Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 8
9 a a DIOR. Sýningarstúlkurnar sitja á gylltum stólum tízkuhússins; þær eru allar klæddar tízkulitum ársins, svörtu og hvítu, nema sú í pallíettusaumaða jakkanum í miðið — hún er í bleikri blússu. Jafnvel sokkarnir eru hvítir og gljáandi. Það má vera öllum ljóst, að París er ekki lengur sá aðili sem úrslitaorðið hefur um út- lit þess fatnaðar, sem kven- fó'lk um allan heim klæðist frá ári til árs, og enda þótt París sjái okkur enn fyrir skemmtun og spenningi í kvenfatatízkunni þá hefur markaðurinn runnið úr greipum hinna frönsku tízku kónga og í hendur enskra og amerískra fataframleiðenda, er forðast oftast mestu öfgarnar en leitast við að framleiða fatn að við hæfi nútímakvenna og þeirrar kröfu, sem þær gera um þægileg og hentug föt. Fyrir skömmu, er frönsku tízkuhúsin héldu haustsýning- ar sínar var þar margt um manninn og mikið tilstand svo sem venja er, kaupendur og blaðamenn sem komið höfðu flugleiðis frá ötlum heimshorn- um tróðu sér í litlu gylltu stó'l- ana eða stóðu upp við veggi, en Mozart, Bach, kampavín, blóm og Bítlarnir mynduðu um gjörðina um það sem franskir tízkusérfræðingar ætla okkur að klæðast haustið 1968. Yves St. Laurent sýndi mjög fá pils. „Borgarbuxur" eiga að koma í stað pilsa. Borgarbux- ur allan sólahringinn, ofurMtið útsniðnar um öklann. Þeim er hægt að klæðast hvar sem er, með 'hverju sem er, skyrtium vestum eða jökkum. — Buxur, sagði Yves, er það sam koma ska!l, við öll tækifæri utan her- bengisins.. Biginmenn, atvininu- rekendur og veitingahúseigend ur ættu að gera svo vel og kannast við þá staðreynd. Vilja konur endilega vera í pilsum, eiga þau að vera tvo þumlunga fyrir ofan hné, en pils eru í sann'ieika sagt, jafn úrel't og eins hreyfils flugvélin og Gamli Ford. Ennfremur lýsti Yves yfir því félitlum kaupendum til óbland- innar ánægju, að tízkulitur væri í rauninni aðeins einn: Svartur. Hann hefði örgustu óbeit á allri litadýrðinni. T. d. hefói hon- um alls ekki fundizt þær fall egar, rauðu buxurnar og rauðu peysunnar á stúl'kumium við götuvirkin í stúdentaóieirðun- um. Emanuel Ungaro, eftirtætis- goð nýja tímans, var ekki alveg jafn hrifinn af svarta litnum, en hafði fátt um hann að segja. Hann hafði þeim mun meira að segja um aðskornar kápur utan yfir tvískiptum kjólum og sér- staklega ofin mynstruð ullar- efni, sem hann notar mikið í buxnadragtir og lagersaumaðar kápur. André Courréges eldra eftir- lætisgoð gamla nýja tímans til- kynnti að pils væru aldeilis ekki úr sögunni. Stuttu pilsin væru enn mjög við tíði. Og hann heldur sér enn við sína liti: rautt og hvítt. Marc Bohan hjá tízkuhúsi Di ors sýndi hefðbundnari klæðn- að og verður hertogafrúin af Windsor á meðal viðskiptavina á höttum. Aðeins tveir voru á állri sýningu hans. Aftur á móti sást þar mikið af þröngum hett um og ef til vill slá ennis- böndin hjá honum í gegn. Þannig héldu sýningarnar á- fram, hjá Givenchy, Patou, Ch anel, Cardin, og blöðin birtu innfjálgar týsingar af þeim að viðteknum hætti og sýndist si'tt hverjum. En ein staðreynd skín í gegnum allt tízkumoldviðri blaðanna: Þetta árið verðoir ekki um að ræða neina sérstaka 'lLmu eða pilsasídd, og er það ó- venjulégt. Það bendir til þess að andófs gegn þeim margbreyti- legu menningarviðhorfum sem nú hafa áhrif á fatatízkuna. Hér fer á eftir spá um hvernig kvenfólkið muni klæðast á næst unni, með hliðsjón af öfgum tízkuteikmaranina og viðbröigð- uim kaupeinda og fréttaritara, sem viðstaddir vo:ru sýn'ingaim- ar. Ráðandi línan verður enn um sinn þrönga blússan, beltið í mittissta'ð og pilsið lítið eitt útsniðið sem komust í tízku s.'i. DOURREGES, sem sem fyrstur franskra tízkuteiknara tók að teikna fyrir fjölda- framleiðslu, heldur sér enn við eftirlætisliti sína, hvítt og rautt og klæðast stúlk- urnar hér á myndinni eingöngu þeim litum. E.t.v. má greina nafn Courréges á hálsklútum þeirra, en tízkuhúsin frönsku sækjast nú meir og meir eftir að fá nöfn sín á ýmsar framleiðsluvörur, s.s. hálsklúta, blússur, ilmvötn, snyrtivörur og fleira. St. LAURENT. Hér eru þrjár útgáfur af buxnadragtinni, sem Laurent heldur mjög fram í vetur. Stúlkan til vinstri er í grárri dragt með blá- an hálsklút, sú í miðið í brún- og svartköflóttri dragt og sú fremsta er svartklædd en svart segir Laurent að sé eini raunverulegi tízkulitur- inn. Tvær túlknanna liafa ennisbönd, sem minna á Indíána og sáust þau bæði lijá Laurent og Marc Bohan. Yves St. Laurent teiknar helzt föt fyrir ungar stúlkur; hann opnar tízkuverzlun í New York með haustinu. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.