Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 12
SKÁK LEÍDRÉTTING í síðasta skákþætti birtist röng stö'ðu- mynd úr skák þeirra R. Byrne og Frið- riks Ólafssonar. Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra eftir 30. leik hvíts. Sort I september hefst lokaþáttur áskor- endakeppninnar, sem verður 12 skáka einvígi milli þeirra Boris Spassky, sem nú er 31 árs og Viktor Kortsnoj, sem er 37 ára. Sigurvegarinn msetir heims- meistaranum Tigran Petrosjan næsta vor í 24 skáka einvígi um heimsmeisit- aratitilinn. Bæði þessi einvígi fara fram í Moskvu. Spassky byrjaði á því að sigra landa sinn Gelller með 5Ms—2Vz og Kortsnoj sigraði Reshevsky frá Bandaríkjunum einnig 5%—2Vz. Síð- an mætti Spassky Larsen og sigraði einnnig með sömu tölu 5Vz—2Vz, þó svo sá sigur hafi ekki verið eins auð- veldur og úrslitin gefa til kynna. Korts noj sigraði Tal með 5%—4%, eða heldur naumlega. Fyrir síðustu skák- ina stóðu leikar 5-4 og varð því Tal að vinna þá skák til þess að halda möguleikanum á sigri í einvíginu. Hann lagði því allt í sölurnar fórnaði peði og reyndi kóngssókn, en Kortsnoj varð ist vel og jafntelfi var samið í 61 leik. Kortsnoj hefur teflt geysisterkt undanfarið og spá margir honum sigri í væntanlegu einvígi og þá sem líklegri heimsmeistara. Hinu má ekki gleyma hversu glæsilega Spassky teflir og hinni hörðu mótspyrnu hans í keppninni um heimsmeistaratitilinn við Petrosjan 1966. Verðuir fylgzt með báðum þessum keppn um með mikilli eftirvæntingu. Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra Kortsnoj — Tal sem áður var minnst, 10. skákinni. Hvítur: Kortsnoj Kg3, Dc3, Bg2, Rc2, Hel Peð: h3, f4, e2, d5, b4, a5 Svartur: Tal Kh7, Df7, Rh6, Bd7, He8 Peð: g6, f5, d6, c5, b5, a6. f þessari stöðu lék Tal 32. — g5?) Hann fórnar peði í von um sókn. Ef til vill hefði 32. - Df8 gefið betri raun og reyna að bíða betri fseris, en þó virðist staðan gefa svarti heldur litla möguleika til sigurs). Framhaldið varð þannig: 33. fxg5 Hg8 34. Kf2 Hxg5 35. bxc5 dxc5 36. Dxc5 Dh5 37. De7 Hg7 38. Df6 Hg6 39. De7 Hg7 40. Df 6 Hf7 41. Dc3 Dh 42 Dg 3 Dc 4 43. Dd3 Df4 44. Kgll Hg7 45. Hfl Dg5 46. Hf2 Rf7 47. De3 Dg6 48. Rel Rg5 49. Rd3 Svart ur hefur reynt að skapa sér sóknar- færi, en hvítur er alltaf á varðbergi. Síðast hótaði sv. f4 sem hv. kemur auð- veldlega í veg fyrir) 49. — e4. 50. Rf4 Dg5 51. Hfl b4 (Svartur snýr sér nú að drottningarvængnum, þar sem kóngssóknin hefur að engu orðið). 52. Rih2 R@3 53. Hf3 Re4 54. Hfl Rg3, 55. Hf3 Rh5 56. Df2 (Náttúrlega ekki 56. Rxh5 Dxg 2 mát). 56. — Rf6 57. Hb3> Dh6 (Hótar 58. — Rg4 og vinnur Dr.) 58. Khl Rg4 (Tal leikur honum samt, ef laust til að flækja taflið í tímahraki). 59. Dg3 (En Kortsnoj hafnar öllum flækjum). 59. — Rf6 60. Df2 Rg4 61. Rg63. Jafntefli. SMÁSAGAN Framh. af bls. 5 mér fellur í geð, get ég ekki munað hana, og hvernig á ég að hafa yndi af því, sern ég get ekki hugfest? Ég get lært ljóðin. Orð, sem ég hef mætur á, get ég haft yfir án ofláts. Ég get meira að segja sungið lögin við þau á minn sérstaka hátt, hræðilega falskt að vísu, en þessi hræðilegu hjlóð veita mér sérstakan unað. Ég nef veitt því athygli, að þegar ég skirfa, fer ég ósjálfrátt að raula lög eða lagstúfa. Kannski er veröld tónanna mjög nálægt minni veröld, þó að ég geti ekki greint þá af einhverri undarlegri ástæðu. Allan daginn glymur hljómlist á heimili okkar. Hann hefir útvarpið í gangi allan daginn. Ellegar glymskratt- ann. Ég mótmæli stundum, og bið um smáhlé til að vinna, en hann segir, að jafndásamleg hljómlist hljóti að hvetja mig við vinnuna. Hann hefir keypt ótrúlegan sæg af plötum. Hann segist eiga eitt fullkomn- asta piötusafn í heimi. A morgnana, þegar hann kemur úr baði, hripar baðvatnið niður úr sloppn- um hans, hann kveikir á útvarpinu, sezt við ritvélinia, og hinn viil'lti og stormasami vinnudagrp: hefst. Hann er stórbrotinn í öllum tiltektum: hann fyll ir baðkerið, unz út úr flóir, teketilinn og tebollann, unz út úr þeim flóir. Hann á ókjörin öll af skyrtum og bind- um. En hann kaupir mjög sjaldan skó. Móðir hans segir, að hann hafi verið einstaklega þrifinn og hreinlegur dreng- ur, eins og ásannaðist, þegar hann varð eitt sinn að vaða yfir fljót í leysingu úti á landi, á rigningardegi, klæddur í hvítt og í hvítum stígvélum, og úr þessu ferðalagi kom hann svo hreinn, að það sást ekki minnsti blettur á fötum hans eða stígvélum. Nú veit enginn, hvað hefir orðið af þessu hvítþvegna engilbarni. Föt hans eru alltaf óhrein. Hann er orðinn versti sóði. En hann geymir vandlega aliar nót- urnar frá gasfélaginu. Ég finn þær enn- þá niðri í bórðskúffum, þó að þær séu frá stöðum sem við höfum löngu yfir- gefið, en hann neitar að fleygja þeim. Og ég finn eldgamla og skorpna Tuscanvindla, ásamt með vindlamunn- stykkjum úr rósaviði. Ég reyki Stop sígarettur, þessar löngu og filtlausu. En hann reykir stundum þessa Tuscanvindla. Ég er verulega óþrifin. En ég hef orð ið þrifnari með árunum, og stundum þvæ ég skápa af miklum eldmóði. Ég held, að það stafi frá minningunni um mömmu Ég þvæ lín og dúklegg skápa, og á sumrin fóðra ég allar skúffurnar með hreinu bréfi. Ég er sjaldan hirðu- söm urn skrifblokkir mínar, því að móð- ir mín, sem fékkst ekki við skriftir, átti engar skrifblokkir. Hreinlæti mitt eða ó- hreinlæti stafar af alls kyns iðrun, samvizkubiti og sálarflækjum. En hann er hreykinn af sóðaskap sínum. Hann hefír komizt á þá skoðun, að mennta- maður eins og hann þurfi alls ekki að skammast sín fyrir óreiðuna á skrif- borði sínu. Han.i gerir ekkert til að auka sjálfs- traust mitt, vinna bug á sektarvitund minni og framtaksleysi. Hann hlær og stríðir mér, verði mér á smáskyssa. Ef ég fer í búðir að verzla, eltir harm mig stundum á laun og njósnar um mig. Eft- ir á skopast hann að því, hvernig ég haga mér við innkaupin, hvernig ég handleik glóaldin og velti vöngum, áð- ur en ég vel spekingslega þau verstu, sem f ást í allri verzluninni (eins og hann orðar það), hlær að mér fyrir að verja klukkutíma í búðasnatt, á einum stað kaupi ég laukinn, melónuna á öðrum, og eplirn á þeim þriðja. Stiuindum annast hann ínnkaupin til að sýna mér, hvern- ig eigi að Ijúka þeim í hvelli. Hann kaupir allt á sama stað, án þess að hika andartak, á eftir semur hann við búðar- manninn um að senda vöruna heim. Hann kaupir ekki melónu, af því að hann getur ekki borið hana. Þetia kemur mér til að finnast ég ó- duglegri en nokkru sinni áður. En kom- ist ég að því, að honum hafi mistekizt eitthvað, læt ég hann heyra það, unz hann stekkur upp í vonzku. Því að stundum get ég verið hræðilega þreyt- andi. Hann gýs stundum upp í vonzku, eins og froða á bjórglasi. Hann hefir öra lund, sem er fljót að sefast. Ég hef líka öra lund, sem er heiftrækin og bíður færis að klekkja á óþolandi fóiki, eins konar beiz'kt vín. Stundum græt ég vegna ofsa hans, og í stað þess að sefa og róa skap hans, auka tár mín reiði hans. Hann segir, að þau séu fölsk, og ef til vill er það rétt. Þvi að þrátt fyrir tiár mín og reiði hans, hef ég fulla stjórn á mér. Þegar sorg mín er sönn græt ég aldrei. Einu sinni var ég vön að henda disk- um og' lieh-taiui í góMilð, þegair ég fékk æðisköst. En ég geri það ekki lengur. Kannski hef ég þroskazt með árunum og orðið stilltari í skapi, og það hvarfl- ar ekki að mér að brjóta diskana okk- ar, sem ég er hreykin af og við keypt- um í London, einn daginn, í Portobello- götu. Andvirði þessara diska, og alls ann- ars, sem við höfum keypt, er vandlega greipt í minni hans. Vegna þess, að hann vill lifa í þeirri trú, að hann sé mjög sparsamur og geri góð kaup. Ég man, að við keyptum borðbúnað, sem kostaði sextán pund, en hann segir, að hann hafi kostað 12 pund. Ég