Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Page 14
A erlendum bókamarkaöi A Sentimental Journey through France and Italy by Mr. Yorick to whidh are add- ed the Journal to Eliza and a Political Romance. Laurence Sterne. Edited with Introductions by Ian Jack. Oxford Uni- versity Press. Oxford Englist Novels. 1968 20 —. Sterne birtist líkt og ein kómeta á bók- menntahimni Englendinga þegar Tristram Shandy tók að koma út 1759, Sterne var þá 47 ára gamall og hafði til þess tíma rækt kall sitt sem sveitaprestur, lítt kunn- ur utan sóknar. Hvert heftið rak annað af Tristram og síðan koma Sermons of Mr. Yorick og þessi bók, 1768. í Tristram Shandy hæðir Sterne fyrir- brigðið skáldsögu, eins og hún skyldi vera um miðja 18. öld og í Sentimental Jour- ney hæðir hann hinar venjubundnu ferða- sögur þeirra tíma, en ferðasögur voru mjög vinsælar á þessum tímum á Englandi. Eng- lendingar ferðuðust óspart til meginlands- ins og ferðabókafaraldurinn fór í taugarn- ar á Sterne svo að hann skrifaði þessa and-ferðasögu, sem er fremur hálfgerð skáldsaga en ferðalýsing. Hér er einnig útgefin „Journal to Eliza“ og satíran „Poli tical Romance". Sterne var mikill fram- úrstefnuhöfundur á 18. öld og áhrifa hans gætir hjá Joyce og fleirum. Útgáfan er mjög vönduð og fylgja bókfræðilegar at- huganir og góðir inngangar. Dichtung und Glaube. Probleme und Ge- stalten der deutschen Gegenwartsliteratur. Wilhelm Grenzmann. Athenáum Verlag 1967. DM. 14.80 Höfundurinn er prófessor í nýrri þýzk- um bókmenntum við háskólann í Bonn. Hann hefur sett saman rit um nýrri bók- menntir og meðal þeirra er þessi bók. í henni segir hann sögu nútíma bókmennta á Þýzkalandi með rannsókn sinni á við- fangsefnum helztu höfunda, sem ritað hafa á þýzku, meðal þeirra eru, Thomafe Mann, Gottfried Benn, Hermann Kasack, Her- mann Hesse Franz Kafka, Hans Carossa, Stefan Anders, Franz Werfel. Höfundur ritar einkar fróðlegan og greinagóðan inn- gang að bók sinni, þar sem hann rekur þróun og myndbreytingar þýzkra bók- mennta það sem af er þessari öld. Bók þessi er talin með merkari bókmenntasögu verkum og hefur verið gefin út sex sinnum frá 1964. Þýzkar bókmenntir spegla nútím- ann, and9tæður og neind mennskrar til- veru hefur óvíða birzt jafn skarpt og í þýzku samfélagi, að því er menn bezt vita enn sem komið er. Fear No More. Hester W. Chapman. Jon- athan Cape. 1968 30 — . Hester W. Chapman spinnur hér upp sögu Ludvíks sonar Lúðvíks 16. Höfundur rekur atburði frönsku byltingarinnar með augum þessa óhamingjusama ríkiserfingja, sem veslaðist upp í höndunum á „hinni nýju stétt“ borgarastéttinni, sem tekur völdin í byltinguni. Margir koma hér við sögu, fjölskylda drengsins, framsæknir og dyggðugir framámenn byltingarinnar og þjónustuflók. Bókin er liðlega skrifuð, en reyfarakyns. Knaurs Sittengeschchte der Welt. Paul Fri- sohauer. Droemer Ztirich 1968. Höfundurinn er Austurríkismaður og rithöfundur, bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og í þessu riti tekur hann til meðferðar siði og venjur í sam- skiptum karls og konu. Bókin ber undir- titilinn „Vom Paradies bis Pompeiji" og fjallar höfundur um efnið fram á daga Rómverja. Höfundur Skrifar liðlega og hef- ur tekizt að safna heimildum frá flestum þjóðum, sem hafa skilið eftir heimildir um þessi efni bæði í myndum og máli. Hann hefur raðað þessu niður og umskrifar text- ana eða lætur þá halda sér, þegar þeir falla í nútíma smekk um læsilegan stíls- máta. Mikill fjöldi mynda er í bókinni og prentun og pappír með miklum glæsibrag. What Freud Really Said. David Stafford- Clark. Penguin Books 1967. 