Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 14
Á erlendum bókamarkaði The Qust of Three Abbots. Pioneers of Irelands Golden Age. Brendan Lehane. John Murray 1968. 42,- ísland og írland eru tengd í þokumistri fyrnskunnar og þjóðsögunnar. Lehane segir hér sögu, sem byggir á fortíðar fabúlum, furðureisum og kraftaverkáhistóríum helgra manna. Höfundur dregur upp mynd írlands í mistri þjóðsögunnar, sögu landsins frá fyrstu viðkynningu landsmanna við Róm- verja og til loka 7. aldar, þegar rómversk kristni sigrast á keltneskri. Sú kristni sem blómstraði í landinu frá því á 5. öld varð menningarlegur aflvaki, sem hafði síðar geysileg áhrif bæði á Englandi og á megin- landi Evrópu og í þessu riti segir höfundur sögu hinna sælu ábóta, frá ferðum þeirra og þjónustu við guð sinn. Bóikin er skemmtileg, höfundur er einkar hugkvæm- ur og lýsir með penna sínum þessar myrku aldir hlýrri og s'kærri birtu. Libanios: Autobiographische Schriften. Eingeleitet, ubersetzt und erlautert von Peter Wolf Artemis Verlag — Zurich 1967. Sv. F. 25.80 Libanios fæddist í Sýrlandi 314 e.Kr. Hann var af háum ættum, nam í Aþenu og varð mælskukennari í Konstantínópel og síðar í Níkeu. Honum var skipað að flytja þaðan aftur til höfuðborgarinnar og að lok um settist hann að í Sýrlandi. Hann er þekktur fyrir bréf sín og ræður. Bréfin eru fjölmörg og veita góða hugmynd um líf höfundar sins og samtíðar hans, og eru bréfin ein bezta heimild um þessa tíma. Bókin er gefin mjög smekklega út og fylgja athugagreinar og registur. Kafka: Charles Osborne — Patrick White: Barru Argyle — Kipling: T. R. Henn. Writ- ers and Critics 54-56. Oliver and Boyd 1967. 7.6 each. „Writers and Critics" telja nú undir sex- tíu titla, það er mjög vandað til þessara kvera og hér má finna nauðsynlegustu upplýsingar um höfunda og verk þeirra. Kafka hefur orðið tilefni margra ritverka, en Patrick White er minna þe’kktur, hann er í rauninni fyrsti Ástralíu búinn, sem gerist hlutgengur rithöfundur í enska bók- menntaheiminum, Kipling hefur ekki átt upp á pallborðið undanfarið, en virðist nú vera í endurmati. Froissart: Chronicles. Selected, translat- ed and edited by Geoffrey Brereton. Pen- guin Books 1968. 10.6 Froissart er stundum nefndur fyrsti meiri háttar blaðamaðurinn, þó er ekki víst að hann yrði neitt hrifinn af þeirri nafngift ef hann væri ofar moldu. Hann var uppi á árunum 1337 1410 og er helzti heimildar- maður atburðanna í Hundrað ára stríðinu. Ágætur inngangur fylgir þessari útgáfu, sem er nokkuð stytt. William The Silent. C. V. Wedgwood. Jonathan Cape 1967. 13.6 Hér er sögð sagan af baráttu Hollendinga og nýjum viðmiðunum, sem leystu Holl- endinga undan oki úreltra skoðana og opnuðu þeim vettvang fyrir athafnasemi sína á víðara sviði heldur en áður. Þessi saga er sögð í formi ævisögu þess manns, sem mest kvað að í þessari baráttu. Gewitterbaume. Frank Geerk. Walter- Druck 14. Walter Verlag Olten und Frei- burg 1968. Sv. F. 19. Frank Geerk fæddist í Kiel 1946, ólst upp ínágrenni Basel og stundaði nám þar við háskóalnn, hann hefur einnig dvalið á Frakklandi og Englandi. Þetta er fyrsta bók höfundar. Ljóða- bálkur, sem virðist við fyrstu sýn vera mjög persónulegur en við nánari athugun verður hann sampersónulegur. Esetr og Torsten segja hvort öðru það, sem þeim finnst máli skipta og leita þess sama. Höfundi tekst það, sem mætti álíta lítt gjörlegt, að halda athygli lesandans út þetta 140 síðna ljóð. Hann spennir aldrei bogann of hátt, temprar frásögnina þegar spennan er sem mest og gætir fyllsta hófs í orðnotkun. Hófsemi er ein-kenni verksins og ljóðinu lýkur í spurn. Jorge Luis Borges: A Personal Antho- logy. Edited with a Foreword by Anthony Kerrigan Jonathan Cape 1968. 