Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 11
að þú ofmetir ekki mikil\íegi þess, sem þú gerir, það er að segja ofmetir sjálf- an þig? 7. Reyndu ekki að vera ofurmenni. Sumt fólk krefst of mikils af sér og býr við stöðugar áhyggjur og kvíða vegna þess, að því finnst sem það beri ekki nóg úr býtum. Það reynir að öðl- ast fullkomnun á öllum sviðum. Enda þótt sú ósk sé aðdáunarverð, felur hún í sér hættuna á því að mistakast. Enginn getur verið fullkominn í öllu. Gerðu þér ljóst, hvað það er, sem þú getur gert vel, og veittu því óskipta aithygli þína. Það er oftast það, sem þér fellur að gera, og þess vegna það, sem færir þér mesta ánægju. Þá er hitt, sem þú getur ekki gert jafn vel. Reyndu að fást við það eftir því, sem þú getur, en áfellstu ekki sjálfan þig, þó að þér heppnist ekki það, sem þér er ógerlegt. 8. Vertu væginn í gagnrýni. Sumt fólk krefst of mikils af öðrum, og þá finnst því, að það sé svikið, vonsvikið og jafnvel „fast í gildru“, þegar aðrir eru ekki eins og það vill, að þeir séu. Þessir aðilar geta verið eiginkona, eig- inmaður eða barn, sem það er að reyna að inóta eftir fyrirfram ákveðinni áæitl- un, jafnvel eftir eigin höfði. Mundu þettu: Sérhver hefur sína kosti og sína galla, sitt eigið gildi, sinn eiginn rétt til að þróast sem einstaklingur. Fólk, sem finnst það vera svikið vegna galla skyldmenna sinna, raunverulegra eða ’ímyndaðra, er í rauninni að svíkja sjált't sig. í stað þess að gagnrýna hegðun hins aðilans er vænlegra að leita eftir kostum hans og aðstoða hann við að þroska þá. Þetta mun veita báðum aðilum ánægju og hjálpa mönnum til að öðlast meiri skilning á sjálfum sér. 9. Veittu hinum tækifæri. Þegar fólk á við tilfinningalega örðugleika að etja, finnst því oft, að það verði að bera hærri hlut, víkja hinum aðilanum til hliðar, þótt tilefnið kunni að vera jafn lítilf j örlegt og það að komast áfram á þjóðvegum. Fyndist öllum þetta — og mörgum finnst þetta — verður allt að kapphlaupi, þar sem ein- hver hlýtur að særast — líkamlega og andlega, eins og á þjóðvegunum — eða tilfinningalega og andlega, þar sem reynt er að ná lífsfyllingu. Þessa gerist engin þörf. Samkeppni er smitandi, en samstarf er það einnig. Það verður auð- veldara fyrir mann sjálfan, ef hann veitir öðrum tækifæri. Ef öðrum manni finnst, að þú sért honum ekki lengur nein ógnun, þá mun hann einnig hætta að vera þér ógnun. 10. Komdu til móts við aðra. Margir hafa þá tilfinningu, að þeim sé vikið til hliðar, þeir séu vanræktir og þeim sé vísað á bug. Oft og tíðum ímynda menn sér einungis, að aðrir hafi þessa afstöðu gagnvart þeim, þegar aðrir eru í rauninni að búast við, að menn gefi sig fyrst fram. Ef til vill lítur maður niður á sjálfan sig, þegar hann heldur, að aðrir líti niður á hann sjálfan. í stað þess að draga sig í hlé er mönnum miklu hollara og gagnlegra að koma til móts við aðra í stað þess að bíða eftir því, að aðrir komi til móts við þá.Auð- vitað er andstæða þess að draga sig í hlé jafnfjarstæð: Að þröngva sér upp á aðra við sérhvert tækifæri. Þetta er oft misskilið og getur leitt til þess, að manni sé vísað á bug. Það er til meðal- vegur, og hann skulu menn reyna. 