Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Síða 4
að taka langan tíma að veita nýju blóði í leiklistarlífið, ef engar tilraunir eru gerðar til þess að laða fram annan leik- stíl og engu fé varið til að þroska nýja áhorfendur. Mik- ill hluti þeirra, sem fer í leik- húsin sækist eftir „að eiga skemmtilega kvöldstund úti“ — en hvorki eftir deiluefnum né umhugsunarefni: skemmtun, ekki uppeldi. Og alls ekki atjórnmál. Þó má teljast væn- legt, að nú hafa verið hafnar rannsóknir á því með hverj- um hætti listaáhugi barna og unglinga sé vakinn. Um leið og við erum einhverju nær um þetta efni, getum við farið að taka til höndum — ekki að- eins innan leikhússins, heldur í öllum listgreinum. IÞegar leikhúsmál ber á góma, er stöðugt látið að því liggja, að vaxandi borgarmenning þjóð arinnar sé ein ástæðan fyrir þvi, að svona erfiðlega hefur gengið að endurnýja leikhús- hefð okkar. Ýmislegt bendir til, að á þetta atriði sé einblínt um of og trúlega mun það koma í ljós við þau kynslóðaskipti, sem nú eiga sér stað. Unga fólkið er vökulla en skynslóð- in á undan og er ekki eins fþyngt af efnahagslegum áhyggj um. Auk þess beinast viðhorf þeirra út á alþjóðlegri braut- ir, einkum fyrir áhrif sjón- varpsins, Það segir sína sögu um stöðu leikstarfsemi sjón- varpsins, að nú eru uppi há- værar raddir um tvö sjónvarps- leikhús, annað fyrir hefðbund- in leikrit og hitt fyrir nú- •tímaleikrit og tilraunaleik. Væri slíkt skref stigið, hlyti það að breyta til muna aðstöðu leikhússins í landi eins og Nor- egi. Hjá okkur hlýtur sjón- varpsleikhús að verða áhrifa- mesta ríkisleikhúsið. Svo lýkur maður þessu spjalli með því að ræða um peninga eins og eft vill verða, þegar leikhúsmál eru á dagskrá. Eig- inlega lauk styrktímabili norsku leikhúsanna fyrir heilu ári. Eftir nokkurra mánaða leikhússtarf í fjárhagslegu Bækur frcx Norstedt Ingmar Bergman: Persona. P. A. Norstedt & Söners förlag, Stockholm 1966. „Ég hef ekki skrifað eiginlegt kvikmyndahandrit. Það sem ég hef skrifað virðist mér helzt mætti líkja vi'ð stef, sem ég held, að ég geti með hjálp sam- starfsmanna minna, raddsett meðan á kvikmyndun stendur. Um mörg atriðin er ég óviss og að minnsta kosti á einum stað veit ég öldungis ekkert. Því að ég komst að því, að viðfangs- efnið, sem ég hafði valið mér, var mjög yfirgripsmikið cg að það hlaut að vera rr.jög tilvilj- tómi og án nokkurrar trygging ar fyrir því að hægt yrði að fylgja eftir þeim áætlunum, sem lagðar voru, var ákveðið að framlengja greiðslutímabil- ið á meðan 8-manna nefnd sæti á rökstólum um, hvernig haga skyldi fjárhagslegum stuðningi við leikhúsin í fram- tíðinni. Nefndin var skipuð 18. október 1968 og á að skila áliti strax á árinu 1969. Áætl- un um varanlegan fjárstuðn- ing til frambúðar, kemur því engan veginn til framkvæmda fyrr en á árunum 1971—72. Samkvæmt núgildandi tilhögun skipta ríki og bæjarfélög fjár- styrknum jafnt á milli sín. Styrkurinn á að nema 60prs. allra fastra rekstursútgjalda, sem ráðuneytið verður fyrst að samþykkja. Ýmsar viðbótar- greiðslur fara eftir sætanýt- ingu. Þessi tilhögun hefur ver- ið leikhúsunum óhagstæð, ein- mitt vegna þess að viðbótar- greiðslur eru bundnar sætanýt ingu. Það örvar sem sagt ekki leikhúsin til tilraunasýninga eða til að hætta á viðamiklar listrænar sýningar, sem búast má við, að allur fjöldinn sæki ekki. Þetta fyrirkomulag sporn ar ekki aðeins við þróuninni, en stríðir beinlínis gegn henni. Eigin tekjur norsku leikhús- anna hafa minnkað stöðugt hin síðustu ár. Árið 1960 stóðu þær undir 40 til 52prs af kostnað- inum í hinum ýmsu leikhúsum. Árið 1967 ekki nema 20—27prs. Ráðuneytið hefur í hyggju, að hækka fjárveitingu sína úr 60 upp í 65prs. tvö næstu árin og brúa bilið milli leikhúsanna og ríkisstyrksins með viðbótar- fjárveitingum, til þess að leik- húsin þurfi ekki að íþyngja sér með meiri lánum en þau þegar kikna undir. Tillaga um að strika út núverandi skuld- ir er raunar komin frarn. Umræður um fjárhagslega af- komu leikhúsanna