Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 8
Friðrik Sigurbjörnsson: FYRRI CREIN FVRSTI DAGUR STRÍE3SIIMS í EVRÓPU Athenia að sökkva undan írlandsströndum. Mvndin var tekin frá einu björgunarskipanna, narska skipinu „Knut Nelson. Salome NageL Mánudaginn 4. september 1939 var gefið út fjögra síðna aukablað af Morgunblaðinu, en eins og allir vita kemur Morg- unblaðið ekki út á mánudögum en í þetta sinn gerðust svo vof- eiflegir atburðir í heiminum að annað kom ekki til mála, en að gefa út aukablað. Yfirskriftin á forsíðu var prentuð með risa stórri fyrirsögn svohljóðandi: ÞAÐ ER STRÍÐ Þetta var ógnvekjandi fyrir- sögn, og svo sannarlega átti hún eftir að leiða í ljós hræði- legri atburði fyrir allt mann- kyn, en það hafði nokkurn tím- ann órað fyrir. Dagarnir á undan heims- styrjöldinni síðari voru slæmir dagar. Alls staðar á byggðu bóli vonuðu menn í lengstu lög, að vandræðum yrði afstýrt, en það varð eins og fyrri daginn, að heims- ins ógæfu varð allt að vopni. Allt hafði verið reynt, en árangurslaust. Mr. Neville Chamberlain, hinn regnhlífar- prýddi forsætisráðherra Breta flaug oft yfir Sundið til friðar- umleitana, en allt kom fyrir ekki. Það getur stundum verið erfitt á að ósi að stemma. Þrátt fyrir Saar, þrátt fyrir Rínarlönd og Sudetahéröðin, endurheimt Austurríkis í Stór- Þýzkaland, varð allt til einsk- is og „Pólsku göngin“ svököll- uðu, urðu upphaf nýrrar stór styrjaldar í Evrópu, sem smátt og smátt breiddist út um þenna litla hnött okkar, og varð að einu allsherjar alheimsbáli, svo að hrikti í innviðunum. Andrúmsloftið í Evrópu var þrungið spennu. Adolf Hitler setti fram sína 16 punkta varð andi pólsku göngin, en þeir voru lesnir upp í þýzka útvarp ið að kvöldi 31. ágúst. í þeim voru skefjalausar kröfur, en við þeim var ekki hægt að verða. „Séntilmennska“ Breta meinaði þeim að hætta við að ábyrgjast landamæri Pállands. Nærri 30 ár eru nú liðin, síð- an þessir atburðir gerðust. Sum ir muna þá betur en aðrir, en mér finnst ekki úr vegi, á tím- um, þegar styrjöld enn geysar, að rifja þá upp. Rifja upp fyrsta styrjaldardaginn árið 1939, þegar lýðum varð full- ljóst, að hjá styrjöld yrði ekki framar komizt. 1. september 1939 Nú er það svo, að ekki eru menn á eitt sáttir, hvenær telja eigi, að styrjöldin hæfist. Við hér á íslandi, erum vön að telja þann dag frá því að Bret- ar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur hinn 3. september, en þeir í Þýzkalandi telja daginn vera 1. september, daginn, þeg- ar þýzkar hersveitir réðust inn í Pólland, og mun það sönnu nær. Það er dagurinn, sem Ad- olf Hitler, ríkisleiðtogi Þjóð- verja, hélt hina frægu ræðu í Ríkisþinginu þýzka, sem þá var háð í Kroll-óperunni í Berlín, og sagði þessi fleygu orð: „Frá því í morgun höfum við skotið til baka“ Fyrsta loftvarnarmerkið. Fyrir Bretum var það þó fyrst og fremst stríðsyfirlýsing in, sem markaði tíma- mörk s'tríðsins, enda leið ekki nema hálftími frá henni, þar til fyrsta loftvarnar- merkið var gefið í London. Sírennurnar gullu. Allt fólk var kallað niður í loft- varnarbyrgin. Fólkið trúði þessu tæplega, en samt sem áður hlýddi það kalli sirennunnar og gekk skipulega, en brosandi til loft- varnarbyrgjanna. Allt lið, sem tiltækt var, gekk til starfa, setti upp stálhjálma og gasgrímur. Eftir fáar mínútur var merki gefið um, að hættan væri liðin hjá, og Flugmálaráðuneytið til- kynnti, að ástæðan til þessa fyrsta loftvarnamerkis stríðsins hefði verið sú, að óþekkt flug- vél hefði sést á flugi yfir Erma sundi og nálgast suðurströnd Englands. Meira þurfti þá ekki til, en London átti svo sannar- lega eftir að hljóta grimmileg örlög af völdum þúsunda þýzkra flugvéla, þegar á leið. Atheniu sökkt. En það varð ekki bara Lond- on, sem fékk að finna fyrir stríðinu á þessum fyrsta degi. Sunnudagsnóttina 3. september, fyrstu nótt stríðsins var brezka hafskipið Athenia, eign Cunards