Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Side 15
f einni ránsferðinni urðu
þeir félagar 65 ára gömlum
manni að bana. Sterling ríkis-
stjóri bauð 250 dala verðlaun
þeim sem gæti orðið að liði við
handtöku morðingjanna og það
var mikið fé á þessum kreppu-
tímum.
Bonnie var sleppt úr fang-
elsinu í júní. Hún fór heim
til móður sinnar og sagðist vera
skilin að skiptum við Clyde.
Enn urðu þeir Clyde og Ham-
ilton tveim mönnum að bana 5.
ágúst. Þeir komu aðvífandi, þar
sem sveitaball stóð sem hæst.
Hamilton ók bílnum á bílastæði
en Clyde vildi halda ferðinni
áfram. Þeir fóru að þrátta. Lög
reglustjórinn, Maxwell, sem
þarna var staddur utan dyra
ásamt aðstoðarmanni sínum, Eu
gene Moore, heyrði háreistina
og hélt að þarna væru bænda-
synir úr nágrenninu á ferð.
„Hvað gengur á hér?“, sagði
Maxwell. „Eruð þið fullir,
strákar?“.
Clyde og Hamilton litu um
öxl, sáu glampa á lögreglu-
stjörnuna í skyrtum þeirra og
hófu skothríð um leið. Moore
lét lífið samstundis og Max-
well nokkrum mínútum síðar.
Clyde og Hamilton stukku upp
í bílinn, bensinið var stigið í
botn og þeir hurfu út í myrkrið.
Nokkrum dögum síðar fékk
Bonnie þau skilaboð frá Clyde
að hún skyldi tygja sig til
ferðar, þegar hún heyrði í út-
varpinu að innbrot hefði verið
framið hjá- „Neuhoff-félaginu“
í Dallas. Sama dag kom fréttin
í útvarpinu, það var 12. ágúst,
og lýst var eftir Olyde Barrow
og Ray Ham'ilton. Þeir höfðu
þékkzt en síðast. sást <til þeirra
þar sem þeir óku vestur til
Fort Worth á ófsahraða.
Bonnie ferðbjóst. Hún sagði
móður sinni að hún hefði von
um vinnu á kaffihúsi og stökk
út. Móðir hennar leit út um
gluggann. Úti stóð óhrein V8
Fordbifreið. Tveir menn sátu
í framsætinu og annar var ó-
hugnanlega líkur Clyde Barr-
ow.
í bílnum urðu fagnaðarfund-
ir. Þau ákváðu að fara öll
þrjú ti'l New Mexico, en þar
á’tti Bonnie frænku.
Frænka Bonniar bauð þau
velkomin, þegar bíllinn rann í
hlað hjá henni næsta morgun.
Hún þakkað ungu mönnunum
kænlega fyrir að þeir höfðu
ekið frænku hennar alla leið
frá Dallas. „Okkar var ánægj-
an, frú“, sagði Clyde. „Ég ætla
að sækja farangurinn út í bíl-
inn“. Hann sneri sér við, en sá
þá hvar maður með byssu í
belti sínu, var að skoða bílinn.
„Góðan dag“, sagði rmaðurinn
og gekk rólega upp að húsinu.
Þá sá Clyde si'lfurstjörnuna í
skyrtu hans. Clyde og Hamilt-
on geymdu byssur sínar und-
ir bílsætinu. Þar voru þær nú.
Joe Johns, en svo hét lög-
reglustjórinn, mátti þakka sin-
um ssela fyrir það. „Ég átti
leið hérna um, sá ókunnugt bíl-
númer og fór að velta því fyr-
ir mér hver væri kominn í heim
sókn til . . . .“ Þá fann hann
að byssuhlaupi var stungið milli
herðablaðanna á honum. Þar
var Bonnie að verki.
Clyde hljóp ti'l, þreif byss-
una úr belti hans, miðaði á
hann og skipaði honum upp í
bílinn.
Frænkan stóð á tröppunum
og skildi hvorki upp né niður.
Bonnie hafði komið auga á lög-
reglustjórann úr glugganum,
hafði gripið byssu ’húisbóndans
af veggnum, skotizt út úr hús-
inu bakdyramegin og kom þann
ig aftan að lögreglustjóranum.
Nú sátu þau fjögur í bílnum,
sem hvarf frænkunni í ryk-
mekki.
Þremenningarnir slepptu lög-
xeglustjóranum ekki úr bílnum
fyrr en í nágrenni San Ant-
onio. Hamilton tönnlaðist á því
a'lla leiðina að annað hvort
yrðu þau að halda honum
föngnum til eilífðarnóns eða
koma honum fyrir kattarnef.