11. Skipuleggðu frístundir þínar. Margir ganga svo hart að sér, að þeir veita sér lítinn tíma til hvíldar, sem er nauðsynleg líkamlegri og andlegri heilsu. Þeim finnst erfitt að gefa sér tíma til að slaka á. Því fólki er hollt að hafa ákveðið, venjubundið hátterni, — ákveð inn áætlaðan tíma til einhverrar skemmtunar. Og það er æskilegt næst- um hverjum manni að hafa eitthvert frí stundastarf, sem hann geti gleymt sér við, eitthvað, sem honum er unnt að snúa sér að af ánægju og gleyma allri sinni vinnu. Andleg heilsa. Það, sem liggur að baki því, sem lagt hefur verið til hér að framan, nauðsyn- legt góðri andlegri heilsu, það er byggt á trú, trú á sjálfan sig, á aðra, trú á möguleika hverrar manneskju til að þroskast og vaxa, trú á þá ósk og möguleika, að menn geti leyst vandamál sín í bróðerni, trú á hið góða í mann- eðlinu. Hér á það við, sem stendur í Biblíunni: „Við erum hver um sig ann- ars limir.“ Þau orð geta verið okkur leiðarljós. Þegar þetta er samfara trú á mikil and- leg og siðferðileg verðmæti, munu menn yfirbuga erfiðleika, sem annars gætu unnið bug á þeim sjálfum. Leitaðu ráða hjá sérfræðingi, þarfn- istu hjálpar. Oft verða tilfinningalegir erfiðleikar til vegna vandamála, svo sem fjárhags- örðugleika, vandræ'ða á vinnustað, vandamála í sambandi við börn og for- eldrs, hjúskaparvandamála. En jafnoft verða þeir til vegna staðn- aðra venja og viðhorfa manna sjálfra. Þessi öfl verka hvert á annað fyrir utan menn sem innra með þeim, geta hlaðizt upp, þannig að vítahringur get- ur myndazt, — ef til vill á skömmum tíma. Sé um slíkt að ræða, þarf maður- inn frekari aðstoð en þá að fylgja þeim 11 ráðleggingum, sem hér að framan eru greindar. Hann kann að æskja að- stoðar hjálparþjónustu, sem er sérhæfð til að aðstoða fólk við að finna raun- hæfa lausn á vandamálum þess. Slíka þjónustu er unnit að finna. Sú þjónusta aðstoðar fólk í vandamál- um þess og stuðlar að því að létta á tilfinningalegri byrði. Það er alltaf skynsamlegt að leita slíkrar aðstoðar fyrst. Ef tilfinningalegar truflanir verða á hinn bóginn of erfiðar einhverjum eða þeim, sem umgangast hann, ætti hann að kannast við þær og fást við þær sem hugsýki, sem þarfnast sérhæfðrar með- höndlunar. Ef þú verður var við hjá sjálfum þér eða fjölskyldumeðlimi eða vini merki um alvarlega, langvarandi til- finningalega truflun, er ráðlegast að leita sérfræðilegrar aðstoðar. Leitaðu til heimilislæknis þíns. Hann kann að ráð- leggja þér að leita til sálfræðings eða geðlæknis, — þ.e. læknis, sem hérhæf- ir sig í meðhöndlun hugsýki. Ef til vill er nauðsynlegt, að þú farir á sjúkra- hús eða hressingahæli um tíma. Lokaorð: Leit að sálarfriði eða góðri andlegri heilsu fer alls staðar fram. Samt er það svo, að fáir eru gæddir þeim innri eiginleikum og eiga við að búa þær ytri aðstæður, sem ósjálfrátt tryggja þeim sálarfrið. Menn verða að vinna að því að öðlast hann. Þetta þýð- ir að menn reyni að skilja sjálfan sig og aðra betur og nota þann skilning til þess að meiri ánægju megi hafa af samvistum við aðra. Þetta þýðir, að menn reyni að leysa eigin vandamál, þegar þeir geta það ekki af eigin ramm- leik. Þetta þýðir, að menn leiti uppi rétta félagslega þjónustu og leiti lækn- is til að hjálpa sér við vandamál, sem þeir geta ekki ráðið við sjálfir. Nokkrir leikmannsþankar þýðanda. Grein sú, er hér birtist að framan, er þýðing á bæklingi, sem saminn var af George S. Stevensen, lækni, og gef- inn út af National Association for Men- tal Health, 10 Columbus Circle, New York. Útvarpserindi þau, sem Geðverndar- félag íslands beitti sér fyrir, að flutt væru í Ríkisútvarpinu á sínum tíma og prentuð hafa verið í tímariti geðvernd- arfélagsins, sem nefnist Geðvernd, svo og annað efni, sem ég hef lesið um geðlæg málefni, hafa vakið með