man líka eftir myndinni af Lear konungi, sem hangir í borðstofunni okkar, hann keypti hana einmitt í Portobellogötu, og hreinsaði hana með lauk og kartöflu, og nú segist hann hafa gefið fyrir hana upphæð, sem ég man, að var miklu hærri. Fyrir ári keypti hann tólf smámott- ur í Standards. Hann keypti þær, af því að þær voru ódýrar og honum fannst, að við ættum að eignast þær, hann gekk hátíðlega frá kaupunum, og áleit, að ég væri klaufi að kaupa til heimilisins. Þetta voru strámottur á litinn eins og edikssýra, og urðu fljótt leiðinlegar: þær urðu stífar og óþjálar, og mér bauð við þeim, þar sem þær héngu á snúr- unni á eldhússvölunum. Ég var vön að hampa þeim framan í hann sem dæmi um léleg kaup, en hann afsakaði sig með því, að þær hefðu kostað hlægilega lít- ið, næstum ekki neitt. Það leið nokkur tími, aður en mér heppnaðist að fleygja þeim i ruslið: af því að þær voru svo margar, og þegar ég ætlaði að setja rögg á mig og fleygja þeim, fór ég að hugsa um, hvort ég gæti ekki notað þær sem skóþurrkur. Við eigum bæði erfitt með að fleygja hlutum. Hjá mér hlýtur það að stafa af gyðinglegri fast- heldni og skorti á einbeitni, hjá honum er það vörn gegn eyðslusemi og fljót- ræði. Hann kaupir bætiefni og höfuðverkj- artöflur í stórum skömmtum. Stundum verður hann veikur, ein- kennilega veikur, hann getur ekki Skýrt frá því, hvað að honum gengur, ■hann liggur allan daginn í rúminu, á bólakafi í rúmfötum, allt, sem upp úr stendur, er skegg hans og rauður nef- broddurinn. Þá tekur hann aukaskamt af bætiefnum og höfuðverkjartöflum, og segir, að ég sé eins og feitu munkarn- ir, sem geti staðið í regni og roki án þess að verða meint af, en hann sé hins vegar fíngerður og viðkvæmur og þjást af dularfullum sjúkdómi. En um kvöldið er honum batnað, og fer fram í eldhús til að matreiða spaghetti . Hann var myndarlegasti piltur, grann ur og spengilegur, skogglaus, nema hvað hann hafði langt og mjúkt yfir- skegg, og hann líktist mjög leikaranum Robert Donat. Þannig leit hann út um tvítugt, þegar ég sá hann fyrst: og ég man, að hann gekk í tíglóttum skyrtum úr floneli, ákaflega fallegum. Og ég man, að hann fylgdi mér eitt kvöldið heim í gistihúsið, sem ég bjó þá í, við gengum saman eftir Nazionaleveginum. Þá fannst mér ég vera gömul, þrúguð af reynslu og veraldarvizku, og mér virt ist hann bara drengur, og á milli okk- ar óendanlegt djúp. Hvað okkur fór á milli þetta kvöld á Nazionaleveginum, man ég ekki lengur, sjálfsagt ekkert merkilegt, og þeirri fjarstæðu, að við yrðum eitt sinn hjón, hvarflaði ekki einu sinni að mér. Svo misstum við sjónar hvort af öðru, og þegar við hittumst á ný, líktist hann ekki lengur Robert Donat, en svipaði meir til Balzacs. Þegar við hittumst aft- ur, gekk hann enn í skyrtunum góðu, en nú fannst mér hann eins og eskimói í þeim. Hann var skeggjaður, og með beyglaðan tauhatt, og allt útlit hans fékk mann til að halda, að hann væri brátt á förum til Norðurpólsins. Því þó að hann sé mjög heitfengur, klæðir hann sig oft, eins og hann sé umlukt- ur ís og snjó og hvítabjörnum, eða þá að hann klæðir sig, eins og brasilísk- ur kaffiframleiðandi, en alltaf öðru- vísi en allir aðrir. Ef óg minni hann á þessa kvöldgöngu okkar á Nazionalevegi fyrir mörgum ár- um, kveðst hann muna eftir henni, en ég veit, að hann skrökvar því, og man ekki neitt, og stuindiuim furða ég miig á því, að við skyldum vera þessi tvöung- menni fyrir nærfellt tuttugu árum á Nazionalevegi, tvö ungmenni, sem rædd ust við svo hátíðlega og kurteislega, ná- lægt sólsetri, sem ræddu um allt og ekkert, tveir góðir félagar, tvö ung gáfnaljós á kvöldgöngu, svo ung, svo kurteis og viðutan, svo reiuðbúin að dæma hvort annað mildilega, svo reiðu- búin að kveðjast um eilífð, nálægt þvi sólsetri, á því götúhorni. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.