Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1969, Blaðsíða 15
LANGFERÐ Framhald af bls. 12 . rættust og hve framtíðin var full af fyrirheitum. „Frá því ég var lítil hef ég þráð stöðuvatn nálægt bænum míwum og litinn fossandi læk í bæjargilinu, sem syngur mig í svefn á kvöldin. Nú hef ég fengið hvortveggja,“ sagði unga konan brosandi og sigur- glöð. Daginn, sem við Halldór vorum þar saman, riðum við út að Kálfafellsstað að finna Berg ljótu Guttormsdóttur, frænku frú Sigirúnar Blöndal. Það var gaman að sjá, hvað unga kaupa konan var eftirlætisleg hjá séra Jóni Péturssyni. Ekki lít- ur út fyrir, að lífsgleði hennar og æskuþróttur láti bugast í sumar þrátt fyrir sorglega tak- markað starfsþrek. Ég hef víst áreiðanlega orðið mér til skammar þarna, svo mikilli gáski var í okkur Bergljótu, þegar við Halldór minn vorum að leika hestakaupmenn. Það gat komið til mála, að ég keypti þama reiðhest og ferðaðist á honum vestur um sveitir, alla leið í Biskupstungur. En eng- inn hestur, sem þarna var fal- ur, féll mér í geð. Daginin eftir varð ég að sjá á bak Halldóri og Brúnku. 13. júll hélt ég enn af stað. Á Kálfafelli ætlaði ég að slást í för með vestanpósti, en í haris stað mætti ég þar ungum herra, sem hafði tekið snúning af póst inum. Það var gaman, að þessi ungi maður skyldi vera Sigur- jón á Reynivöllum, skólabróðir Þóru systur minnar. Hann tók mér eins og bezti vinur. Móðir Sigurjóns, systir hans og mág- ur voru og hin beztu heim að sækja. Þarna var gott að hvíla sig. Næst tók við jökulganga til þess að komast fram hjá Jök- ulsá, sem var ófær. Vænt þótti mér um broddnaglana, sem ó- beðnir voru settir í Jörp mína. Þykka, prjónaða langsjalið, sem húsfreyja vafði um mig, kom sér líka vel. 14. júlí tók Breiðamerkur- sandur við — ömiurleg auðn, jökull á aðra hond, hinum meg in úfinn sjór, og skúmarnir á- leitnir og illvígir sveimandi yf- ir höfðum okkar. Sögð eru dæmi þess, að þeir hafi slegið menn í rot. Ekki hefur oft gripið mig annar eins geigur og þegar við lögðum á Breiðamerkuirjökul, við Hannes póstur. Áður hafði ég hlakkað til að fara jökul- inn. Nú var þoka í lofti, rign- ing nýafstaðin og jökullinn því miklu hálli en í sólskini og hita. Við vorum tvo tíma á jöklinum. Mér fannst það ægilegt ferða- lag. Bjöm á Kvískerjum leið- beindi okkur í þokunni. Stikur eru líka á jöklinum. Þser eru þannig gerðar, að þær fjúka ekki lanigt. Ég hélt mér í reið- ann á jörp, til þess að missa ekki fótanna. En þar sem verst var yfirferðar, leiddi Björn mig styrkri h endi. Hann var á mannbroddum með haka mik- inn í hendi og hjó tröppur fyr- ir hestana, þegar með þurfti. Ægilegar voru jökulsprungurn ar, en barmafullar af blá- grænini litadýrð. Voru sumar svo djúpar, að ég þorði varla að horfa niður í þær. Nokkrar voru brúaðar með ísmoOium. Sem betur fór vorum við með stillta hesta og vana jöklum, annars er ekki víst að vel hefði farið. Mér brá eira en lítið, þeg- ar Jörp mín setti fótinn í fyrsta skipti niður í sprungu. Sigur- glöð kom ég niður af jöklin- um, en allþreytt orðin. Sums staðar vair jökullinn a lsettur dökkum strýtum og strókum. Sagði Björn mér, að þeir stöf- uðu af því, að aska frá Kötlu- gosi 1918 hefði safnazt í lægð- ir á jöklinum. Þar nær sólin illa til að bræða jökulinn, og nú þegar hann er að minnka eru gömlu lægðirnar orðnar að tindum. Gott var að mega sitja áþeim rauða hans Hannesar pósts. Satt að segja var ekki laust við, að ég kviði því, að sú jarpa hristi mig í sundur. En vel bar hún