Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1968, Blaðsíða 7
DANSI^N LÆKNAR ALLAR HARÐSPERRUR Eftir Svövu Jakobsdóttur. 3. og síðasti hluti Veðurguðirnir eru lausir allrar ábyrgðar Eiríkur Hara'ldsson ræíSur veðri uppi í Kerlingarfjöllum. Veðurguðirnir eru þar lausir allrar ábyrgðar, og Sigurður og Valdimar skjóta sér undan henni. Sé kvartað undan veðri þarna í Skíða- skólanum, segja þeir: Talaðu við hann Eirík. Og Eiríkur brosir óræðu brosi í spámannlegt skeggið. Kvörtunin deyr út. Menn sannfærast um, að Eiríkur hafi góðar og gildar ástæður fyrir þessu veðri, þótt öðrum séu þær huldar — það sé einvörðungu mannleg skamm- sýni, sem valdi óánægjunni. Menn kvarta því ekki tvisvar undan veðri þarna uppfrá. betta er sá tími, sem ég lifi fyrir, segir Eiríkur, þegar við spjölluðum um störf hans hér í Kerlingarfjöllum, og sá, sem hefur tekið þátt í gönguferð- um um nágrennið með Eiríki, rengir ekki þessi ummæli hans. Eiríkur fer tæpast út — ekki einu sinni upp á Snækoll — án þess að hafa teikni- blokkina með sér. Hann hvílir sig ekki heldur að loknum fjallgöngum eða löng- um skíðadegi eins og aðrir dauðlegir menn. Meðan aðriir dorma, heldur Ei- ríkur niður í Árskarðsgljúfur með mál- aratrönurnar sínar og þaðan voru flest „mótíviin" í málverkunum, sem voru á sýningu hans í nýbyggingu Mennta- skólans á síðastliðnu hausti. Kerlingar- fjöllin eru honum sem listamanni ótæm- andi viðfangsefni. En kannski er mér Eiríkur minnisstæðastur úr gönguferð niður í Hveradali, þegar við þræddum slóð hans í þungum og blautum leirn- um sem hlóðst á stígvélin þangað til þunginn var orðinn svo mikill, að við komumst ekki úr sporunum, kræktum fyrir bullandi hverina, skoluðum leir- inn af fótum okkair í lækjarsprænum sem glitruðu svo fagurlega af marg- litum leirsteini, að það var eins og sjálfur regnboginn væri að baða sig í þeim — unz við komum að árkvísl sem rennur eftir Hveradalnum og fell- ur síðan í Árskarðsá. Kvíslin var ó- venjulega vatnsmikil. Sýnt var, áð enginn úr hópnum kæmist yfir og voru þó sumir í hnéháum stígvélum. En Eiríkur hafði ekki mörg orð um. Hann tók klofhá stígvél úr bakpoka sínum og dró á fætur sér. Síðan tók hann hvern af öðrum, setti yfir herðar sér eins og heypoka og bar yfir og fóru 200-punda karlmenn yfir á þennan hátt ekki síður en léttustu dömur. Enginn sá Eiríki bregða. Þó varð honum að orði, þegar hann lét niður síðasta karlmann- inn: Það var gott, að ég stundaði lyft- ingar í vetur. Eiríkur fullyrti, að hann hefði borið fjórtán í fyrri ferðinni, en fimmtán til baka. Mér dettur ekki í hug að rengja hanin. Ég hef grun um, að Eiríkur þekki ýmsa öræfabúa, sem gefa sig ekki fram við hvern sem er. Á vetrum kennir Eiríkur þýzku og leikfimi við Menntaskólann í Reykjavík Menntun sína hlaut hann bæði hér heima og erlendis. Hann er útskrifaður af íþróttaháskólanum í Köln og lauk þremur stigum í þýzku til B.A. prófs við Háskóla íslands. Hann var með Valdimar frá upphafi í undirbúningi og stofnun Skíðaskólans. Mikið hefur breytzt hér síðan við byrjuðum, segir Eiríkur, áður var hlé milli námskeiða og þá var ég oft einn að dunda. Þá kyninitist ég fjöllunum og öllu, sem þau hafa upp á að bjóða. •Ánægjan er ekki sízt í því fólgin að vera úti í alls konar veðrum og huga að steinum og gróðri og dýralífi. Dýra- líf er að vísu ekki fjölskrúðugt. Hér er lítið um fugla, nokkur pör af rjúp- um eru á Keisinni og hér er tófa. Sama tófan kemur hingað ár eftir ár. Hún er enginn dýrbítur. Hér finn ég líka óþrjótandi viðfangsefni til að mála — mér er svo farið að ég verð að vera fleiri ár með sama mótívið, ég tek það upp aftur