Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 2
* 1 MEttkl ORIOIMS ey, sem í bernsku hans þótti gósen- land mikið, þar eð hún gaf af sér 130 vorkópa og 180 pund af dún, enda var hún 40 hundruð að fornu mati. —Þessi hlunnindi mundu í dag, — hugsa ég — losa ríflega hálfa milljón króna. — En nú er hún samt komin í eyði eins og fleiri búsældareyjar á þeim fagra Breiða firði. . . Andrés segist fyrst hafa farið til sjós árið 1919 — og þá á skútu síð- an verið í 16 ár á Kveldúlfstogurunum og nú loks í níu ár hjá Landhelgisgæzl- unni. — Einna minnisstæðastir heyrast mér honum þó vera hinir vofveiflegu at burðir, sem á sínum tima áttu sér stað á Halamiðum, og segir þó um þá þessi látlausu orð: „Ég minnist þess, þegar ég var á Skalla í Halaveðrinu og Olafur fórst. — Við vorum komnir suður á Breiðubugt- ina, þá var sorti yfir Barðaströndinni, öll merki þess ofviðris, sem við köllum áhlaup. — Enda var þess ekki langt að bíða að veðrið skall á. Hann lætur svo orð falla um það, sem skilji millifeigs og ófeigs. — Eftir að Andrés hefur sýnt mér gljá- fágað vélarrúmið, sem hefur að geyma tvær 1600 hestafla gangvélar skipsins og ljósavélarnar tvær, förum við úrhit anum og oliumenguðu loftinu þar niðri og öndum að okkur fersku sjávarlofti á þilfari. — Verður mér þá hugsað til æskustöðva Andrésar, Hergilseyjar, trú lega vegna þess, hversu mikið dálæti ég hefi á síðari árum fengið á þeirri náttúruparadís, sem ber heitið Breiða- fj arðareyj ar. Þótt ég sé sæmilega vel kunnugur á Breiðafjarðareyjum og hafi komið í fjölmargar þeirra síðasta ára- tuginn, leikur mér hugur á að fræðast af Andrési um búskaparlag þar, þegar hann var að alast upp, og færi þvi þau efni í tal við hann. Hann segir mér frá lunda og selveiðunum og sitthverj.u öðru og: „Ég var alltaf spenntur fyrir að háfa lundann. Það var sport, — lundinn svo harður og hraustur, að hann barðist og beit, En maður hafði enga samúð með honum, því að hann hafði kofuna, ung- ann alltaf fyrir framan sig í holunni, — eina dýrið, sem það gerir. Önnur verja ungviðið sitt En alltaf var ljótt að krækja kofuna út.“ Svo fer hann að segja frá selveiðun um: „Maður var alinn upp við að veiða vorkópinn í net en ljótt gat það veríð, ef hann var vafinn, flæktur í netið. Stundum kom maður þannig að honum lifandi eða hálfdauðum. Það var líka ömurlegt að sjá urturnar berja kópana til þess að reyna að bægja þessum fífl- um frá að fara beint í nótina, en oftast án árangurs, því að kópurinn er svo for vitinn.“ Ég spyr hvaða selir séu þarna aðal- lega. Það eru vitaskuld útselur og land selur, en mér sögðu menn, að þeir hefðu rekizt stöku sinnum á fleiri tegundir sela, svosem vöðuseli og líka hringa- nóra. Hann telur að útselurinn hafi hrak ið eitthvað af landselnum úr látrunum. Nokkuð var veitt af landsel og þá dreg ið fyrir hann, að sögn Andrésar. Um út- selinn farast honum þannig orð: „Útseli veiddu þeir á veturna. Þessir stóru gripir lifa af fitunni á sjálfum sér á vetrum. — Það geta fengizt 250 pund af spiki af einum útsel. Þegar hann er feitur en það er síðla sumars. Útselina lögðu menn að velli með löng- um selakeppum. Veiðum var þannig hátt að læðst var að selnum og þá jafnan þannig að vindur stæði af honum. Út- selurinn liggur venjulega hátt á skerj- um, og reyna menn að komast milli sjáv ar og sels. Þegar komið er í höggfæri, er selurinn snöggrotaður með því að slá keppnum á granir hans. Þarna þurfti snögg handtök, því að um líf eða dauða gat verið að tefla. Ef höggið geigaði gat veiðimaðurinn átt von á, að þessi risastóra skepna skellti sér yfir hann — og þá gat leikurinn snúizt við.