Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Síða 2
Byggt á viðtali og frá-
sögn bandarísks blaða-
manns, H. C. Castle.
rSVIPl
Mimj
ROSE
KENNEDY
Konan, sem gengur rösklega
eftir grasflötinni í átt til litla
golfvallarins í Hyannis Port, er
78 ára gömul. >að hlýtur að
vekja furðu og þó er hitt enn
furðulegra, að golfleikur, sem
hún iðkar daglega og hefur
gert um fjölda ára, er ekki
eina fþróttin sem hún leggur
stund á sér til líkamlegrar og
andlegrar hressingar. Sjóböð,
sund og skautahlaup eru einn-
ig reglulega á dagskrá hjá frú
Rose Kennedy, móður hinna
frægu Kennedy-systkina, ömmu
27 barnabarna og ættarstólpan
um, sem einna minnst hefur ver
ið rætt og ritað um af Kennedy
fjölskyldunni, enda er frú Rose
frábitin opinberu umtali og
blaðaviðtölum.
>á þrjá morgna, sem viðtöl
okkar áttu sér stað, sat hún í
körfustól úti á veröndinni að
heimili sínu í Hyannis Port og
sagði frá sjálfri sér, börnum
sínum og fjölskyldulífi, rifjaði
upp minningar, sumar gleðirík-
ar, margar sárar. Þótt ótrúlegt
sé eru nú fimm ár síðan son-
urinn Jack, forsetinn, var myrt
ur og þegar hún ætlar að ræða
nýjustu sorgina, lát Roberts,
sem hefði orðið 43ja ára í nóv-
ember s.l. bregzt henni hin
rómaða rósemi og tárin brjót-
ast fram. „Hann var sanntrúað-
ur maður, og það var okkur
föður hans mikil gleði. En það
er svo erfitt að tala um hann
. . .“ og hún harkar af sér með
því að bregða á glens við eina
eftirlifandi soninn, Edward,
sem stendur við hlið hennar.
Síðan segir hún: „Ég ætla ekki
að láta þessa atburði yfirbuga
mig. Ég á enn fjögur börn eftir
og barnabörn sem ég þarf að
hugsa um. Ég er ekki á því að
leggjast í duftið ennþá. Ef ég
gæfist upp, myndi það veikja
siðferðisþrek fjölskyldunnar.“
Sjálf er hún mjög trúuð og svo
kirkjurækin, að meðbræður
hennar í St. Xaviers söfnuðin-
um kalla hana stundum páfann
Rose í gamni. En hún er einnig
góður nágranni, sem ber að dyr-
um hjá fólkinu í næsta húsi
og segir því að það sé að byrja
að rigna og reiðhjólin bam-
anna liggi úti.
Hinn vel skipulagði dagur
Rose Kennedy hefst með morg-
unverðinum sem hún snæðir
ásamt manni sínum, Joseph P.
Kennedy, Sr„ sem áður fyrr
var hinn drottnandi ættfaðir
en hefur nú verið mállaus og
sjúkur í átta ár eftir heilablóð-
fall. „Mér finnst ég vera svo
einangruð núna, síðan maður-
inn minn veiktist og bömin
fóru að heiman“, verður Rose
einu sinni að orði. En hún hef-
ur ávallt meira en nóg fyrir
stafni. Svara þarf kynstrum af
hl uttekni n garbréfu m (þau eru
orðin ca. 8000) sem hún gerir á
morgnana. Hún segist ekki geta
sofið nema hún iðki einhverja
líkamsæfingu og um hádegið
fær hún sér sundsprett í sjón-
um eða þá að hún heimsækir
skautahöllina. Þegar Edward
styður hana á skautunum segir
hún honum að sleppa sér ef
þeirn fipist „því að nóg sé um
veik bök í fjölskyldunni".
Á kvöldin fæst hinn síungi
og leitandi hugur hennar við
mýmörg verkefni, sem miða að
aukinni menntun og víðari sjón-
deildarhring. Hún les, hlustar
á franskar og þýzkar hljóm-
plötur, horfir á „æsandi“ sjón-
varpsefni, svo sem dauðarefs-
ingu, LSD, og álíka. „Hún er
alltaf að bæta við sig, fylgigt
betur með í öllu núna en þegar
hún var á sextugsaldri", seg-
ir gamall vinur fjölskyldunnar.