munu þó á næstunni ekki eingöngu snúast um tilhögun nýju fjárveitingar innar, sem boðuð er árið 1971, heldur einnig og ekki siður um framlag bæjarfélaganna, þ.e.a.s. Óslóar, Björgvinjar og Þránd- heims og Stavangers og í hve ríkum mæli þeim beri að styðja leikstarfsemi. Vandi Oslóarborg ar vex að því skapi, að hún veitir einnig Oslo Nye Teater fjárstyrk, en það leikhús nýt- ur ekki ríkisstyrks, og fjárhag- ur borgarinnar þröngur fyrir. Ekki er þó hætta á, að til verulegs samdráttar komi þar í leikhúsmálum. Öðru máli gegnir í Þrándheimi, Björgvin og Stavanger. Eins og málum er háttað þar nú, eru þessi bæjarfélög skuldbundin til að styðja leikstarfsemi í svo rík- um mæli, að önnur menningar- starfsemi er vanrækt. Verði gert ráð fyrir jöfnum skiptum í nýju tilhöguninni um fjárveilt- ingu, hlýtur að verða að loka einu, ef ekki öllum þrem leik- húsunum. Eigi að vera hægt að halda uppi menningarstarfsemi utan höfuðborgarinnar —einn- ig á fleiri sviðum en leikhús- málum — hlýtur norska ríkið að þurfa að endurskoða frá grunni afstöðu sína til þessa út- gjaldaliðs. Sú staðreynd, að ríkisstyrk- urinn til norskra leikhúsa hef- ur aukizt á þessu ári um rúmar 5 milljónir króna, úr u.þ.b. 12 millj. upp í 17 millj., vekur mönnum bjartsýni. Hins vegar hefur verið gerð áætlun fram í tímann, sem leiðir í ljós, að ríki og bæjarfélög munu þurfa að sjá um það bil 80prs af heildarútgjöldum fyrir 1980. Upphæðin er í sjálfu sér ekki uggvænlega há, þegar á heildarreikning ríkisins er lit- ið, en þegar haft er í huga, hve fámennur er sá hópur borgara, sem nýtur góðs af þessu framlagi, verður hún að teljast há. Það hlýtur að vera verkefni leikhúsanna okkar á næstu árum að keppa að því að auka áhorfendahópinn og sanna þannig tilverurétt sinn sem full gilt listrænt tjáningarform, sem fræðslulind, vettvangur skoðanaskipta og hugmynda- fraeðilegur hvati. Ég held, að það muni takast! un háð, hvað ég skrifaði eða tæki með í endanlegri gerð kvikmyndar (ógnaxleg tilhugs- un). Ég býð þess vegna les- andanum eða áhorfandum að notfæra sér að vild efni það, sem ég hef lagt á borð fyrir hann.“ Þannig farast , In -mar Berg- man orð í upp ,, ,, _ - 'i' i man oro 1 upp > ‘,'hÉMíÉ!1 r,'Éy&»&ihafi bókarinn ar Persona, ‘‘HfiGhX>;Mm Þar sem efni i samnefndrar • kvikmyndar m er rakið bæ'ði í Hl samtölum per- sónanna og í at | hugasemdum §og hugleiðing- ; um Bergmans sjálfs. Eigin- legt kvikmyndahandrit er þetta ekki, eins og Bergman bendir sjálfur á, og ekki ef ég fær um að dæma um það, hvort þessi bók opnar áhúgafóllci eða sérfræðingum í kvikmjmdaíist- inni nokkra nýja innsýn í kvik- myndatækni Bergmans. Hins vegar er textinn það heillegur, að efni bókarinnar kemst mæta vei til skila, án þess að lesand- inn truflist af fyrirmælum kvikmyndamannsins, sem skot ið er inn í, og hann miðlar það miklu af anda verksins, og við- horfi þess, að útgáfa bókarinn- ar hlýtur að teljast meira en réttlætanleg. Táknmál Berg- mans er flókið og margþætt og á oft rætur í bókmenntalegri hefð — lestur þessarar bókar getur því aúðveldað þeim, sem tamara er að hugaa í orðum en myndum, skilning á endanlegri gerð kvikmyndarinnar, sem hann boðar í formálsorðum, og hefur nú fyrir nokkru verið sýnd hér á landi. Fremst í bókinni er prentað erindi, sem Bergman flutti í Amsterdam árið 1965, er ’nann tók við Erasmusverðlaununum. Þar gerir hann nokkra grein fyrir kveikju listferils síns á persónulegan, huglægan hátt. Þar segist hann hafa valið sér Framh. á bls. 13 „Haó,“ gargaði Fífí með hinni skerandl, nefhjóða rödd, sem Guð hafði gefið henni, og veifaði ákaft til ungu stúlkn- anna, er gengu hinum megin á götunni í öfuga átt við hana. Þær iitu hægt til hennar og svöruðu dræmt: „Halló!" Hún gargaði aftur: „Halló, halió!