“ Okkur Andrési hefux orðið skrafdrjúgt, því að hann er skemmtileg- ur sögumaður og fróður um margt, Áður en við slitum tali okkar, snúast umræð urnar að landhelgisgæzlunni. Dettur mér í hug að spyrja hann um gæzlu dönsku varðskipanna hér við land forð um daga. Andrés er skjótur til svars: Enda þótt ég hafi ekki verið við strand gæzlu fyrr enn á síðari árum hefur ekki hjá því farið,að ég hafi heyrt sögur og sagnir manna á skipum og á strönd- inni um þau efni, en sel þau nú ekki dýrara verði en ég keypti og ein var eitthvað á þessa lundina. Ég held ég fari sæmilega rétt með hvað maðurinn sagði: „Danskurinn tók sárasjaldan skip. Það gerðu eggin og fleskið, sem Bretar voru kaupendur að. Hermt er mér að Fylla hafi einhverju sinni rekið togara á und an sér í höfn, en skipstjórinn hafi feng- ið áminningu fyrir vikið: „Svo lýkur Andrés tilvitnunni og bætir við þessum orðum „Góð landhelgisgæzla er ekki að veiða skip, heldur að koma í veg fyrir aS skip fari í landhelgi. Gæzlan þarf að vera svo góð, að skipin fari alls ekki irm fyrir.“. .. „Vascama" flytur líkið út af þeim hálsbrotna", segir loftskeytamaðurinn. Ég fer í brúna. Þeir eru að miða. Radarinn í gangi. Þeir lóðuðu mikinn fisk undan Keflavik, þegar við fórum þar fram hjá. Stýrimaður segir: „15 mílur Sandgerði, 40 milur Akra- nes — Hvalfjörður, — Hermóður ligg ur undir Hólsbergi.“ Þeir sjá erlendan togara. „Sá spánski sem kom til okkar um daginn“, segir einhver — hann hélt sigl ingarflaggið okkar vera stöðv- unarmerki, — hafði sjálfsagt mik- ið rauðvín meðferðis fyrir mannskap- inn“, en bætt við ekki alveg öfundar- laust af einum mannlegum lagannaverði, — „ætlaði sko ekki inn fyrir 12 mílurn- ar, ekki aldeilis, sagðist fara 100 mílur út í haf á saltfisk!" Þegar litið er út fyrir borðstokkinn, sjást geysilegar loðnutorfur í sjónum, og mikið er þar af svartbak vokkandi yfir krásunum.... „Hér væri gaman að dorga þorsk“ seg ir Þórarinn skipherra og hlær og hann heldur áfram—“ Þú varst að spyrjamig um landhelgisbrjótana, — já, þeir eru nú misþægir. . . Það var til dæmis „York City, skipstjórinn var fullur. Við mátt- um elta hann og skjóta og skjóta, svo að gusaðist upp á dekkið. Hann var með allt úti, skaltu vita. Svo kallaði hann, að við hefðum sært fyrir sér tvo menn og bað okkur að hætta. Síðan lét hann falla, en vildi ekki koma um borð. Þá kom brezkt varðskip Mariner, og skip aði honum að fara um borð, en hann var með múður og röfl og ætlaði ekki að fylgja okkur til Reykjavíkur, en gegndi þó að lokum.‘ „Þetta er engin röst“, segir Þórarinn, — nema eitthvað veður sé, — helzt í suðvestan átt. Þá kemur aldan þvert á strauminn, og það verður vondur sjór, — þú ættir að sjá hana Látraröst stund um og það jafnvel í logni, — rétt eins og í sjóðandi potti.