með öðr- um hafi örvandi áhrif á gáfur hans Sérstaklega snerta hann að þessu leyti atvik í lífi annarra, sem líkjast ein- hverju, er fyrir hann sjálfan hefur kom ið. Ávallt hefur hann t.d. haft mikla samúð með mönnum, sem fatlaðir eru á fæti síðan hann sjálfur þjáðist af fótafjötri í bernsku, og á sama hátt hafa menn veitt því athygli, að aldrei njóta hæfileikar hans sín betur en þeg- ar hann er beðinn að vísa á drukkn- uð börn eða lýsa atvikum að drukkn- un þeirra. En þegar hann var átta ára var honum með naumindum bjargaðfrá drukknun og hafði það djúp áhrif á hann. Nokkrum mánuðum seinna heyrði hann að maðurinn, sem hafði bjargað honum hefði dottið úr stiga og beðið bana. „Enn hef ég ekki náð mér af þeim áhrifum, sem þessi fregn hafði_ á mig“, sagði hann löngu seinna. „Ég hafði sektartilfinningu af því, að hafa ekki getað verið til staðar til að hjálpa honum eins og hann bjargaði mér, og fannst mér ég hafa brugðizt honum“. Þannig er samúð hans og tilfinningar mikill spori á íöngun hans að leggja sig fram öðrum til hjálpar. Umhyggja hans fyrir munaðarlausum börnum á ef- laust á sama hátt rætur sínar að rekja til einstæðingsskapar hans í bernsku. Frá hverjum hefur þú stolið peningum? Þessa sögu sagði hann dr. Tenhaeff árið 1947, og lýsir hún skapgerð hans býsna vel: „Þegar ég var tíu ára, átti ég heima í borginni Middelburg í Zeelandfylki, ætt borg Roosevelt-fjölskyldunnar. Dag nokkurn langaði mig lifandis ósköp til að fara í kvi'kmyndahús til að sjá Pola Negri, en átti engan skilding. Mætti ég þá á förnum vegi telpu úr mínum bekk, sem send hafði verið í búð með ein- hverja smáaura. Það var farið að rökkva ,og allt í einu skrikaði telp- unni fótur, svo að hún datt og pen- ingarnir dreifðust um götuna. Lítill silfurpeningur valt í áttina til mín og steig ég ofan á hann um leið og ég fór að hjálpa henni að tína hina saman. Þegar hún var komin spölkorn frá mér, tók ég upp peninginn og stakk honum í vasa minn. Nú hafði ég efni á að fara í Bíó næsta dag! En þegar ég kom í anddyrið, var mér öldungis ómögulegt að fara lengra. Ég sneri við heim til mín og var með peninginn í vasanum í tvo daga. Mér fannst hann vera að brenna gat á vas- ann. Næsta dag þegar ég kom í skól- ann skilaði ég telpunni peningnum og aagði henni að ég hefði fundið hann á i>eim stað, sem hún hafði týnt honum. Mörgum árum seinna var ég beðinn að reyna að hjálpa veikum manni, sem enga bót virtist fá hjá lækni sínum. Hann hafði misst alla matarlyst, var orðinn magur og gat ekki sofið. Eng- inn skildi hvað að honum gekk. Þegar ég kom inn í svefnherbergi hans, sá ég allt í einu í huga mér mynd af litlu telpunni í Middelburg. Þegar íjölskyldan var farin út, spurði ég manninn í byrstum róm: „Frá hverjum hefur þú stolið peningum? „Manninum varð hverft við. Hann engdist í rúminu og kaldur sviti stóð á enni hans. Hann l'élt að ég væri lögregluþjónn. Er ég sagði honum, að ég væri það ekki, og væri aðeins að reyna að hjálpa honum, viðurkenndi hann fyrir mér, að hann hefði stolið peningum, sem hann hefði borgað gamalli vinkonu sinni, sem ógn- aS hefði honum með því, að hún mundi annars segja konunni hans frá sam- bandi þeirra. Fleira sagði hann mér. En það, sem hann sagði mér ekki, sagði ég bonum; því að ég sá ýmis atvik úr lífi hans. Ég fékk hann til að fara á fætur og klæðast og koma með mér til manns- ins, sem hann hafði stolið frá, og segja bonum hið sanna. Einnig fór hann til stúlkunnar sem hafði í hótunum við hann, og hét hún honum því að láta af fjárkúgun sinni. Síðan fór ég til læknisins, sem stundaði hann og sagði honum að ég hefði mikla ástæðu til að halda, að sjúkdómur mannsins stafaði af sálrænum orsökum og sendi hann sjúklinginn til sálfræðings og varð hann brátt albata.