baggana. Við fórum fram hjá Kvískerj- um á vestanverðum Breiða- merkursandi. Var sá bær reist- ur til þess að vera aðsetur fylgdarmanns og leiðbeinanda yfir sandinn og jökulinn. Þegar ég sá heim að Hnappavöllum, áður austasta bæ í Öræfum, sýndist mér í fyrstu túnið vera óvenju stórþýft. En þetta voru reyndar allt saman hús og bæ- ir stráð út um allt tún, enda er þar sjöbýli. A Fagurhólsmýri borðuðum við og drukkum. Þar hefði ég gjarnan viljað sofna um stund og hvíla mig rækilega. Lista- smíði var bréfavogin og margt fleira eftir son bóndans. Fólkið var mjög myndarlegt, bóndi og börn hans uppkomin. Þarna er vísit föguir fjalla- og jöWlaisýn, en þoka byrgði útsýnið. Sprænurnar í vestanverð- um Öræfuim eru einlkennifliega illar yfirferðar, botninn er ó- trúlega illgrýttur og holóttur, ekki tiltök fyrir ókunnuga að fara yfir þær fylgdarlaust, þó að litlar sýnist. Sandfell, prestsetrið í Öræf- um, er eini bærinn í sveitinni, sem ekki er ennþá raflýstur. Þar er nú enginn prestur. Það- an er löng bæjarleið til Svíina- fells. Á leiðinni að Svínafelli opn- aðist mér nýr heimur og dá- samlegur. Sjaldan hefur mig langað eins mikið til að eiga sanna, lifandi mynd af nokkr- um stað eins og honum, þess- um dýrðlega gróðurreit í faðmi fjölbreyttra fjalla og fann- hvítra jökla, sem teygðu fram armana og tókust í hendur við úlfgráa auðnina, víðáttumikla aura og sainda, þar aeim eyð- and'i niáitlt'únu'öflluim hafði telkizt að svifta hvern minnsta gróð- urvott lífi. Hrifin og heilluð barst ég vestur með fjallinu. Ég klappaði rauða klárnum mínum og bað hann að lötra nú hægt. Ég sá eftir hverjium bletti, sem hvarf mér sjónum, jafnvel þótt stöðugt birtust ný undur. Hvert smágil í fjallinu var eins og uppfyllt ósk og fjöl- breytnin furðuleg. í leiðslu hélt ég heim að bænum. Líklega hef ég búizt við, að hitta þarna Hildigunni eða Flosa. Að minnsta kosti varð ég undrandi, þegar ég komst að raun um, að þarna bjó bara venjulegt fólk. — Lengra nær dagbókin ekki — því mlður — því að sannarlega var það sögulegt að heimsækja Skaftaefll, ríða Skeiðará og margt fleira. Enn geymir hug- urinn margt frá þeim gjöfulu dögum, sem í 'hönd fóru, en sumt er þó fallið í gleymsku. Skaftafell er heimur út af fyrir sig, glæsileg vin í eyði- mörk. Flestir kannast við gilið fagra í túninu í Skaftafelli. Og margir vita, að Skeiðará æðir áfram við túnfótin í öllu sínu vefldi, a@ vísu miisjiafnfllega vöid- ug eftir árstíðum og veðurfari. Daginn, sem ég kom að Skafta- felli, hafði hún færst svo í auk- ana, að Skaftafellsbændur ótt- uðust, að Skeiðarárhlaup væri í aðsigi. Ég þagði, en óskaði þess, að hlaupið kæmi einmitt núna, svo að ég gæti orðið sjón arvottur að því. Að vísu hefði það seinkað för minni. En gest- risni var nóg í Skaftafelli. Og mér kom í hug, það sem Frið- rik í Efri-HlóHuim seigði eitt sinn við mig og Halldóru dótt- ur sína: „Blessaðar, verið þið ekki leiðar yfir því, þó að ferð- in gangi ekki eftir áætlun, þá verður hún bara ennþá skemmtilegri. En Skeiðarárhlaupið kom ekki. Hannes póstur, sá heiðurs- maður, fann upp á því, að auð- vitað yrði ég að sjá Bæjarstaða skóg. Ég var vakin snemma næsta moriguin, og mdlg mininir, að það væri Oddur bóndi, sem fylgdi mér þangað á óþreyttum hestuim, sem hanm llánaði mér. Bæjarstaðaskógur er eitt af því, sem ekki gleymist. Mað ur trúir valra sínum eigin aug- um, þegar í auðninni alllangt frá Skaftafelli, getur að líta einn af fegurstu skógum Is- lands, háan og beinvax- inn. Hann er vísu ekki