Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 11
Dómkirkjan 1840 ,,ísl°ndingar hafa endur fyrir löngu lagt ívo drjúgan skerf af mörkum til varðveizlu og skýringar sögu vorrar og vorrar dönsku tungu, að vér ættum einn- ig að gera það, sem oss er unnt, til fræðslu núlifandi og óborinna kyn- slóða á íslandi." Ákveðið er, að Landsbókasaifn ís- lands minnist með sérstökum hætti .Rafns og stuðnings hans við safnið, og verður síðar frá 'því skýrt í þessu yfir- liti. Þess er ekki kostur að rekja nákvæm- lega sogu safnsins þau ór, er það var á dómkirkjuloftinu. Stiftsyfirvöldin og sérstök stjórnarnefnd höifðu umsjón alla með eafninu, og gat þá vitaskuld oltið á ýmsu. Svo vel vildi tii að stiftamt- maður sá, sem hér var, þegar safnið hóif gcngu sína, Peder Fieldsted Hoppe, lagði sérstaka rækt við safnið, samdi t.d. Registr yfir íslands Stiftisbókasafn, er gefið var út á kostna'ð Bókmennta- félagsins í Kaupmannalhöfn 1828. Þótt gert hafi verið þegar árið 1826 ráð fyrir sérstökum bókaverði, rættist ekki úr um ráðningu hans fyrr en seint á árinu 1848, <er Jón Árnason tók við tókavarðarstarfinu. Fyrsta verk hans var að flytja bækur safnsins ofan úr Lærða skólanum, þar sem þeim hafði verið komið fyrir um stundarsakir, og raða þeim upp á dómkirkjuloftinu, enn- fremur að semja skrá um bækur og síð- ar handrit safnsins. Þótt Jón lyki skránni á tils.-ttum tíma, fór svo, að einungis hluti hennar var prentaður og það ekki fyrr en 1874, en það var skrá „yfir íslenzkar bækur og handrit í Stiftis- tókat'i’fninu". Jón vann safninu, meðan kraftar entust, allt fram til 1887. Laun hans voru lengstum mjög lítil eða eins og Jón Jaeobsson kemst að orði um þau á fyrstu árum Jónis við safnið: ekki ein- ungis smánarlaun, heldur einnig reyt- ingslaun. En ætlazt var til, að bóka- vörðuiinn tæki laun sín af því fé, sem fengist fyrir útlán bóka og galzt oft mjög illa. Nokkru áður en Jón réðst að safn- inu, var lagður grundvöllur að hand- ritasa ni þess með kaupum á handritum Steingríms biskups Jónssonar að hon- um látnum 1846. Merkustu handrit, er safnið eignaðist í tíð Jóns Árnasonar, voru Lins vegar hið mikla handrita- safn Jóns Sigurðssonar, er landssjóSur festi kaup á, en afhent var að Jóni látn- u.m Landssjóður keypti einnig bækur Jóns SigurSssonar, og gengu þær jafnframt til safnsins. Á þúsund ára afmæli íslandsbyggð- ar 1874 voru Landsbókasafni eða Stift- isbókasafni, eins og það var þá enn kallað, gefnar margar ágætar bókagjaf- ir. Jón Árnason tók saman skýrslu um þær og lét prenta á 88 blaðsíðum þjóð- hátíðarárið. Þegar fjárveitingavaldið fluttist inn í landið samkvæmt stjórnarskránni 1874, var tekið að veita safninu reglulega styrk af opinberu fé, en fram til þessa hafið safnið einkum fleytt sér á bóka- og fégjöfum einstakra manna og stofn- ana, innlendra og erlendra. Munaði mest um fastasjóð þann, er stofnaður var 1830 f/rir atbeina Rafns, en sá sjóður er raunar enn til við safnið, þótt hann hafi bar lengi engu hlutverki gegnt. Þegar mikið lá við, lögðu yfirvöldin safninu til fé, og svo var t.a.m. um kaup- in á handritasafni Steingríms biskups, ei áður er getið. Annar merkur áfangi, er náð var í bókavarðartíð Jóns Árnasonar, var „bygging á húsi handa alþingi og söfn- um h'ndsins", eins og komizt var að orði í uppástungu til þingsályktunar 1879, en smíði Alþingishússins lauk 1881. Bækur safnsins voru fluttar í hið nýja hús um sumarið og höfðu þá verið tvö ár í bókhlöðu Lærða skólans vegna við- gerðar á dómkirkj.unni. Reyndist mikið verk að raða bókunum í Allþingishús- inu, og hjálpuðu þeir Magnús yfirdóm- ari Stephensen og Halldór Kr. Frið- riksson yfirkennari Jóni Árnasyni við bað hrustið 1881 og um veturinn eftir. Halldór hafði þá verið í stjórnarnefnd safnsans frá 1848 og sat í henni allt til árisins 1902, siðustu 24 árin sem for- maður. Er ljóst, að hann hefur á langri