En Clyde vildi ekki vinna ó-
dæðisverk á gíslum, þótt hann
vílaði ekki fyrir sér að myrða
menn ef til vopnaviðskipta kom.
Þau héldu ferðinni áfram í
austurátt. í Victoria kom Clyde
auga á nýjan Ford V8. Þá teg-
und sá hann sízt í friði. Hann
og Bonnie stálu honum. En nú
hafði sést til þeirra. Lögregl-
unni var gert viðvart og hún
gerði ráðstafanir til að hefta
för þeirra við brúna yfir Col-
orado-fljótið. Vopnuð lið voru
sett báðum megin við brúna.
Clyde nálgaðist á fleygiferð og
bíllinn geystist út á brúna. Skot
hríðin dundi á þeim og þau
svöruðu með kúlnaregni. Þetta
voru fyrstu kynni Bonniar af
alvarlegri viðureign við lög-
regluna. Þau komust klakk-
laust leiðar sinnar og mennirn-
ir tveir hældu Bonnie á hvert
reipi fyrir frammistöðuna.
Næstu vikur héldu þau kyrru
fyrir á eyðibýli við GrandPra
irie. Þaðan fóru Clyde og Ham-
iliton í ránsför til birgðastöðva
hersins í Fort Worth og sneru
aftur með ful'la kassa af byss-
um og skotfærum.
Eftir það héldu þremenning-
arnir áfram norður á bóginn,
rændu og myrtu á ýmsum stöð-
um. Nú voru þau orðin svo al-
ræmd að þau forðuðust fjöl-
farna þjóðvegi. Kusu heldur
innansveitarvegi. Um haustið
voru þau komin til Michigan.
Bíllinn var eini samastaður
þeirra. Þeim var aldrei rótt
nema þau væru í honum eða í
nánd hans. Honum var vel við
haldið og þess alltaf gætt að
hann væri fullur af bensíni.
í októberlok sagði Hamilton
ski'lið við hjúin. Hafði fengið
nóg af flakkinu, fór til Tex-
as og hélt áfram ránum og igrip-
deildum í félagi við gamla kunn
ingja þar, en nýr náungi slóst
í för með Bonnie og Clyde. Sá
var aðeins 17 ára, bílaþjófur,
Wiilliam Daniel Jones að nafni.
f kvikmyndinni er honum gefið
nafnið Moss og þau látin velja
hann vegna þekkingar hans á
vélum. Svo var þó ekki í raun-
inni. Varla er hægt að ímynda
sér, hvaða kostum þeim sýndist
hann búinn, nema ef vera
skyldi sakleysislegt útlit og ó-
■trúleg einfeldni.
Sagt er að Clyde hafi ávarp-
að hann fyrst á þessa leið:
„Viltu slást í förina. Ég heiti
Clyde Barrow og hún Bonnie
Parker. Við rænum bönkum“.
Og hann hafi ekki látið segja
sér það tvisvar en setzt um-
svifalaust upp í bílinn.
Þar með hófst 16 mánaða
martröð, eftir því sem hann
sjálfur sagði í lögregluskýrsl-
unni, þegar hann náðist loks.
Skýrslan er upp á 28 b'laðsíð-
ur og þar er margan fróðleik
að finna um glæpaferil þessa
fólks.
Rabbað um RABB
Hr. Gísli Sigurðsson.
Það sem hér fer á eftir er
skrifað í tilefni af rabb-grein
yðar í Lesbók Morgunblaðsins
8.12’68.
Þér ræðið þar um launajöfn-
uð og ójöfnuð og bendið rétti-
lega á hvernig þessum málum
er háttað hér hjá okkur.
Það fer þó eins fyrir yður
og flestum öðrum, að erfiðlega
gengur að sætta sig við uppmæl-
ingataxtana, enda munu þeir
valda meiri sársauka, einkum
fyrir þá sem eru að byggja eða
hafa byggt á undanförnum ár-
um, heldur en t.d. greiðslur til
lækna, enda engin „samlög“ til
fyrir byggjendur til að draga
úr sársaukanum, eða sársauki
til að réttlæta taxtana, eins og
hjá tannlæknum.
Þér segið í niðurlagi grein-
ar yðar: „Það er kominn tími til
að létt sé af okkur fargi ósann-
gjarnra uppmælingataxta heilla
starfshópa.“
Nú langar mig til að vita,
hvað þér í raun og veru mein-
ið með þessari setningu. Viljið
þér láta banna taxtana eða
bæta?