víðáttu- mikill. En því miður virðist hann í hættu vegna uppblást- urs. Það var bæði kvöld og morgunveizla hjá Ingigerði í Skaftafelli. Og enn er mér í fersku minni, hversu falleg voru sængurföt þau, er ég svaf við. Nú tók við stórkostlegt ferða lag yfir Skeiðará, sem ég man ekki að lýsa til hlítar. Tveir fílefldir karlmenn frá Skafta- felli voru í för með okkur Hannesi. Öll vorum við á stór- um og þaulvönum vatnahestum. Ég var klædd í regnföt frá hvirfli til ilja, meðal annars þau hæstu vaðstígvél, sem til greina gátu komið. Ekki get ég sagt, að mér þætti beint álit- legt að leggja út í Skeiðará. Og mér sýndist bæði menn og hestar mjög hugsandi, jafnvel dálítið áhyggjufullir. Mér var sagt að halda mér í faxið og ef ég horfði á lendina á hest- inum fyrir framan mig, mundi mig ekki sundla. Skeiðará er ó- trúlega duttlungafull, eins og fleiri skaftfellskar ár. Þar er ekki hægt að ríða sama vaðið dag eftir dag, eins og ég hafði áður vaniizt. Nú tók við leit að vöðum þessa dags. Numið var staðar á grynningum, eyrum eða sandöldum, og félagar mínir báru saman ráð sín. Einn var um kyrrt hjá mér, en hin- ir tveir könnuðu næsta ál hvor í sínu lagi. Síðan komu þeir til baka búnir að finna fært brot. Og nú lagði hersingin af stað, Hannes á undan, annar fylgd- armaðurinn við hægri hlið mér og hinn til vinstri. Þetta end- urtók sig við hvern ál, en sum- ir þeirra voru í raun og veru straumhörð stórfljót. Einu sinni skyldu félagar mínir mig eina eftir á dálítilli eyri í ánni með- an þeir könnuðu það, sem fram undan var. En þá tók nú að kárna gamanið. Ég hafði ekki búizt við, að mig sundlaði á þurru landi. En allt í einu lagði eyrin af stað með mig og þaut með ofsahraða upp eftir ánni. I fyrstu vissi ég ekki mitt rjúk andi ráð. En svo lokaði ég aug- unum, hélt mér í faxið á stillta elskulega klárnum mínum og tókst að bíða róleg. Eftir um það bil tveiggja tíma ferðalag í Skeiðará komum við upp úr síðustu kvíslinni. Nú kvödd'uim við Skaifltaifefillsibræð- ur með kærleikum. Það var fjar stæða að minnast á borgun bæði við þá og aðra þar eystra. Nú lögðum við Hannes póst- ur á Skeiðarársand. En ekki man ég eftir neinu sérstaklega sögulegu á sandinum eða í Núpevötnum, þótt vatnsmikil séu og illræmd vegna sand- bleytu. Lengi var ég búin að gefa Lómagnúp auga, og nú kom í ljós Núpsstaður, bærinn hans Hannesar míns. Mér fannst nærri því eins og ég væri kom- in heim meðan ég dvaldi á Núpsstað hjá Hannesi og hans fólki. Þegar við Hannes hitt- umst á Reynivöllum, og ég fór fram á það að fá að verða hon- um samferða, tók hann því fá- lega í fyrstu. Taldi hann ekk- ert æskilegt, að kvenmaður slægist í för með honum. En þegar á reyndi, bar hann um- hyggju fyrir mér eins og bezti vinur og skemmtilegur sam- ferðamaður var hann. Kynn- um okkar Hannesar lauk með því, að hann sagði: „Ef þú yrð- ir hér aftur á ferð, þá gæti vel verið, að ég ætti tryppi, sem ég gæti lánað þér.‘ Það sem eftir var ferðarinn- ar, fór ég mest í bílum, gisti á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal. Og auðvitað kom margt skemmtilegt og athyglisvert fyr ir á þeirri leið. En nóg um það. Síðasti áfanginn var frá Vík til Reykjavíkur. Ég kom endur- nærð á sál og líkama úr þessu ferðalagi. Og í endurminning- unni eru mér þakkir efst í huga. ERLENDAR BÆKUR Könsroller i litteraturen fran antiken till 1960-talet. Under redaktion av Karin Westman Berg. Bokftírlaget Prisma, Stockholm, 1968. I bók þessa er safnað fyrirlestr- um, sem haldnir voru í