Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1969, Blaðsíða 10
Frosti Sigurjórtsson dr. med. Heimsókn jr ■ Astoria Clinic Til vinstri: Astoria Clinic, lækningamiðstöH Jóns Straumfjörð. Jón Straumfjörð. Tið ósa Columbia fljótsins í Bandaríkjunum er lítil borg, sem heitir Astoria. Hún er nefnd eftir John Jacob Astor frá Wal- dorf í Þýzkalandi, en hann var þekktur pelsakaupmaður á sínum tíma. Borgin var stofnuð 1811. Hún hefur óvenjulega fallega legu. Fyrir 60 árum voru þarna aðeins villtir skógar og indíánar. Nú hefur menningin haldið þarna innreið sína með öllu tilheyrandi og þar á meðal læknum. Einn af elztu borgurum þessa bæjar er af íslenzku bergi brotinn. Hann heitir Jón Straumfjörð. Jón hefur rekið sl. 34 ár lækningamiðstöð í Astoria. Hann er nú að nálgast sjötugt og er í þann veginn að draga sig í hlé og njóta ellinnar, ef svo má að orða kveða. Þó er langt Jfrá þvf að Jón sé þrátt fyrir sín mörgu ár orðinn gamall. Þvert á móti er ekki nema örstutt frá því að hann hætti að fljúga sinni Bonanza-einkavél fram og aftur um Bandaríkin og Kanada. Jón er fæddur í Mikley í Winni- pegvatni. Afi hans Jóhann Straumfjörð, fór vestur um haf frá Straumfjarðartungu 1876 og settist að í Kanada. Jón tók B.A. próf við Háskól- ann í Manitoba og M.D. próf við læknadeild háskólans í Portland, Oregon. Hann kenndi í fyrstu anatomi við læknadeildina í Port- land, jafnframt því sem hann vann við spitala þar. Hins vegar átti það ékki eftir að liggja fyrir Jóni að verða professional-anatomi- kennari. Hugur hans stóð til að vinna að læknisstörfum og þá ekki i stórborg sem Portland heldur í friðsælla umhverfi. Fyrir valinu varð þessi fallegi bær við ósa Columbia fljóts. Bærinn var vaxandí og að mestu byggður upp af fólki frá Skandinavíu. Ibúatala er um 10 þús. og sveitir umhverfis, er sækja þjónustu þangað hafa um 50 þús. íbúa. Á þessu svæði eru um 30 læknar, sem annast atlar venjulegar lækn- ingar á meðan érfiðari tilfelli hinna ýmsu læknisfræðigreina eru sendar til Portlands eða annarra meiriháttar staða. 1 þess- um bæ opnar Jón svo praxis 1934 í fyrstu með aðstoð eins læknis. en brátt jukust verkefnin og fleiri bættust í hópinn, svo að nú fer þessi starfsemi fram í byggingu á stærð við Domus Medica, Astoria Clinik, þar sem 10 læknar vinna saman. Þessir læknar hafa gert með sér samn- ing, eins konar hlutafélag. Klinikin er fyrirtæki með sérstök- um forstjóra, sem greiðir síðan læknunum sín ákveðnu laun eftir vissum reglum. Á leið minni frá San Francisco til íslands heimsótti ég Jón og frú hans' Francis. Þess má geta að Jón var hér árið 1964 og sat þá meðal annars aðalfund Læknafélags Islands, sem fulltrúi American Medical Association. Þessi heimsókn min varð þess valdandi að mér fannst ástæða til að kynna rekstur þessarar klinikur starfsfélögum og öðrum hér heima. Áttum við Jón margar og langar umræður um klinikina, hlutverk hennar og rekstur og tengsl við spítala, tryggingarkerfi og fleira. Sýndist þá sitt hvorum. En um eitt urðum við þó báðir sammála, að algjör trygging, þar sem sjúklingur þarf ekkert að greiða og hefur enga fjárhagslega ábyrgð gagnvart læknum, lyfjum og siúkrahúsum sé alls ekki heppilegt kerfi. Enda þótt fyrirkomulag í Astoria klinik líkist að sumu leyti Domus Medica, þá er rekstur þessara tveggja fyrirtækja gjörólikur. Læknar Astoria klinik vinna sem ein heild, þar sem sjúklingur hefur fritt val, en auð- vitað er svo sjúkl. komið til hins hæfasta i hópnum það og það skiptið. Þarna er engin lína dregin á milli spitalalækna og bæjarlækna eins og hér er. Það eru sömu læknar sem sjá sjúkl- ingi á stofunni og meðhöndla þá í spítölum. Fyrirkomulag, sem má deila mjög mikið um. En. áður en sjúklingurinn_er sendur í spitalann er búið að þrautrannsaka hann og sjúkdómsgreiná, en það hefur