“ En í Röstinni erum við og veltingur það mikill, að stólarnir haldast ekRI við borðið í messanum, og mér finnst þetta kappnóg enda þótt ég fái aldrei sjósótt. Ég lít inn í loftskeytaklefann til Stein gríms. Þetta er þröngur klefi. Loftskeyta maðurinn er að hlusta, því að nú er klukkan sex — og Bretarnir kalla upp kl. 6 og 9 að kvöldi. Steingrímur er vanur þessu þolinmæðisverki - að hlusta — því að hann hefur verið loftskeyta- maður á varðskipum síðan 1931. Dimm, þróttmikil rödd heyrist í hátal aranum í loftskeytaklefanum. „Þetta er Paladin", segir Steingrímur „er að kanna vilja togaranna, hvort opna eigi nýtt svæði. Þeir eru nú á Selvogsbanka — Spearmint, er kóda- orðið fyrir það svæði.“ Allar tilskipanir Bretanna eru teknar á stálþráð. „Þeir vilja fá þá á Hoof — Ingólfs- höfða“ bætir loftskeytamaðurinn við. Og enn heldur hann áfram, jafnskjótt og hann getur hlerað: „þeir hafa ákveðið að vera kyrrir til klukkan 21, enleggja þá af stað til Hoof — þeir hafa sín nöfn á þessu öllu til að mynda kalla þeir Snæfellsjökul Snowie Það er hringt til kvöldverðar. Á borð um er forlátakjötsúpa. Skipherrann kall ar til þjónsins: „Við viljum fá feitt kjöt og gott kaffi, — ekkert vatn, lagsmaður" Á meðal yfirmannanna, sem sitja við borðið í messanum, er Þröstur stýri- maður Sigtryggsson frá Núpi í Dýra- firði. Hann er líka froskmaður, læri- sveinn Guðmundar Guðjónssonar fyrsta hérlenda froskmannsins er mér fortalið. Starf froskmanna er að kafa og er rætt um það fram og aftur. Þröstur hefur kafað á 17 metra dýpi.— Skipherrann telur það engin býsn og ósköp, því að þeir hafi einu sinni dregið langvíu á 50 metra dýpi undan Ingólfshöfða. Breið- firski meistarinn segir, að þeir fyrir vest an telji æðarfuglinn geta kafað að minnsta kosti eina 50-60 metra, enda sé hann 2-3 mínútur í kafi, og fallbyssu- skyttan úr Papey vill meina að súlan geri það víst ekki slakara, þegar hún steypi sér úr 20 metra hæð með þanda vængi og sj ávargusurnar standi eina þrjá metra í loft upp, þegar hún stingi sér. . Þeir gefa náttúrinni glöggt auga, sjómennirnir, og kunna ekki sízt góð skil á sjávarfuglunum. Skiljanlega vita þeir allt, sem vitað er um sjávarfisk- ana og sagja ýmsar sögur af fiskiríi, því að flestir hafa varðskipsmenn ein- hvern tima verið á fiskiskipum. — Ein saga slæðist með af ferskvatnsfiski, Hún er um laxinn. Þeir hafa það fyrir satt, að einhverju sinni hafi brezkur botn- vörpungur togað undan Þjórsárósum og fengið sex tonn af laxi í vörpuna, kannski ekki alveg óviljandi: „Þeir kúttuðu hann allan og tóku inn an úr“, segir einn stýrimaðurinn, — „og hann varð allur ónýtur, þótt þeir sigldu með hann beint til Englands" Þannig forgekk sá illa fengni afli — Það er staðið upp frá kjötsúpunni góðu, og ég fylgi skipherra í brúna. Ég spyr hann um veiðisvæði Bretanna, — svæðin, sem þeir hnappa togurum sínum saman á til veiða, þar sem svo herskip gæta þeirra. Hann segir, að svæðið, sem við séum nú á við Eldey kalli þeir Toffeeapple, svæðið við Selvogsbanka, sem nú á að flytja austur á bóginn, nefni þeir Spearmint, og svo hafi þriðja svæðið verið butterscots, en það hafi veri’ð