námsflokki vorið 1968 á vegum Kursverksam- heten vid Uppsala universitet, sem er sjálfstæð sofnun í tengsl- um við Uppsala-háskóla. Hin hefð- bundnu kven- og karlhlutverk samfélagsins hafa mjög verið til umræðu í Svíþjóð á undanförnum árum svo sem kunnugt er, en í fyrirlestrum þessum er m.a. sýnt fram á, að þetta viðfangsefni er síður en svo nýtt af nálinni — menn hafa fyrr velt því fyrir sér, hvort kynferði mannsins hljóti að ákvarða starf, stöðu, lífsviðhorf o. s. frv. Hvernig skáld og rit- höfundar hafa speglað afstöðu síns samtíma til þessa vandamáls er viðfangsefni flestra þessara fyrir- lestra, og jafnframt kannað, hvort þeir sjálfir hafi tekið virka afstöðu og þá hvernig. Ýmis verk eru tekin til meðferðar allt frá Medu Evripí- desar til sænskra samtímahöf- unda. Af einstökum greinum má nefna grein eftir Ulf Boéthius, fil lic. um Strindberg, en Strind- berg, en Strindberg hafði ýmis- legt að segja um þessi mál ekki síður en önnur, og einnig má nefna grein eftir rektor Evu As- brink, dr. teol. og sérfræðing í kirkjusögu, en hún rekur áhrif kirkjulegrar predikunar á hug- myndir manna um hlutverk kon- unnar i samfélaginu. Ríkjandi við- horf til kvenna á Norðurlöndum í heiðni voru í algerri andstöðu við viðhorf kirkjunnar, og má í þvi sambandi minna á, að Bríet Bjarnhéðinsdóttir fjallaði einmitt um þetta atriði á sínum tíma. Eins sakna ég í þessri bók — könnun- ar á viðhorfi til kvenna eins og hún birtist í fslendingasögum, en slík grein fyndist mér einmitt hafa átt heima í sögulegu yfirliti sem þessu. Betty Friedan: Myten om Kvinnen. Universitetsforlaget. Oslo. Hér er um að ræða norska þýð- ingu á bók eftir Betty Friedan, amerískan sálfærðing og félags- fræðing, og heitir bókin á frum- málinu The Feminine Mystique, en Aksel Bull Nja þýddi á norsku. Betty Friedan setur á oddinn það regindjúp sem staðfest er milli þess sem hún nefnir goðsögnina um konuna og hið raunverulega hlutskipti eiginkonu og móður í amerisku þjóðfélagi, en goðsögn- ina um hamingju konunnar í hefð- bundnu hlutverki innan fjölskyld- unnar telur hún og rekur með dæmum, að sé haldið við af aug- lýsendum, neytendasérfræðingum, útgefendum kvennablaða jafnt og sérfræðingum í t. d. mannfræði, sálarfræði. f stað þess að viður- kenna, að viðteknar hugmyndir þeirra sé goðsögn eins og ekki raunveruleikanum samkvæm, neyti þeir allra bragða til að sætta kon- una við goðsögnina. Betty Friedan leggur áherzlu á hlutskipti menntakonunnar, enaa er bókin og þessi rannsókn til orð- in út frá persónulegri reynslu fyrst og fremst og þaðan hélt hún til víðtækari rannsókna á kjörum eins árgangs háskólakvenna. Teflir hún síðan fram viðtölum við um 80 konur og eigin rannsóknum gegn ýmsum vísindalegum kenn- ingum, sem taldar hafa verið góð- ar og gildar og er einkar skemmti- legur og fróðlegur kafli um Freud og hugmyndir hans um konur. I formála segir höfundur: „Nið- urstöður mínar kunna að valda bæði sérfræðingum og konunum sjálfum áhyggjur, því að þær gera breytingar á samfélaginu nauðsyn- legar. En ég held, að konur geti haft áhrif á amfélagið ekki síður en samfélagið á þær." — Bók þessi kom fyrst út árið 1963 og margt kemur þeim, sem fygzt hef- ur með umræðum um þessi mál á hinum Norðurlöndunum, kunn- uglega fyrir sjónir, en Betty Fried- an er einkar læsilegur höfundur, niðurstóður hennar eru byggðar á traustum grundvelli og hún er óhrædd við að tefla fram eigin skoðunum. — sv. j. 8. júiruí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.