5 — . Freud and Christianity. R.S. Lee. Penguin Books. 1967. 4. 6. í fyrri bókinni má finna úrdrátt þess, sem höfundur telur hafa verið inntakið í kenningum Freuds, tjáð með hans eigin orðum. Þetta er þörf bók, því að margur telur sig vita helztu kenningar þessa sál- fræðings, án þess að hafa lesið orð eftir hann sjálfan. Höfundi hefur tekizt að drepa á margt það, sem Freud taldi mikilvægt í sálfræði. Draumar, undirvitund, kynlíf, geð- röskun, sálgreining listir bókmenntir og tilgangur mannlegs lífs er tekið til meðferð ar í kverinu. Tilvitnanir höfundar eru í heildarútgáfuna á ensku sem Hogarth Press og Institut of Psychoanalysis gefur út. Höfundur síðara kversins er Ástraliu- maður og prestur. Hann ræðir hvort kenn- ingar Freuds geti samrýmst kenningum kirkjunnar. Höfundur er gjörkunnugur kenningum Freuds og telur að þær séu enganveginn andstæðar kristinni trú, held- ur geti þær staðfest margt í kristinni trú- fræði og ættu að geta orðið tengill trúar- legrar heimsmyndar og vísindalegrar. Bók in kom í fyrstu út 1948. og er nú endur- prentuð af Penguin útgáfunni. Near the Ocean. Robett Lowell. Faber and Faber 1967. 18 — . í þessari bók eru nokkur kvæði sprott- in upp úr umhverfi höfundar og svo önnur, sem hann kallar „imitations" stælingar og lauslega þýdd kvæði gamalla meistara. Horatiusar, Dante, Juvenals og nokkrar spænskar sonnettur. Lowell er með réttu talinn meðal beztu skálda sem nú eru uppi. Alcremy. E. J. Homyard. Penguin Books 1968. 6 — . Starfsemi og áhugi náttúruskoðara, kukl- ara og ýmissa gruflara á fyrri öldum beindist oft að því að leita töfrasteinsins sem breytti öllu í gull. Leitin var ekki aðeins bundin miðöldum Evrópu, heldur var þessi leit ástunduð eins í Kína og löndum Spámannsins. Guilgerðarlistin var efnafræði miðalda, galdurinn var á næsta leiti svo að gullgerðarmenn urðu að gæta sín á hjátrú fjöldans. Þeir tóku því að ráð, að hylja fræði sín í táknmál og dul- mál. Leitin að töfra eða vizkusteininum vakti grufl með mönnum, sem var ekki í samræmi við kenningar trúarbragðanna og gat af sér heimsmynd, sem hefur orð- ið rannsóknarefni nútima sálfræðinga (Jung). Gullgerðarlistin er mjög gömul, alkemía er komið úr arabísku, „alkomia", getur bæði runnið frá ,kem“ eða „chem“ sem var nafn Forn-Egypta á landi þeirra og merkir „svarta landið" eða ,chyma“ á grísku sem merki að bræða (málma). Al- kemía barst frá Aröbum trl Evrópu þjóð- anna snemma á miðöldum, svo að upp- hafsmenn fræðanna voru úr löndum Spá- mannsins. Áhugi manna á þessum fræðum fræðanna vegna náði ekki aðeins til iðkend- anna heldur einnig til manna, sem ágætt- ust fyrir visjndalegan áhuga, svo sem Bac- ons og Newtons og á siðustu árum hefur Jung fundið margt áhugavert varðandi sál- fræði í kenningum alkemista. Höfundur þess arar bókar stundaði nám í Cambridge og starfaði lengi við útgáfu náttúruvísindarits- ins „Endeavour" og var einn af ritstjór- um „A History of Technology". 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.