ævi unnið geysimikið verk í þágu safns- ins. Skömmu áður en Jón Árnason lét af starfi sínu við Landsbókasafnið, voru í desember 1886 sett lög um prentsmiðjur, þar í.am sagði m.a., að allar prentsmiðj- ur hér á landi skyldu lláta Landsbóka- safniru ókeypis í té tvö eintök af hverju því, er prentað væri. En áður hafði íandsprentsmiðjunni verið gert að skila safninu einu eintaki. Lagaákvæð- in um prentskil hafa síðan verið endur- skoðuð nokkrum sinnum og síðast ræki- lega 1949. Hallgrímur Melsteð tók við bóka- varðcirstarfinu af Jóni Árnasyni haust- ið 1807, en hafði þá „um nokkur ár starfað í þjónustu bókasafnsins, sum- part launalauist, sumpart fyrir litla þókn- un“, eins og segir í bréfi stjórnarnefnd- ar safnsins til landshöfðingja 24. sept. 1887. Pálmi Pálsson kom að safninu fyrst sumarið 1887 og vann við það fram til 1895, en sat síðar lengi í stjórnarnefnd þess. Við starfi Pálma tók 1895 Jón Jacobs- son, er síðar varð landsbókavörður að Hallgrími Melsteð látnum haustið 1906. Safnið efldist mjög í tíð Hallgríms, t.a.m. var bókaeign þess við lát hans orðin 69 þúsund bindi, en Jón Árnason áætl- aði hr.na um 20 þúsund 1883. Safninu bættist og á þessu skeiði fjöldi hand- rita og þeirra merkust handritasöfn Hins íslenzka bókmenntafélags, er keypt vcru til'safnsina 1901. Hallgrímur hóf útgáfu ritaukaskrár ár- ið 1888 (um árið 1887), og hélzt útgáfa hennar samfleytt úr því. Þótt unnið væri með nokkrum hætti að spjald- skrárgerð síðustu ár 19. aldar, var henni ekki komið í fast honf fyrr en um r.ldamótin, er Jóni Ólafssyni var falin ílokkun og skrásetning bóka og blaði aafnsins eftir tugakerfi því, sem kennt er við bandaríska bókavörðinn Melvil Dewey. Þ?g;;r kom fram undir aldamót, var orðið æðiþröngt um bækur og handrit LandsLÓkasaíns í Alþingishúsinu, svo að mönnum varð ljóst, að eitthvað yrði til bragðs að taka. Vildi þá svo vel til, að Brnedikt Sveinsson bar á auka- þingi 1894 fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: „Neðri deild alþingis ályktar að skipa nefnd til að íihuga og gcra ’illögur um það, á hvern háttþjóð cg þing skuli minnast þess árið 1895, að hið endurreista allþingi íslendinga þá er orðið 50 ára gamalt.“ Nefnd sú, er skipuð var, bar á sama þingi fram þingsélyktunartillögu um, að reisa stórl ýsi úr steini fyrir söfn landsins og fleira, eftir því sem alþingi 1895 nákvæmar ákveður." Á þvi þingi (1895) var s’ðan samþykkt í báðum deildum svohljóðandi tillaga: „Neðri (efri) deild alþingis ályktar, að reisa skuli bygg- ingu úr steini fyrir æðri menntastofnan- ir lar dsins og söfn Iþess í minningu 50 ára afmælis alþingis." Mér er dálítil raun að því að sjá, að hann afabróðir minn, Þórhallur Bj arnar- con, j.á nýorðinn lektor prestaskólans, snerist öndverður gegn þessari tillögu, honum líklega verið ofar í huga þá stundina þarfir kirkjunnar og landbún- aðarins Ég mun nú láta Jón Jacobsson lýsa framvindu þessa máls, en hann var á þessu tímabili, sem fyrr segir, bóka- vörður í Landsbókasafni og sat jafn- framc á þingi, fyrst 1892-99 og síðar 1903-07. Jón segir svo í aldarsögu safns- ins á 192. bls: „Le.ð nú svo og beið þar til eftir lát prófessors Fiske 1904, er hin mikla dán- argjö' hans til safnsins, um tvö þúsund bindi, kom hingað. Voru þrengslin þá orðin svo gífurleg í safninu, að ekkert viðlit var að taka nokkuð af bókunum upp til innritunar, innbindingar, röðun- ar og uppsetningar, heldur var sá einn kostur nauðugur að hlaða bókakössun- mu óopnuðum hér og þar á gólfinu í bókhlöðunni, þar sem auðir blettir voru eftir, og þar máttu þeir hírast á fjórða ár, þar til er safnið fluttist búferlum úr Alþin; ishúsinu. Hér var því komið í sannarlegt óefni, en sú var bót í máli, að nú höfðum vér með stjórnarskrár- breytingunni 3. októberdag 1903 feng- ið innlenda ráðherra, búsettan í Reyikja- vík, sem með -eigin augum gat sannfærzt og g .r.gið úr Skugga um ástandið í þessu sem öðru, eins og það var, enda varð Hannes Hafstein ráðherra einkarvel við þessu máli, — svo vel og hyggilega, a# það er mikið efamál, hvort nokkrum öðrum hefði tekizt að ráða svo fljótt og vel ftc.m úr þessum vanda sem honum. Honum var jafnkunnugt sem oss hinum, sem þá áttu sæti á þingi, hvilík heljar grýla bókasafnshúsið var í augum ým- issa sparnaðarmanna á þinginu bæði lærðra og leikra, sem óttuðust auðn í landssjóði, ef farið væri að eyða fé í hundruðum þúsunda í svo „óarðbært" fyrirtæki sem húsaskjól fyrir bókmennt- ir, vísindi og listir. En þá datt skáld- inu og ráðherranum það snjallræði í hug cð yrkja í eyðurnar og framleiða á pappírnum peninga handa húsinu úr lóðum þeim, er landssjóður átti í (og í grennd við) Reykjavík, eða eins og hann sjálfur komst að orði á þinginu, , að breyta fasteign í aðra fasteign", og þess vegna lagði hann fyrir aliþingi „Frumvarp til laga um stofnun bygg- ingarsjóðs og bygging opinberra bygg- inga“ í 6 greinum. Aðalinnihald frum- varpsins var, að stofna skyldi sjóð af and/i’ði Arnarhólsjarðarinnar, seldrar Klapparlóðar og Örfiriseyjar, er nefnd- ist bj ggingarsjóður íslands. Landsbanki íslands skyldi greiða 7500 kr. á ári til sjóðsins, og veita mætti sjóðnum lán úr viðlagasjóði, eftir Iþví sem þörf krefði. Að siðustu var í 6 gr. frumvarpsins stjóri.inni veitt heimild til, „1. að láta reisa bókasafnsbygging úr steini eða steynsteypu. Hún skal vera þannig byggð að auka megi við hana síðar eftir þörf- um, en í bráð skal hún rúma Lands- bókasafnið og Landsskjalasafnið eins og þau eru nú ásamt viðauka þeim, er ætla má, að þau £ái næstu 50-60 ár. Skal haga svo til, að fyrst um sinn geti orðið geymd þar einnig hin önnur söfn Jandsins, eftir því sem rúm leyfir. Til byggingar þessarar má verja allt að 160 þúsund krónum." Ho.nsteinn var lagður að hinu nýja húsi 23. september 1906, á ártíðardegi Snorra Sturlusonar. Sungið var kvæði eftir Þorstein Erlingsson, og Hannes Hafstein flutti ræðu, þar sem hann lagði einkum út af orðunum: Mennt er máttur, en þau höfðu verið höggvin í grunnrteininn. f hinu fagra kvæði Þor- steins, er 'hét Höllin nýja, er m.a. þetta erindi Og þar áttu vísindin veglegan stað og vist þeirra synir og dætur, og skláldið var hjartfólgið, hvort sem það kvað um hríð eða vordraumanætur. Þar kvikaði lífæðin kvöld og dag, og klukkan var barnanna hjartaslag. Danskur húsameistari, Magdahl Niel- sen teiknaði húsið, en trésmíðafélagið Völur.dur tók að sér smíði þess, bæði stein- og trésmíði. Verkið sóttist vel, og hóf I andsbókasafnið starfsemi sína þar seint í marzmánuði 1909. Jón Jacobsson landsbókavörður bauð um 150 manns að skoða húsið og lýsti því allvand- lega fyrir gestum. í lok ræðu sinnar sagði hann m.a.: „Svo opna ég þá þenna lestrarsal og þetta safn — hér á Arnar- hólstújii, vöggustöðvum hins íslenzka þjóðernis — opna það til fullra afnota fyrir almenning með þeirri innilegu ósk og von, að það nái þeim tilgangi að verða gróðrarstöð vísindalegrar og alþýðlegrar þfekkingar á þessu landi og að hér megi jafnan þróast sú gleðin, sem tslja má hreinasta allra lífsins un- aðsseæda — þekkingarinnar og skynj- unarinnar gleði.“ Af cðrum merkum áföngum í lands- bókavarðartíð Jóns má nefna, að sam- þykkt voru á alþingi 1907 lög um stjórn Landsbókasafnsins , en samkvæmt þeim voru ákvæðin um stjórnarnefnd safns- ias frá 1826 felld úr gildi, og skyldi landfltókavörður nú einn stýra safninu og hcyra beint undir stjórnarráðið. f lögunum, er öðluðust gildi 1. janúar 1908, er gert ráð fyrir tveimur aðstoðar- bókavörðum, og var það þegar til mik- illa bóta. Á sama Iþing bar Jón Jacobs- son fram frumvarp til laga um breyting á lögum um prentsmiðjur frá 1886. Náði frumvarpið fram að ganga, og var þar bætt um ýmis ákvæði hinna eldri laga. 8. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.