Tal okkar berst að bókum,
sem hún hefur lesið nýfega.
„Ég er búin að tví-eða þrílesa
kaflann um kveinstafi Hekubu
í „Komunnair frá Tz-jóu“ eftir
Euripides. . . Hann er afar
átakanlegur, einkum fyrir þann
sem misst hefur barn. Ég rakst
á þessar línur fyrst í bók Hel-
en Hayes, „Gift of Joy“, þær
lýsa svo vel tilfinningum þess
sem eldri er og þarf að fylgja
til grafar sér yngri mann-
eskju“.
„Eigi ég mér nokkur sérstö'k
einkunnarorð þá eru það þessi
úr „Pilgrim's Way“ eftir John
Buchan: „Ég þekki hvorki elli,
þreytu né uppgjöf". Þessi bók
var eitt eftirlætis lesefni Jacks“
Og hún heldur áfram: „Pearl
Buck skrifaði eitt sinn dásam-
lega bók um það hvernig henni
leið þegar hún varð að skilja
vangefið barn sitt eftir á fá-
vitahæli. Eins var ástaitt um
dóttur okkar, Rosemary. Og
þegar hún óx upp varð hún að
vera heima þótt systkini henn-
ar væru öll önnum kafin við
skólagöngu. Síðan ræði ég um
vandamál vangefinna hvenær
sem mér gefst tækifæri til: ég
get talað við foreldra, sem
standa ringlaðir gegn því
vandamáli hvað þeir eigi að
gera við vangefið barn sitt —
ég þekki þann kross sem þeim
er lagður á h'erðar og get rætt
við þá af þekkingu og huggað
þá“.
Af frásögn hennar skynjum
við að lát bræðranna tveggja,
Johns og Roberts eru aðeins
hin síðustu af mörgum áföll-
um, sem hún hefur orðið fyrir
um ævina. Hið fyrsta var von-
brigðið yfir dótturinni Rose-
mary, sem hún annaðist af ást-
uð og umhyggju framyfir tvít-
ugt og heimsækir nú reglulega
á hælið þar sem hún dvelst.
Svo var það dauði elata sonar-
ins Joe, Jr. í heimstyrjöldinni
síðari. „Hann var að mörgu
leyti sá skarpasti af systkin-
unum,“ segir hún, „ég varð
hissa þegar ég frétti að greind-
arvísitala Jacks í Harvard væri
hærri en hjá Joe . . Hann
lagði ekki eins hart að sér,
hann var líkari mér“. Næst var
það hin gáfaða dóttir Kathleen,
sem fórst í flugslysi árið 1948.
Kunnugir segja að Kathleen
hafi verið eftirmynd Rose í
einu og öllu.
Rose Kennedy segir að líf
sitt hafi „skipzt í skin og skúr-
ir“ — en hverjar voru þá sól-
skinsstundirnar spyrjum við.
„Það liggur í augum uppi,“
svarar hún, „vitanlega brúð-
kaupsdagurinn: dagar eins og
þegar sonur manns nær for-
setakjöri og þegar eiginmaður-
inn er skipaður ambassador í
Bretlandi: helgarnar í Windsor
Castle hjá litlu prinsessunum
. . . og smáatvik eins og þegar
ég fékk fyrstu minkakápuna
eða þegar ég las í einhverju
blaði að maðurinn minn ætti
fimmtíu, eða var það hundrað
milljónir dollara?"
„Og ég get talið fleira og
fleira“, heldur hún áfram. „Að
vera viðstödd krýningu Píusar
páfa 12 . sem heiðursgestur
ásamt átta af börnum mínum.
Joe sonur minn var þá að
kynna sér ástandið í borgara-
Rose ásamt Joe, elzla syni Roberts
Rose Kennedy hefur iðkað golf að staðaldri í mörg ár
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. janúar 1969