Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 12
bœði á vegum og annarsstaðar Leiðin til að sleppa við skrámur í umferðinni er sú að geta greint sauðina frá höfrunum. Hér eru nokkrar varhgaverðar tegundir af bílum og bíl- stjórum. VARUÐ Sá sem er svo ofboðslega hrif- inn af fjólubláum gæruskinn- um, að hann hefur með þeim birgt fyrir allt útsýni gegnum afturrúðu. Oftast eru þettaung ir menn á átta gata tækjum. Varið ykkur á þessum með rendurnár. Ökumenn þeirra halda að þeir séu í keppni á Le Mans kappakstursbrautinni og hegða sér samkvæmt því. Kona við stýrið. Viðhafið sér staka aðgát. Hvað sem er getur gerzt. Þegar ástin hefur völdin í framsætinu er betra að sýna varúð. Sunnudagsökumaður með öku- skírteini síðan 1920. Er vanast- ur að aka á miðri götu eða miðjum vegi og heldur sig við 25 km hraða. Einn sem hefur meiri áhuga á að sýna hvar hann hefur ver ið en hvert hann ætlar. Allar rúður álímdar með hótelmiðum. Einn með manndrápssvip við stýrið. Setur sig í kuðung í herðunum og lætur hökuna nema við stýrið. Stórhættuleg- ur, einkum þegar hann fer að eldast. cr^ Hvers konar „gæja-stælar“ eru viðsjárverðir, t.d. utaná- límt skraut, hangandi dúkkur og blómavasar. A cza 9 g*8—8-— Bíll með utanbæjarnúmeri. Varúð, það er ekki víst, að hann hafi heyrt um hægri um- ferðina. Fljótt á litið Ökumaðurinn á splunkunýja bílnum. Hann er sennilega svo dáleiddur að hann gæti fallið í trans og valdið óhöppum. Auðvitað eru nemendur hættu legir, en þeir standa til bóta og eru afsakanlegir. Varast ber að lenda fyrir aft an bifreið merkta með Y. Það er ekki víst að hún komist upp brekkur. Sérstök varúð: Miðaldra kona sem gefur stefnuljós til hægri. Beygir sennilega til vinstri en þó er ekki hægt að treysta því. f hópi hinna óútreiknanlegu eru, þótt merkilegt megi virð- ast allmargir leigubílstjórar. Einkum þeir sem umsvifalaust hlýða þegar farþeginn segir: Æ, viltu annars fara hérna.“ Framhald af bls. 7. jóns fer vel inn með Suður- landsbrautinni, en mér þætti æskilegra, að hann hefði verið allmikið stærri. Það er ein- hvern veginn svo, að skúlptúr nýtur sín ekki til fulls utan- húss nema í talsverðri yfir- stærð. Þetta verður hálf átak- anlegt með vatnsberann hans Asmundar á Öskjuhlíðarklett- inum; hún verður skelfing um- komulaus í smæð sinni. JL Bandaríkjunum er hreyfing í þá átt, að stækka utanhússkúlptúr verulega; stundum er hann gerður á stærð við meðalhús. Náungi að nafni Tony Smith hefur orðið frægur fyrir slíka risaskúlp túra, sem stundum líkjast beina grindum úr einhverskonar forn aldarskrímslum. Hann gerir ein ungis teikningar, en vinnan fer fram á járnsmíðaverkstæð- um, þar sem verkið er soðið saman úr plötum. Hann hefur einnig notað grind og svart- málaðan krossvið. Að undan- förnu hefur mátt sjá myndir af ýmsum þessháttar verkum í blöðum að vestan og þá er gjarnan tekið fram, að þessum verkum sé ætlað að standa á barsvæðum eða í görðum, því engin söfn rúma þau. í framhaldi af þessu dettur mér í hug, að það væri ómaks- ins virði að taka eina af tröll- skessunum hans Ásmundar og stækka hana uppúr öllu valdi — kannski ekki til móts við Hallgrímskirkju, en allavega á hæð við stórt sambýlishús. Svo reisum við skessuna — eða byggjum hana væri kannski réttara að segja — á einhverri hæðinni, þar sem hún gnæfir yfir. Þá yrðum við líklega heimsfræg og túristar mundu flykkjast hingað til að berja augum þetta frumlega tákn borgarinnar, sem væri ólíkt hressilegra en „Den lille hav- frue“ í Kaupmannahöfn. Með öðrum orðum: „Þar