lagt niður. — Brezku herskipin, sem þeir verði nú einna mest varir við séu tvö, Undine F 141, sem sé 2100 tonn aff stærð byggt 1954. Það sé af þeirri gerð herskipa, sem nefnist Anti Submar ine Frigates. Hitt sé Paladine, 1540 tonn Það skip hafi verið byggt 1953 Skipherrann stendur í brúnni og bregð ur við og við næturkíki fyrir augun. Þetta er mjög sterkur sjónauki, stækkar áttatíu sinnum. Stýrimaðurinn er við radarinn. Við erum nú að nálgast vígstöðvamar Kl. 7.15 er tilkynnt, að fimm togarar séu fram undan. „Pimm sem þarf að sakramenta", segir skipherra og gefur fyrirmæli um að setja upp ljóskastarana og hafa hátalarana klára. — Við erum 17 mílur undan Reykjanesi. Það er orðið dimmt, o g brezku togararnir eru enn aðeins litil Ijós langt í fjarska. Senn nálgumst við þá. Ég sé í sjónaukanum greinilega reyk inn frá þeim fyrsta. Þeir virðast allir vera að toga — síðar sjáum við þó, að einn er á siglingu. Aðeins á einum tog- ara eru menn í aðgerð, svo að lítið virð- ist fiskiríið vera — Það er nokkurt skýjafar, og full tungl veður í skýj.um. Öldum skolar yfir dekk ið, því að nú hefur hvesst. Þegar rofar til á myrkum næturhimninum, kemur sjálfur veiðiguðinn Orion í ljós og horf- ir niður á varðskip og veiðimenn hafs- ins. Veiðihundurinn hans Síríus er og til staðar og tindrar eins og auga, sem eygir bráð. Fyrsti stýrimaður er nú í kortaklef- anum. Þar liggja fyrir framan hann stórt sjókort af Reykjanesinu og merkt inn á kortin. Lágt ljós er yfir kortunum, annars niðamyrkur allt um kring. Það grillir þó í tvo riffla, sem hanga á veggn um. Það er venjulega hringt fimm hring- ingum, þegar taka á skip — Það þýðir allir á dekk, nema þeir, sem gæta vélar. Nú hefur ekkert verið hringt, en þó eru allir á róli. Skipherrann í brúnni með sjónaukann, stýrimaðurinn við radar- inn og annar í kortaklefa. Við erum komnir að fyrsta togaran- um. Skipherra hefur stuttar ákveðnar fyrirskipanir: „Stjórnborða. Beyja. Slá af!“ Skipherra beinir sjónaukanum að tag aranum og segir: „Vascama G.Y. 147. — Kastljós á hann!“ Togarinn baðast sterkri birtu og í ljós kemur reykháfur, sem er blár og hvítur. „Kallið!“ skipar Þórarinn Björnsson. Og í hátalaranum heyrist þróttmikil rödd segja: ,,You are inside the Icelandic fishing limits, and you will be reported for ille- gal fishing.” — Þér eruð í íslenzkri landhelgi og munuð verða kærður fyrir ólöglegar veiðar.“ ’svo er bætt við: Þér verðið gerður skaðabótaskyldur fyrir tjónið sem þér olluð í vor.“ Skipstjóri togarans stendur í brúnni og hlustar, en snýst svo á hæl gengur inn í brúarhúsið og skellir hurðinni. Loftskeytamaðurinn á Þór er við hlust unartækin og segir: „Hann talar nú í talstöðina við her- skipið og segir við kapteininn þar: „Er 14!.? mílu Aust-Suð-Austur af Eld ey. íslenzkur „gunboat“ við hliðina á mér. Er stærri en Þór“ . . Nú hlæja hásetarnir á Þór!“ „Þetta er fyrsti togarinn, sem Þór tók — 1. september 1958“, segir Þórar- inn. Næsti togari, sem er sakramentað er Grimsby Town G.Y. 246. „Sá fyrsti, sem Albert tók í septem- ber 1958“ tautar háseti við hliðina á mér, — „ég var á honum þá.“ Framh. á bls. 9 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.