Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 4
Vegurinn, vatnið og nóttin ljóðinu og verður þyngri. Þá er komið undir kvöld, og þegar myrkrið nálg- ast „veginn frá í sumar“ er til þess ætlazt, að menn fari ósjálfrátt að lesa hægar. Þess vegna fannst mér nauð- synlegt að fækka þar samstöfum og þrengja með því hrynjandina. Að síð- ustu hafa dagur og nótt, líf og dauði runnið í eitt, sætzt heilum sáttum, og þá gríp ég til þess að ríma ljóðlínurn- ar saman, láta þær einnig fallast í faðma. Mér fannst það ekki aðeins gefa Ijóðinu þá áreynslulausu mýkt og þann áslátt af trega, sem að skilnaði á þarna heima, heldur átti það einnig að geta verið tákn þess, hvernig allar lík- ingar þessa reikningsdæmis væru að lokum „gengnar upp“. Vatnið, sem alls staðar er nálægt í ljóðinu, á hins vegar að geta leitt grun lesandans að hinu eilífa og óbreytilega, að baki alls í til- verunni." Og Tómas heldur áfram: „Ljóð ið er eingöngu byggt á staðreyndum. Ég hef séð þetta allt fyrir mér — í huganum og í náttúrunni. Vegurinn kem ur utan úr hinu óþekkta og liggur æ lengra út í víðáttu morgunsins. Þá er eins og allt sé á útleið — sé að fara að heiman. En svo kemur vegurinn aft- ur á móti okkur í kvöldrökkrinu og færist æ nær eftir því sem myrkrið þéttist, unz við verðum loks eitt með nóttinni, dauðanum. Er það ekki svona sem mannsævin líður — um veginn, sem liggur út í lífið og snýr svo aftur heim — inn í nóttina?" f Svo kvað Tómas, ræðir Tómas Guð- mundsson um Söknuð, eftir Jóhann Jónsson: „þessa tindrandi speglun, þenn an strengleik æviharmsins", eins og hann kemst að orði. Ekki verður komist hjá því að bera Veginn, vatnið og nóttina, saman við Söknuð. Þetta eru skyld ljóð, en viðhorf skáldanna ólík. Söknuður er „stengleikur æviharmsins", en Veg- urinn, vatnið og nóttin, aftur á móti „ásláttur af trega“; fyrra ljóðið nakt- axa, sársaukafyllra, hið síðarnefnda kemur hins vegar á sáttum milli dags og nætur, lífs og dauða; allt er þar órofa heild. Og seinast, þegar sér ei lengur skil á vegi og nótt, ég veit mig sta,ddan þar sem hvorki er jramar átt né tími til, en eilífð, hljóð og hugljúf, sama eilífð og áður var — Því eins og fyrsta hlik af lífs míns bjarma á hak við luktan hvarm mér forðum skein, ég finn án trega hvernig sama sól mér hráðum deyr á bak við lukta hvarma. Og ég og nóttin verðum aftur ein. Tómas hefur sjálfur sagt þessi eftir- tektarverðu orð um dauðann: „Ég komst að þeirri niðurstöðu, að það er eitthvað dýpst í manninum sjálfum, sem sættir hann við dauðann, sé eftir því grafizt af sæmilegu hugrekki“. Og Fljótið helga lokaljóð samnefndrar bókar, lýsir sömu tilfinningu, sömu lífsmynd: Og geiglausum huga ég held til móts við haustið, sem allra híður. í þessu ljóði er einnig talað um „sef- andi harmljóð hins helga fljóts“. Vatn- ið, fljótið, er alltaf nálægt í skáld- skap Tómasar, og það eru bernsku- minningarnar um hamingjusama daga við Sogið, sem því valda: „Ég varð ákaflega samrýmdur þessu undarlega fljóti. Mér er jafnvel ekki grunlaust um, að það hafi átt verulegan þátt í því, hvernig líf mitt hefur ráðizt“, segir skáldið í Svo kvað Tómas. Ljóðið Svefnrof í Fljótinu helga, er með einkennilegri ljóðum Tómasar, „sviðsmyndin, er tekin úr mystiskum draumi, sem mig dreymdi“, segir skáld- ið. Og Ijóðinu tekst furðu vel að lýsa draumheimi: I Eitt er eldfjall, alls dauðast, jarðað bleikum jöJcli. Þar í dimmum dal vaxa rauðar rósir við hrímga kletta. Enginn leit það eldfjall, enginn leit þann dal, enginn veit, hvar rauðastar rósir spretta. I í öðru erindinu, kemur allt lesandan- um kunnuglegar fyrir sjónir: Týndist ég á jökli, hvarf ég í dimmum dal, gleymdi mér í dögg rauðra runna. Hófatak á heiði heyrt gegnum svefn — þannig líða dagarnir þeim, sem unna. Aftur á móti er lesandanum fengin aft- ur hin óraunverulega mynd, hin dul- úðuga kennd, í seinni hluta ljóðsins: II Hófatak á heiði í hvítri sól — sem klukknahringing í hvítri sól — hvítasunnusól — svo var okkar kynning. Eins og vögguljóð, sungið rauðum rósum yfir opinni gröf — slík, ó, slík er þín minning Svefnrof er í hópi þeirra Ijóða úr Fljótinu helga, sem eiga þátt í að auka fjölbreytni bókarinnar um leið og þau •draga úr samfelldum svip hennar. Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar er líkara úrvali en heildarútgáfu, vand- virkni hans og listræn ögun, hafa án efa ráðið örlögum margra ljóða, sem ekki er að finna í bókinni. í staðinn er mynd okkar af Tómasi heilsteypt- ari, glæstari en sú sem við höfum gert okkur af öðrum skáldum sömu kyn- slóðar. Þar með er ekki sagt, að fleiri ljóð eftir hann, hefðu ekki orðið fagn- aðarefni, en það er jafnframt misskiln- ingur að telja hann afkastalítið skáld. í bókina Svo kvað Tómas, hefur oft- lega verið vitnað hér, enda gefur hún glögga og trúverðuga mynd af mannin- um og skáldinu Tómasi Guðmundssyni. Hugsum okkur til dæmis, að eftir Jón- as Hallgrímsson lægi álíka bók, þar sem hann ræddi um markmið sín í skáld skapnum, og skýrði til dæmis kvæði eins og Alsnjóa; ætli við, sem nú lif- um værum honum ekki þakklát fyrir það? Tómas Guðmundsson hefur með Svo kvað Tómas, stuðlað að tengslum sínum við lesendur framtíðarinnar; um okkur, sem höfum gert orð hans að okkar, og sjáum hlutina oft með hans augum, gegnir öðru máli, þótt ekki saki, að við kynnumst honum nánar á opin- skáum blöðum þessarar bókar. Það er til að mynda fróðlegt að heyra Tómas ræða um erlend nútímaskáld eins og T. S. Eliot og Ezra Pound. Tómas minnist á hið fræga Ijóð Pounds, In a Station of the Metro, sem er þann- ig í heild sinni: The apparition of these faces in the crowd; Petals on a wet, black bough. Hann bendir á, að erlend nútímaljóð hafi „sprottið upp úr borgarmenningu, sem stendur á aldagömlum merg“, og segir um ljóð Pounds: „Ég held við höfum ekki enn eignazt þann menning- arstíl, sem þetta ljóðmál geti sprottið upp úr. Við erum ennþá svo miklir natúralistar í öllu okkar viðhorfi." Ef til vill skýra þessi orð margt í skáld- skap hins íslenska borgarskálds, sem orti um borg á æskuskerW, umnvera bæjar, sem ekki kallaði beinlínis á alls- herjarbyltingu ljóðformsins, var í nánu sambandi við sjómennsku og sveitalíf. Mikill sannleikur er fólginn í þessum orðum Tómasar: „Heimurinn er í dag kaostiskur og því mætti ætla að hlut- verk nútímaskáldlistar væri að leita uppi einfalt og skýrt form til að koma reglu á þennan óskapnað". Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Eitstgórar: Sigurður Bjarnason fró Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Bltstj. fltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Hitstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. Útgefandi: H.f, Árvakur, Reykjavik ~ — ~ ■ »■"' ' - — —m — ■ — " - ■ Þórbergur Þórðarson: Gengið fram hjá glugga Ossa afa Árin 1944 til 1946 leigðum við hjónin tveimur mætum Suðursveitungum stofu út úr íbúð okkar á Hringbraut 45. Sá þeirra sem hér kemur við sögu, hét Sigurbjörn, kallaður í daglegu tali Bjössi. Hann stundaði smíðar. Hann var ágætur maður. Hann var höfðingi í lund. Þá var lilla Hegga, sem ég ritaði um Sáiminn, að vaxa upp á næstu hæð fyrir neðan okkur, eins til þriggja ára. Hún var daglegur gestur hér uppi og fékk ofurást á Bjössa, sem hún kallaði Ossa afa, og tóku ýmsir það nafn á Bjössa upp eftir henni, því að það fór skemmtilega í munni. Ást lillu Heggu á Ossa afa var ekki að ástæðu- lausu. Hann var alltaf troðbyrgur af alls konar sælgæti og hann var höfðingi. Ossi bjó seinna í mörg ár á efstu hæð í húsi í grennd við okkur. Þar átti ég oft leið fram hjá og blasti þá við mér glugginn á herbergi hans, og þar blasir hann átakanlega við mér enn í dag. Þó að Ossa sé hér getið í sambandi við vín, vil ég taka það fram, að hann var reglumaður. Ossi afi andaðist í vor, 76 ára. En ég hjari ennþá og er kallaður Sobbeggi afi. 23/5 1968. Já, hér bjó hann Ossi afi, einbúi’ án stáss og raups. Þarna innan við efsta gluggann hann oft setti mig til staups. En nú er hann grafinn og genginn, og Guð einn má vita hvurt. Það veit ennþá enginn, og aldregi verður það spurt. En glugginn er eins og áður, og enn gnauða vindar í reyr. Eitt er þó öðruvísi: Hann Ossi skenkir ei meir. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.