mér ótal spurningar í sambandi við hin fjöl- þættu geðlægu málefni, spurningar, sem oft og tíðum eru þó óljósar og þar sem svörin við þeim eru jafnvel hulin enn meira mistri. Mannleg samskipti eru þess eðlis, að oft reynist örðugt að gera sér glögga grein fyrir því, er einhvern vanda ber að höndum eða hvort við nokkurn vanda er yfirleitt að fást. Hvernig menn bregðast við í samskiptum sínum, hlýtur ævinlega að vera háð því, hvern- ig þeir eru úr garði gerðir, sem jafnvel kann að vera breytilegt eft.ir skapi frá degi til dags og ef til vill mismunandi eftir sólargangi og aðstæðum, jafnvel breytilegt eftir því, hvort sér til sólar eða ekki. Auðveldara virðist mér að gefa góð ráð en að fara eftir þeim eða halda þau, vegna þess að enga allsherjar for- múlu er hægt að finna upp, er hæfi öll- um í þessum efnum. Talsvert hefur verið um það í ræðu og riti, að æskilegast sé að koma í veg fyrir, að sjúkdómar nái tökum á mönn- um, og á það jafnt við líkamlega sem geðlæga sjúkdóma. Marga líkamlega sjúkdóma er sem betur fer unnt að koma í veg fyrir með bóluefnum og sennilega heilbrigðu líferni á allan hátt, en því miður er ekki til neitt bólu- efni við geðsjúkdómum. f skólum hefur verið komið á bind- indisfræðslu, sem mér fyndist réttara að nefna fræðslu um nautnalyf. Þar er rætt um skaðsemi áfengis og tóbaks, og er mér minnisstætt, er minn ágæti skóla stjóri í gagnfræðaskóla sat undir einni slíkri ræðu og muldi tótaksklútinn sinn og dustaði vandlega úr honum að ræðu lokinni. Ósköp var mér þá hlýtt til hans. En hefur nokkuð verið aðhafzt um að koma á fræðslu um skaðsemi geð- sjúkdóma og leiðir til þess að koma í veg fyrir þá í skólum landsins? Á ég einkum við þá sjúkdóma, sem ég hygg, að algengastir séu, alls konar tauga- veiklun eða truflanir á tilfinningalífi á mismunandi stigum. Eitthvað hef ég heyrt minnzt á nauðsyn þess, að nem- endur ættu þess kost að leita einhvers skilningsgóðs manns með vandamál sín, ef einhver eru. Einnig hef ég heyrt minnzt á nauðsyn þess að hefja kennslu góðra dyggða í skólum. Ekki skal ég leggjá lítið upp úr hinu síðarnefnda, enda þótt reynsla mín sé sú, að sumar kristilegar dyggðir séu örðugar í fram- kvæmd, að minnsta kosti eru fáir, sem reynist það haldgott að bjóða fram vinstri vangann, ef hinn hægri er sleg- inn: fáir bera virðingu fyrir slíkri auð mýkt, hvort sem um samskipti tveggja einstaklinga er að ræða eða þjóða. Svo langt hefur okkur miðað á vegum góðra dyggða eftir hartnær 2000 ára kristni: náttúran er jafnan söm við sig. Menn skyldu einnig hafa í huga, að fáar sögur væru til ef allir byggju við einhvern algeran sálarfrið. Við ættum þá tæplega til nokkrar af okkar marg- rómuðu fornsögum, sem bragð væri að, eða bara þær kjaftasögur, sem skemmta okkur í fásinninu stundum. Mér hefur oft fundizt, að verðlauna bæri þá, sem sjá okkur fyrir beztu kjaftasögunum ár hvert, þar sem verðlaun tíðkast nú svo mjög á öllum sviðum, og á ég bæði við þá, sem aðhafast eitthvað það, sem kem- ur sögunum af stað, og einnig þá, sem bezt teygja úr lopanum. Ógnun við öryggi, vellíðan, hamingju, sjálfsvirðingu? Væri ef til vill þörf á því að skilgreina þessi hugtök fyrir unglingum og vara þá við því í hverju slík ógnun gæti verið fólgin? Reyna að gera grein fyrir slíkri ógnun frá öllum sjónarhornum? Að reiði geti veitt manni vald? Mér hefur oft fundizt hið gagnstæða eiga sér stað: Að sá, sem áreitir annan á einhvern hátt, leynt eða ljóst, telji sér sæmdarauka að því valdi, sem