Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 4
Smásaga eftir Alexander Kliment NÍIINDI VASAKLÚTURINN SÍÐARI HLUTI Enn hafði aldrei hent, að hann kæmi of seint til vinnu fyrir eiginn slóðaskap. Hann hraðaði sér. í forstofunni varð hann síðastur allra í fjölskyldunni til að auðkenna sig með vasaklútnum sín- um. Síðan þaut hann út. Til allrar ham- ingju var fátt fólk í strætisvagninum og konan sem seldi fargjaldið, féll aft- ur í mók, en samt fór hann afar gæti- lega með rósrauða khitinn. Laumulega braut hann hann saman, til þess að hann kæmist í umslagið, sem hann tók úr innsta hólfi peningaveskisins. f hólf- inu voru nú tveir rósrauðir híalíns- klútar. Þetta olli honum heilabrota, en þó ekki meira en svo, að hann var hættur að velta vöngum yfir þessu, þegar kom að stöðinni, þar sem hann skipti um vagn. Vissulega voru til tvíburar í þess- um heimi, meira að segja tvífarar, og fyrir kemur einnig að fólk finnur lykil, sem gengur nákvæmlega að þess eigin skrá. Jafnvel sérsmíðaðir íyklar eiga ekki óendanlega fjölbreytni. í vikunni voru fundir, undirbúningur fyrir vís- indalega ráðstefnu, ferðalag á vegum starfsins og eitt barnið varð veikt. Rós- rauðu vasaklútarnir gleymdust í litla ums’laginu, sem hann hafði límt aftur fyrir einhverja duttlunga þennan dag í vagninum. Næsta miðvikudag komst hann ekki til að raða hreina þvottinum í skápinn fyrr en langt var liðið á kvöld, hinum megin við þilið grét barnið í sótthita og þegar hann sá á hornið á þriðja rósrauða vasaklútnum innan í harð- strokinni diskaþurrku, dró hann hann fram Mkt og þyrni úr blómstöngli. Ótti við framandi orsakasamhengi og óræð lífssvið hélt honum andartak í greip sinni. En hann jafnaði sig og taldi sér trú um, að áhyggjur vegna barnsins væru undirrót óttans, og hann afréð að fara tafarlaust inn til þess og hugga það með þessum rósrauða klút. Klút- urinn sveif í höndum hans í hei'ta loft- inu í barnaherberginu, og barnið hafði ekki fyrr fest auga á Klútnum en það tók að titra. Hann flýtti sér að vöðla klútnum saman og troða honum í vasa sinn. Hann tók barnið í fang sér og þegar hann fann vanga þess strjúkast við sinn, fann hann sem jafnan fyrr ó- heyrilegan vanmátt sinn gagnvart sjúku barni. Áður en langt um leið, kom kona hans heim af fyrirlestrinum og friðaði barnið. Það sem eftir var kvölds fékk hann ekkert tækifæri til einveru, og þegar hann loks fór að búa sig undir hátt- inn, fæsti hann að sér í baðherberginu, enda þótt slíkt væri ekki vani þeirra. Hann virti vasaklútinn fyrir sér. Hann var svo þreyttur, að hann treysti sér ekki til að hugsa. Svo sleppti hann klútnum. Hann horfði á eftir honum svífa niður á gólfflísarnar og flögra þar nokkra stund sem í dansi. Svona fisléttur var þessi vasaklútur. Og hann vissi samstundis, að héðan af mundi hann óhjákvæmilega sækja á huga sinn. Hann burstaði tennurnar. Hvít froðan rann út úr munnvikunum. Hann leit í spegil. Froðufellandi, óður vitfirringur, hver var þetta sem horfðist í augu við hann? Hann skolaði munninn. Vertu ekki hræddur. Það er fyrir löngu búið að kyrkja Desdemónu! En hann gat ekki sofnað. Frá þessum duíarfulla vasaklút, sem lá í vasa náttjakkans, lagði hita um hann allan, og án afláts brýndi hann sjálfan sig: „Það er sann- artega kominn tími til að þú farir að nota heilann í stað tilfinninga". Hann kom öllum þrem vasaklútunum fyrir í eldtraustri glerskál á skrifborð- inu á rannsóknarstofunni. Honum fannst ekki viðeigandi að geyma þá heima. Hvaða skýringu átti hann að gefa konu sinni, ef hún kæmi auga á þá? Á þeim fáu, raunar örfáu stundum, sem hann leyfði sér að hugsa um fá- nýta hluti, snerist hugsun hans um ljósrautt og froðukennt innihald gler- skálarinnar. í byrjun vikunnar næstu fann hann, að óvenjuleg þróun átti sér stað í líkamsstarfsemi hans, einhver gagnger umskipti. Fyrst hélt hann, að hann væri að fá inflúensu, en inflú- ensu fyígir ekki eftirvæntingarfull, næstum upphafin gleði, sem hann gat ekki einu sinni leynt fyrir samstarfs- fólki sinu. Hann hlakkaði til. Þetta var ný og framandi reynsla. Líf hans bjó yfir tilhlökkunarefni — fjórða vasa- klútnum. Hanií þóttist öruggur um, að hann fyndi hann næsta miðvikudag. Vissulega taldi hann sig glaðlyndan að jafnaði, en sakir þess hve smávægi- legt þetta ti'lhlökkunarefni var, gat hann ekki annað en líkt sjátfum sér við mann, sem verður ástfanginn á gamals- aldri. Að vissu leyti fyrirvarð hann sig fyrir að þrá jafnfánýtan hlut svo 'hoitt. Hann þorði vart að viðurkenna þessa tilhlökkun fyrir sjálfum sér, en í leynd- um hugans vissi hann samt, að hann hlakkaði til. Hann átti til að reka upp hlátur meðan hann beið eftir strætis- vagni eða ók upp í lyftunni. Á vinnu- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.