Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 5
hnötturinn. Það er aðalatriðið. 'Aðalatriðið fyrir þig vafa- laust, — svaraði eldflugan — en ég græt bara þegar mér sýnist. Og svei mér sem hún brast ekki í grát. Og tárin streymdu niður eftir skiaftinu og munaði minnstu að þau drekktu tveimur litlum bjöllum, sem ætluðu að fara að búa og voru að leita að þurrum stað til að setjast að á. Ósköp hlýtur hún að vera rómantísk í sér — sagði þyril- sólin —- því hún grætur þó engu sé af að gráta. Og hún andvarpaði þungan og minntist trékassans. En kúlnafeykir og svifljósið voru bara æst og rifu sig upp úr öllum veðrum og aeptu: plötupúki, plötupúki. Þau voru ákaflega raunsæ, og þegar þau voru á móti einhverju kölluðu þau það plat. En nú kom tunglið upp eins og dásamlegur silfurskjöldur og stjörnurnar tóku að skína, og ómur af hljóðfæraslætti barst frá höllinni. Prinsinn og prinsessan voru farin að dansa. Þau dönsuðu svo yndislega að hávöxnu hvítu liljurnar gægðust inn um glugg ann og horfðu á þau og stóru rauðu draumsóleyjarniar kink- uðu kolli og slógu taiktinin. Þá sló klukkain tíu og síðan ellefu og svo tólf, og þegar hún sló síðasta höggið á mið- nætti þustu allir út í garð, og kóngurinn sendi eftir flug- eldameistaranum. Upp með flugeldana — sagði kóngurinn — og flugeldameist- arinn hneigði sig djúpt og fór út í yzta hornið á garðinum. Hann hafði sex aðstoðarmenn og bar hver ljóskyndil á langri stöng. Hér gafst vissulega á að líta. Hviss, hviss, hvein í þyril- sóilinini um leið og hún sner- iisrt og snerdst. Búmm, búmim, buldi kúlnafeykir. Og púðurpúk arnir hentust fram og aftur og svifljósin vörpuðu rauðum bjarma á allt og alla. Far vel, — hrópaði vígahnötturinn um leið og hann sveif upp og sindraði frá sér bláum gneist- um. Bang, bang — svöruðu smellihvellirnir, sem skemmtu sór konunglega. Öllum tókst prýðilega upp nema eldflug- unni. Hún var svo lin eftir grátinn að hún gat alls ekki hafið sig upp. Aðalkjarninn í henni var púðrið og það var svo blautt af tárum að það var vitagagnslaust. Allir ættingja- ræfl'armir, sem hún aiktrei virti viðtals nema með spotti, geyst- ust upp í loftið með gneista- flugi í öllum regnbogans litum. Húrra, húrra, hrópaði hirðin, og litla prinsessan hló af ánægju. Það á sjálfsagt að geyma mig til einhverrar stórhátíðar, — sagði eldflugan — það getur ekki annað verið — og hún varð enn drembilegri en áður. Næsta dag komu verkamenn til þess að hreinsa og þrífa til. Þetta er vafalaust sendinefnd — sagði eldflugan — það er bezt að taka á móti henni með viðeigandi virðuleik. Svo hún keyrði nefið upp í loftið og hleypti brúnum af miklum þótta eins og hún væri að hugsa um eitthvað stórmerkilegt. En þeir litu ekki við henni fyrr en þeir voru rétt að fara. Þá kom einn þeirra auga á hana. Nú þarna er þá eldfluguskrattinn — hrópaði hann — og henti henni yfir vegginn út í skurð. Eldfluguskrattinn? Eldflugu- skrattinn? sagði hún um leið og hún þyrlaðist gegnum loft- ið — kemur ekki til mála. Eld- flugudrottning hlýtur maður- inn að hafa sagt. Skratti og drottninig hljóma næstum eins, enda algengt saman: drottning- arskrattinn. Og um leið stakkst hún í forina. Það er nú ekki sérlega nota- legt hér — sagði hún — en þetta er sjálfsagt baðstaður ein hverra höfðingja og ég hef ver- ið send hingað til að styrkja beilsu mína. Enda taugar mín- ar í megnasta ólagi og mér veit ir ekki af hvíldinni. Þá kom lítill froskur svaml- andi. Hann hafði skínandi augu eins og demanta og var í grændröfnóttri skikkju. Nýr gestur á ferðinni sýn- ist mér, það ber ekki á öðru — sagði froskurinn. Enda hissast ég ekki á því, það jafnast ekk- ert á við vel gerða for. Sudda- veður og sæmileg for, þá er ég alsæll. Heldurðu að hann komi á í dag? Ég vildi óska þess, en það er ekki skýhnoðri á lofti. Því er nú skiollans