Ástæðan til þess að ég spyr
er sú, að flestir sem til þekkja,
eru þeirrar skoðunar að ákvæð
isvinna sé æskilegri launa-
grundvöllur, en t.d. tírhavinnu-
greiðslur og að því er keppt í
veigamiklum atvinnugreinum
að koma þessu fyrirkomulagi
á, ekki sízt af atvinnurekend-
um.
Þetta skýtur nokkuð skökku
við þá reynslu, er þér og aðr-
ir teljið að fengizt hafi af á-
kvæðisvinnutöxtum bygginga-
manna.
Ég tel að skoðun yðar á á-
kvæðistöxtum byggingamanna,
réttlæti ekki að þeir séu lagðir
niður, en gagnrýnin gefur til-
efni til að taxtarnir séu athug-
aðir nánar.
Ég hygg að flestir sem gagn-
rýnt hafa taxtana opinberlega,
hafi litla þekkingu á uppbygg-
ingu þeirra og láti sig það litlu
skipta, samanborið við þá
vissu, að fyrir þeim finnst á
pyngjunni, einmitt þegar hún
hefur hvað mestu hlutverki að
gegna.
Ég er þeirrar skoðunar, að
nokkur veigamikil atriði séu
forsenda þess að ákvæðisvinnu
taxtar geti verið sanngjarnir,
en þau eru þessi:
1. Verkkaupa á að vera
frjálst að velja hvort hann læt-
ur vinna verk í ákvæðisvinnu,
tímavinnu eða á annan 'hátt er
hann telur heppilegastan.
2. Taxta á að byggja upp á
raunhæfu starfsmati og tíma-
rannsóknum.
3. í taxta á að vera „þak“
og „botn“, þ.e. að skylt sé að
endurskoða hann, ef einstök
verk eða meðaltal verka fer
yfir ákveðna hagnaðarpró-
sentu eða niður fyrir.
4. Skrá þarf unninn tima í á-
kvæðisverkum og láta þá fylgja
uppgjörum til ákvæðisskrif-
stofu.
5. Hulda þarf nákvæma skrá
(„statistik") yfir útkomu
verka, sem öllum er heimill að-
gangur að.
6. Setja þarf ákveðnar regl-
ur um lágmarks verkgæði og
vinnubrögð, svo hægt sé að
meta samkvæmt þeim.
7. Taxtarnir eiga að vera
byggðir á tímaeiningum, en
ekki krónum og aurum, og
margfaldaðir með meðal tíma-
kaupi, sem gildir á hverjum
tíma. ^
8. Ákvæðisvinnunefndir eiga
að vera skipaðar þrem mönn-
um, einum frá launþegum, ein-
um frá vinnuveitendum og odda
manni, jafn réttháum hinum, til
nefndum £if hlutlausum aðila.
Nefndirnar eiga að hafa öll ráð
taxtans í hendi sér, innan ramma
þeirra reglna, sem um hann
gilda.
9. Ákvæðisvinnunefndir og
skrifstofur sem þær reka, eiga
að vera fjárhagslega sjálfstæð
ar.
Fyrsta atriðið sem hér er
nefnt, er í raun og veru for-
senda þess að taxtarnir séu
sanngjarnh-. Skiptist ákvæðis-
vinnuhagnaðurinn sanngjarn-
lega á milli þeirra, sem hlut
eiga að máli, velja þeir ákvæð-
isvinnuna og þá þarf enga
þvingun. Þarna verður að við-
hafa gangkvæma sanngirni.
Annað atriðið ætti að vera
augljóst, því heilbrigð skyn-
semi mælir með því að 'litið sé
á taxtann sem mælistiku, en
ekki samningsatriði, sem verður
enn augljósara, ef taxtinn er
byggður upp af timaeíningum
eins og talað er um í sjöunda
atriðinu.
Þriðja atriðið er mikilvægt
vegna þróunar í vinnutækni og
vegna tilkomu nýrra tækja, á-
halda og efnis. En til þess að
þetta séu ekki aðeins orðin tóm,
þarf að uppfylla skilyrði 4 og
5, þvi án slíkra gagna er ekki
hægt að fylgjast með útkomu
verka. Til þess að þetta dugi,
verða ákvæðisvinnunefndir að
hafa heimild til að breyta töxt-
um í samræmi við hámarks- og
lágmarksreglurnar, án þess að
bera slíkt undir stéttarfé'lögin
og má í því sambandi benda á
áttunda atriðið og raunar einn-
ig það níunda.
