Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 10
Eftir George 5. Stevenson HVERNIG BREGÐAST MÁ VIÐ SÁLRÆNNI SPENNU Spenna er eðlileg og gagnleg. Áhyggjur og spenna eru veigamikill þáttur í lífinu alveg eins og hungur og þorsti. Ef menn gætu ekki orðið áhyggjufullir væru þeir ekki við því búnir að komast hjá eða vinna bug á vandamálum, sem þeim eða fjöískyldu þeirra gæti stafað hætta af. Ef menn hefðu ekki þann eiginleika að bera kvíða í brjósti, mundi þeir ekki geta ráðið við óvænta erfiðleika, sem jafn- vel gætu verið lífshættulegir. Spenna getur verið örvandi og hress- andi, þannig að hún getur veitt okkur þá ánægju, sem við höfum af kapp- leikjum, útilífi eða því að fylgjast með leik á sviði, í kvikmyndahúsi eða sjón- varpL Samt sem áður er hér mismunur á. spenna fyrst og fremst sjálfsvörn manna, þegar þeir þurfa að bregðast við því, að öryggi, vellíðan, hamingju og sjálfs- virðingu þeirra sé ógnað. Sú ógnun gef- ur stafað af veikindum, slysum, ofbeldi, fjárhagsvandræðum, vanda í sambandi við vinnu, vanda vegna fjölskyldunnar. Mönnum hættir ranglega til að álíta slíka hættu og þann kvíða, sem hún hefur í för með sér, sem eitthvað nýtt af nálinni. Enda þótt það sé rétt, að mena búi nú á tímum við mjög mikið álag vegna samkeppni, fjárhagslegs ör- yggisleysis og hættu á heimsstyrjöld, mega þeir ekki gleyma því, að forfeður þeirra stóðu andspænis engu minni hætt- um — hungursneyð, farsóttum og styrj- öldum. Samt sem áður er hér mismunur á. Lífið nú á dögum er miklu fjölþætt- ara. Af nútímamönnum er ýmislegs krafizt, sem stangast á hvað við ann- að. Hinar gömlu ráðleggingar, sem gengu í arf frá föður til sonar, þegar lifnaðarhættir tóku hægari breytingum, eru ekki lengur viðhlítandi við marg- brotin, skipulögð störf og stöðuga breyt ingu. Veröldin breytist svo hratt, að við spurningunni: „Hvað á ég að gera?“ er ekki lengur unnt að finna svarið í gömlum erfðavenjum, jafnvel ekki í við- brögðum manna sjálfra fyrr á ævinni, og svarið þarf oft að finna þegar í stað. Það sem er rétt í dag, getur verið rangt á morgun. Það getur verið, að það. sem viðurkennt er innan heimilis, sé ekki unnt að viðurkenna í skóla eða á vinnustað. Það, sem kann að vera rétt í þeim félagsskap, sem menn að- hyllast, kann að færa þeim spott og andúð í öðrum félagsskap. Nútímamenn standa í sporum ferðamanns, sem skyndi lega er kominn á ókunnan stað og þar sem hann veit ekki, hvernig hann á að hegða sér. Öllum mönnum er ógnað einhvern veginn, þess vegna finna allir til kviða. Samt sem áður kemur það fyrir, að menn finna til kvíða, án þess að um beina ógnur, sé að ræða. Þetta getur komið fyrir, þegar menn hafa átt við mikla erfiðleika að etja eða þreytandi vinnu, þegar þeir eru magnþrota, eiga bágt og geta ekki hugsað nógu skýrt eða haft vald yfir tilfinningum sínum eins og þeir mundu gera, þegar þeir hafa hvílzt og eru hressir. Einnig getur þetta komið fyrir, þegar menn standa andspænis vapda, sem þeir geta ekki unnið bug á og veldur innri baráttu, t.d. þeim vanda að gera upp á milli þess, að réttlætistilfinning þeirra sé særð og löngunarinnar til að láia undan, af því að það sé hættuminna, eða þeim vanda að langa til að gera eitthvað, sem er ljótt, sem samvizka manna bannar þeim aftur á móti. Oft og tíðum geta ástæðurnar fyrir kvíða og spennu verið eitthvað, sem komið hefur fyrir mann og hefur gert það að verkum, að hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir einhverri ógnun, sem