Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Qupperneq 4
UM VALDIÐ
Framhald af bls. 2.
setningu, teldi nauðsynlegt að telja upp
hver væru eða væru ekki áhugamál
hinna vinnandi stétta, og víðsýnm lög-
gjafi ætti að forðast talningu slíkra
dæma. Sjálfur kysi ég helzt lakónska
orðun, sem hafði óumdeilanlega merk-
ingu. Aðeins slík orðun getur gefið lög-
um sama hljóm og kunnum málsháttum,
sem að lyktum verða eitt með vizku
feðranma, og þá er svo komið, að hin
almenna réttarkennd er orðin þroskuð
og naumast þörf dómstóla til að finna
hið rétta. Káfleygt orðalag og óljós
hugsun í stjórnarskránni verður til
þess að lítið verður sagt um endingu
hennar. Hæstu réttarreglur verða frem-
ur prógram en trygging fyrir réttind-
um borgarans. Raumar lit ég svo á, að
stjórnarskráin eigi að gegna hlutverki
sínu sem hver ömnur réttarregla, og
þar við bætist, að engin undirskipuð
regla eða annað því um líkt megi tak-
marka eða draga úr ákvörðunarmætti
hennar.
Ég hef lýst skoðun miniú á eðli alls
valds, þróun þess og framkomu, og ég
hef reynt að sýna fram á, að eftirlits-
mekanisminn, sem átti að halda því í
sfcefjum, hefur brugðizt, þannið að borg
arinn missir virðingu fyrir sjálfum sér,
og þar með stöðu sína sem borgari.
Vari þetta ástand jafnlengi og það hef-
ur gert hjá okkur, þarf engan að undra
þótt ýmsir komist á þá skoðun, og þá
fyrst og fremst unga kymslóðin, sem
hvorki af námi né reymslu veit betur,
að það ríki einlhvers konar sífellt á-
framíhald í leit mannsins að fuillkomnu
lýðræði. Haldi þetta ástand velli (og
eðlileg sjálfsvarnarhvöt manna berjist
ekki gegn því) mun raunverulegt skap-
ferli þjóðar okkar breytast með næstu
(kynslóð. í stað öflugrar menningar-
heildar kæmi auðstýrð þjóð, sem jafn-
vel útlendingi yrði leikur að stjórna.
Ef við ætlum að láta reka í þá átt, held
ég við hefðum betur látið þúsund ára
viðleitni vera.
Ég geng út frá því, að enginn okk-
ar sé fæddur auðstýrður, og legg til, áð
rithöfundaisaimbandið taki forystuma, e.
t.v. í samvinnu við blaðamannafélagið
og önnur félög sem eiga sér áþekk á-
hugamál, og fari fram á sérfræðiálit
tékknesku vísindaakademíunnar um
stjórnarskrána. Reynist nauðsynlegt að
hafa forystu um breytingar á henmi
mætti t.d. gera það þannig, að samband-
ið hvetti félaga sína til að sækja kjör-
fundi við næstu kosningar og vekja
þar máls á þessu vandamáli og sjá til
þess, að frambjóðendur sannfærist. En
einnig er hægt að hugsa sér, að sér-
hver okkar gangi áður á fund fram-
bjóðanda síns og beiðist þess að hann
mæli fyrir málinu á þingi.
Sem ég stend hér í stólnum, hef ég
alls ekki þá tilfinningu sem frjáls borg-
ari ætti að hafa, er hann neytir frelsis
síns til að segja það sem honum býr í
brjósti. Ég hef fremur á tilfinningunni
að ég notfæri mér vopnahlé milli borg-
ara og valds, að ég brjóti gegn því
ástandi sem hér hefur ríkt og lýs-
ir sér í því, að í gildi er eins konar frið-
un á rithöfundum og listamönnum
Ekki veit ég hve lengi hún kann að
vara, máski til hausts, máski til morg-
xms. Eins og ég trúi því ekki að hægt
sé að kalla þegnana sama og valdið,
hinn stýrði og stjórnandi geti samein-
azt í einum baráttusöng, alveg eins trúi
ég því ekki að listin og valdíð geti
nokkru sinni sætzt heilum sáttum. Þau
munu ekki og geta aldrei gert það, þau
eru of ólík og henta ekki hvort öðru.
Það sem hugsanlegt er og gefur til-
raun okkar von, er þetta: að valdið og
listin skilji stöðu sína og setji sér vit-
urlegar reglur um samband sitt. Jafn-
vel rithöfundar eru menn, og stjórnar-
völdin eru búin til úr mönnum. Ef
fyrir einhverjum okkar ætti að liggja
að lenda í stjórnmálafélagi, ræki hann
sig á innri klofning þfess qg lenti í
stríði við sjálfan sig. Frelsisunnandi
maður, sem að sjálfsögðu er ofurlítið
eigingjam og hugsar fremur um eigið
hreinlæti en óhreinku alls heimsins,
maður sem sér hve allir hlutir
eru flóknir, en er haldinn óstöðvandi
löngun til að gera þá einfalda, sem sagt
t.d. skáld eða tónskáld gengur aldrei í
lið með ríkisvaldinu. Skáld sem er ráð-
herra, það er bara eins og ofurlítil
kurteisleg hneiging valdsins, þegar það
er í góðu skapi. Hér tala ég um ósætt-
anleika og reikna ekki með fullum
fjandskap.
(- - -) Rithöfundar eru líka menn,
og stjórnarvöldin eru á sama hátt gerð
af mönnum. Ekki kæra rithöfundarnir
sig heldur um stjórnleysi, því að þeir
vilja gjarnan eiga góðar íbúðir ogvilja
að aðrir geti það líka, þeir æskja fram-
fara í iðnaði og ábata af verzlun. Og
þetta er óhugsandi án skipulagningar
og stjórnarvalda.
