Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 3
Þegar maður heyrir getið um fyrir- brigðið „fljótandi leikhús", verður manni ósjálfrátt hugsað til litríkra söng leikahúsa um borð í gufukyntum fljóta- bátum á Missisippifljóti í rómantísku umhverfi, sem fyrir löngu er glatað, — ef það hefur þá nokkurntíma verið til, eins og við stillum okkur fyrir sjónir. En eins og vagn trúðanna færði fólk- inu við þjóðveginn sýnishorn af brögð- um commedia dell’arte, þannig færði hið fljótandi leikhús fólkinu, sem bjó í smá- bæjum, við ár og vötn inni í landinu, sýnishorn af leiklist menningarmiðstöðv arinnar við hafið. Ríksleikhúsið, eða til dæms í Frakk- landi héraðsleikhúsin, hefur tekið við áhorfendasalar, milli leikrits og túlk- enda þess annarsvegar og oftast alltof treghuga áhorfenda hinsvegar. Á um það bil 25 metra langri þrí- skrokka skútu — það er að segja báti, sem hefur tvo flotbelgi úr plasti, einn hvorum megin við aðalskrokkinn hef- ur Edström byggt þríhyrnt leikhús. Svið ið er í stafni, búningsherbergi og reyk- salur áhorfenda í skut. 1 áhorfendasaln- um eru sæti fyrir aðeins 144 marins, en sætunum má raða þannig að hæfi hverju lifandi leikhúsverki og tilgangi leik- stjórans. Sviðið getur verið kringlótt, þrí- eða ferhyj-nt. Það má staðsetja í miðjum salnum með áhorfendur í kring. En einnig er hægt að hafa það í • einu horninu, eða meðfram einum veggjanna, eins og brú gegnum salinn, eða hvern- ig sem mönnum sýnist hverju sinni. Auk þess geta leikendur flutt verk sitt mitt á meðal áhorfenda úti í salnum, það er að segja leikið í anda þeirra hugmynda Atrauds og Grotowskis, að annaðhvort verði maður að horfa í augun á áhorf- endum, eða fá þá til að taka þátt í leiknum. Per Edström hefur efnt til samstarfs við sænska ríkisleikhúsið, en hin um- fangsmikla starfsemi þess er dreifð um landið í mörgum leikhúsvinnustofum til að reyna að kanna nýjar leiðir og ná nýjum áhrifum. Hann vonast einnig eft- ir að fá aðstoð bæði frá sænska ríkinu og Stokkhólmsborg. Fimm mánuði á ári LARS STORLER: FLJÓTANDI LEIKHLS þessu hlutverki bæði af fljótandi leik- húsum og vögnum trúðanna, og breiðir leiklist út um byggðir landsins, þar sem ekki hafa myndazt þær uppsprettur hugmyndanna, sem við köllum menning- armiðstöðvar. En ekki næst til allra — og líkast til verður veglaus strönd, þar sem hafið er eina samgönguleiðin, verst úti. í dag gætir harðrar baráttu leikhúsa til að ná til nýs og fjölbreyttari hóps áhorfenda. Leikhúsið er þar að reyna að uppfylla félagslegt hlutverk sitt. Það er ekki svo merkilegt í sjálfu sér, að íbú- ar fjarlægra byggðarlaga fái að njóta leiklistir á hreyfanlegu, fljótandi sviði, á nýjan leik. Hið athyglisverða við fljótandi leikhús hins unga, sænska leik- stjóra, Pers Edströms, sem hóf för sína í febrúar síðastliðnum, er lausn hans á hinu eilífa vandamáli leikhússins að koma á nánara sambandi milli sviðs og ætlar hann að reka starfsemi sína í höf- uðborg Sviþjóðar, sem er reyndar stór hafnarborg, og fimm mánuði ætlar hann að sigla meðfram Eystrasaltsströndinni og inni á vatnasvæðinu, allt suður und- ir Gautaborg á skipaskurðum. Til þess að reyna fyrir sér með ný leikhúsverk, sem bæði hæfa leikhúsi hans og nýjum hópi áhorfenda, hefur Edström annars- vegar sjálfur skrifað leikrit, og hins- vegar haft samband við marga unga, sænska leikritahöfunda, sem áhuga hafa á nýjum tjáningarmeðulum og nýjum möguleikum til að komast í samband við fólkið í landinu. Þá verða gömlu, sígildu höfundarnir ekki hafðir útund- an í þessu fljótandi leikhúsi — senni- lega verða þeir gerðir sjóhæfir af leik- stjórum, sem kunna að sigla eftir stjörn- um og vindi aldar sjónvarps og kvik- mynda. Sjálfur hefur Per Edström lengi siglt í mótvindi og stórsjó. Hug- Fer um loftið fagnandi kliður. Lifna á viðum lauf ný. Kvikna sólir í köldum geimi. Vakir hlý von í brjósti. Fer um himin feigðargustur. Byrgir nótt bláar stjörnur. Undarlega