Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 5
stað var fólkið farið að hvískra um hann á bak. Hann fór á fætur fyrr en venjulega á miðvikudagsmorguninn. Þennan morg un taldi hann óhreina tauið með ánægju í fyrsta skipti á ævinni, vasa- khitar, nærbuxur, skyrtur ... Hann var kominn í þvottahúsið fljótlega upp úr átta. Afgreiðslustúlkan sem þekkti gjörla hætti hans, spurði hvers vegna hann kæmi svo snemma. Hann svaraði henni með spaugsyrði og líklega hefur hann roðnaði um leið. Hún starði á hann lengi og íhugul, augnaráð hennar bugaði hann og hann beindi athygli sinni að töskunni. Hann tók fram tauið. Þau voru ein í afgreiðslusálnum. Hendur þeirra snertust af tilvitjun yfir þvott- inum. Aftur horfðust þau í augu. Þau ræddu um þvott og eftirlitsseðla, hann spurði hvort það kæmi nokkurn tíma fyrir að fólk glataði nokkru í þvotti, eða þá hitt, hvort fólk fengi kannski stundum of mikið? „Of mikið?“ spurði hún og opnaði pakkann til að sýna honum, að allt væri hárrétt svo sem ævinlega. Hann stóð stjarfur af kvíða yfir því að fingur hennar myndu draga fram í dagsljósið þann hlut, sem hann bjóst við að lægi falinn í umbroti á einhverju koddaver- inu, og ætlaður honum einum. Hann flýtti sér á rannsóknarstofuna með þvottinn. Þar var aragrúi af fólki. Hann fór með pakkann fram á gang. Þar gat hann hetdur ekki cpnað hann. Það var engu líkara en honum fyndist hann þurfa að gefa öllum þessum hvít- kiæddu vísindamönnum, sem hröðuðu sér fram og aftur, skýringu á því að hann opnaði sinn eigin þvottapakka. Og þess vegna sneri hann aftur inn á rann- sóknarstofuna og hellti niður á sig litarefni, sem notað er við smásjárrann- sóknir. Hann hrópaði upp yfir sig um leið, sagði síðan, að það væri í raun- inni lán í óláni, nánast heppilegt, að þetta skyldi hafa komið fyrir einmitt í dag, þegar hann væri nýbúinn að sækja hreina þvottinn. Hann yrði að skipta. Þannig tókst honum, með því að fóma einni skyrtu, að verða sér úti um til- efni til að læsa sig einan inni í myrkra- herberginu. Við rauðgúla Ijóstýru og nakinn að ofan, án þess að gefa sér tíma tií að fara í hreinu skyrtuna, leit- aði hann að fjórða rósrauða vasaklútn- um sínum. Og fann hann. Kominn í hreina skyrtu, gekk hann aftur út. Hann leyfði aðstoðarstúlk- unni að fara heim. í dag nægði henni að tæpa á því. Hann kærði sig ekki einu sinni um að vita ástæðuna. Mögl- unarlaust aðstoðaði hann við að hengja upp veggblað. Hann kom heldur ekki með mótbárur, þegar yfirmaður hans lagði fyrir hann að semja skýrslu handa framleiðsluráðinu fyrir næsta laugar- dag. Hann kvartaði ekki, þótt tifrauna- pípurnar reyndust enn einu sinni ekki ná fullnægjandi gæðakröfum. Allt var auðvelt, öllum skyldum var auðvelt að gegna, já, jafnvel skemmtilegt. Hann var búinn að fá fjórða vasaklútinn. Kona hans var farinn að spyrja að því, hvers vegna hann væri síbrosandi. Hún innti hann eftir ýmsu sem var eng- an veginn samboðið aldri þeirra, stöðu eða virðuleik. Hann yppti öxlum, fiflaði við hálsbindið, blakaði hendi. Allar hreyfingar hans voru hlægilegar og vélrænar og gerðu ekki annað en ýta undir grunsemdir hennar, en honum stóð hjartanlega á sama. Hann var tekinn upp á því að fara í gönguferðir. Hann lötraði eftir göt- unum. Hann hljóp ekki lengur yfir götu á gulu Ijósi. Rólegur beið hann eftir Igræna ljósinu og stundum sleppti hann meira að segja úr og beið eftir næsta ljósmerki. Á strandgötunni hallaði hann sér yfir handriðið og horfði út á vatnið. Stundum rakaði hann sig ekki. Slíkt var allt í einu ekki brýnt. Hann var farinn að gleyma. Fyrst gleymdi hann að kaupa eldspýtur, en eldspýtna- birgðir heimilisins voru í hans verka- hring. Síðan gleymdi hann að kaupa kaffi á vinnustað. Hann drakk alls ekki kaffi á vinnustað, og honum stóð hjart- anlega á sama þótt vinnufélagar hans færu á mis við það. Fram að þessu höfðu þeir getað reitt sig á, að hann keypti kaffi. Honum stóð hjartanlega á