Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 2
> Að ofan til vinstri: BorS úr sálgrind með palisanderplötu eftir Snorra Hauksson. Til hægri: Ruggustóll eftir Ilelga Hallgrímsson. Að neðan til vinstri: Sófaborð úr gleri og áli eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson. Til hægri: Stóll úr eik og leðri eftir Gunnar Guð- mundsson. Að vísu endurspeglaði sýningin að verulegu leyti þær hræringar, sem orðið hafa í nágrannalöndunum, en hvað er eðlilegra. Gerist ekki slíkt hið sama í myndlistinni til dæmis og raunar öllum listgreinum. Aðalatriðið er ekki hvað er gert, heldur hvernig það er gert. Á sýningu Félags húsgagnaarkitekta voru margir stórlega athyglisverðir hlutir, sem leiða hugann að því, hvort við gætum ekki hugsanlega eflt húsgagnaiðnaiðnaðinn svo um munar og gert íslenzk hús- gögn að eftirsóttri útflutningsframleiðslu. Til þess að svo geti orðið vantar að vísu eitt og annað, sem máli skiptir, ekki sízt í sjálfum tilbúningnum. Því miður þola íslenzk húsgögn það ekki alltof vel, að rækilega sé gáð í saumana. Á yfirborðinu er allt slétt og fallegt, en dragi maður út skúffu, þá kemur hroðinn í Ijós. Góður hlutur verður að vera frambærilegur, hvar sem á hann er litið og bakhliðin skiptir líka máli. Þegar sú hugsun hefur fest rætur í húsgagnaiðn- aðinum, gætum við farið að huga að útflutningsframleiðslu en fyrr ekki. Nýjungar í húsgagnagerð nágrannaþjóðanna hafa að undanförnu beinzt nokkuð að tilraunum með ný efni og þar hefur gætt í og með framúrstefnu sem hreinlega segir skilið við hefðir. Af þeim toga spunnin eru útblásnir belgir í stað stóla, plastkubbar og þvíumlíkt. Bretar hafa látið mikið að sér kveða við þesskonar nýjungar, en einnig ítalir og jafnvel Þjóðverjar. Á Norðurlöndum hafa Finnar skorið sig úr, þeir hafa á sýningum komið fram með litsterk og gróf húsgögn. Aftur á móti halda hin Norðurlöndin í áunna hefð og nota tré framar öðru sem uppistöðu. Á sýningu íslenzku húsgagnaarkitektanna varð séð, að þeirra tengsl eru sterk- ust við Norðurlandaþjóðimar. Þó voru þar markverðar tilraunir með efni, sem enn hafa ekki náð almennri útbreiðslu, svo sem stál, gler og plast. Aftur á móti virðast húsgagnaarkitektar gersneyddir þeirri rómantísku tilhneigingu, sem nú gerir vart við sig og verður meðal annars til þess, að innflutt, norsk bænda- húsgögn, útskorin, seljast eins og heitar lummur. Húsgagnaarkitektar tala gjarnan um heiðarleik í sambandi við vinnu sína og heiðarleiki virðist vera andstæðan við rómantík. Það gæti þó vel hugsast, að sá almenningur, sem ætlað er að kaupi hlutina, mundi óska, að þeir væru svolítið meira rómantízkir og svolítið minna heiðarlegir. Stundum verður þetta með heiðarleikann í verkum arkitekta og húsgagnaarkitekta dálitið broslegt. Eg minnist þess til dæmis, að íslenzkur arkitekt sagði fyrir nokkru, að það væri óheiðarlegt að fela pípur og leiðslur inni í veggjum; allt slíkt ætti áð liggja utaná. ★ Hjónarúm eða hjónakassi Halldórs Hjálmarssonar á húsgagnasýningunni er sjálfsagt eitt af þessum heiðarlegu verkum. Rúm er í grundvallaratriðum ekki annað en kassi og þannig verður það, ef öllum fagurfræðilegum og rómantízkum tilhneigingum er sleppt. í sýningarbás Halldórs gaf einnig að líta stóla úr