Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 1
Hinn 1. þessa mánaðar voru liðin 10 ár frá útfærslu landhelginnar í 12 mílur. BIRGIR KJARAN hefur í tilefni þessa látið Lesbókina hafa eftirfar- andi frásögn sem gerist í marzmánuði 1960. Það var um nónbil laugardaginn 12. marz 1960, sem ég stóð é bryggjunni í Keflavík og beið eftir bát frá varð skipinu Þór, sem lá fyrir utan. Það hafði gengið á með hryðjum og svolítil yigja í sjó. Eg stekk um borð og von bráðar leggur báturinn að skipshlið, og þar tekur Þórarinn Björnsson skip- herra á móti mér og fylgir mér til klefans, sem mér er ætlaður þessa nótt. — Tilefni ferðarinnar er, að Landhelgis gæzlan hefur verið svo vinsamleg að leyfa mér að fljóta með í einum leið- angri íslenzk varðskips til vopnlausrar varn.ir íslenzkrar 12-mílna landhelgi gegn cfurefli brezka flotans. Þórarinn býður mér til sín upp í brú. Hann hringir á vélina og gefur skip- anir: , Bakborð" — „Léttið á því" — „4 gráður!" — „Beint!" — Og sigling- in er hafin. Hann vikur tali sínu að mér, þó haf- andi augun á stefnu skipsins, og segir: „Þeir voru að opna hér svæði í nótt — Geirf ugladrang, — Og hættir við Snæ fellsnes — Þeir eyðilögðu línu hjá Steinunni gömlu. — Það hálsforotnaði einn hjá þeim í nótt — á einum togar- anum." — f brúnni hjá skipherranum er dálítill mórauður hivolpur meðsvart trýni og heitir enda Trýna. Húnhnipr ar sig þarna undir brúarveggnum og hefur ekki minnstu hugmynd um 12- mílna landhelgi og allt þetta mikla fiskastríð, sem senn hefur varað í hálft annað ár, eða allt frá 1. septemfoer ,er 12-mlílna-landhelgin tók gildi. „Hann er dauður sá af Vivianne — sá sem hálsforotnaði í nótt", tilkynnir Steingrímur Matthíasson loftskeytamað ur. — Þa"ð er kominn kaffitími og sezt í mat- salinn. Hafandi aldrei áður siglt með ís lenzku herskipi, fer maður ósjálfrátt að spyrja um kanónur og meðhöndlan þeÍTra. Er þá upplýst, að á Þór sé ein skytta, auk stýrimanns. Upphaflega kenndu Danir íslenzku skyttunum, en nú er það Gunnar Gíslason úr Papey, sem kennir meðferð fallstykkjanna. — Mér er tjáð, að tilgangslaust sé að s'kjóta úr lengra færi en tveggja-mílna og ekki þorandi að vera nær en í 50 metra fjarlægð. — „Armering" stríðsflot ans okkar er víst heldur ekki sérlega stíluð upp á árásarhernað, 'því að mér er sagt, að á Óðni hatfi verið fallstykki, sem á var greypt: Artillerimaterialverk stedsrne Köbenhaivn 1896." Við skipherra tökum nú tal saman í næði, og auðvitað er ég íorvitinn að heyra um beitingu skotvopnanna, og inni Þórarinn eftir Iþví. Skipherra svarar mér meðal annars þessu til: „Á gamla Þór skutum við einu sinni óviljandi gat á Þjóðverja. Sennilega hefur verið sjógangur og kúlan lent í öldutoppi. Þjóðverjarnir voru þarna tveir saman. — Annar komst undan. Þá voru Þjóðverjarnir alltaf í landhelgi á þessum líka litlu dollum. Nú sér maður þá aldrei, þeir eru einhversstaðar úti í Grænlandshafi. . . . Já, kiúlan sú arna, sem ég var að segja frá, gerði gat á togarann fyrir ofan sjávarm'ál. . . Þetta eru ekki sprengikúlur. . . .Svo fór hún í ketilinn og klofnaði og annar helmingurinn rann með katlinum inn á Fýrplássið og skall fyrir lappirnar á ein um kyndaranna, sem fékk sjokk og hélt að hann væri aftur kominn í gamla stríðið!" — Við og við fær skipherrann fréttir úr loftskeytaklefanum: „Paladin F 165 er á Selvogsgrunni — er að flytja það svæði að Ingólfshöfða, því að þeir fá ekkert á Selvogsbanka" — Skipherra bætir við: „Þessi með skeggið, sem á rakhníf Nel sons er sennilega á Paladin. „Verðurðu ekkert var við hann?" spyr hann loft- skeytamanninn. — " Það getur svo sem verið nógu gott að tala við hann And- erson, hann er oft ljúfur eins og lamfo, en svo gefur það nú breytzt". — Trýna greyið smýgur inn um dyra- gœttina og hringar sig í horninu á bekkn um í borðsalnum. Þeir fengu hana tveggjamánaða gamla í Súgandafirði. Hún er sögð ógnar kjáni, en er fjarska fríð — Um daginn datt hún ofan af einum bátnum og varð hálf vönkuð í 'bili, fékk Ifká hita fullyrða þeir, — hvort sem þeir hafa nú mælt hana eða ekki. Skipverjarnir eru alltaf á nálum um að hún fari í sjóinn, svo fyrir- hyggju'laus er hún talin. Þess vegna þykir hún bezt geymd, þegar hún dott- ar í trollrúllu, sem liggur á dekkinu, eða þegar hún er í brúnni manninum við stýrið til samlætis. Við hölfum fyrir nokkru lokið kaff- inu, enda er klukkan orðin hálffimm. — Ég spóka mig á þilfarinu. Bátarnir streyma út í Miðnessjó. Við erum komn- ir fyrir Garðskaga og enn fyrir Staf- nes. — Ég gef mig á tal við Andrés Jónsson fyrsta meistara, sem stendur í gáttinni niður í vélarrúm, og fer að spyrja hann um viðureignina við Bret- ann. Hann segir: „Það var helzt í fyrra haust, að það var fútt í því, en nú er þetta bara sett á svi'ð. — Annars irriterum við þá. Fiskimaðurinn þarf frið. Ef hann er ónáðaður fer hann í stríð..... Bretar hafa hlaupið á sig í þessu öllu. Ég skil ekki hvers vegna. Eg held bara að þeir hafi verið of il'la upplýstir um alla mála vexti" — Þetta segir nú Andrés, fyrsti meistari á Þór og hann virðist nokkuð fastur á sínum meiningum. Hann er Breiðfirðing ur, fæddur í þeirri nafnfrægu Hergils- Í::;:í5':' :>:<VÍM^^MM?*> Frá vinstri: Haraldur Björnssonj 1. stýrimaður og Þórarinn Björnsson, skipherra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.