sama, þótt kona hans æddi uppvæg um alla íbúðina í leit að eldspýtum og þótt enginn etdspýtnastokkur lægi á arin- hillunni, við heitavatnsdunkinn í bað- herberginu, við öskubakkann í vinnu- herberginu, í skálinni við hliðina á blóminu í ganginum. Á öllum þessum stöðum áttu ætíð að vera eldspýtur við höndina. Þær voru þar ekki. Og ýmis- legt fleira fé'll í vanrækslu. Hann hafn- aði beiðni um að gagnrýna handrit, hann neitaði að taka þátt í samningu námsbókar fyrir gagnfræðaskóla. Hann virti að vettugi fund í stéttarfélaginu og fór á hljómleika. Mjög tangt var síðan hann hafði hlustað á tónlist. Það var engu líkara en hann hefði gert nýja uppgötvun. Hann dreymdi drauma. Og hann meira en dreymdi. Með sjálfum sér setti hann fram tilgátur, reiknaði út möguleika, hann skapaði hugtök og myndaði sér skoðanir. Fyrst um vasa- klútana, síðan um þann, sem lét þá í þvottinn hans, og þvínæst varð honum hugsað til þess fólks, sem framleiddi þá, til þeirra, sem unnu að því að vefa þá og prýða þá fallegum kanti á atla vegu. Það kom í ljós, þótt undarlegt megi virðast, að málið snerti ekki vasaklút- ana eina, það var svo margt annað sem hann sá sig knúinn til að hugsa um. Og skyndilega þótti honum sem allt líf hans fram að þessu væri óbærilegt og til- gangs’laust, enda þótt heilbrigð skyn- semi og rökvísi legðust á eitt við að sannfæra hann um hið gagnstæða og héldu fram kostum öryggis, nytsemi, hagkvæmni, framfara, metorða og góðra framtíðarmöguteika. Þannig leið næstum heill mánuður, eða nákvæmlega fjórar vikur, fjögur tímabil milli miðvikudaga, frá fimmta vasaklútnum til hins sjötta, frá þeim sjöunda til hins áttunda. Þetta var einstæður mánuður. Hann líktist helzt mánuðinum sem hann dvaldist uppi á fjöilum einu sinni áður en hann gifti sig. Göngur á fjallstinda, ný út- sýni sem birtust honum í atlar áttir leit- uðu nú aftur fram í huga hans. Það var merkilegt, hvað minnið geymdi í fylgsn- um sinum. Nú voru tuttugu eða kannski tuttugu og fimm ár síðan, en hann mundi að •einu sinni hafði komið ekill með mat- væli að kofanum. Ekillinn gekk með hestinum, en á kerrunni sat ung stúlka, vart af barnsaldri. Hann mundi ná- kvæmlega eftir öHu: kjólnum hennar og hárgreiðslunni og sandölunum, — á vinstri öklanum var ofurlítil skráma líkt og hún hefði gengið á þyrnirunna. Enn mundi hann hvernig treyjan henn- ar leit út, hún var Ijósblá, og hún átti dökkbláa kápu sem hékk á nagla yfir sætinu í kerrunni. Naglahausinn var mál aður með hvítu lakki. Hann hafði velt því fyrir sér þá, hvernig stæði á því að hann var má'laður hvítur. Alls þessa minntist hann nú og enn á ný braut hann heiiann um það, án þess að kom- ast að niðurstöðu, hvers vegna naglinn hefði verið hvítur. Hann mundi h'ka, að stúlkan hafði setið með blikkdós í kjöltunni, og að í dósinni var dálítið vatn og dálítill sandur og lítill froskur. Þessi endurminning beit sig fasta í huga hans. Hann losnaði ekki við hana. Og myndin braut af sér viðjar endurminn- ingar og varð fyrir honum hvarvetna. Hvar sem hann var staddur kom hún yfir hann eins og skyndileg og yfir- þyrmandi flóðbylgja, eins og s'iys sem ber jafnframt yfirbragð hátíðleika og örlagaþunga, eins og stór og votdugur bátur fleytifullur af þunglyndu fólki. Hún var stöðugt við hlið hans, þessi litla stúlka með skrámuna á öklanum, hún var með honum þegar hann sótti þvottinn, hún borðaði morgunverð með honum, sat fundi með honum, lagðist til hvíldar með honum á kvöldin. í návist hennar minntist hann aUs sem hann hafði fyrrum hugteitt um lífið og sjálf- an sig og allar háleitar fyrirætlanir sín- ar. Á þessu stigi var hann, þegar honum bárust sjötti og sjöundi klúturinn. Úr tilviljun, sem varð síðan að leik, þróað- ist að lokum uggvænleg kennd angurs og kvíða, nánast beygur sem var eins og grunntónn alls, og fann samhljóm hið innra með honum, því að hann var í ætt við þann ugg, sem annar vasaklút- urinn hafði vakið, daginn sem hann