Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 6
Kauphöndlun Af gömlum blöðum — eftir Hannes Jónsson „Við erum ekki eingöngu að hugsa um blakka fátseklinga heldur fátæklinga í allri Ameríku og öllum heiminum." „Allir menn eiga rétt á atvinnu og tekjum til þess að framfleyta frjálsu og hamingjusömu lífi.“ Eins og hinn látni maður hennar var frú King fædd og uppalin þar sem Ameríkumenn kalla ,,Innstu Suðurriki“ og eins og hann hefur hún sýnt ein- stæða hæfileika til þess að ná til fólks úr öllum stéttum. Coretta Scott útskrifaðist úr Lincoln High School í Marion, Alabama og fékk styrk til þess að stunda nám við Antioch College í Yellow Springs, Ohio en þaðan tók hún barnakennarapróf. Eftir lokaprófi'ð sneri hún þó til fyrstu ástar sinnar, tónlistarinnar, innritaðist í Boston’s New England Conservatory of Music og þar lagði hún stund á tón- listarkennslu og æfði raddbeitingu. Þá var það, að hún kynntist tilvonandi eiginmanni sínum. Þau gengu í hjóna- band 1954 eftir 18 mánaða trúlofun þrátt fyrir ýmsar efasemdir af hennar hálfu. Hún minnist þess, að þótt hún væri mjög ástfangin af Martin Luther King hafi hún átt erfitt með að ákveða sig hvort hún ætti að taka bónorði hans. „Ég var alin upp við það, að fyrst skyldi maður mennta sig og sí'ðan hagnýta þá menntun," sagði hún. „Ég hafði verið í skóla nógu lengi til þess að komast á snoðir um, að ég hefði dálitla hæfileika og ég velti því fyrir mér hvort það væri ekki allt unnið fyrir gýg, ef ég gæfi allt frá mér til þess að giftast." „í huga mínum var einnig vafi um það hvort ég gæti orðið presti góð eigin- kona. Giftist ég einhverjum öðrum gæti ég ef til vill haldið tónlistarstarfinu áfram, en mundi það vera mögulegt væri ég prestsfrú?" Seinna komst hún að raun um, að efa- semdir hennar voru ekki á rökum reist- ar. Og, eftir því sem börnin komust á legg fékk hún vini sína stundum tij þess að líta eftir þeim meðan hún ferðaðist með manni sínum um landið. Hún byrj- aði emnig að halda fyrirlestra fyrir fólk, sem áhuga hafði á frelsi, og stund- um kom það fyrir, að hún hljóp í skarð- ið fyrir mann sinn gæti hann ekki sta'ð- ið við fyrirlestraáætlanir. Hún gekk í Friðarsamtök Kvenna, alþjóðlegan, trúarlegan félagsskap, sem hefur á stefnuskrá sinni frið og afvopn- un og 1960 var hún aðalfulltrúi á fundi í Hvíta Húsinu um börn og unglinga. Árið 1966 var nafn hennar á Gallup listanum yfir vinsælustu konurnar. Um langan tima var hún fyrsti sópran í kórnum við Ebenezer kirkjuna í Atl- anta, Georgia þar sem maður hennar og tengdafaðir þjónuðu saman presta- kalli. Frú King kom í fyrsta skipti opin- berlega fram sem söngkona í Ráðhúsi New Yorkborgar 1964. Lýsti hún þeim tónleikum sem „tónlistartúlkun þeirra tilfinninga, sem hafa mest áhrif á mig, — líf mitt er annað hvort kirkjan, eða baráttan fyrir mannréttindum." Á tónleikunum sagði hún og söng sögu sameiningarstefnunnar í Banda- ríkjunum. Velheppnaður frumflutningur frú King hafði í för með sér tónlistarferð um landið þvert og endilangt til þess að stofna sjóði til styrktar Kristna For- ystusambandinu. Kingfólkinu sást ekki yfir þann möguleika, að þátttaka dr. Kings í mannréttindamálinu gæti orð- ið honum að aldurtila. í viðtali í Balti- more, Maryland fyrir þremur árum var frú King spurð hvað yrði um núver- andi mótmælaaðgerðir, ef eiginmaður liennar félli frá. „Vissulega mun ég tárfella, en hreyf- ingin heldur áfram", svaraði hún. „Þótt ýmislegt annað drægi okkur saman“, minnti hún á, „verður maður að trúa því, að það hafi verið æðri vilji, sem sameinaði okkur“. „Nú erum við svo upptekin af heild- Framh. á bls. 13 Nú var komið árið 1919, og vlð Andrea búin að segja upp í Vöggur frá 1. apríl. Við ætluðum að setja upp verzlun, að vísu var ég deigur, hefi alltaf verið huglaus og átti ekkert. En Andrea tal- aði í mig kjark, hún trúði á mig og að ég gæti allt, en það er lélegur maður, sem ekki gengst upp við slíkt ástríki og gerir það, sem hann getur. Og Andrea átti nokkurt fé, um 15 þúsund krónur. Gunnar vildi hafa mig áfram, ráð- lagði mér að kaupa hús, eða leggja í togaraútgerð, sem margir gerðu þá og ætluðu að græða vel. En ég hefi aldrei viljað