Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 6
 Aristóteles Sokrates Onassis á heil- an kaupskipaflota, flugfélag og fræg- ustu skemmtisnekkju í heimi. Hann er 165 sm á hæð, svarar sjálfur í símann og telur, að guðir og stjórnvöld vilji koma sér á kné — nema hann knésetji þau íyrsl. Aristoteles Onassis á sér eftirlætis- draum, þar sem hann er undirforingi á einu flutningaskipa sinna, á siglingu eftir suðlægum breiddargráðum. Hann stendur við stjórnvölinn um stjörnu- bjarta nótt, horfir upp til suðurkross- ins með hugann við jafnan dyn vélanna meðan skipið klýfur öldurnar mjúklega, og hugleiðir hinn óbrotna virðuleik sjó- mannslífsins — stritsamt, heiðarlegt og heilbrigt líf hins óþekkta sjómanns. „Þannig hefði ég orðið hamingjusam- ur,“ andvarpar Onassis og bölvarþeirri staðreynd sem kollvarpar draumnum, staðreynd sem nemur um það bil 300 milljónum dollara. „Það versta, sem hent getur nokkurn mann“, segir hann, „er að verða frægur. Það er eins og ef lög- in byðu manni að ganga allsnakinn á almarmafæri — það skiptir engu hversu vel vaxinn maður væri, maður yrði alls staðar til athlægis". Onassis er hluíi af nútíma goðsögn, einskonar grískur Horatio Alger — nærsýn, ómenntuð neðanjarðarvera, sem kom tómhent og allslaus úr kafinu í fátækrahverfum Smyrna og byggði upp Stærri kaupskipaflota en margar þjóðir geta státað af, keypti spilahöllina í Monte Carlo og á eitt af fáum flug- félögum í heiminum, sem ekki nýtur r ekstr arsty rk j a, Olympic Airways í Grikklandi. Á þessum tímum skipulegra viðskiptaaðferða og sambandsmanna stendur hann uppi sem einn af síðustu „kóngunum“. Hann leggur aðvífandi fréttamönnum vara við því að eyða tíma sínum, sem kosti 200.000 dollara á dag. Á skipum sínum og í skrifstofunum, sem hann kemur sjaldan í, hefur hann um 3000 manns í vinnu. Onassis hefur ekki einu sinni einka- ritara og hann heldur engar spjald- skrár í hinum mörgu dvalarstöðum sín- um, en treystir á minni sitt og dóm- greind við stjórn á hinu gífurlega og margslungna flotaveldi sinu. „Þetta er eitt af síðustu sjálfseignarfyrirtækjun- um“, segir einn af framkvæmdastjórum hans. „Hjá okkur þekkist ekki að hver vísi a annan, né heldur er hugsað í félagi. Þegar mig vantar úrskurð sný ég mér tii Ari og ég fæ minn úrskurð". Eina upplýsingaratriðið, sem Ari virð ist ekki hafa á takteinum eru saman- lögð auðæfi hans sjálfs, sem áætluð eru einhversstaðar á milli 200 og 400 milljóna Bandaríkjadala. Á meðal fasteigna hans má teljavillu í Monte Carlo, þakhæð í París með við- arþiijum frá átjándu öld og húsgögnum írá tíð Loðvíks fimmtánda, búgarð í Montevideo í Uruguay, hús í glæsilegu íbúðarhverfi í Aþenu, skemmtisnekkj- una hans, 1600 tonna kanadiskt beiti- skip, sem breytt var í lúxusbústað og skírt „Christina“, 600 ekrur eylands í Jóniska hafinu, sem nefnist Scorpios, þar sem hann er nú að byggja eftirlík- ingu af krítversku höllinni í Knossos. Sérh\ er þessara bækistöðva er vel mönn uð, búin dýrum húsgögnum og birgð af fatnaði og öðrum útbúnaði svo On- assis þarf sjaldan að láta niður í ferða- tösku. ÞeLr sem notið hafa gestrisni Onassis fullyrða að hann sé afar aðlaðandi mað- ur sem hafi þann eiginleika er svo fá- gætur sé hjá vellauðugum mönnum, að geta gefið sig heilshugar að öðrum. „Þeg ar Ari talar við þig, þá lætur hann þér finnast þú vera það eina sem máli skiptir“, er haft eftir mjög fagurri — og hrifinni — konu. „Hann venst svo vel að manni fer að finnast hann nærri því myndarlegur“. Keppinautar hans eru samt ekki sömu skoðunar og segir einn þeirra að Onassis minni sig á loðna könguló. Onassis er nú 62ja ára og þykkt, slétt hár hans er silfurgrátt, þungir gráir pokar eru undir augunum og nef- ið skagar fram eins og bugspjót á skipi. Hann er um 165 sentímetrar á hæð og gengur fattur eins og skipstjóri á velt- andi fleyi. Hann hefur dálæti á rjóma- gulum-, ísaumuðum silkiskyrtum og tví- hnepptum tveed-fötum, sem undirstrika kassalegt útlit hans. Hann leitar félagsskapar við frægt fólk með þeirri einbeittni sem vart fær samrýmzt yfirlýstri þrá hans eftir að vera óþekktur og opinbert umtal virðist vera nauðsynlegur liður í áformum hans. Til eru auðugri menn sem aldrei hafa faðmað Elizabeth Taylor á Lido í París, aldrei ferðast um grísku eyjarnar með Jackie Kennedy, aldrei fagnað Gretu Garbo með lúðrablæstri í Monte Carlo, aldrei mölvað leirinn í aþenskri krá ásamt Melinu Mercouri, aldrei borgað hljómsveitarstjóra mörg hundruð doll- ara fyrir að halda áfram að leika tangó til að þjóna duttlungum Maríu Callas. (Ungfrú Callas sem hefur verið stöðug- astur kvenlegur förunautur hans síð- ustu níu árin, á íbúð í sömu byggingu og Onassis í París og er sagt að hún sé eina manneskjan sem haft geti nokk- ur áhrif á hann.) Þegar Onassis er á höttunum eftir frægu fólki, beitir hann eingöngu fyrir stórlaxana. Beitan er snekkjan Christ- ina, meistaraverk ofhlæðis í skreyting- arlist, fljótandi farkostur í gerfi fransks skrauthýsis frá átjándu öld. Þar eru feiknamiklir, viðarþiljaðir gestaklefar, baðherbergi úr Sienna-marma-ra með gullkrana eins og höfrunga í laginu, lapis lazuli arnar, mosaik dansgólf sem hægt er að lækka og gera úr sundlaug, 40 manna áhöfn, franskur matsveinn, fyrsta flokks vínkjallari, rakaþéttur vindlakassi fullur af tuttugu senti- metra Churchill vindlum. (Ari kann að meta gróft grín: Hann segir gestum sín- um við barinn að þeir sitji á hvala- eistum, en skinn af þeim hefur verið notað til að klæða barstólana.) Haustið 1963 var Jackie Kennedy á skemmtiferðalagi í Grikklandi ásamt systur sinni Lee Radziwill. Þær dvöldu þar í húsi skipakóngsins Markos Nomi- kos við ströndina nærri Aþenu. Dag nokkurn sigldi snekkjan Christina fram hjá og Onassis lokkaði Jackie og vin- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.