“ Þegar Gerard var 11 ára fór hann aftur til móður sinnar, sem þá var skil- in við föður hans og gift að nýju. F.kki samdi honum við stjúpa sinn og hljóp hann brátt að heiman. Um þrett- án ára aldur hætti hann skólanámi og réðst til bónda nokkurs sem matvinn- ungur. Ekki undi hann vel lmnu par, en þessi ár í sveitinni höfðu þó varan- leg áhrif á hann. Fór hann þá fyrst sem aðstoðarmað- ur á skrifstofu þar sem hann hafði það verkefni að leggja saman langar talna- runur. Ekki þótti hann vera öruggur í samlagningunni og var því brátt rek- inn. Þá varð hann innanbúðarmaður og þótti hafa litla hæfileika til afgreiðslu- starfa. Var það segin saga, að hvar sem hann var settur við afgreiðslustörf, þurru viðskiptin. Mönnum stóð stuggur aí þessum undarlega og eirðarlausa unglingi. Loks komst hann þó að sem aðstoðarmaður við nýlenduvörubúð og tolldi þar nokkur ár. Croiset kvænist og gerist kaupmaður. Árið 1934, þegar hann var tuttugu og fimm ára gamall giftist Croiset unn- ustu sinni, sem hét Gerda ter Morsche, dóttir trésmiðs nokkurs í bænum En- schede og höfðu þau verið trúlofuð nokkur ár. Ári seinna fæddist elzti son- ur þeirra, Hyman. Átti hann þá fullt í fangi með að sjá fyrir fjölskyldu sinni af launum sínum og til hvattur og með stuðningi tengdafólks síns stofnaði hann sjálfur matvörubúð í Enschede. En ekki blessaðist það vel. Hann gat ekki neitað fátæku fólki um vörulán, og þegar hann átti að fara að borga sínar eigin skuldir, voru engir pening- ar til, og verzlunin fór á höfuðið. Þetta féll honum svo illa, að hann fékk taugaáfall. En meðan hann var í öngum sínum út af þessu varð hann þess var, að dulargáfur hans fóru að vaxa. Skömmu eftir að hann hafði misst matvörubúð sína árið 1935 hitti hann af hendingu gamlan kunningja sinn og viðskiptavin. Sá spurði hann, hvað að honum gengi, og sagði Croiset honum af vandræðum sínum. Bauð kunninginn honum að líta inn til sín og konu sinnar um kvöldið. Þetta þáði Croiset fegins hugar. Um kvöldið bar ýmislegt á góma og meðal annars sagði Croiset hjónunum eitthvað a£ andlegri reynslu sinni, sem hann kvaðst ekkert botna í sjálfur. Gestgjafinn, sem var spíritisti, þóttist fljótt sjá í hverju hæfileikar Croisets væru fólgnir, og bauð honum að taka þátt í tilraunafundum með sér og láta reyna sig sem trancemiðil. Croiset þekkt ist þetta í fyrstu, en féll það ekki alls kostar og gekk fljótt úr þessum félags- skap. Taldi hann, að ýmisleg fyrir- brigði sem spíritistar héldu stafa frá framliðnum mönnum, mætti skýra öðru- vísi og vildi ekki eiga hlut að neinu, sem hann óttaðist að kynni að vera blekking. Sumarkvöld eitt skömmu seinna heimsótti Croiset ásamt konu sinni úr- smið að nafni Henk de Maar. Af hend- ingu fór Croiset að handleika mæli- kvarða, sem lá þar á borðinu, og sá hann þá þegar ljóslifandi í huga sér ýmis atvik frá æskuárum De Maars. Til dæmis fór hann að segja frá bílslysi, sem hann sæi, lýsti umhverfi og að- stæðum og mælti: „og þarna liggur mannslíkami á veginum.“ De Maar hlustaði á þetta furðu lostinn og hróp- aði: „Allt er þetta hárrétt, sem þú seg- ir Sérðu oft svona sýnir? „Mjög oft,“ svaraði Croiset. „Þá hlýtur þú að vera skyggn,“ svar- aði De Maar. Þannig byrjaði þetta. „Þannig byrjaði þetta,“ sagði Croiset iöngu seinna. Smám saman fór orðróm- urinn um hann að berast út á meðal manna. Fólk sem statt var í ýmiss kon- ar vanda, sótti til hans alls konar ráð- leggingar og upplýsingar, og hann fékk um annað að hugsa en endalok matvörubúðar sinnar. Systir hans sem gift var verzlunarstjóra, hélt að hann væri af göflum genginn að láta sér til hugar koma, að hann væri gæddur ó- venjulegum sálrænum hæfileikum, en sjálfstraust hans óx með vaxandi æf- ingu. Faðir Croisets hafði dáið af hjartabil- Framhald á bls. 13. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.