Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 12
BÍLAR NÝR PEUGEOT Flestar evrópsku bíIaverksmiSjurnar hafa ekki bolmagn til árlegra breytinga á framleiðslu sinni og kæra sig ekki einu sinni um það, þótt þær gætu. Peu- geot er ein elzta bilaverksmiðja heims- ins og þar er ekki rasað um ráð fram, þegar nýjar gerðir eru á döfinni. Breyt- ingar eru gerðar hvenær ársins, sem þörf er talin á, en ekki endilega við árgerðaskipti. Hver nýr lilutur í Peu- geot, að ekki sé talað um nýja gerð, er búinn að vera lengi í prófun, enda er árangurinn eftir því. Hér á íslandi hafa menn þá sögu að segja af Peugeot, að hann bili ótrúlega sjaldan. En auk þess er Peugeot framúrskarandi þægi- Iegur á ferðalögum og getur mikið, þeg- ar mikils er krafizt. Má benda á I því sambandi, að Peugeot hefur nokkur ár í röð unnið Austur-Afríku kappakstur- inn, sem talinn er til hinna erfiðustu slíkra þolrauna. í mörg ár hafa Peugeot-verksmiðjurn ar unnið að nýrri gerð, sem á þessu hausti verður fáanleg. Þessi nýja gerð heitir Peugeot 504 og er í senn stærri bíll, iburðarmeiri og dýrari en Peugeot 404, sem mest hefur verið seldur hér. Hinir ítölsku formsmiðir hjá Pininfar- ina hafa ráðið útlitinu að mestu, og það getur naumast talizt mjög nýstár- legt. En það er smekklegt og gert til að standa sig í mörg ár án breytinga. Líkt og hjá ýmsum öðrum Evrópufram- leiðendum hefur rúðuflöturinn verið hafður hár til að tryggja gott útsýni Vélinni er hallað um 45 gráður til þess að geta lækkað vélarhlífina og þynnt bílinn að framan. Peugeot 504 er 4.49 m á lengd og 1,69 m á breidd. Afturhjólin eru mjög aftarlega eins og á fleiri frönskum bíl- um og verður þeim mun betra rými innan í bílnum. Vélin er 4 strokka, 90 hestöfl, en viðbragð 0—100 km er 14,5 sek. Með beinni innspýtingu, sem líka er fáanleg, er viðbragðið 12,0 sek. og hámarkshraði um 160 km á klst. Bremsur eru framúrskarandi, diskar á öllu hjólum og loftkútur til að létta ástigið. Fjöðrun er sjálfstæð á öllum hjólum og öryggisútbúnaður góður. M. a. er húsið sérstaklega styrkt og mikil hólstrun á mælaborði og jafnvel á stýri. Sætin er hægt að leggja niður að fram an og stilla að vild. Radlíaldckk frá Michelin eru „standard" og fjöðrunin öll ámóta og á Peugeot 404. Mælaborð er mjög áþekkt og í 404, þrír kringlótt- ir mælar beint fram af stýri. Því mið- ur kostar öll þessi dýrð um 400 þúsund eða liðlega það. SVIPMYND Framh. af bls. 7 ið lýstu samninginn ómerkam. Niarchos, foringinn yfir öðrum stærsta olíuskipa- flotanum í einkaeign, lýsti yfir því, að hann (samningurinn) væri stjórnmála- legur glæpur og efnahagslegt afskræmi". Hermt er að Aramco og fleiri félög hafi lagt hart að Saud konungi að endur- skoða afstöðu sína. Ýmsum staðhæf- ingum um viðskiptin var komið í heims- blöðin af samsteypu Onassis-andstæð- inga. Þeir sögðu að aðaltengiliður hans við Saudi-Araba hefði verið Hjalmar Schacht, fjármálaráðherra Hitlers. ’Þeir sögðu frá feikilegum mútum, sem lagðar hefðu verið inn í svissneska banka handa vinveittum embættismönn- um í Saudi-Arabíu. Onassis og Saud konungur riftuðu að lokum samningn- um. Onassis telur, að það hafi verið ,,stærsta glappaskot sem ég hef nokkru sinni gert“, þar eð