hélt sjúku barninu í fangi sér. Hann hafði beyg af sjálfum sér. Hann hafði beyg af næsta miðvikudegi, níunda miðviku- deginum. Hann óttaðist, að hann yrði að leika þennan teik á enda, að hann yrði nauðbeygður til að endurskoða allt fyrra líf sitt, leggja það undir nýja mælistiku, og hvað yrði þá um fjöl- skyldu hans, stöðu og líf hans allt, sem streymdi svo fyrirhafnarlaust eftir hár- fínum farvegi flókins skipulags. Hann var óánægður. Það var eitt- hvað sem hann náði ekki tangarhaldi á. Eitthvað mjög mikilvægt. Enn gat hann ekki skitgreint hvað það var, en það var þar engu að síður. Vasaklút- arnir. Hann hugsaði til miðvikudag- anna á undan, þegar vasaklútarnir höfðu fært honum gleði einvörðungu. Þá höfðu þeir verið einu ljósgeislarnir í harðskipulagðri tilveru hans. En nú vissi hann, að þessi fegurð, þessi fár- án'legi draumur, sem var þó svo áþreif- anlegur í eldföstu glerskálinni, þessar fáu stundir íhygli og endurminninga, þessi bjarti draumheimur, bjó líka yfir skugga, klóm og eitri. Hann hélt honum í greip sinni, lukti um hann armi, fjötraði hann, næstum bugaði hann. Hann varð að ögrun, kröfu, skipun. Nú var komið að skutda- skilum. ,,Ó, mitt daglega strit og ævi- starf! Bara að ég vissi hvers vegna!“, andvarpaði hann í stigum stofnunar- innar, þar sem hann kleif þrjár tröpp- ur í einu til þess að reyna að ná lyft- unmi á næstu hæð fyrir ofan, úr því að hann hafði misst af henni á fyrstu hæð. Hann var aftur orðinn jafnþreyttur og yfirbugaður af streitu og hann hafði jafnan verið, en þó jafnvel enn þreytt- ari nú, því að á hann hafði verið lögð aukabyrði, sem var ekki á listanum, og hann vissi ekki, hvernig bregðast skyldi við. Níunda miðvikudaginn var hann ekki viðmælandi. Hann var stöðugt að líta á klukkuna eins og ólesinn nemandi fyrir próf. Það var engin lausn að fresta úr- slitunum. Hann komst ekki hjá að sækja þvottinn. Fjölskyldan þurfti á hreinum vasakíútum að halda og sjálf- sagt yrði þvotturinn bara sendur heim, ef hann léti undir höfuð leggjast að sækja hann. Hann sagði aðstoðarstúlkunni, að hann væri að fara í mat, og hún kímdi að töskunni hans eins og ævin- lega, en um leið og hann gekk út, datt honum í hug, að á öl'lu þessu fyndist trúlega ósköp hversdagsleg skýring, en þó jafnframt mannleg og þolanleg. Ekki var laust við, að hann fyndi til von- svika, en þó leið Ihonum betur. Afgreiðslustúlkan í þvottahúsinu var ekki beint fal'leg, en hún var snotur og alúðleg og hún var unglega og frísklega vaxin. Hann hafði aldrei tekið verulega eftir henni fyrr en á þessum undan- gengnum vikum, og honum hafði fund- izt hún bjóða af sér góðan þokka. Hann hafði hrifizt af henni, þau voru farin að brosa hvort til annars, enda þótt hún legði alls ekki i vana sinn að brosa til viðskiptavina. En hvað hún hlaut að vera orðin leið á annarra manna þvotti, og gröm yfir sífelldum kvörtunum. Ekki gat hún gert að því þótt aðstæður í þvottahúsinu væru óþjálar og úreltar. Hann brosti til hennar. Áreiðanlega stóð þessi elskulega stúlka á bak við þetta. Nú ætlaði hann að leggja spilin á borðið og í sameiningu mundu þau finna þessari nýju vináttu sinni viðhlítandi lausn. Hann þóttist viss um það. Afgreiðslustúlkan vissi ekki neitt. Það varð strax ljóst um leið og hann fór að tæpa á málinu, að hún hafði ekki Framh. á bls. 15 Pétur Jónasson HARÐSTJÓRINN dag einn gætu þeir komið og handtekið okkur fyrir stuldinn á brauðinu sem við hirtum vannærð tötrum búin brauðinu sem þeir tróðu undir fótum sér þeir gætu tekið okkur föst sökum fjandsamlegra skoðana kannski fengju þeir lesið hugsanir okkar varpað okkur í dýflissu vegna hugsjónanna sem við ölum okkur í brjósti varastu harðstjórann sem liggur eins og mara yfir löndum að morgni gæti hann slegið þá er vilja rísa upp undan okinu þá er mótmælt áþján milljónanna milljónanna sem eru byrgðir í búri kommúnismans. 3. nóvember 1048 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.