hefur lítil áhrif á aðra. T.d. getur ver- ið, að maður, sem átti við mikla fátækt að búa í æsku, verði mjög miður sín, enda þótt aðeins sé minnzt á að minna verði um atvinnu á næstunni en áður, ef til vill að ástæðulausu. Venjulega getur fólk yfirstigið til- finningalega erfiðleika, jafnvel mjög erf iða, — og komizt í jafnvægi aftur. Það er því mikilvægt að gera sér það ljóst, að kvíði og spenna öðru hverju er alveg eðlileg og ættu ekki að þarfnast frek- ari meðhöndlunar, jafnvel þótt það tímabil geti verið óþægilegt og sárs- aukafullt. Samt er það svo, að sumt fólk á við stöðugan vanda að etja, stóran eða smá- an. Þegar um það er að ræða, má búast við rneiru en tímabundnum, tilfinninga- legum vanda. Búast má við því, að menn verði varir við langvarandi og ákafan kvíða og spennu. Þess vegna verða þeir að vera á varðbergi, þegar tilfinninga- legan vanda ber oft að höndum, sem kemur þeim alvarlega úr jafnvægi og leysist ekki. Menn taki sálrænum erfiðleikum með ró, ef tilvikin eru fá, en bregðist við, ef bau verða mörg:. Hvernig á að gera sér ljóst, þegar það gerist að tilvikin verða of mörg? Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem varpa skýrara ljósi á málið. Þótt menn svari mörgum spurningum játandi, þarf það ekki að merkja brýna hættu, en það bendir til þess, að taka þurfi í taumana á gagngeran hátt. Koma vandamál og vonbrigði þér al varlega úr jafnvægi, sem teljast verða minni háttar? Finnst þér erfitt að semja þig að öðru fólki, og finnst öðru fólki erfitt að samlagast þér? Áttu erfitt að gleðjast yfir litlu? Valda sömu vandamál því stöðugum erfiðleikum, sem ekki breytast? Ertu hræddur við fólk eða ýmsar að- stæður, sem ekki ollu þér neinum áhyggj um áður? Tortryggirðu fólk, eða vini þína? Finnst þér sem þú sért fastur í gildru? Ertu sjálfum þér ónógur, þjáistu af efasemdum um sjálfan þig? Þótt þú svarir flestum þessum spurn- ingum játandi er ýmislegt hægt að gera, ýmislegt einfalt, gagnlegt og uppbyggj- andi, sem þú getur sjálfur gert. Mest er um vert að gera eitthvað jákvætt. Það að hefjast handa um að framkvæma eitthvað er auðvitað ósjálf- ráð viðbrögð náttúrunnar gagnvart sér- hverri ógriun. Frumstæð viðbrögð, eins og fiótti eða árás, geta tæplega orðið mönnum að liði nú á tímum. Viðbrögð, sem ekki beinast í neina ákveðna áitt, eins og það að ganga fram og aftur um gólf, eru aðeins gagnleg á óbeinan hátt — leysa sálræn öfl úr læðingi og stuðla að því, að sá, sem hefur áhyggj- ur, geti öðlazt það jafnvægi, að hann geti ákveðið eitthvað mikilvægara. Mikl u gagnlegra er að gera eitthvað, sem stuðlar að því að leysa vandamál- in. 11 atriði, sem geta orðið þér að liði. Hér á eftir eru nokkur atriði, sem geta orðið þér að liði. En um leið og þú lest þau, skaltu hafa það í huga,að þú munt ekki ná takmarki þínu með neinu hálfkáki, né muntu ná því á ein- um degi. Til að ná því þarfnastu ein- beitni, þrautseigju og tíma. Samt muntu uppskera ávöxt þess, sem þú leggur á þig, hvort sem þú átt við örðugleika að etja öðru hverju, eins og er um flesta, eða erfiðleika, sem eru varasamir og langvarandi. 1. Segðu allt af létta. Ef þú hefur áhyggjur af einhverju, segðu þá allt af létta. Byrgðu það ekki inni. Trúðu einhverjum skynsömum manni, sem þú getur treyst, fyrir áhyggjum þínum, eiginmanni, eiginkonu, góðum vini, presti þínum, heimilislækni, kennara eða félagsráðunaut, Það að segja eins og er stuðlar að því að létta á þér, sjá áhyggjur þínar í skýrara ljósi og gerir þér Ijóst, hvað þú getur aðhafzt í málinu. 