olíufélögin héldu áfram að hundsa flutningaskip hans í tvö á1- eftir að hætt var við kaupin. Um svipað leyti gerðist það að Perú, Chile og Eqaudor afréðu upp á eigin spýtur að færa landhelgina út í 200 mílur frá ströndum sínum. Onassis átti 20 skipa hvalvefðiflota á þessu svæði. sem kostaði hann 60.000 dollara á dag í rekstri. Hann gaf skipstjórum sínum fyrirmæli um að halda áfram að veiða hvali. Sjóher Perú gerði árás á flagg- skip hans „Olympic Challenger“ og sigraði í einni af örfáum sjóorrustum síns tíma. Tvö herskipanna voru kana- disk beitiskip, sem Onassis hafði selt Perú nokkrum árum áður. Hvalveiði- skipin voru tryggð hjá Lloyd's of Lond- on gegn stöðvun, og hver dagur sem þau lágu inni kostaði Lloyd's 33.000 dollara. Onassis endurheimti skip sín með aðstoð brezka utanríkisráðuneyt- isins, sem sendi opinber mótmæli. En nú var hann farinn að þreytast á bar- dögum við sjávarútvegsþjóðir útaf hval- spiki og ömbru og árið 1956 seldi hann Japönum flota sinn fyrir átta og hálfa milljón dollara. Onassis fæddist í Smyrna, tyrkneskri borg við Eyjahaf í stórri, grískri ný- lendu, sem féll Grikkjum 1 hlut í upp- gjörinu eftir fyrri heimstyrjöldina en þjóðernissveitir Kemals Atatyrks náðu aftur árið 1922. Griskir karlmenn milli sextán ára og fertugs voru reknir í fangabúðir og segir Aristoteles að 16 ára hafi hann horft á marga úr fjöl- skyldu sinni drepna. Ari gerðist vika- drengur tyrkneska hershöfðingjans, sem lagt hafi undir sig heimili Onassis-fjöl- skyldunnar, og varð sér úti um vega- bréf, sem heimilaði honum að fara frjáls ferða sinna inn og út úr fanga- búðurum. Honum tókst að hjálpa mörg- um grískum föngum og gat að lokum komið fjölskyldu sinni heim til Grikk- lands. Árið 1923 fór Ari á flutningaskipi burt frá Grikklandi til að freista gæf- unnar í Argentínu: hann kom til Buen- os Aires með 60 dollara í vasanum. Tveim árum síðar fékk hann argen- tínskan ríkisborgararétt og heldur hon- um enn (hann hefur einnig grískt vega- bréf). Fyrsta starf hans var nætur- vinna í stjórnklefa hjá United River Plate símafélaginu, sem Bretar eiga. Deginum eyddi hann svo í samræmi við eigin heimspeki „Vera eirðarlaus, fá hugmyndir, hrinda þeim í framkvæmd strax.“ Tyrkneskt og búlgarskt tóbak var svo að segja óþekkt í Argentínu. Ari tók að flytja það inn og hækkaði hlut þess í tóbaksmarkaðnum úr 5 upp í 30 af hundraði. Hann græddi 100.000 dollara innan við tvítugt og var gerð- ur að grískum konsúl í Buenos Aires 24 ára gamall. Það var í konsúlstarfinu, sem On- assis fékk fyrst áhuga á skipum. Þris- var til fjórum sinnum í viku var hann við höfnina til að taka á móti grískum skipum og hjálpa skipstjórunum með vandamál þeirra. Arið 1930, þegar hann hafði grætt fyrstu milljónina, hélt hann til London sem þá var Mekka skipaút- gerðarinnar, og varð þess vísari, að skip um allan heim lægju bundin í höfn vegna kreppunnar. „Það var hægt að kaupa skip fyrir sömu upphæð og Rolls-Royce bifreið," segir hann. Þetta reikningsdæmi var ómótstæðilegt, og hann keypti 6 flutningaskip af Cana- dian National Railway á 20.000 dollara stykkið. Þau höfðu verið byggð kring- um 1920 og kostað 2 milljónir dollara stykkið hvert. Hugmyndir Onassis voru mjög