verr. Hm, hm! sagði eldflugan og byrjaði að hósta. Mikið ljómandi rödd hef- urðu! hrópaði froskurinn. Hreint ekki ólikt okkar rödd- um, sem vitanlega eru hljóm- fegurstu raddir heimsins. Þú færð nú að heyra kórinn okkar í kvöld. Við sitjum í anda- tjöi-ninni rétt hjá bænum, og undir eins og tunglið kemur upp byrjum við. Það er so hríf- andi að allir liggja vakandi til þess að hlusta á okkuir. Og það er ekki lengra síðan en í gær að ég heyrði konu bóndans segja við móður sína, að henni kæmi ekki dúr á auga á nótt- unni vegna okkar. Það er af- skaplega ánægjulegt að vera sona vinsæll. Hm, hm, sagði eldflugan reiði lega. Henni gramdist stórlega að geta ekki komið að einu orði. Alveg Ijómandi rödd, — hélt froskurinn áfnam. Ég vona þú bregðir þér yfir á andatjörn- ina. Ég þarf að fara að leita að dætrum mínum. Ég á sex forkuin:narfagra:r dætur og ég er svo hræddur um að geddan rekist á þær. Hún er mesta for- að og mundi ekki hika við að gleypa þær. Jæja, vertu nú sæl. Ég hef haft mikla ánægju af þessu samtali okkar, mikla á- nægju. Samtali, sá er góður! sagði eldflugan. Þú hefur talað einn allan tímann. Skárra er það nú samtalið! Einhver verður að hlusta — svaraði froskurinn — og ég kann bezt við að tala sjálfur. Það sparar tima og kemuir í veg fyrir rökirseöur. En ég er fyrir rökræður — sagði eldflugan. Það vona ég ekki — sagði froskurinn föðurlega — rök- ræður eru ákaflega óviðeig- andi, því aLlir af skárra tagmu eru á sama máli. Jæja, þá kveð ég í annað sinn, því þarna sé ég dætur mínar álengdar. Og litli froskurinn synti í burt. Þú ert leiðindakurfur — sagði eldflugan — og illa upp alinn. Ég hef andstyggð á hyski sem talar um sjálft sig, eins og þú gerir, þegar maður vill tala um sjálfan sig, eins og ég geri. Það er það sem ég kalla eigin- girni, og eiigmgirni er viður- styggileg, sénstaklega í auguim þeirra sem eru fullir samúðar eins og ég. Þú ættir að taka mig til fyrirmyndar og nota tækifærið meðan það gefst, því ég fer bráðum aftur til hirðarinnar, þar sem ég er í miklum metum og get nefnt sem dæmi að prinsinn og prinsess- an giftu sig í gær mér til heið- urs. En hvernig læt ég, hvað ætli sveitadrengur eins og þú vitir um þessháttar. Það þýðir ekkert að vera að tala við hann — sagði gull- smiður, sem sat á háu brúniu sefgrasi — því hann er farinn. Það er verst fyrir hann sjálf- an — svaraði eldflugan. Ég ætla ekki að hætta að tala við hann bara af því að hann vill ekki hlusta. Mér þykir gaman að heyra mig tala. Það er ein mín mesta ánægja. Ég er stund- um í löngum hrókaræðum við sjálfa mig, og ég er svo há- fleyg að stundum skil ég ekki stakt orð af því sem ég er að segja. Þá ættirðu vissulega að halda fyrirlestra um heimspeki — sagði gullsmiðurinn, og hann þandi út næfurþunna vængina og hóf sig hátt á loft. En vitlaus að vera ekki kyrr héma — sagði eldflugan. Það gæti orðið bið á því að hann fengi annað eins tækifæri til þess að auðga andann. Annars má mér á sama standa. Ein- hvern tíma kemur sá dagur að andagift mín verður metin að verðleikum. Og hún seig dálítið dýpra niður í forina. Eftir drykiklaniga stund kom hvit önd syndandi til hennar. Hún hafið gula fætur og sund- fit og þótti bera af um fagurt göngulag. Rapp, rapp, rapp, sagði hún. Ósköp ertu skrítin í laginu. Ertu fædd sona, með leyfi — eða hefurðu orðið fyrir slysi? Það leynir sér ekki að þú hefur alltaf verið í sveit — svaraði eidflugan — annars mundirðu vita hver ég er. En ég fyrirgef þér fáfræði þína. Það er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir séu eins merki- legir og maður sjálfur. Þú verður vafalaust hissa að heyra að ég get flogið upp í loftið og komið niður sem gullregn. Ég gef nú lítið fyrir það — sagði öndin — af því ég get Frarnh. á bls. 12 15. júní 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.