stál- grind og leðurpúðum, ágæta gripi út af fyrir sig, en þeir viáðast einum of líkir hinum heimsfræga Barcelona-stól Mies van der Rohe, þó einhver mismunur fínnist ugglaust þar á. Sýning Halldórs var sú fyrsta, sem að var komið og því nefni ég hana fyrst hér. Að vísu var svo margt muna á sýningunni, að ég hirði ekki að geta um það allt, heldur aðeins það sem mér hefur orðið minnisstætt. Þá vil ég næst geta skrifborðs og sófaborðs eftir Snorra Hauksson, unnið úr palisander, stáli og gleri. Það var dálítið kalt yfir þessum borðum Snorra, eins- konar fágaður glæsileiki og þetta voru að minnsfa kosti mjög fallegir sýninga- gripir. Helgi Hallgrímsson átti þarna raðhúsgögn, vönduð og falleg. Efnið var staðl- aðar einingar úr eik, en yfirdekkt með brúnlituðu sauðskinni, íslenzku. Þetta eru einhver vönduðustu raðhúsgögn, sem ég hef séð hér og gott að sitja í þeim. Það er að vonum, að ungu mennirnir eru djarfari. Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson vinna saman og áttu nýstárlegustu gripina á sýningunni. Þetta voru stólar og borð, mjög formfalleg húsgögn úr áli. Hætt er við að þeir fé- lagar séu eitthvað á undan sinni samtíð með þessa gripi, en ég varð fyrir von- brigðum, þegar ég settist í einn stólinn. Hann var tvímælalaust of harður og það fór einhvernveginn ekki vel um mann í honum. Borðið var kringlótt með sökkli úr hvítmáluðu áli og glerplata ofaná. Þeir sýndu lika einkar fallegan lampa, sem þeir hafa formað. Áður hefur verið fjallað um stafa-húsgögn þeirra félaga hér í Lesbókinni og læt ég það nægja. Hvítmálaðir stólar og borð Stefáns Snæbjörnssonar vöktu talsverða athygli og átti þessi litur ásamt rauðu og bláu áklæði talsverðan þátt í því. Stóllinn með háa bakinu fannst mér engan veginn e:ns fallegur og hinir. Verðlaun — eða kannski var það bara viðurkenning — tímaritsins Iceland Rew- iew, hlaut Gunnar Magnússon fyrir stól, en hann sýndi raunar tveggja sæta sófa, stóla, borð og hillu. Allt var það úr furu, Ijómandi fagurlega unnið og brúnröndótt áklæði fór vel við. Það mætti segja mér, að þessir hlutir Gunnars hafi notið mestrar aðdáunar alls á sýningunni og mér finnst ánægjulegt, að hann skuli kunna að meta furuna. Verðlaunastóllinn er fremur harður viðkomu og sökum smávægilegra mistaka í tilbúningi, varð bakið eilítið of bratt. En þetta voru falleg og vel gerð húsgögn. Af því sem þá er eftir vildi ég gjarnan nefna stól Gunnars H. Guðmundssonar. Það er einskonar veiðimannastóll, sérlega formfallegur og merkilega gott að sitja í honum þó Xgðursetan sé hör’ð. Það er sem sagt brúnt, svellþykkt nautsleður í baki og setu, en efnið í stólnum að öðru leyti er reykt eik. Sveinn Kjarval er einn hinna kunnari úr þessum hópi, en hann hefur ekki haft sig mikið í frammi uppá síðkastið. Ég hygg, að þeir tveir stólar eftir hann, sem þarna voru til sýnis ásamt sófaborði, hafi ekki verið nýir gripir, enda í einkaeign. Borðið var mjög traustlegur gripur, platan lögð flísum. Stólarnir voru gerólíkir, annar meir í þeim stíl, sem ég set í samband við Svein, (þ.e. grófur, sterklegur og karlmannlegur. Hinh var pinnastóll, afar fínlega unnihn og dáindis fallegur módelgripur. Gísli Sigurðsson. '*• 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.