2. Komdu þér í burtu um tíma. /Stundum, þegar eitthvað fer aflaga, getur það orðið að liði að komast í burtu um sinn. Gott er að gleyma sjálf- um sér við að horfa á kvikmynd eða lésa í bók eða fara í stutta ferð til að breyta til. Að standa alltaf í sömu sporum er sjálfshegning og stuðlar ekki að því að leysa vandann. Það er alveg raunsætt og hollt að komast í brott frá hegningunni þann tíma, sem til þarf til að ná aftur jafnvægi. En vertu viðbú- inn að koma aftur og fást við vandann, þegar þú hefur náð jafnvægi og þegar þú og aðrir eru betur færir til að fást við hann. 3. Aðhafstu eittlivað til að vinna bug á reiði þinni. Ef þú stendur sjálfan þig að því að reiðast oft, reyndu þá að muna, að enda þótt reiði geti veitt þér útrás á tímabili eða jafnvel vald, mun reiðin venjulega gera það að verkum, að þér finnst þú vera kjánalegur, og þú munt iðrast hennar. Ef þig langar til að ráðast á einhvern, sem hefur áreitt þig, reyndu þá að halda aftur af þér um tíma. Láttu það bíða þangað til daginn eftir. Á með- an skaltu gera eitthvað nytsamlegt við það afl, sem hleðst upp innra með þér. Steyptu þér í eitthvert líkamlegt erfiði, t.d. að laga til í garðinum, hreinsa til í bílskúrnum eða eitthvað annað sem þú getur aðhafst sjálfur. Eða farðu í langa gönguför. Ef þú aðhefst eitthvað, sem gerir það að verkum, að þér rennur reiðin á einum eða tveimur dögum, þá muntu verða færari að fást við vanda þinn. Láttu undan öðru hverju. Komist þú að raun um, að þú lendir iðulega í deilum við fólk, og finnur, að þú ert þrár og þrjózkur, hafðu þá í huga, að þannig haga börn sér, þegar þeim finnst þau vera svikin og rugluð í rím- inu. Stattu fast á því, sem þú álítur rétt, en gerðu það rólega, og gefðu gaum að því, að hugsanlegt er, að þú hafir rangt fyrir þér. Og jafnvel þótt þú hafir rétt fyrir þér, er það auð- veldara sjálfs þín vegna að láta undan öðru hverju. Ef þú lætur undan muntu venjulega komast að raun um, að aðrir gera það einnig. Og leysir þú þennan vanda þannig, mun árangurinn verða sá, að álagið léttist, þú munt hafa fundið nytsamlega lausn, sem færir þér ánægju og þroska. 5. Gerðu eitthvað fyrir aðra. Kom- istu að raun um, að þú hefur áhyggjur sjálfs þín vegna reyndu þá a'ð gera eitt- hvað fyrir aðra. Þú munt komast að raun um, að þetta léttir á þínum eigin áhyggjum, og — það, sem er jafnvel enn betra — mun það veita þér þá til- finmngu, að þú hafir vel gert. 6. Taktu eitt fyrir í einu. Fólki, sem á við andlegt álag að stríða, finnst stundum, að vinnuálagið sé óbærilegt. Það, sem fyrir liggur að gera, virðist ven svo mikið, að það verður sársauka- fullt að fást við nokkurn hluta þess, — jafnvel það, sem mest ríður á að gera. Mundu, þegar það kemur fyrir, að þetta er tímabundið, og þú munt geta leyst þennan vanda. Öruggasta leiðin til að gera það er að taka fyrir nokk- uð af því nauðsynlegasta, sem gera þarf, og taka fyrir einn hlut í einu, en vikja öðru til hliðar um skeið. Þegar því nauðsynlegasta er lokið, muntu komast að raun um, að það, sem eftir er, er ekki svo ægilegt, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Þú munt komast í vinnu- skap og eiga auðveldara með að fást við þau verkefni, sem eftir eru. Komist þú að raun um, að þú getir ekki vikið neinu til hliðar um stundarsakir og feng izt við verkefnin á þann skynsamlega hátt, hugsaðu þig þá um: Ertu viss um, 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.