það veit- ir honum að reita annan til reiði. Er þá ef til vill komið að kapphlaupinu, því að bera hærri hlut, víkja hinum til hliðar? Hve langt getur einn vikið öðr- um til hliðar í samkeppni? Er alltaf hægt að gera sér grein fyrir, að um samkeppni sé að ræða? Ég á hér ekki við próf t.d. í rúmfræði eða keppni í stangarsitökki, slík samkeppni er opin- ská, en kann ekki að vera æði mikið um samkeppni, sem fer ósköp hljóðlega og er ef til vill því hættulegri því hægai, sem hún læðist? Ef foreldrar fræddu unglinga um eðli þeirra ógnana, sem kunna að leynast á næsta leiti, hvar liggja mörkin milli þess að brýna fyr- ir þeim heilbrigða gætilega varúð og ala á tilhæfulausri tortryggni eða jafn- vel læða inn með þem ofsóknarótta? Þyrfti ekki sérhæft fólk til þessarar fræðslu? Ef til vill þrinnast þetta sam- an og blandast mörgum öðrum tilfinn- ingum, sem mynda hinn margslungna kokkteil tilfinningalífsins. Það er kannski nokkuð langt gengið eins og faðirinn í sögunni gerði, sem setti ungan son sinn upp á hillu og sagði honum að stökkva í fang sér, en steig til hliðar, þegar sonurinn stökk, svo að strákur lenti á gólfinu, og mælfi um leið: „Þetta ætti að kenna þér að treysta engum, ekki einu sinni föður þínum.“ Væri rétta leiðin í fræðslu geðlægra mála ef til vill sú að kenna mönnum bókstaflega í skólum frá blautu barns- beini að bera aldrei skarðan hlut frá borði, að bí'ða aldrei lægri hlut, þar sem um greinilega samkeppni er að ræða, þar sem menn sætta sig ekki við að ræðast við um jafntefli, vegna þess að sú hætta kynni að vera fyrir hendi, að byðu menn lægri hlut of oft, kynnu þeir að gefast upp, sem útleggst þann- ig, að sá sem leggur árar í bát, sé ekki heilbrigður á geði, einungis vegna þess að hann hefur verið gersigraður í ref- skák mannlegra samskipta? Það væri ekki amalegt áð geta feng- ið fáeinar sprautur gegn geðlægumfar- sóttum á uppvaxtarárunum, en gæti ekki einhvers konar fræðsla í skólum komið að einhverju haldi í staðinn, þar sem misbrestur vill verða á skynsam- legu uppeldi í foreldrahúsum, og þar sem foreldrar hafa sjálfir oft þegið í arf þau vandamál, sem þeir hafa ef til vill aldrei ráðið fram úr sjálfir, hvað þá heldur börn þeirra? T.d. mætti ef til vill kenna verðandi húsmóður, hvernig hún á að bregðast við, þegar tengdamamma slær hana út af laginu með því að koma siglandi há- tíðlega í heimsókn með fallega gjöf og strýkur fingrunum vandlega eftir hill- um til að ganga úr skugga um, hvort þurrkað hafi verið af? Væri t.d. æski- legt að fræða um tvöfeldni eða tvíræði, hvernig tvöfeldni eða tvíræði lýsa sér, því að ekki eru tvöfeldni eða tvíræði ætíð brosleg, ef maður á sjálfur í hlut og djúpt er tekið í árinni? Þær eru margar spurningarnar, sem leita á. Ég held að réttast væri að slá botninn í þessa mjóslegnu spurningar og enn beinaberari svör, enda þótt ég hefði get- að tilgreint mýmörg dæmi, og fara eftir 11. ráði hans George S. Stevenson. Kannski maður bregði fyrir sig ein- hverju þjóðlegu áhugamáli. Ég hef þar einkum í huga þá, sem hafa við að glíma ýmsan vanda. Þoku, mistur, móðu og él megi gegnum skína bjart og hlýlegt hugarþel heims um götu þína. Valur Gústafsson. Útgefandi: H.f. Árvakur, Heykjavik. Frarr.ikv.stj.: Haratdur Svetnsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj.fltr.: Gisli Sigurðs.son. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: ASalstræti 6. Simi 10100. 3. nóvember 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.