Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 15
# umsjá Baldvins Jónssonar og Sve/ns GuÓjónssonar Ný og góð plata með Óla Gauk Komin er á markaðinn ný og góð plata með hinni vin- sælu sjónvarpshljómsveit Ólafs Gauks, Svanhildi og Rúnari. Lögin á plötunni eru 4 og heita, Bjössi á Hól, Ef bara ég væri orðin átján, Ef ég væri ríkur og Undarlegt með unga menn en það lag er eftir Rúnar Gunn arsson og er eitt bezta lagið á plötunni og á eflaust eftir „að slá í gegn“ og þá sérstak- lega hjá unga fólkinu. 1 (1) 2 (2) 3 (7) 4 (3) 5 (8) 6 0) 7 (5) 8 (11) 9 (6) 10 (13) 11 (9) 13 (21) 14 (12) 15 (10) 16 (15) 17 (H) 18 (16) 19 (l7) 20 (26) Jumpin’ Jack Flash ¥oung Girl Blue Eyes Honey Hurdy Gurdy Man Rolling Stones Union Gap Don Partridge Bobby Goldsboro Donovan This Wheel’s On Fire Julie Driscoll/Brian Auger A Man Without Love Engilbert Humperdinck Baby Come Back Equals Do You Know The Way To San Jose Dionne Warwick I Pretend Des O’Conner Rainbow Valley Love Affair The Son Of Hickory Holler’s Tramp O. C. Smith Johanna Scott Walker I Don’t Want Our Love To Die Herd Helule Helule Tremeloes Wonderful World Louis Armstrong Sleepy Joe Herman's Hermits Simon Says 1910 Fruitgum Co Boy Lulu Pop-hátíðir svokallaðar er fyr irbrigði sem nýtur mikilla vinsælda meðal æskufólks víða um heim þó að við íslendingar höfum ekki ennþá haft þá gæfu til að bera að vera að- njótandi slíkrar skemmtunar. Þessar hátíðir fara yfirleitt þannig fram að frægar hljóm- sveitir ásamt öðrum smærri númerum mæta á einhvern til tekinn stað, oftast einhvers stað ar nálægt stórborg, en staðir- nir eru yfirleitt valdir með til- liti til landrýmis því að þessar samkomur standa oftast yfir í nokkra daga og er þess yegna ekki óalgengt að fólkið hafist við í tjöldum á meðan að á há- tíðinni stendur. A kvöldin leika svo hljómsveitirnar hver af annarri langt fram á nótt. Eng- in dansar, enda ekki ætlast til þess, heldur situr fólk í gras- inu og vegur og metur það sem hver hljómsveit hefur fram að færa. sveitum þ.á.m. einni frá- Sví- þjóð. Hátíðin var opnuð á föstudegi með því að þúsund uppblásnar og marglitar blöðr- ur svifu til himins. Flugeldum var skotið og bálkestir brunnu og stemmingin var svipuð og á islenzkri verzlunarmannahelgi í Þórsmörk þegar bezt læt- ur. Síðan hófust hljómleikar- breytt sínum stíl mikið nú í seinni tíð. Hann er ekki eins villtur og hann var á meðan hann lék með Yardbirds og John Mayall en samt sem áð- ur, þrátt fyrir rólegheitin, virð ast vinsældir hans sízt minni nú en þær voru þá og það sann ar aðeins að ekki er allt fengið með „stælunum" einum saman. Alan Price og Jeff Beck hvíla sig fyrir átök kvöldsins. Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði var ein slík pop-hátíð haldin í garði einum skammt fyrir ut- an London. Þarna voru mættar nokkrar af frægustu hljómsveit um Englands svo sem Small Faces, Alan Price Set, Eric Burdon and The Animals, Jeff Beck (Love is blue) og Herd svo að eitthvað sé nefnt ásamt mörgum minni háttar hljóm- nir. Small Faces ,,áttu“ föstu- dagskvöldið. Steve Marriott, klæddur í litskrúðugan, skósíð an morgunslopp hefur að sögn sjaldan sést í meira stuði en einmitt þetta kvöld. Beztu hljómsveitirnar á laug ardagskvöldið voru Alan Price Set og Jeff Beck. Jeff hefur Flestir bjuggust við að Herd mundu verða aðal númerið á sunnudagskvöldið en öllum að óvörum urðu Eric Burdon og féiagar til þess að skapa mestu stemninguna þetta kvöld. Eric hefur ekki verið eins vinsæll nú í seinni tíð og hann var á „gullaldarárum“ The Animals en engu að síður er hljómsveit hans alltaf jafn góð, jafnvel betri nú en nokkru sinni fyrr og hann sannaði það þetta kvöld að hann er síður en svo dauður úr öllum æðum. Það lag sem að mesta lukku vakti hjá Eric var lagið sem gerði hann frægan „House Of The Rising Sun“ og fagnaðarlátun- um ætlaði aldrei að linna þeg- ar hann í lokin tók gamla Presley lagið „Jailhouse Rock“. Hvernig væri nú að hinir at- orkusömu umboðsmenn sem að starfa hér í kringum okkar pop-hljómsveitir sneru bökum saman og héldu eitt allsherjar „Pop-Festival“ einhversstaðar í fögru umhverfi hér í ná- grenni borgarinnar. Ekki er að efa að íslenzkt æskufólk mundi taka slíku með miklum fögn- uði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 30. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.