fást við það, sem ég hefi ekki vit á, og eitt af því er útgerð. Og ég held að flestum hafi þótt þetta flan hjá mér, nema Andreu. Þá voru fáar búðir falar, ég vildi taka leigt, treysti mér ekki til annars. Ég gat fengið keypt gamla steinhúsið í Aust urstræti, þar sem nú er Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Þar verzlaði áð ur Eyþór borgari, og svo var það kaffi húsið „hjá Romsu gömlu“, eða svo var það kallað, er ég kom hingað fyrst. Þá var seit þar kaffi á 25 aura og svo mikið brauð með, að maður gat etið sig saddan. Húsið var gamalt og í niður- níðslu, en verðið 18 þúsund krónur. Jón Pálsson bankagjaMkeri s agði Andreu, að Árni Einarsson vildi selja verzlun sína á Laugaveg 28, og leigja búðina. Ég talaði við hann og keypti. Vörubirg'ðir voru um 20 þúsund, helm- ingurinn venjulegar verzlunarvörur, en hitt vefnaðarvara. Og svo keypti ég borgarabréf 12. apríl fyrir 50 krónur, og opnaði sölubúð 19. apríl. laugardag- inn fyrir páska. Upp í það, sem Andrea átti í Vöggur tókum við vörur, sem við fluttum í búðina. Það voru viðbrigði. f Vöggur var þá geysimikil verzlun, og ég frétti að þar væri þá blindös. En það kom varla mað ur inn í búðina til mín, ég seldi fyrir 110 krónur fyrir daginn. Fyrsta salan var hólft pund af smjöri, sem sjómanns kona keypti, en úttektin alls um 5 krón- ur. Mig langaði til að segja, að hún þyrfti ékkert að borga, en var of feim- inn, hélt að hún misskildi það. Ég held hún sé lifandi enn, og manninnum henn- ar heilsaði ég á götu nýlega. Það var lítil verzlun næstu þrjá mán- uði, en óx þó nokkuð. Fyrsta daginn og lengi á eftir lét ég peninga í skúff- una og sýndi þeim, sem komu að njósna. Það héldu allir, að ómögulegt væri að verzla á Laugaveg 28, ég mundi strax fara þar um. En svo batnaði þetta, og um haustið var komin góð verzlun, betri en ég vonaðist eftir og óx ört. Við Andrea fengum leigt herbergi uppi á lofti á Laugaveg 30, og smáher- bergi, sem við notuðum sem eldhús. Þar var lítil gasvél á borði. Við giftum okk- ur laugardaginn 24. maí, séra Jóhann Þorkelsson gaf okkur saman. Svara- menn voru Gunnar í Vöggur og séra Jóhann Þorsteinsson frá Stafholti. Elín fyrri kona séra Jóhanns var móðursyst- ir Andreu. Séra Jóhann vildi vera við- staddur giftinguna og gengu því svara- menmirnir með okkur til prestsins. Ég losaði mig smám saman við vefnað arvöruna, og keypti í staðinn leirvör- ur, búsáhöld og leikföng. Ég keypti tals vert frá Danmörku, en náði svo sam- bandi við unga menn í Hamborg, sem auglýstu eftir umboðsmanni. Þar fékk ég vörur frá Suður-Þýzkalandi, Tékkó- slóvakíu og víðar, ágætar og smekkleg- ar vörur með góðu verði sem runnu út. Þar á meðal voru glerkýrnar, eða postu línskýrnar með Gullfoss á maganum, sem urðu þjóðfrægar og listamenn dáð- ust að. Ég var beðinn að senda íslenzk póstkort til Þýzkalands og eftir þeim var prentað eða málað á postulínið. Þetta kostaði 1.50 til 2.25, var fallegt og lífg- aði upp fátækt heimili Margir hafa sagt mér, að þeir eigi þessa muni enn. En eft ir tvö ár frétti ég, að annar þessara þýzku vina minna væri kominn í s’tein- inn en hinn farinn að gera í frímerkjum. Já, hamingjan er hverful og ævintýr- in stutt. En það voru fleiri en ég, sem vildu græða 1919. Þá var mikil síldveiði og verðið hátt, tilboð Svíanna komust í 96 krónur einn daginn, en þá vildi enginn selja, vildu fá 100 krónur. En daginn eftir fékkst ekkert boð, og síldin varð ónýt. Bankarnir neyddu þó einn á fsa- firði tii að selja, af því þeim var illa við hann. Það bjargaði honum. Og Kveld úlfur losnaði við 30 þúsund tunnur, af því synjunarskeyti frá þeim barst of seint út. Þá urðu margir stórmilljónerar litlir karlar, af því stríðsgróðinn var úti og blaðran sprungin. Og nú vildu bændurnir græða. Þeir gáfu dauða og djöful í að selja nokkra kjöttunnu fyrir minna en 800 krónur. Svo var kjötið flutt út, og vorið eftir keyptum við það í Kaupmannahöfn fyr ir 150 krónur, og seldum tunnuna á 190 krónur með góðum hagnaði, en pundið á eina krónu í smærri kaupum. Og um haustið fór að bera á heild- Framh. á bls. 13 Miðbœr Reykjavíkur upp úr aldamótunum 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.