lægju Dan- ir alveg í því“ eins og sagt er. Meinið er aðeins, að hér vantar tilfinnanlega olíukónga eða meiriháttar auðkífinga til að kosta skessubygginguna. Væri ekki hægt að stofna Tröll skessufélag til að hrinda mál- inu í framkvæmd og fá kven- félögin til að taka höndum sam- an og halda basara og kaffi- samkomur? Væri ekki hugsan- legt fyrir þau að reisa skess- una til minningar um Hallgerði eða Bergþóru? Eða jafnvel Tyrkja Guddu. Þá væri þeim hjónum gert jafn hátt undir höfði. Auðvitað væri gott að fá Ragnar í Smára til liðs við hugmyndina, en ég held nú samt að kvenfélögin séu aðal- atriðið. Hugsið ykkur innsiglinguna til Reykjavíkur, ef skessan trónaði yfir borgina. Farþeg- arnir á túristaskipunum mundu taka upp sjónaukana langt ut- an við Gróttu og svo gætu þeir horft á skessuna af skipinu, ef aftök væru með að fara í land fyrir slagviðri. Svo gætum við sýnt bjargsig í skessunni á há- tíðisdögum og fengið Vest- mannaeyinga til að spranga utan í henni. Innan í henni verða að sjálfsögðu að vera vemngahðs, allra helzt uppi í hausnum og þaðan yrði dýrlegt útsýni yfir bæinn. En sem sagt, hérmeð vísa ég mál- inu til kvenfélaganna. mt að eru víðar tækifæri til að láta listamennina fegra borgina. Mér hefur oft komið til hugar, hvað mætti gera stór fenglega veggskreytingu á suð- urvegg Háskólabiós. Slík skreyting mundi bæði fegra um- hverfið og þetta mikla hús, þar sem grátt og meira grátt hef- ur verið ófrávikjanlegt boðorð. En grámuskunni og litleysinu er sungin lof og dýrð víðast hvar: grátt er himinn og haf meiripart ársins, grá er jörðin, hvort heldur það á að heita gróið land eða malbikað og of- aná bætist sú feikilega dirfska og hugmyndaauðgi að mála flest hús grá. Ef ekki einlit grá, þá Ijósgrátt og dökkgrátt saman. Það þykir djarft. f sambandi við fegrun borg- arinnar er mér efst í huga eitt hræðilegt slys. Ég trúi ekki öðru en að það sé beinlínis slys, því ráðamenn borgarinn- ar og skipulagsyfirvöld eru vel meinandi menn og sumir hafa þar að auki auga fyrir því fagra og listræna. Ég á við EU- iðaárvoginn, þessa perlu, sem var. Ég á við uppfyllinguna, moldina og grjótið, sem við, skattborgarar þessa bæjar, voru látnir kosta flutning á til þess eins að eyðileggja einn fegursta blett, sem völ var á að sjá. Að standa við Elliðaárvog- inn á fögru sumarkvöldi og sjá hvernig árvatnið rann til móts við hafið; að sjá hvernig Esjan stóð á höfði í voginum á góð- viðrisdögum svo Freymóður hefði getað verið fullsæmdur af. Nei, nú er þetta allt fyrir bí; það hefur verið eyðilagt viljandi og það er slys. Ein- hverntíma var mér sagt, að þarna á uppfyllinguna ætti að koma skrúðgarður. Ojæja, eru þá landþrengslin orðin slíkt vandamál, að við verðum að fylla upp sundin blá til að eiga kost á skrúðgörðum? Mætti ég þá heldur biðja um Elliðaár- voginn óspilltan eins og hann var. Suður í Vatnsmýrinni er nor- ræna húsið komið vel á veg. Ég held að það verði sönn borgarprýði og það mun njóta sín til muna betur, þegar í kringum það hafa verið gerðar tjarnir eins og gert er ráð fyr- ir. Norræna húsið nýtur sín vel á þessum stað; ekkert skyggir á það og það býr yfir reisn þó það sé ekki mjög hátt í loft- inu. Þesskonar reisn hafa ekki margar byggingar okkar frá siðari árum; það var vissulega mikill fengur í að geta fengið Alvar Aalto til að setja svip á bæinn. Væri ekki hægt að fá hann til að teikna ráðhúsið, þegar endanlega er búið að forða því, að það verði byggt við Tjarnarendann? 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.