30,- Höfundurinn fæddist í Buenos Aires 1899. Hann hlaut menntun sína í Evrópu, hvarf síðan til Argentínu þar sem hann varð helzti hvatamaður „ultrista" hreyfingar- innar, sem samsvaraði að nokkru þýzka „expressionismanum". Hann stofnaði ásamt öðrum bókmenntatímaritið „Proa“ og hóf mikla sókn gegn hinum hefðbundnu bókmenntaformum. Hann setti saman greinar, smásögur, ljóö_ og skissur, en í þeim náði hann hæst. í þetta úrval heufr höfundurinn valið það, sem hann álítur líf- vænlegast úr verkum sínum. Hann raðar þessum verkum ekki eftir tímaröð heldur eftir til'finningu fyrir réttum hlutföllum verkanna. English Historian on the French Revolu- tion. Hedva Ben-Israel. Cambridge 1968. 63,- Höfundur er fyrirlesari í nútíma sagn- fræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem, en sú stafnun hefur eflzt mjög fyrir til- stuðlan ríkisvaldsins og áhuga þjóðarinnar og er rú merkasta fræðistofnun í vísindum og fræðum Hebrea. Franska byltingin hafði geysileg áhrif á sögu-og stjómmálaslkoðanir Englendinga. Höfundurinn rannsakar verk ýmissa ensk.ra sagnfræðinga, þar sem franska bylt- ingin l.ernur við sögu og þó einkum þeirra, sem rr.estan áhuga hafa á byltingunni. Vei'K þessara höfunda sýna að enskir sagnfræðingar voru bundnir skoðunum á stjórnmálum og sögu sem varð til þess að mat þr-irra á byltingunni spratt af svipuð- um h.'ötum og aðferðir þeirra til að skýra atburðarásina voru af sama toga. Bó1' þessi á erindi til þeirra, sem áhuga hnfi á frönsku stjórnarbyltingunni. Von denen Vampiren oder Menschens- augern. Dichutungen und Dokumenite. Her- ausgegeben von Dieter Sturm und Klauis Vólker Ausgestattet von Uwe Bremer. Carl Hanser Verlag 1968. DM 24.80 Vampírur eða blóðsugur eru hryllileg fyrirbrigði. Margt bendir til þess að þessi ófögnucur sé ættaður af Balkanskaga, þaðan hafa borizt ýmsar sagnir um þessi óféti emnig era fréttir af þeim úr Póllandi og Slcsiu. Vampiran var samkvæmt þjóð- trúnni afturganga, sem fer um og sýgur blóð úr lifandi fólki, hún tekur oft á sig ýmiskcnar myndbreytingar. Á Þýzkalandi er fyrst getið um vampírar í lærðum læknis fraiði r.tum og heimspekiritum 1732. Þar er takið i.m vampírar á Balkanskaga. „Mer- cu>-e Galant" getur um blóðsugur í Rúss- landi og Póllandi 1694. Bkki kemur mönnum saman um uppruna orðsins „vam- píra“, sumir höfundar telja það slafneskt aðrir tyrkmeskt. Með rómantísltou stefmmni vex áhugi manna á vampírum og vamplru- bókmrnntir tatoa að blómgast á 19. öld, eins O' þessi bók vitnar um, því að megin- ið af bókmenntalegum hluta hennar er friá þeim tima. Bókinni er skipt í tvo höfuð kafla, bókmennta og heimilda kafla, síðan rita utgefendur bókmenntalegt og sagn- ftæðiiegt yfirlit um vampírismann og lo-ks er bókaskrá, kvikmyndaslkrá og athuga- greinar. Þessi bók er hin mesta hrollvekja, samtals 607 blaðsíður. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.