Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Side 7
Þegar Þórbergur var myrtur Frásögn í gamansömum tón Eftir Magnús T. Jónsson alltaf hæ.gt að fá skemmtun, ef leitað er eftir. Og svo voru það borgar- stjórnarkosningarnar 1945— 1946, þegar Bjarni Benedikts- son stöðvaði sigurgöngu komm- únismans á íslandi. Ég man ekki eftir svo rökfastri og snjallri kosningabaráttu, ég bar traust til Bjarna áður, en dái hann síðan. Ég gerði það, sem ég gat, og það gerðu líka hinir Óðinshanarnir. Ég náði í orð, sem féllu í seinni sellunni. Þau setti ég fram í gæsálöpp- um í grein í Morgunblaðinu til þess að kommúnistar sæju, að öryggiskerfi þeirra læki. Þetta truflar einræðisflokka, enda voru tveggj a daga réttarhöld í flokknum. Þeir báru á sak- lausan sellufélaga, að hann hefði kjaftað. Hann reiddist og fór með tíu atkvæði. Bjarni Benediktsson var röggsamur og réttlátur borgar- stjóri, sem Reykjavík á mikið að þakka. Hann ákvað bæjar- rekstur strætisvagna og stofn- un bæjarútgerðar, þó hann vissi um mikla mótspyrnu við hvorttveggja. Það er gleðilegt að vinna undir stjórn álíkra manna, sem vinna að bættum hag fjöldans. Það verður sein legt verk að má nafn Bjarna Benediktssonar út úr sögu þessa tímabils, bæði sem stjórn málamanns og borgarstjóra, svo 'djúp spor ihefir hann markað. Þegar 'Héðinn klauf Alþýðu- flokkinií var ekki annað fært fyrir Stefánn Jóhann, en að taka verkamannabústaðina af honum, þeir voru það sterkt afl. Ég var á aðalfundinum og hefði ekki þurft að segja nema fá orð til að Héðinn beygði sig fyrir lögunum, því hann var lýðræðissinni. En mér fannst það ekki mitt verk, og komm- únistarnir ærðu hann með öskr um og hávaða. Þjóðviljinn hellti á eftir svívirðingum yfir Stef- án og kallaði hann öllum il'lum nöfnum. en enginn tók svari hans. Mér fannst ‘þetta ekki sammála honum og _bar því að taka svari hans. Ég skrifaði grein sem félagsmaður og flokksmaður og fékk hana birta í Morgunblaðinu, þar sem ég sagði, að Stefán ætti þakk- ir skilið fyrir það, sem hann hafði gert. Kommúnistar hót- uðu að berja mig. En svo skrif aði Bjarni Benediktsson ágæta grein í Morgunblaðið, og þá sögðu kommúnistarnir að pró- fessorinn skrifaði, en Hannes héldi um pennaskaftið. Árið 1946 var stríðsgróðinn að sjatna og ævintýramennirn- ir að komast í þrot. Þá fóru kommúnistarnir á milli þeirra og buðu, að þeir skyldu losa þá við skuldirnar með gengis- 'lækkun, en sjálfir yrðu þeir að látast vera á móti. Síðan hefir skriðan haldið áfram að falla, og óprútnir menn stanzlaust stolið frá hrekklausum mönn- um, sem treystu þjóðfélaginu, jafnvel var stolið frá dauðum mönnum. Og enn heldur skrið- an áfram, það á að gjöreyða þjóðfélaginu innan frá. Komm- únistar vinna á ýmsan hátt. Síðasta aðvörun sem barst frá Magnúsi heitnum Sigurðs- syni bankastjóra var um það, að fella ekki krónuna. Hann vissi hve öruggt gengi er nauð- isynlegt fyrir öryggi þjóðfé- lagsins. Ég dáðist að seiglu Stefáns Jóhanns, sem varðist opinberri gengislækkun til 1950 þá gat hann ekki meir, Og hon um hefði ekki tekizt þessi frest ur hefði ekki Bjarni Benedikts son stutt hann drengilega, svo hörð var ásóknin. Svo gerðu kommúnistar inn- rás í Sjálfstæðishúsið á Varðar fund, ætluðu að stofna til ó- eirða. Þá sá ég bezt hve mik- ill stjórnandi Ólafur Thors var, jafn skapstór maður. Hann stóð á ræðupallinum, náhvítur af æsingi, og bað menn að vera rólega, en Bjarni Benediktsson stóð þar hjá honum og glotti. Fyrir framan pallinn var hóp- ur, og Sveinbjörn sonur minn fremstur. Ég gekk fram í sal- inn til að aðgæta árásarmenn- ina og þekkti marga. Einn helj ar beljaki utan af landi kom æðandi fram salinn með stól og æt'laði að berjast, en ég klapp aði á öxlina á honum og sagði, að hann Ólafur hefði beðið menn að vera rólega. Hann sneri þá óðar við og sagði kjökrandi: „En að hann Ólaf- ur skuli gera þetta. Eftir fundinn sagði ég við kommún- ista, að nú væru þeir búnir að tapa. En svo brutust kommúnistar til valda í Kron 1947, og hafa nýtt það sem flokksfyrirtæki síðan. Verðið er jafnhátt og hjá kaupmönnum engin arður til