Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 8
Starfsstúlkur Skíðaskólans. Lengst til vinstri er Guðbjörg Sigurðardóttir, þá ráðskonan Unnur Tómasdóttir, Ágústa Eiríksdóttir og Vigdís Pálsdóttir. En hvernig skyldi nú vera að starfa í eldhúsinu hér uppi á miðjum öræfum? Hér er enginn verzlun á næsta götu- ho-rni, en hópur fólks sem heimtar mat sinn og engar refjar. Útivist og íþrótt- ir örva matarlystina, en hér er líka Lýsi á morgnana auðsjáa-nlega allt skipulagt með slí-kt fyrir augum. Lýsi á morgnana, takk. Vissulega er lýsið ekki neytt ofan í neiran, en maður finnur fljótlega, að skynsamlegra er að gera góð skil ríf- legum morgunmatraum, ef maður á að halda öllum kröftum yfir daginn. Ráðs- konan, Unnur Tó-masdóttir, kynntist Kerl ingarfjöllum fyrst í fyrrasumar, er hún var hér á skíðanámskeiði með manni sínum, Jónasi Pálssy-ni, o-g nú hafa bæði ílenzit hér, hún hefur tekið að sér ráðs- konustörf, en hann er ráðsmaður staðar ins. Unnur hefur 3 aðstoðarstúlkur í sumar, Ágústu Eiriks-dóttur, sem er upp aiin á Þingvöllum, o-g kemst -því ekki í jafnmikið uppnám yfir náttúruf-egurð og aðriir íslendingar, Guðbjörgu Sigurðar- dóttur, sem hér er heimamaður, enda dóttir Sigurðar Guðmundssonar. Þetta er fimmta sumarið, sem Guðbjörg dvelst hér, og þóitt umg sé að árum, man hún hér tímana tvenna. Það er mikill mun- ur að starfa hér nú, segir hún mér, síðan við fengum böð og ren-nandi v-atn. Þriðja aðstoðarstúlkan er Vigdis Páls- dóttir úr Reykjavík, sem fer í 4. bekk Menntaskólans við Hamrahlíð í haust. Vigdís segir, að ‘hér sé stórfint að vera. Engi-nn þeirra má vera að því að iðka skíðaíþróttina að ráði — það er helzt sú, sem fer upp í fjall með hádegis- nestið til fólksins, sem getur notað tæki færið til að renna sér smástund. En ölium ber saman um, að kvöldvö-kurnar og viðkynningin við fólkið, séu kostilr þessa vinnustaðar hér uppi á öræfum. Geta það verið íslendingar sem hlœja svo dátt? Beygið hnén! Sigurður Guðmundsson kennir A-flokknum undírstööuatriöi í skíðabrekkunni. Ko-mirðu að kvöldlaei í Kerlingar-fjöll berast þér dillandi tónar til eyrna: Hljóð færasláttur og söngur bergmálar í fjöll unum. Ljós er framundan. Þú óttast kanns-ki, að verið sé að leiða þig í björg. Eru það mennskar verur, sem troða hér fjörlegan dans? Geta það verið Islendingar, sem hlæja svona dátt? En óðar en varir hætta slíkar spurning- ar að sækja á þig, því að mannheimar Skíðaskólans hafa sömu áhrif og huldu klettar: þú heillast og eftir það snýstu bara um í kokkinum og jenka og maz- urka eins og vitlaus manneskja. Dansinn læknar allar harðsperrur, segir Sigurður og þenur harmonikk- una. Alli-r út á gólf! Að þessu leyti sýnir Sigurður Guðmundsson enga misk eftin, en áður en kvöldið er hálfnað, er hann líka búinn að san-na mál sitt. Sigurður Guðmundsson stjórnar kvöld vökum og skemmtun innanhúss o-g hér ríkir sannarlega gleðskapur — ameríski blaðamaðurinn, sem kvartaði undan því í Iceland Review um daginn, að fslend- ingur sæist aldrei brosa, hvað þá skelli- hlæja, ætti að skreppa eitthvert kvöld ið upp í Kerlingarfjöll. Hann fengi ríka ástæðu til að endurskoða fullyrð- ingu sína. Sigurður þarf ekki aranað en birtast í dyrunum með hljóðfaerið í höndunum, til þess að léttist á mönnum brúnin. Reyndar eru stjórnendur allir fyrsta-flokks skemmtikraftar. Eirí-kur o-g Valdimar láta ekki sitt eftir liggja, en á þessu sviði sem öðru ríkir algert lýð- ræði með réttindum og skyldum: á kvöld vökum fær enginn skorizt úr leik, hver og ei-nin verður að leggja eitthvað af mörkum til að skemmta sér og öðrum, . menn segja sögur, spila á hljóðfæri, syngja, stjórna leikjum. Það er ekki nóg að geta staðið á skíðum, til þess að teljast fullfær Kerlingarfjallamaður, — menn verða líka að geta hrist af sér deyfðina og feimnina og troðið upp. Fyrirmyndina geta menn sótt til Kalla, sem er sonur Eiríks og ósvikinn Kerl- ingarfjallamaður. Kalli er aðeins 10 ára og er þegar farinn að keppa á skíða- mótum — og af jafnmiklu öryggi stíg- ur hann fram á gólf á kvöldvöku og segir furðusöguna um það, hvernig ai-.