ein- faldar, en þær brutu sér leið gegnum hleypidóma hinna ráðsettari skipaeig enda og gerbreyttu útgerðarfyrirkomu- laginu Áður en Onassis kom til sög- unnar voru grísk útgerðarfélög vand- lega rekin fjölskyldufyrirtæki. Eigend urnir voru varfærnir, ráðdeildarsamir menn, sem forðuðust opinbert umtal og veðsetningar. Þeir voru ánægðir með lít 11 skip, sanngjarnan ábata og hefð- bundnar fjáröflunaraðferðir. Þeir sneiddu hjá olíuflutningaskipum og töldu þau of áhættusöm (vegna sí- felldra stökkbreytinga á flutningsgjöld- um) og byggðu sjaldan skip sín sjálfir. Vöxtur eða samdráttur í viðskiptum fór eftir ástandinu í heiminum, því að skipaútgerð dafnar í alls kyns óáran, hvort heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Styrjöld brýst út, hung- ursneyð, verkföll, byltingar eiga sér stað, borg eyðileggst í jarðskjálfta og stóru vöruflutninga- og olíuskipin skunaa til hjálpar eftir öllum siglinga- leiðum með korn, járngrýti og olíu. Þegar Onassis keypti kanadisku flutningaskipin sín árið 1930, gat hann ómögulega séð fyrir, að tímabilið frá 1936 til 1956 yrði blómaskeið fyrir skipaútgerðina vegna styrjaldarinnar í Ethíópíu, borgarastyrjaldarinnar á Spáni, síðari heimstyrjaldarinnar, Mar- shall-áætlunarinnar, Kóreustríðsins, styrj aldarinnar í Indó-Kína, Súez-deilunnar og ýmissa annarra hrakfalla. Þetta voru ár himinhárra flutningsgjalda og höfuðstólar skiluðu tvöföldum arði. Onassis ýtti undir heppni sína með nokkrum hugmyndum, sem létu lítið yfir sér. „Það þarf engan snilling til að skilja, að því stærri sem farkosturinn er, þeim mun lægri verðurflutningskostn aðurinn", segir hann. Fyrir stríðið tíðk- aðist ekki að byggja stærri olíuskip en 12 þúsund lestir og Onassis var álit- inn hættulegur draumóramaður að vilja byggja 20 þúsund lesta olíuskip. Þrátt fyrir vantrú olíufélaganna hélt Onassis áfram að byggja stærri olíu- skip. Eftir stríðið samdi hann um smíði fimm 28.500 lesta skipa hjá Betlehem stálskipasmiðjunni, en átti í erfiðleikum með að standa undir kostnaðinum —• 35 milljónum dollara. „Betlehem vildi ekki lána“, segir Onassis. „Né heldur Wall Street, sem brenndi sig á far- mannaverkfallinu árið 1920“. Onassis hafði tryggt sér langan leigusamnig við olíufélögin fyrir hin óbyggðu skip, og honum var sagt að ef hann gæti komið fram með eitthvert fyrirkomulag sem verndað gæti bank- ana fyrir veðrabrigðum útgerðarinnar, kæmi til greina að þeir leggðu honum til fé. Honum tókst að fá skriflega skuldbindingu olíufélaganna fyrir mán- aðarlegum afborgunum á meðan leigu- samningurinn væri í gildi án tillits til óhappa er henda kynnu eiganda eða skip. Á grundvelli þessara skuldbind- inga fékk Onassis 35 milljón dollara lán. Aðrir skipaeigendur ruku upp til handa og fóta að fylgja dæmi hans, svo að árið 1949 var Wall Street, sem hald- ið hafði fjárhirzlum sínum læstum fyr- ir útgerðinni í 29 ár, búið að leggja nærfellt 2 billjónir dala í hana. „Það var ofur einfalt eftir að leiðin var íundin“, segir Onassis. „Bankarnir gátu sagt: „Kannski eru áhafnirnar ómögulegar hjá Onassis, kannski eru vélarnar ónýtar hjá honum“. En þeir treystu olíufélögunum. Þetta er grund- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.