félagsmanna síðan, og litlir skattar greiddir. Það er þjóð- nýting kommúnista. Ég mætti á aðalfundi í lávarðadeildinni, þar fjölmenntu fyrirmenn Fram sóknar og aðrir. Ég notaði tækifærið til að skemmta mér og var il'Iyrtur. Margir urðu reiðir, andlitið á Hermanni varð eins og mörg þverstrik, en Jón as frá Hriflu skellihló. Og svo var það 30. marz 1949. Daginn áður vissi ég 'hvað til stóð hjá kommúnistum: þeir ætluðu að storma í Alþingishús ið og meiða eða drepa þrjá þingmenn, þá Bjarna, Stefán og Jónas frá Hriflu. Frá 1947 voru búnir að vera hér 25 njósnarar erlendra kommún- ista, einn talaði íslenzku. Ég bað þrjá drengina mína að fara niðureftir, bjóst þó við að sjá þá aftur meidda. En það varð að hafa það, þjóðfélagið var í hættu. Það mátti segja, að það væri snilldar stjórn á lögreglunni. Að viisu voru hátalararnir í ein hverju ó'lagi, en lögreglustjóri hafði falið flokk 60 verka- manna inni í þinghúsinu, og þegar kommúnistar voru að hefja áhlaupið kom þessi hóp- ur þjótandi út. Þetta kom kommúnistum á óvart, héldu að þeir væru fleiri og bikuðu, svo lögreglunni gafst tækifæri til að beita gasinu. Það var ljótur svipur á rússneska sendi herranum, er hann gekk upp Túngötuna og leit um öxrl. Ég dáðist að stjórnvisku ól- afs Thórs 1952, er hann út- víkkaði landhelgina og fékk friðaða firði og flóa. Hann tók ekki of mikið í byrjun, en skap aði öruggan grundvöll fyrir frek ari útfærslu. Með forustuhæfi- leikum sínum sannaði hann það að við erum réttarríki, sem taka verður ti'llit til. Og svo var ég rekinn úr fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks ins 1959, er Birgir Kjaran tók þar við stjórn, áður hafði ég verið neyddur til að fara úr Framh. á bls. 13 Mánudaginn 4. apríl 1966, kom tilkynning með kvöldfrétt- um í útvarpinu: Þórbergur Þórðaron rithöfundur er beð- inn að hringja í síma heim til sín, ef hann er á lífi mundu flestir bæta við þetta óvænta ákall. Nokkru seinna í útvarp- inu: Lögregla og skátar leita um alla borgina að Þórbergi, sem gekk burt frá heimili sínu kl. 11 f.m.. Hann hefur ekki ennþá látið vita um sig. Þá vissu það allir — öll þjóðin, sem undantekningarlaust hafði elskað þennan ástmög sinn í áratugi, sem hafði lyft íslenzkri frásagnarlist og orðsnilld upp í æðsta veldi, enginn fann hon- um það til, þó hans stjórnmála- skoðanir væru fjarstæðu- kenndar. Gröndal hafði ekkert Vit á pólitík, Matthías ekki heldur. Skáld svífa í andanum ofar skýjum og skynja ekki baráttu um brauð og völd. Þjóðin öll var harmi lostin við þessa váfrétt, sem allir tóku, sem náfregn. Karlmenn sátu hnípnir, en konur féllu í grát, eiginmenn og unnustar skiftu sér ekkert af þeim. þeir áttu nóg með sjálfa sig að verj- ast tárum. Enginn borgarbúi, sem var kominn til vits og aldurs, hafði látið sér koma í hug að Þór- bergur væri dauðlegur maður. Það hafði gengið svo til í ára- tugi, að hann hafði ekki sézt á götum borgarinnar tímum saman. Þá vissu allir að hann var annaðhvort í boði hjá vin- um sínum austur í Kína eða Moskvu, eða hann lokaði sig inni á Hringbraut 45 og var að semja ódauðlegt skáldverk eða sagnrit, eins og Árna Þórarins- son, sem um aldur og ævi mun lýsa upp fyrrihluta tuttugustu aldar eins og sól, sem ekki gengur til viðar. En þegar var búið að setja bókina og hann var viss um að ekki leyndist í henni prentvilla eða ósmekk- leg setning, sást hann á ný á strætum borgarinnar, með flax- andi rauða faxið, sem ævinlega var þó vel snyrt af Sigurjóni rakara, sem vart á sinn jafn- ingja í handfimi og skemmti- legum samræðum á meðan á verki stendur. Broshýrt andlit iÞórbergs, laðaði vegfarendur ,til samræðna á götuhornum. Þá Isást hann löngum berja stafn- iim ofan í gangstéttarhellur til áherzlu sínum áhugamálum. Öll um fannst þetta myndi verða 'svona ævinlega og um alla 'framtíð. Þó Þórbergur dragi ■sig inn í skel tímum saman eða færi í langferðalög, kom hann aftur á götur borgarinnar eins og bjartur sumardagur eftir ■langan vetur. En nú var hann dáinn, eftir líkum að dæma. Aldrei myndi 'hann sjást á götum Reykjavík- ur eins og alskínandi röðull