“ Þær svöruðu ekki meír, en héldu áfram inn aðaðalbygg- ingu sjúkrahússins. Þær voru þrjár, allar á aldur við hana. Dúdú var í gráverkspelsinum og hnéháum stígvélum. Lúlú og Sísí í minivinylkápum með skinnliúfur á höfðinu, í nylon- sokkum og lakkskóm. Dúdú var berhöfðuð með ljóst hárið flaksandi um herðarnar og nið ur á bakið. Allir strákar voru Vitlausir í henni. Hún var svo lík Ursulu Andress. Þóttaleg, næstum grimmdarleg á svipinn, eins og hungrað rándýr. Ursula Andress var fallegasta kona í heimi. Það stóð í grein um hana í „Vikunni“. Síðan Dúdú fór að vinna á spítalanum voru allar hinar stelpurnar búnar að setja upp svona svip. Fífí líka. Hún flýtti sér út að starfs- mannahúsinu. Hún gekk ákaf- lega einkenn'ilega. Fætumir voru óeðlilega stuttir, og hún var mjög hjólb-einótt. Það var víst af einhverri vöntun í bernsku, sögðu læknarnir. Því að mamma hennar sagði, að hún hefði ekki fæðst svona, hún hefði bara orðið svona af ó- þekkt. Hún stakk höndunum langt upp í ermaraar og setti upp enn meiri kryppu en venjulega. Ilenni var kalt í gerfileðurkápunni og stígvélun um úr sama efni. Innan í erm- unum vafði hún handleggjunum utan um sjálfa sig. Það var gott. Eða var það ekki gott? Hún var berhöfðuð og ljóst hárið mjög stuttklippt eins og á Lone Herz og Miu Farrow. Hún hélt, að hún vissi af hv-erju þær voru með svona stutt hár, að minnsta kosti Mia Farrow. Það var líka þess vegna sem hún skildi við Frank Sinatra. Alveg ábyggilega. Hún skauzt úr nístandi vind inum inn á hlýjan ganginn. „Helvítis kuldi“, sagði húnupp hátt meðan hún fór úr káp- unni og stígvélunum og í inni- skóna. Svo gekk hún inn eftir ganginum að herberginu sínu, tók lykilinn upp úr svuntuvas- anum, opnaði og fór inn. Hún ráfaði dálítið fram og aftur, horfði út um gluggann, þurrk- aði blett af liurðinni með munn- vatninu og svuntuhorninu. Það var laugardagur og hún var búin að vinna. Loks settisthún við skrtfborðið, tók skrifblokk og blýant og fór að skrifa: Fífí. Fífí. Fífí. Hún skrifaði það á ská, á langs, á þvers, með stór- um stöfum, með litlum stöfum. Hún vandaði sig mikið. Nefið á henni nam hérumbil við blað- ið og á bakinu var mikil kryppa. Eins og venjulega. Hún hafði fengið kryppuna af því að hún sá svo illa. Hún var svo rangeygð, að hún sá eiginlega ekki hálfa sjón. En það hafði hún orðið, af því að hún hafði svo andstyggilegan kennara í barnaskólanum. Hann hafði alltaf látið hana gera tvennt í e'inu. Hún var ekki fædd svona. Læknamir höfðu látið hana fá gleraugu. En þau geymdi hún niðri í skúffu. Hún vildi ekki nota gleraugu. Það var ljótt og púkalegt. Bara fyr ir gamlar kerlingar. Og hún var alls ekki fædd með krypp- una. Allir læknarnir sögðu það. Hún skrifaði og skrifaðl. Fífí. Fífí, kipraði varirnar saman utan um framtennurnar, sem gat aldrei lokað munninum al- veg, vandaði sig. Tennurnar voru svona af því, að meðan hún hafði barnatennur hafði mamma hennar slegið hana á munninn, svo að framtennumar brotnuðu. Og þegar þær komu aftur, höfðu þær staðið svona út. Hún hefði alls ekki haft svona tennur annars. Hún hafði litið ailt öðru vísi út þegar hún fæddist. Hún vissi ekki almennilega hvemig, en hún hélt að hún hefði verið lík Eliza b-eth Taylor. Elizabeth Tayior með stutt hár, stutt ljóst hár, silk'imjúkt, alveg eins hár og Fífí. Það hafði líka staðið í „Vikunni“, í grein um Eliza- beth, að hún væri fallegasta kona í heimi. Það var þannig, sem Fífí liefði átt að líta út, það var svoleiðis, sem hún leit út í raun og veru: Eins og El- izabeth í „Kleópötru". Hún hafði séð margar myndir af El- izab-eth Taylor í „Kleópötru". Og á þeim myndum hafði hún oft verið með eitthvað á hausn- um, svo að þá var svo vel hægt að hugsa sér, að hún væri með stutt ljóst hár undir. Hún hafði séð myndina líka. Hún fór á bíó að minnsta kosti tvisvar í viku. Hún sá bara ekkl neitt. Auðvitað sagði hún stelpunum að hún sæi, þessum eiturgeit- um, sem alltaf voru að gera at í henni, og sem höfðu víst hald ið fyrst þegar hún kom, að henni væri ekki sama, þó að strákarnir væru ekki alltaf á hælunum á henni eins og þeim. En henni var sko sama. Og það hafði sko líka fljótt runn- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. janúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.