Listin getur ekki risið gegn stjórn-
inni, því að það að stjórna, það þýðir
að ráða beint eða óbeint yfir lífi mann-
anna, ráða yfir velferð þeirra með
stjórnkænum aðferðum, ráða yfir þessu
sem ég er að hugsa um, en ekki er hægt
að skýrgreina. Og starfsemi valdsins
snertir listina einmitt í því óskýrgrein-
anlega, sem þó er á einhvern hátt ákveð
ið. Listin verður því að standa móti
gagnrýni sinni á ríkisstjórnir, því að
ríkisstjórnir, hvernig sem þær svo eru,
og hvaða framkomu sem þær hafa, eru
samt sköpunarverk viðkomandi menn-
ingar.
(...)
En hvaða kerfi og hvaða leiðslur?
Ég sé bara hemla. Á áratug hefur ekki
komið fyrir mig við nokkrar yfirlýs-
ingar þeirra að ég hafi hugsað: Sjá,
hve skínandi hugmynd! Og þetta hefur
engum dottið í hug fyrr! Þvert á móti
sagði ég oft daufur í dálkinn við sjálf-
an mig: Hvaða máli skiptir það eigin-
lega, fyrst allir hafa lengi vitað það!
Og oftast: Hvernig get ég bjargað minni
eigin hugmynd, hvernig get ég komið
henni fram, fyrst ég get ekki sannfært
þá af því að ég sé þá aldrei?
Ég sé og heyri hvernig valdið hörfar
fáein skref til baka, þegar það mætir
oí' sterkri andstöðu. Ekki undan rök-
um: það lætur ekki sannfærast af þeim.
Aðeins mistökum, endurteknum mistök-
um, sem bæði kosta okkur fjármagn og
taugar. Ég sé stöðugan vilja, og jafn-
vel stöðuga hættu á að hinir eldri og
verri tímar komi aftur. Því hvers virði
er skipulag? að við höfum fengið rit-
höfundasjóð, forlög og tímarit? Hótun
um að þeir komi og taki allt af okkur
aftur, ef við högum okkur ekki vel. Ef
ég viðurkenndi að þeir ættu það, segði
ég eins og hún systir mín var vön:
Drottinn gaf — og drottinn tók. En
eru þeir þá allherjardrottnar? Og hvað
veita þeir öðrum? Ekkert? Þá höfum
við ekkert að gera hér. Látum þá segja
það. Látum það verða lýðum ljóst, að
í raun og veru eru þeir bara hópur
manna, sem öllu vill ráða, orðum og
gerðum allra, hugsunum og tilfinning-
um. Þetta vanmetna, umtalaða og ein-
staka menningarverk vitnar um stöðu
menningarinnar í ríkinu, það er mynd
af menningu þjóðarinnar.
Á síðustu misserum höfum við oftlega
heyrt, að ríkisvaldið viðurkenni eins
konar sjálfstjórnarrétt til handa menn-
ingunni á hennar eigin sviði. En eftir
því sem þeir segja, ætti þá menningin
ekki að vera að ybba sig þó sett sé
ofan í við hana, þegar hún fer yfir á
svið stjórnmálanna. Okkur er borið á
brýn að við slettum okkur fram í ann-
arra manna verk, sérhvert verk eigi að
vera unnið af sérfræðingi. Satt er það,
að engir ættu að koma nálægt stjórn-
málum nema sérfræðingar og fagmenn.
En hvaða trygging er fyrir, að það séu
einmitt þessir menn sem eru sérfróðir?
Ég efa það, og rótina að efa mínum vil
ég helzt bera fram í líkingu. Sannlega
er læknir sérfræðingur. Hann getur
Framhald á bls. 13
Korcula skagar fram sem borgvirki rammgirt múrum með traustum varðturnum.
ÞÖSIWD
EYJAR
I ADRIAHAFI
„Þúsund eyjar: náttúran hefur beitt ótæmandi hugarflugi og taumlausri
sköpunargleði, þegar hún mótaði þennan eyjaklasa. f óviðjafnanlegu fjölskrúði
sínu og óendanlegum margbreytileik eru þessar þúsund eyjar sem þúsund
meginlönd, svo frábrugðnar eru þær hver annarri að loftslagi og mannlífi,
siðum og sérkennum.“ Þannig segir í lýsingu á eyjunum undan strönd Júgó-
slavíu í bók, sem Lesbók hefur borizt: Þúsund eyjar í Adríahafi (útg. af „Jugo-
slavija“, Nemanjina 34, Belgrad, 1965.) Þetta er myndabók, landkynningar-
rit, sem hefur nú á þessu ári verið gefin út í enskri útgáfu, og er formáli sam-
inn af iúgóslavneska rithöfundinum Antun Soljan.
Höfundur hlífir lesanda við þurri upptalningu á staðfræðilegum fróðleik,
sem má allt eins fá í alfræðibókum — það er fyrst og fremst skáldleg sýn
höfundar, sem leiðir okkur á þessar slóðir, höfundar sem af ást á landi sínu
vill veita öðrum hlutdeild í fegurð þess. Hann tengir sögu og goðsögn, þjóð-
sögur og munnmæli við nútímann og það mannlíf sem lifað er á eyjunum í
dag — eyjaklasinn í heild verður tákn óslitinnar framvindu sögu og menn-
ingar. Hér geymdi jörðin fornminjar frá dögum hinna fornu Illýringa, sem
námu þar fyrstir land, listaverk og byggingarlist bera vitni fornra grískra yfir-
ráða og rómverskra áhrifa, kapellur, sem reistar voru á 8. og 9. öld standa
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. júlí 1988