Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1969, Blaðsíða 5
Juiii tautam elttlivert taklc og
tók ofan skeifuna, reyndi að
brosa, patraði sig og sagðist
ganga með innantökur. Hún er
aldeilis ekki mikið skip i sjó
að leggja þó hún sé þessi
hlussudrottning bæði á þver-
og langveginn.
Hann hefur alltaf verið
gleyminn drengurinn og þó nú
séu liðin bæði ár og dagur sið-
an ég krotaði á vixilinn þá hef
ég ekki enn farið austur fyrir
f jall í bílnum með honum.
Ég man þig langaði í bil,
þegar striðinu lauk og þú áttir
stóra gommu inni hjá útgerð-
inni, en ég hélt aftur af þér og
sagði að það passaði okkur
ekki að leika fínt fólk þó þú
hefðir aurað þessum krunkum
saman, það yrði bara hlegið að
okkur en samt varst þú nú allt-
af fínn maður, þegar þú varst
í landi. Ég ætti vist að muna
enska gallann, sem þú keyptir
fjörutíu og átta. En einhvem
veginn tókst okkur að koma
Smásaga
effrr Björn Bjarman
öllum peningunum í lóg þó
ekki væri nema af því að alltaf
vantaði drenginn eitthvað, það
hefur svei mér rætzt spáin þín,
drengurinn hefur alltaf verið
eins og hripur í kopp og aldrei
borið neitt skyn á peninga.
Kötturinn er aftur kominn
inn í stofu, sezt fyrir framan
hana og r-eynir að vekja at-
hygli á sér en hún læzt ekki
sjá hann og heldur áfram að
tala:
Ég veit eiginlega ekki
hvernig þetta gekk til með víx
ilinn, en það fór að minnsta
kosti allt öðru visi en það átti
að fara og það stóð ekki orð af
því sem drengurinn lofaði.
Engin framlenging og svo
komu þeir hér tveir einn dag-
inn annar borðalagður og sögð
ust ætla að gera f járnám og ég
sagði eins og satt er ég ætti
ekkert nema þennan kofa okk
ar og þeir stóðu stutt við, skrif-
uðu í bók og iásu eitthvað
uppúr henni og búið.
Ógurlega varstu reiður þeg-
ar þeir komu frá bænum til
að gera lögtak vegna þess að
útgerðin hafði gleymt að borga
útsvarið, sem hún hafði tekið af
kaupinn þánu. Ég var hreint út
sagt hrædd við þig, þú varst
svo reiður.
Annars voru þetta alinenni-
Iegheita menn þessi borðalagði
og hinn og sögðu að þetta væri
gert eftir dómi eins og þeir
kölluðu það. Það hefði áreið-
anlega mátt segja mér það tvis-
var eða jafnvel þrisvar til ég
tryði því, að ég ætti eftir að
komast undir mannahendur, ég
gamalmennið hátt á áttræðis
-aldri og sem gjörsamlega er
hætt að geta amlað fyrir mér
og hef ekkert fyrir mig að
leggja nema rikisölmusuna og
þessa lús á bankabókinni, sem
ekk-ert er orðin í síhækkandi
dýrtiðinni eins og fólkið kall-
ar ástandið í dag.
Fjarska varstu aumur og
framlágur þegar þeir lokuðu
þig niðrí kjallaranum undir
lögreglustöðinni og létu þig
borga sekt. Þú sagðist hafa
misst mannorðið og ég man
ekki hvað og hvað.
Og svo kom blessuð konan
hér í húsinu á móti með blaðið
og sýndi mér auglýsinguna.
I»að var í fyrsta skipti, sem
nafnið mitt komst á prent og
ég hefði sjálfsagt átt að vera
upp með mér en þegar á að
fara að selja kofann ofan af
manni er engin sérstök ástæða
til að vera bubbinn með sig.
Nafnið þitt kom þó alténd
tvisvar í blöðin, bæði þegar þú
andaðist og með ljóðinu, sem
hann Jón heitinn orti um þig
daginn sem þú varst jarðaður.
