Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 1
MALCOLM MUGCERIDGE RÆÐIR VIÐ HINN HEIMSKUNNA YOGA OG LÆRI- MEISTARA BÍTLANNA í INDVERSKRI SPEKS Maharishi Mahesh MENN MEGA ÞÁ ETA OG DREKKA ... í Evrópu hefur áhugi ungs fólks og raunar fólks á öllum aldri fyrir ýmiss konar hugarþjálf- un aukizt mjög á síðari árum. Sú vitneskja að Bítlarnir höfðu gerzt lærisveinar Maharishi Mahesh Yoga hefur ekki átt lííinn þátt í því, að vekja athygli manna á þessum iðkunum. Fer hér á eftir viðtal, sem hinn heimskunni rithöfundur og blaða- maður Malcolm Mugge- ridge á við Maharishi Mahesh Yoga. Mugigeridge: Dulispeiki Hind- úa býður meinlætalíf, er ekki svo? M.M.: Rétt er það. Muggeridge: Þér aiðlhyliizt ekki meinlætalíf? M.M.: Menn þurfa ekki að lifa meinlætalífi til þess að lifa flekklausu lífi. Muggeridge: Að hve miklu leyti samræmast lífsnautnir þeim lífsvenjum sem þér boðið? M.M.: 200%. Muggeridge: Menn mega þá eta, drekka .. . M.M.: Vitanlega, það er lif- ið. Muggeridge: Kristnin kennir að hófsemin skerpi skilninga- vitin. Meinlætamanninum mætti t.d. líkja við hlaupara, sem þjálfar líkama sinn með æfing- um. Hiauparinn safnar kröftum við þjálfunina. Muggeridge: Mér skilst þá, að til þess að öðlast andleg- an skilning þurfi menn að safna andlegum kröftum á sama hátt. M.M.: Allir menn geta safn- að andlegum kröftum, jafntrík ir sem fátækir, hvort sem þeir búa í höll eða hreysi. Muggeridge: En menn verða að hafa sjálfsaga. Tökum ein- falt dæmi: Maður sem borðar ósköpin öll. Sljóvgast hahn ekki andlega? M.M.: Vitanlega. Muggeridge: Hann verður þá að borða minna. Takmarka át- ið eitthvað? M.M.: Ekki vil ég nú segja að takmarka átið, heldur þjálfa skynfærin til að starfa eðlilega. Muggeridge: Hann yrði þá að leggja einhveir „höft“ á mat- arlystina? M.M.: Ég myndi ekki orða þetta ,,höft“. Eins og ég sagði á hann að þjáifia sikiiniinigiavitin þannig, að þau starfi eðlilega og veiti honum fullnægingu, því „höft“ eru óeðlileg. Muggeridge: Mér eru þau nú alveg nauðsynleg. Ég er að eðl- isfari gráðugur nautnaseggur, og ef ég léti stjó'rnasit aif græðig inni, myndi ég eta eins og svín. M.M.: Það gera menn þegar græðginni er ekki haldið í eðli legum skefjum. Muggeridge: En hvað er eðli- legt? M. M.: Maður á að láta skynsemina ráða og hugisa rétt. Muggeridge: Tökum nokkur almenn dæmi. í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum er t.d. sí- fellt verið að livetja almenn- ing til aukinnar neyzlu matar og drykkjar. f þessum þjóðfé- lögum eru menn vandir á að dekra við sjálfa sig, í stað þess að temja sér nokkurn aga í mat og drykk. Hvert sem litið er blasa við auglýsingar: Drekkið þetta! Drekkilð hitt! Ttroði'ð í ykkur meiri mat! M.M.: Já, það er einmitt það. ■Muggeridge: Það liggur í aug um uppi, að þetta getur ekki leitt til andlegs skilnings eða andiegrar fullnægju. M.M.: Höft eru ævinlega þránduir í götu framfara. Við Bandaríkjamenn og Norður- landabúa segjum við aðeins: njótið alls, sem hugur ykkar girnist í lífinu, en þjálfið and- legt og líkamlegt þrek ykkar, svo að lífsnautnin geti orðið fullkomin. í daglegum athöfn- um eiga menn að hafa kjöl- festu in.nri vizku og innri fuil- sælu. Við viljum ekki skerða athafnafrelsi manna, heldur gefa því kjölfestu, til þess að jafnvægi haldist. Og þessi kjöl- Maharishi Mahesh: „Meinlæ.’alíf er ekki leiðin til guðs.“ festa, sem við nefnium svo, eyk- ur þrekið, skerpir gáfurnar og veitir manninum miklu dýpri fullnægju. Muggeridge: f ljósi þess, sem þér hafið nú sagt, hljótið þér að líta svo á að allir mein- lætamenn kristninnar, allt frá heilögum Ágústínusi til Tol- stoj hafi vaðið villu, þegar þeir buðu að holdið yrði að deyja svo að andinn mætti lifa? M.M.: Sú kenning kemur ekki aðeins fram í kristnánni. Hún er einnig vel þekkt í Ind- landi. Ég lít svo á, að hún sé röng túlkun á hinni upphaf- legu kenningu. Þessa kenn- inigu verður að endurskoða í öllum trúarbrögðum. í hindúa- trú, kristinni trú og múhameðs- trú. Þessi túlkun spillir nefni- lega daglegu fjölskyldulífi manna og setur því skorður. Á hinn bóginn er þessi kenning ágæt fyrir einsetumenn. Þeir fjölmörgu spámenn, sem kenndu, að menn yrðu að hafna öllum veraldargæðum til þess að lifa anidlegu iiífi, vissu ekki að lífið er bæði and- legt og efnislegt. Lífið er að ytra búningi efnislegt, en kjarni þess er andlegur. Það þarf að kenna þá tækni, að lifa andlegu lífi í efnislegum heimi og auðga þannig lífið þessu má ná með strangri ein- beitingu hugans. Muggeridge: Já, en ef menn vilja skilja andlegt líf verða þeir að breyta eftir kenningu Nýja Testamentisins. M.M.: Nýja Testamentið á ekki að loka dyrum að neinu lífsviðhorfi. Það á að gefa inn- sýn í hið raunverulega líf, svo að maðurinn geti orðið sannur og breytt í anda guðs almátt- ugs. Það kennir margra grasa í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.