Þá er og þetta atriði mikil-
vægt með tilliti til verkáætlana
og það skapar nefndunum að-
stöðu til þess að fylgjast með
því hvort rétt sé gefið upp til
uppgjörs (verka), með því að
bera saman hliðstæð verk.
Sjötta atriðið ætti að vera
metnaðarmál iðnaðarmanna, en
illmöguilegt er að meta vinnu-
gæði, ef engar skráðar reglur
eru til um hver lágmarlcsákvæð
in eru. Um það má deila enda-
laust t.d. hve miki'l skekkja
megi vera á vegg eða hve slétt
og rétt pússning á að vera.
Þá ætti ákvæðisnefndum að
vera skylt að fara öðru hvoru
á vinnustaði og kanna vinnu-
bi'ögð, og alltaf ef verkkaupi
óskar þess, engu síður en að
kanna 'hvort rétt sé fram talið
á ákvæðisvinnuuppgjöri. Þessi
þjónusta á að vera fólgin í
þeirri þóknun, sem verkkaup-
inn greiðir fyrir uppmælingu,
að 5 prs. af verkupphæð.
Varðandi níunda atriðið má
benda á, að fjárhagslegt sjálf-
stæði ákvæðisvinnuskrifstofu,
veitir nokkra tryggingu fyrir
því, að starfsmenn hennar geti
staxfað án tillits til hagsmuna
viðkomandi stéttarfélaga og
oddamanni ákvæðisnefndar er
að þessu tvímæ'lalaus stuðn-
ingur.
Ég sé ekki ástæðu til þess að
hafa þetta lengra, en vona að
ég hafi gert þannig grein fyrir
skoðunum mínum, að þær skilj-
ist.
Ég skrifa yður þetta vegna
þess, að ég ræð það af grein
yðar, að þér hafi áhuga á að
færa þessi mál tii betri vegar
og hafið til þess nokkra að-
stöðu, því skrif yðar eru lesin.
Líklegt er að erfiðasta
vandamálið í sambandi við um-
bætur, sé að kynna þessi mál,
því jafnvel þeir, sem telja sig
órétti beitta, leggja oftast ekki
á sig að kanna hvern rétt þeir
eiga til leiðréttingar.
Jafnvel þeir sem vinna eftir
töxtum eru fáfróðir um ákvæði
þeirra, en óttast að athugun og
lagfæringar skerði hag þeirra
og líta því óhýru auga allar
breytingar.
Stjórnmálamennirnir þora í
hvorugan fótinn að stíga, af
hræðslu við atkvæðamissi, eru
é.t.v. ekki svo vel inni í þéss-
um málum, að þeir treysti sér
til að taka afstöðu.
Ef verulegur áhugi er á að
færa þessi mál til betri vegar,
væri ástæða til að kanna hvort
þau atriði, sem ég set hér fram,
hafa við rök að styðjast. Reyn-
ist það vera, þá væri athugandi
að fá upplýst hvort gildandi
taxtar eru í samræmi við þau
atriði og þeim framfylgt.
Þetta er í raun og veru ekki
mjög mikið verk, því aðal
byggingagreinarnar eru ekki
nema sex, en erfiðara mun
verða um vik, þegar ákvæðis-
vinna hefur verið tekin upp í
fleiri starfsgreinum, án þess að
athugað sé hver eru grundvall-
aratriði sanngjarnra ákvæðis-
vinnutaxta.
Ef það er rétt sem þér seg-
ið í grein yðar, að „Fljóttek-
inn gróði þeirra af uppmæ'ling-
um hefur hækkað byggingar-
kostnað upp úr öllu valdi og
verið sem olía á bál verðbólg-
unnar", verður að líta svo á,
að eytt hafi verið peningum til
athugunar á málum sem minni
spjöllum liafa valdið í þjóðfé-
laginu.
Yrði niðurstaða slíkra at-
hugana neikvæð, skyldi engan
undra þótt kvartað sé vfir töxt-
unum, en þá hefur líka skap-
ast haldgóður gagnrýnigrund-
völlur.
Kæmi aftur á móti í Ijós, að
ákvæðisvinnutaxtarnir fælu
þetta í sér og e.t.v. margt fleira,
sem til bóta má telja, eru orð
yðar og annarra, sem kvartað
hafa yfir ósanngjörnum ákvæð-
isvinnutöxtum, ómerk og ekki
á rökum reist og gætu þá aliir
unað við óbreytt ástand.
Kær kveðja,
Ámi Brynjólfsson.
26. janúar 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15