Þegar auglýsingin kom í
blaðinu, fór ég i mitt finasta
púss og í bankann, tók út úr
bókinni og svo beint í lögfræð-
inginn, sem er með skrifstofu
beint á móti bankanum.
Irú sagðir að lögfræðingar
væru skepnur og blóðsugur en
þessi á móti bankanum var af-
skaplega almennilegur og altil-
legur, með bamsandlit, spé-
koppa og pipu, klappaöi á öxl-
ina á mér og sagði góða mín.
Hann tók á móti öllum pen-
ingunum, gaf mér kvittun og
sagðist vona að þetta væri út
úr heiminum og ég held hann
hafi þakkað mér fyrir þegar
hnan lokaði peningana inn í
skáp og hann sagði aftur góða
mín þegar hann kvaddi mig.
Jaá, nú er sem sagt banka-
bókin úr sögunni og hún hefði
sjálfsagt mátt missa sig fyrr,
því þegar öllu er á botninn
hvolft var þetta bara mont og
píp að vera að bjástra með
þessa bankabók, en það get ég
sagt þér að ég var hálf domp-
in og miður mín allan þann
daginn og fannst eitthvað vanta
í kjölfestuna og ég er varla
meira en svo trúuð á að dreng-
urinn eigi fyrir jarðaförinni og
öllu því þegar að því kemur að
maður er allur.
Kettinum leiddist afskipta-
leysi gömlu konunnar og stökk
upp í fangið á henni og mjálm-
aði. Hún sagði hann mætti ekki
trufla sig, lét hann aftur á
gólfið og hann upp í gluggann
til að skoða fuglana.
Það leið varla nema vika frá
þvi ég fór í lögfræðinginn á
móti bankanum þar til þeir
komu aftur, hann og borðalagði
maðurinn og einhver skrifari
með þeim. Ég bauð þeim kaffi-
sopa en þeir sögðust vera að
flýta sér og á eftir sögðu þeir
að lögfræðmgurinn hefði tek-
ið húsið upp í eftirstöðvar af
skuldinni og þeir sýndu mér
einhverja pappíra og það var
kostnaöur, vextir og allt mögu
legt, sem ég skildi ekki og það
•eina sem ég vissi þegar þeir
fóru var að ég þurfti að verða
mér úti um eitthvert kamers og
það er enginn leikur, þegar
maður á ekkert eftir nema ölm-
usuna.
Það var ekki merkileg íbúðin
sem við höfðum fyrstu árin
þarna úti á Holtinu, smákompa
og eldhúskytra og ég með
drenginn á öðru ári og þú allt-
af á sjónum, en einhvern veg-
inn plumaði þetta sig nú allt
saman og hver veit nema góður
guð verði mér innan handar
þessi fáu ár, sem ég á eftir
héma megin, en ég segi þér al-
veg einsog er, að ég er orðin
hálf þreytt á þessu amstri og
ég veit ekki livað verður af
draslinu héma í kring um mig,
þegar ég þarf að flytja út. Mér
er annt um sumt af þessu og
veit ég fæ ekkert fyrir það þó
ég vildi selja og varla kann
drengurinn að meta það, að
minnsta kosti áreiðanlega ekki
hún, sem er öll uppá fínheitin.
Já þetta er nú allt og það
segi ég satt ég er fegin að hafa
sagt þér þetta og ekkert dreg-
ið undan, en þú skalt ekki
vera að hafa neinar áhyggjur,
ég hef áður séð hann brattan.
Hún stendur upp, reynir að
rétta úr sér, kallar á köttinn
og segir:
— Jæja Jóhannes minn páfi
nú er ég búínn að segja honum
allt af létta og nú skulum við
reyna að brosa s-'-o'ítið framan
í tilveruna og treysta á guð og
lukkuna.
Hún tekur mvndina af borð-
inu, fer um hana mjúkum hönd
um og segir:
— Hann var að minnsta kosti
maður þó hann væri ekki smá-
fríður og það get ég sagt þér
Jóhannes minn páfi að engan
hef ég þekkt með stærra hjarta
og meiri karlmennsku í lund-
inni en hann þennan hérna.
8. júruí 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5