auðnu skipta ást og dauði og yztu myrkur. Langt að úr ljósinu, langt að úr myrkrinu ber dularfullan söng sem í draumi, rímlausan, háttlausan regindjúpan, fylgir mér á ferð inn í tímann. myndir hans um leikhúsvinnu hafa mætt stöðugri mótspyrnu, en samt starfar fyrsta leikhúsvinnustofa Norðurlanda, sem Edström reisti í Tívolí Stokkhólms- borgar, Gröna Lund, enn frá því fyrir 1960, og Edström lætur auk þess til sín heyra í leiklistarumræðum um víða ver- öld, einkum með tillögum sínum í fyrra um tilraunasvið við Umea borgarleik- húsið. Það er óvenjulegt og frumlegt að skipta alveg um umhverfi, byrja á því að varpa fyrri borð öllum hefðbundn- um leikbrögðum og endurskoða allt frá grunni, þegar reyna á að setja áhorf- endur niður í miðju leikriti, í miðju leikhúsi nútímans. Skipstjóri skútunnar, Per Edström, stefnir á hafnir og áhorf- endur, sem bíða fullir eftirvæntingar að fá að kynnast nýjum, spennandi og auðg andi verkum, sem fyrir löngu hefðu átt að vera orðin sérgrein Norðurlanda. f MERKI ORIONS Framh. af bls. 2 Sá næsti hefur alsvartan reykháf. Skipstjórinn heyrist kalla á verndarskip sitt: Þeir hafa veri'ð við síðuna á mér eins og vant er. — Þá kemur röðin að Rinovia G.Y. 527 — Og allir fá þeir sömu lesninguna í gegnum hátalara Þórs. „Þarna kemur hann vaðandi", segir skiplherra. Það er herskipið, sem nú er komið fram á sjónarsviðið og stefnir í áttina til okkar á fullri ferð. Hraðinn er geysilegur og það hvítfyrrar fyrir stafni .— að munu vera á þessum slóð um í nótt tvær freigátur og einn tundur spillir. Ljósöiærði stýrimaðurinn í kortaklef anum kynnir þann næista. „Robet Dan“ „Láttu hann hafa það“, segir skip- herra. Og enn örlar á einum í dimmingunni „Hvað heitir sá? Lýsir á togarann!“ rymur í skiplherra. „Northern Isles G.Y. 149. — í að- gerð. Ekki er aflinn samt mikill að sjá — GEFIÐ HONUM LEXÍUNA — er minnst sex mílur fyrir innan." Skipttierrann stjórnar þessum aðgerð- um af festu og einurð og með stuttum ákveðnum fyrirmælum, sem örskjótt eru framkvæmd. Það er spenna í loftinu. Áhöfn Þórs starblínir á togarana, sem koma hvex eftir annan í ljós út úr svartmyrkrinu. Þetta er alls ekki hættulaus leikur, þvi að skemmst er ýmissa grárra atburða að minnast, eins og þegar freigátan Palliser hindraði með valdi tö'ku skips með því að sigla milli Ægis og togarans. Það var úti fyrir Vestfjörðum. Eða þeg- ar freigátan Eastborne rændi 9 varð- skipsmönnum af Þór og Mariu Júlíu úti fyrir Austurlandi, hafði þá í haldi í hálfan mánuð og setti þá í náttmyrkri í árabát tvær mílur undan Keflavík. Ógleymt er og þegar herskipið Russel íhótaði að sigla á Ægi, tundurspillirinn Chaplet sigldi þvert í veg fyrir Óðin. Þeir vita það á Þór, að þeir eru æði kaldrifjaðir í fiskastríðinu Bretarnir. Sá sem hafði verið á Albert vildi meina að þeir hefðu ætlað að kaflsigla þá undir Krísuvíkurbergi, en Aibert litli varði sig með því að skjóta púður- skoti í brú togarans, og gaf þeim brczku trukk undir taglið“, eins og hann orðaði það dálítið hreykinn í rómi. — Þá skeði og sá atburður í þessu stríði, að Óðinn varð að verja sig árás togara með því að skjóta tveim föstum skotum í reyklháf skipsins, og þá ekki þurft að grípa til þess háttar neyðarvarna í hálfan annan áratug. Slíkir atburðir eru vafalaust ofarlega í hugum margra varðskipsmanna þessa stundina, þegar kastljósin bregða ljóis- keilum á hafflötinn og hið gráa stríðs- skip öslar gegnum ölduhryggina. En skipherrann er óttalaus og mannskap- urinn lætur sér hvergi bregða. — Senn er aðgerðum líka lokið að þessu sinni, verkefninu hafa verið gerð full skil — lögbrjótarnir allir skráðir með tölu. Haldið er til hafnar. Islenzki fáninn blaktir í bjarma skipsljósanna. Við er- um stoltir af okkar veiku vörnum. — og þrátt fyrir allt hefur Bretinn geig af þeim, — Nóttin og kyrrlát, stjörnubjartur him inn og við siglum heim undir merki Ori ons. 8. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.