hvernig sem veður er. fslenzka þjóðin var búin að misisa einn sinn kærasta son og Margrét var orðin ekkja, hún hafði nú lokið sínu hl-utverki. Hún hafði allt þeirra samlíf fylgt honum eins og engill. Nú hefur hún misst sitt stóra hlutverk, að vernda og verja Þórberg sál- uga í öllum andbyr lífsins. Öll þjóðin hefur misst mikið við fráfall hans. Þó hefur Suður- sveit misst kannski mest. ís- lendingar sem lært höfðu fyrr- um létta landafræði í skólum, vissu að þú varst til, en af- skekkt og ómerkileg að flestu leyti, þar til þú ólst þann mess- ias, sem gerði þig víðfræga og klassiska í hugum alþjóðar. Þór bergur sálugi hefur bundið þér þann lárviðarkrans, sem aldrei fyrnist eða fölnar. Áður en Þórbergur hóf þig til vegs og frama var fáum kunnugt um það, að í miklum vetrar og vor- harðindum seiddir þú að ströndum þínum fermd hagskip hlaðin kræsingamat og koníaks- tunnum svo börn þín lifðu í allsnægtum þegar aðrir strand- búar treindu sér líf með sölv- um og maríukjarna, en sveita- menn höfðu skæðaskinn og skó- bætur sér til framfæris. Þór- bergur sálugi hefur verið þér sá drottins smurði sem hefur hafið þig til vegsemdar, sem aldrei mun fyrnast. Hann hef- ur skrýtt þig ævintýraljóma, sem allar aðrar sveitir öfunda þig af. Hann hefur gefið fjöll- um þínum, holtum, hæðum, grundum og steinum mál, sem hvert barn skilur og bindur það um leið órjúfandi tryggða- böndum við þig og framtíð þína. En Þórbergur sálugi elskaði þig ekki án endurgjalds, enda krossfestir þú ekki þinn mess- ías. Þú varst honum sá vernd- arengill í mótlæti og mannhætt- um, sem hann gat alltaf treyst. Þegar hann var á bezta aldri nærri dauður úr sulti og skó- leysi, og eygði ekki aðra fram- tíðarmöguleika, en að gerast beiningamaður í höfuðstaðnum, hvíslaðir þú í eyra hans: Hvernig getur þú barnið mitt, sem ég hefi unnað mestallra minna sona, lotið svo lágt að gérast auðvirðilegur betlari? Þá fann hann að kröftugt ætt- arblóð tók að streyma ört í æð- um sínum, en upp frá þeirri stundu hófst frægðarferill hans og Suðursveitar. Að vísu var ekki tilkynning- in í útvarpinu beinlínis dáníir- fregn, en mér og öllum, sem þekktu til heimilishalds þeirra hjóna Margrétar og Þórbergs, blandaðist ekki hugur um að ekkert nema miskunnarlaus dauðinn gat komið í veg fyrir að viðteknar heimilisreglur væru þverbrotinar á Hringbraut 45. Þórbergur var vanur að fá sér göngutúr á undan hádegis- verði en það vissu líka allir sem nokkuð vissu um hans hátt erni, að hann var allra manna- nákvæmastur að vera kominn að matborði kl. 12 á hádegL Margrét kona hans er líka hin mesta reglumanneskja í öllu heimilishaldi, enda sjálf svo stundvís og orðheldin að af ber. Loforðum hennar má treysta svo ekki skeikar mín- útu eða hársbreidd. Ef allt mannkyn virti orð og munn- lega samninga þyrfti ekki að bókfeista samkomulag manna milli um kaup og sölur og ótal margt fleira, en milljónir tonna af pappír myndu sparast, At- vinnuskortur yrði hjá lögfræð- ingum. Þórbergur sálugi var líka svo vandur að orðheldni, að ef hann lofaði að vera kom- inn á vissan stað á ákveðn- um tíma, brást ekki að hann var þar kominn nokkrum mín- útum fyrr, en til tekið var. Þá var það og vitað að hann elsk- aði og virti eiginkonu sína og var henni einstaklega trúr í orði og athöfnum og leit enga konu girndarauga eftir að hann kvæntist Margréti, sem fátítt er um eiginmenn. Þó skorti ekki að konur af öllum stéttum á kynþroskaaldri legðu fyrir hann ástasnörur, sem honum tókst ævinlega að varast með miklum sniðugheitum. Mikið hefur Margrét mátt líða þennan dag. Á hverri stundu hefur hún vænzt þess að heyra fótatak Þórbergs í stiganum, taktfast og þung- lamalegt, sem eðlilegt er hjá gömlu skáldi, sem er að öllum jafnaði þungt hugsandi um ný skáldverk, sem eru að fæðast, eða um almenna farsæld mann- kynsins, sérstaklega í Suður- sveit. En Margrét er kona þrekmikil, sem margt hefur mátt reyna og er þessvegna jafnan viðbúin að mséta voveiflegum atburðum. Þegar klukkan er orðin sjö Framh. á bls. 10 26. janúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.