og aftur. Ég er eins og bónd- inn sem var alltaf að mála hlöðuna sína upp aftur og aftur, alltaf sömu hlöðuna, en þetta er svo ótæmandi, að margt annað hefur kannski orðið út- undan, sem gaman hefði verið að fást við. — En ánægjan við starfið i Skíða- skólanum er ekki síður að þakka fólk- inu, sem kemur hér. Ég hef gaman af að vera einn, en ég hef líka gaman af að vera með fólki og hér eignast maður vini með liku hugarfari og mað- ur sjálfur og með sömu áhugamál. Marg ir koma aftur og aftur — á síðasta námskeiði var um 90 prs. af þátttak- endum, sem koma á hverju sumri. Sum- ir hópar vilja leggja áherzlu á göngu- ferðir, aðrir meiri á skíðakennslu og hér er ánægjulegt að kenna. Mér finnst alltaf gaman að kenna, en hvergi eins og hér. Fólk vill læra og getur náð framförum, því að hér er snjór góður. Og það er gaman að sjá, hvernig fólk nær sér á strik á skíðunum. Gleði kennarans yfir framförum nemándans gefur mikið í aðra hönd. Það er líka gaman að nema hér land og bæta sífellt nýjum áföngum við starf semi skólans. Hér er t.d. lengsta loft- net á landinu í einkaeign. Það er 400 m langt burðarloftnet fyrir fjarskipta- sambandið. Okkur stóð til boða að setja upp staur í brekkuna, en ég spurði af hverju þeir strengdu ekki línuna þvert yfir dalinn? Þeir héldu allir, að ég væri að grínast, en ég var aldeilis ekki að grínast og það kom í ljós að þetta var hægt. Við bindum líka vonir við flugvöllinn. Agnar Kofoed Hansen hef- ur komið hér og verið okkur ákaf- lega hliðhollur. Hann lét valta völlinn fyrir okkur. Þar er hægt að lenida 30- manna Douglas vélum, og það mundi auðvitað lengja starfstímann til muna, ef hægt væri að koma á flugsamgöng- um. Eins ef vegurinn yfir Bláfellsháls yrði lagður niður eins og komið hefur til mála — þá yrði farið upp austan Hvítár upp úr Tungufel'lsdal. Sú leið yrði bæði styttri og fyrr fær. — Er það rétt, Eiríkur, að vatnið hér sé svipaðs eðlis og vatnið fræga í Kákasus? — Já, það er ölkelda hér rétt fyrir innan í gilinu um 400 m frá skálanum. Þú getur orðið 100 ára á skömmum tíma, ef þú drekkur úr henni. Guð- mundur Sighvatsson hefur efnagreint þetta vatn, en ég get lítið sagt af eigin reynslu, því ég er svo ungur enn og hef lítið drukkið af því. Það er sjálf- sagt jafnmikill lækningamáttur í henni og hverri annarri ölkeldu, ef fólk trúir á slíkt á annað borð. Kannski eru á- hrifin bara sálræn — dvölin og hvild- in hefur góð áhrif á fólk og svo er vatninu þakkað. Það mætti kannski aug lýsa það upp fyrir útlendinga. — Hafið þið ekki í hyggju að laða útlendinga hingað í ríkari mæli? — Enn er mikið vafamál, hvort við ættum að gera það. Þá yrði að lengja dvalartimann og auka á fjölbreytninia, en mér skilst, að á Kerlingarfjalla- svæðinu sé allt það, sem útlendingar sækjast mest eftir að sjá: hér er jökull og hér eru hverir, og ég tala nú ekki um, ef við hefðum hesta hér eins og við höfum verið að bollaleggja. En með- an þetta gengur svona vel með fslend- inga, höfum við ekki gert neitt stórátak til að auglýsa fyrir út- lendinga. Það er ekki hagnaðar- sjónarmið, sem ræður þessari starfsemi okkar — við ímyndum okkur, að þetta sé þjóðþrifafyrirtæki. Við höf- um sjálfir gaman af þessu. Ég játa það hreinski'lnislega, að ég hef gaman af kvöldvökum, og andinn hlyti að breyt- ast, ef við færum að laga starfsemina eftir kröfum útlendinga, þó einn og einn útlendingur geti að vísu falHð inn í Framh. á bls. 13 Eirikur Haraldsson ferjar 200 pund yfir ána. Hinir karlmennirnir bíða róleg- ir á bakkanum eftir því að röðin komi að þeim. Ljósm.: Sv. J. 8. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.