skipafélagsins, skotið í kaf af þýzkum kafbát, 200 míl um frá írlandsströndum, eigin- lega á sama stað og Lusitaniu var sökkt árið 1917. Skipið var á leið frá Glasgow vestur um haf með 1800 farþega, eftir því, sem Morgunblaðið segir 4. sept ember. í brezkri heimild, er at- burði þessum lýzt á þann veg, að Athenia hafi verið á leið frá Belfast til Montreal með 1400 farþega innanborðs, sem sátu í setustofunum, töluðu um stríðið, sem svo skyndilega hafði skollið á, og hlökkuðu til endurfundanna við ættingja og vini handan hafsins. Meðal far þeganna voru nokkur hundruð Ameríkumanna, sem höfðu ver ið á ferðalagi í London og Par- ís, einnig nokkrir flóttamenn frá meginlandi Evrópu, sem voru að flýja óskapnaðinn í Evrópu og leituðu til nýja heimsins sér til öryggis og frið ar, sem þeir fundu ekki á meg- inlandinu. Skyndilega var friðurinn úti. Það var klukkan 7.45 um morg- uninn. Skipið hristist stafna á milli. Sumir gerðu sér alls ekki strax ljósa grein fyrir því, sem hafði gerzt, en allt um það fór hver farþegi að sínum björgun arbát, æðrulaust, og heyrðu þá jafnframt frá skipshöfninni, að þýzkur kafbátur hefði grandað skipinu með tundurskeyti, sennilega því fyrsta, sem af var hleypt í þessari stórstyrjöld. Til björgunar varð, eftir að skipið hafði sent út SOS — merkið, norska flutningaskipið, Knute Nelson. Klukkan 10 um morguninn sökk Athenia loks í hafið. Eftir að þeir, sem eftir lifðu komust í land, báru þeir mikið lof á alla áhöfnina fyrir stillingu. Þjóðverjar báru það út, að það hlyti að hafa verið brezk ur kafbátur, sem hefði skotið tundurskeyti að skipinu, en brátt varð það samt lýðum ljóst, að það var þýzkur kaf- bátur, sem óhappinu olli. Eins og vindill að Iögun. Tékkneskur flóttadrengur lýsti því á þessa leið, þegar hann sá kafbátinn koma upp á yfirborðið skammt fra skipinu: „Allt í einu sá ég öldugang ná lægt skipinu og svartur hlutur, líkastur vindli að lögun, reis upp úr djúpinu og stefndi í átt til okkar. Svo varð geysileg sprenging, og ég sá menn í stjórnturninum eiga við fall- byssu og skjóta að skipinu" Ég er gamall hermaður. Claude Barrier, herbergis- þjónn á skipinu, sagði frá því, að hann hefði verið að aðstoða þjónana í eldhúsinu, þegar skyndileg sprenging kvað við „Ljósin hurfu, og skipið hrist ist stafna á milli. Ég er gamall hermaður, og ég fann strax lyktina. Það getur ekki verið“ hugsaði ég með sjálfum mér, en stýrimaðurinn sagði strax: „Svínin þau arna hafa hitt okk ur.“ Síðan byrjaði skipið að hallast. Við hlupum um gang- ana til að aðvara farþega okk- ar, og síðan hlupum við upp á dekk, og sáum um leið kafbáta- kíki hverfa í djúpið.“ Björgun arskipin urðu mörg að lokum, fyrir utan Knute Nelson, norska skipið, t.d. þrír brezkir tundur- spillar, sænska skipið „Suður- krossinn“ og ameríska gufu- skipið „City of Flint“. í hinni opinberu skyrslu um þetta hræðilega fyrsta sjóslys styrj- aldarinnar, var sagt, að um borð í Atheniu hefðu verið 1418 menn, þar af 300 Amerikanar, og af farþegunum öllum létu lífið 128 manns. Leiffarar Morgunblaffsins. Víkjum svo stundarkorn aft ur til Morgunblaðsins á þess- um vöndu dögum, hlustum að- eins á, hvernig það brást við þessum hræðilegu atburðum. I leiðara blaðsins hinn 1. september standa þessi orð: „í dag er verið að flytja fólk í stórum stíl frá París og Lond- on. Þau fyrirmæli hafa verið gefin almenningi í París að all- ir eigi að fara úr borginni, sem með nokkru móti geti farið það an. Flytja á öll börn úr Lond- on þessa daga, bæði ung börn innan 5 ára og skólabörn. Er búist við að þessi barnaflutn- ingur nái til einnar milljónar barna“. Álfan aff fara í bál. Síðan segir í sama leiðara: „Um það leyti, sem blaðið fór í prentun í gærkvöldi, varð ekki annað séð, en álfan væri að fara í bál“ Fyrr í leiðaranum standa þessi merkilegu orð: „Merkur þýzkur hermálasér- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.