ö • veldast sé að veiða krókódíl. Sigurður Guðmundsson er skólastjóri barna- og unglingaskólans á Leirá í Borgarfirði. Skólinn er heimavistarskóli, og hann sækja 130 börn úr fjórum hrepp um. Sigurður hefur bæði keninarapróf frá Kennaraskóla Islands og íþrótta- * kennarapróf frá Osló, en hann er sjálf- menntaður á öll þessi hljóðfæri, sem ieika í höndunu.m á hon-um. — Mitt hlutverk i upphafi skíðaferða þeirra, sem við félagarnir efndum til, var að halda uppi kvöldvökustarfsemi og spila undir söng, segir Sigu-rður, en strax annað sumarið eða um leið og skíðakennsla hófst fyrir almenning, fór ég líka að kenna á skíði. Ég kynnt- ist skíðaíþróttinni fyrst á Ólafsfirði, þeg ar ég var þar kennari, og stundaði síðan mikið skíði, þegar ég var við nám í Osló. Mér finnst ég nú orðið eiga heima hérna í Kerlingarfjöllum -— ég hef á- nægju af ken-nslu og fólkið, sem kem- ur hingað er söngvið og frjálslegt. En þetta er auðvitað nokkuð strangt — undireins og skólinn er búinn á vef- urna, fer maður að undi-rbúa næsta skóla. Eitt af því sem okkur langar til að framkvæma hér, er bygging smá- húsa fyrir fjölskyldur okkar, svo að þær geti verið hér líka á sumrin. Við eigum allir mikið af börnum, sem hefðu gott af að vera hér við íþróttir og úti- veru. Sum eru reyndar farin að taka þátt í störfum skólans. — Kennir þú eingöngu byrjendum, Sigurður? — Já, og ég vi-ldi ekki skipta. Það er mjög gaman að kenna byrjendum. Maður sér svo miklar og stórstígar framfarir hjá þeim og meðan maður vinnur að þessu sem áhugamáli, eru helztu launin þau að sjá framfarir hjá nemendu-num. — Og eru bvrjendur aldrei of gamlir? — Nei. Auðvitað er bezt að byrja sem yngstur, en ég vil leggja áherzlu á, að það er aldrei of seint fyrir fólk að byrja. Fullorðið fólk þarf að sjálf- sögðu lengri tíma, en reynsla okkar hér sýnir, að fólk getur náð veruleg- um tökum á skíðaíþróttinni, þótt það sé komið á fertugs- eða fimmtugsaldurinn án þess að hafa nokkurn tíma stigið á skíði, og nóg til þess að geta iðkað skíði sér til ánægju og hressingar. Það getur tekið 4—5 ár að ná verulegu valdi á skíðunum, og það er auðvitað misjafnit eftir því hvað fólk er vel þjálf að líkamlega, en ég veit ekki um neit-t tilfelli, þar sem þetta hefur mistekizt, ef fólk vill það á annað borð. íslend- ingar eru ákaflega duglegir og áhuga- samir að læra þetta og mjög ákveðnir í að ná tökum á því — það sér maður bezt, ef maður skreppur upp í skíða- skálana í nánd við Reykjavík. Það'ligg- ur við, að þýði ekki að hafa skíði með sér — maður hefur nóg að gera við að heilsa fólki, sem h-efur -verið uppi í Kerlingarfjöllum. En -það er sjálfsagt að taka þessu með húmor í byrjun. Á það leggjum við áherzlu í A-flokknum — ef einhver nær fallegri magalendingu, er gert ráð fyrir, að allir hafi af því vissa ánægju. — Mans-tu eftir nokkru sérstaklega skemmtilegu úr byrjendakennslunni? — Ég held ég gleymi aldrei dönsku stúlkunni. Við vorum að æfa uppi á brekkubrún og með á námskeiðinu var dönsk stúlka, geysilega áhugasöm. Hún tók engar frímínútur o-g æfði af kappi þrátt fyrir hælsæri og harðsperrur. Á öðrum degi stóð einin nemandinn, stór og þrekinn karlmaður, í brekkurani, skíðalaus og var að taka myndir. Þá kemur sú danska á nokkurri ferð niður brekkuna og það æxlast þanni-g, að hún rennur milli fóta honum, fer þar á bakið og stoppar með hendurnar á fót- unum á honum. Haran — við skulum ekk ert vera að nafngreina hann, við ge't- um kallað hann B, er séntilmaður, svo að hanin þrífur utan um stúlkuna og lyftir henni upp fyrir framan sig og setur hana á skíðin. En stúlkan nær ekki jafnvæginu — hún rennur aftur í sömu stöðu og B. reisir hana aftur við en það fer á sömu leið — hún rennur en-n milli fóta honum og það var ekki fynr en í þriðja skiptið að tókst að koma henni upp. í sambandi við þetta voru heilmiklar sviptiragar og átök, sem litu út eins og faðmlög frá sjónar- hóli þeirra, sem stóðu í brekkunni. Eg man ekki til, að öll brekkan hafi bók- staflega grátið af hlátri eins og í þetta skipti. — En segðu mér nú í hreinskillni, Sigurður, er ekki erfitt að vera alltaf svona sprellfjörugur á kvöldin eftir lang an útivislardag? — Nei segir Sigurður og hlær, þetta kemst upp í vana, og svo er að sjálf- sögðu metnaðarmáf að gera fólkinu til hæfis. Aðalatriðið ar, að það hafi ein- hverja ánægju af. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.