auðvitað mjög mikla fjárhagslega þýðingu, þar sem þetta fyrir- komulag hlýtur að stytta spítala- legu mjög mikið. Svona er þetta í háborg hins kapitaliska þjóð- félags, Bandarikjunum. I okkar háþróaða sósíalistíska ríki er þessu á hinn bóginn allt öðru vísi farið. „Teamwork" (eða hóp vinna) er að mestu óþekkt og hver gaukar í sínu horni og þannig verður aukvitað ekkert sameigin- legt sterkt átak. Annað var það, er Jón taldi hafa mikla kosti fram yfir kerfi það, sem við bú- um við, en það var áberandi minna læknastofuráp á fólkinu, þar sem flestir sjúklingar vestra hafa að sumu leyti fjárhagslega ábyrgð gagnvart læknum. En af því leiðir auðvitað að sjúklingur athuqar sinn gang áður en hann leitar læknis og þetta telur Jón aðal ástæðuna fyrir því, að lækn- isvitjanir eru tiltölulega sjald- gæfar vestra. Fólkið veit að þjón- usta sú, er það getur fengið í heimahúsum er af ákaflega skorn- um skammti og því leggur það mikla áherzlu á að komast á svona klinik eða álika stofnun, ef það er á annað borð ferðafært, einfaldlega til þess að fá sem mesta og bezta þjónustu fyrir sinn pening. Lítill vafi leikur á því, að háttur sá er við höfum í þessum málum er meingallaður. Þær raddir verða æ háværari, sem vilja frjálsan praxis, þ.e. að sjúklingur geti leitað hvaða læknis sem honum sýnist. Hann (þ.e. sjúkl.) greiðir lækninum að fullu, en sækir síðan sinn hlut gjaldsins í sjúkrasam- lagið. Það er ekki hægt að loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd, að þar sem sújklingur hefur fjár- hagslega ábyrgð gagnvart sinni eigin heilsu, dregur mikið úr óþarfa relli. Þar getur hver og einn litið í sinn barm. Læknis- þjónustan er alltof dýr og dýr- mæt, til þess að það álit komist inn hjá fólkinu, að hún sé pen- ingalega einskis virði, og það er álit margra, lærðra og leikra, að okkar sújkrásamlagskerfi í dag stuðli mjivi að spillingu, bæði méðal lækna og hinna, sem á þeirra hjálp þurfa að halda. Arnold Toynbee Framhald af bls. 2 aðferð jafnt við gríska og latn- eska texta og nútímarit. Árið 1968 átti ég samtals fleiri en þrjátíu skrifbækur, sineisafull- ar athugasemda. Þær hafa lönguim verið mikilvægasta forðabúr mitt uim fróðleik þann, sem ég þarf til skrifta. Athugasemd um klausu í bók, sem ég hef lesið vísar mér strax veginn til frumtextans sjálfs. Um leið og ég veitti skriftun- um þessi forréttindi tcikmark- aði ég mjög frekara tumgumála- nám. En aðra námsgreim 'hef ég aldrei gefið upp á bátinn, það er þekkirng á löndum og lýð- um. Allt þar til ég komst á eftirlaun var ég haldimn ferða- hungri að nok'kru marki vegna naums tíma míns. Síðan 1911 hef ég þó notað hvert færi sem bauðst til þess að ferðast eins oft, lemgi og lamgt og ég hef getað. Ferðalög eru hið eina, sem ég hef tekið fram yfir skriftir mínar. Hvenaer, sem færi gafst á andlega hress- andi ferð urðu skriftirnar að bíða. Ég lít svo á, að rannsóknanmaður mannlegrar breytni ætti að taka ferðalög fram yfir allt annað. Menm og mamnleg samfélög verða ekki skilin úr tengslum við umhverfi sitt og þekkiingar á landfræði- legu umhverfi þeirra verður ekki aflað nema af eigin raun. f>ótt maður liggi árum saiman yfir lýsinigum, ljósmyndum og korbum af landi fær maður ekki rétta mynd af því, en sjóm hending ein getur ’hinis vegar fært manini hana. Mig langar til að gefa þeim andans mönnium, sem mér eru sammála um það, að þe'kk- ingair skuli leitað til gagns em ekki prófs, fimm ráð. Hið fynsta þeirra er hin gullna regla Haselfoot’s: — Flanaðu efcki. Hugsaðu áður en þú fraimkvaem ir. Veittu þér ráðrúm til að yf- irvega verkefnið í heild. — Þetta ráð kom mér sjálfum að góðum notum, er ég tókst á henduir hvort þeinra tveggja stserstu fyrirtækja, sem ég hefi ráðist í fram til þessa. Þau eru „Yfirlit um alþjóðamál“ og „Söguranmisókm". I „Yfirlitiinu" (þar, sem ég var svo gæfusamur að njóta aðstoðar koniu mimnar) áttum við að rekja sögu alþjóðamála frá Vopnahlésfumdinium 1919. Söguisviðið átti að vera allur heimurinn og ég var tregur til að láta sérfræðingum eftir ranmisókn á málum einhverra fj'arlægna landssvæða. Það var sperunamdi að spanma allan heiminn, en það var líka mikið verkefni. Hvar átti nú að byrja? Ég hófst handa með því að nita litla bók, sem ég nefndi „Heimurinn eftir vopmahlés- fundinn" og reyndi með henmi að draga útliniur heimismálanma um 1920. Þessi bók varð síðam byrjum þess þráðar, sem við kona mín röktum allt fram til ánsims 1946. Þegar ég tók til við „Sögru- rannsókn“ hljóp ég of snemma úr manki. Árið 1920 (hafði ég þegar velt efninu nokkuð fyrir mér. Eg reyndi fyrst að rita bókina í formi ranmisóíknar og skýringa á 2. kánstefimiu í „Antí góniu" Sófóklesar. Þetta gríska ljóð nær prýðilega einkenni- leika, glæsileika og trega mannlífsins. En þessi miðalda- hugsunarháttur og tilraum mín til að tengja efnið forngrísku meistaraverki voru of óhlutlæg til þesis að geta orðið að næigu gagni. Ég komst fljótlega að því, að Sófókles gæti ekki hjálpað mér á rétta leið. Ég varð að finna hama sjálfur. Hún kom þó ekki í leitimar fynr en ári síðar. Ég var að ferðast með lest nokfcurri eim- hvens staðar í Vestur-Búlgaríu á leiðinni frá Istanbúl til Lond- on eftir heimisókm til grísk- tyrknesku vígstöðvamma í Ana- tólíu sem sórlegur fréttamaður „The Manohester Guardian“. Skyndilega var ég farinm að skrifa niður hjá mér eitthvað, sem liktist kaflaheituim í bóik, Það reyndust vera kaflaheit- in og undirtitlarnir í hinni fynr nefndu óskxifuðu bók minmi. í þetta sinm flanaði ég ekki að neiinu. Fynsti verulegi tím- inm, sem mér gafst á næstuinirá voru him löngu suimarfrí 1927 og 8. Ég eyddi þeim ekki í að hefja samnimgu fyrsta hluta bókarinnar heldur til að spimina fjölda athugasemda og hugdetta út frá kaflaheitum mírnum. Skriftir hófust ekki fyrir alvöru fyrr en sumarið 1930, en suimarið áður hafði ég farið lemgstu ferð mina til þess tíma. Ég hafði farið til Kíma og Japan, landleiðina að Pensa- flóa og síðan sjóleið, en komið aftur landleiðina með Síberíu- lestinni. Að þessari ferð lok- inni sá ég mér fært að hefja bókina. Aranað ráð mitt er þetta: — Hefjist handa um leið og ykk- uæ finnst þið vera reiðubúnáir. Það getur jafnvel venið sikað- legra að freista en flana. — Þegar við kona mím unnium að „Yfirlitinu" vorum við umd- ir stjórn eldri og reymdari fræðimanms, Sir James Head- lam-Morley, sem var sögulegur ráðunairtuæ utanrííkisráðumeyt- isins. Hann var einmig stjónnarformaður útgáfumefnd- ar Hinmar komumglegu alþjóða- málastofnunar. Skömmvu eftir að við hófumist handa og ég rit- aði hina litlu bók mína „Heim- urimm eftir vopnahlésfundinm" varð Headlam-Morley áhyggju fullur. „Þessi bók þin er prýði- leg“, sagði hamn, „en aðalverk- efni þitt er að rita frásögn, þar sem segir frá því, sem gerðist næst. Ég veit, að það er gífurlegt verk. Það, sem þú þarft nú að gera er að byrja á einihverjum hluta þess. Þegar þú ert kominm af stað mumtu sjá, að afganguæinm fylgir eftir. Þú munt verða að þreifa fyrir þér í fynstu, því að yfirlit sam- tímasögu er ný sagngreim. Það er ráð mitt að þú takir fyrir eitthvert efni, sem smátt er í amiðum og heldur ekki mjög mikilvægt. Eflaiust verðurðu óánaegður með fyrstu tilraum þína og langar að bylta hemmá við. Láttu slíkt ekki halda aft- ur af þér. Aðalatriðið er að koma sér að þessu fynsta verki — þá fylgir hitt á eftir." Head- lam-Morley stakk síðan upp á því, að ég rítaði fyrst um eft- irstríðsdeilunnar milli Niður- landa tim stjórn Soheldt. Ég hlýddi þessari tillögu og það 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. júni 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.