Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 9
Suð'ur-Reykir f Mosfellssveit anlhúss, bæði störfuim og fólki og á þessu. Iheimili er ek'ki rif- izt. Ef ágreininigur rís, þá eru ágreiningsmálin rædd, en með gát, og hún finniur lausn sem allir geta sætt sig við. Ég er sjálfur alinm upp við dálítinn hávaða, ef í það fór, við vonum fimm bræðurnir, en hún .. . nei, ég veit e/kki hvernig hún fer að því. Alltaf í góðu skapi. Þetta er bezta kona í heirni. Forlögin sendu mér 'hama. Nei, hættu nú, segir Málfríð- ur. — Hún er náttúruákoðarinn á heimilinu. Þegar við erum úti í ferðalögum, þá er hún óðara komin upp í fjall að slkoða sól- ey, en ég e-r niðri á láglendinu að skoða grasið, því að sóley hefur ekkert fóðurgildi. Éig er svo jairðbundinn, en hún er allt öðruvísi. Ég rengi elkki það sam sagt er, að konan mín sé komin af -grei-nd-ustu ætt landsins ... Jón!! Nú er Málf-ríður alve-g kom- in í van-dræði með Jón, en Jón vill segja saninleikann og ek'kert nema sannleikanin. Hanin sýni-r mér Vasittfiirzkair ættir, I. bindi, og þar eru raktar ættir Málfríðar, en að henni -standa Hnífsdalsætt, Arnardalsœtt og Enigeyjarætt. Og hjá henni er líka raki-n ætt Jónis allt aftur til 17. aldar, og kemiur þá í ljós, að forfeður hans hafa ei-nimitt búi-ð hér í Mosifellsisveitintnli 2ja vetra ótaminn kynbóta- hestur, sem enn hefur ekki hlotið nafn. man-n fram af manini, eða þang- að til föðurafi hans Jón Þórð- arson flutti frá Gróttu og varð ákipstjóri og Skip-asmiður í Reykjavík, en Jón er sonur hjónann-a Inigibjargar Péturs- dóttur frá Svefn-eyj-um á Breiða firði, og Guðmiuindair Jónisison- ar, hin-s kiunina skipstjóra Reykjaborgarintnar, og togar- anis Skallagrímis, sem hann var oftast kenndur við. — Ég held að pabba hafi þess vegna fundizt hann hafa vissar skyldur við ættina og hafi einmitt þess vegna keypt jörð hér í Mosfells3vei.tinni, seg ir Jón. Hann keypti hana árið 1916 ásamt Jóel Jónssyni, skip- stjóra sem dó í spönsku veik- inni og þá keypti pabbi hans hlut og átti þá alla jörðina um tírna. Síðan fliuttiisit himigað Bjarni Ásgeirsson, fyrrv. sendi- herra og starfaði hér, en keypti síðan hálfa jörðina að nokkr- um árum liðnum. Uprl-.aflega var jörðin 6—700 heiParar, en það hefur saxast á hana. Reykjalundur stenclu: nú á hluta jarðarinnar, en það land var að nokkru leyti ice: pt og að nokkru gefið, og dælustöð- in fyrir Hitaveitu Reykjavík- ur var sett hér niður. Pabbi var strax bjartsýnn. á þessa jörð. Árið 1917 fór hann með nokkirum vinum sínum hingað uppeftir til að sýna þern land- areigninia og sagði stoltur: Áreiðanlega á þetta vatn eft- ir að hita upp Reykjavíkurbæ. Þá sögðu vinirnir: Heldurðu að þú ættir ekki að hætta að smakku það, Guð- mundur minn? — Ég hef heyrt sagt, að fað- ir þinn hafi lagzt imdir feld, þegar hann vildi vita, hvar fiskurinn væri? — Það eir kannski o: mikið sagt, að hann hafi lagz: undir feld. Hann fleygði sér út af og dreymdi. Ég var lengi með hon um á sjó, því að það var þá minn lífsdraumur að verða sjó- maður eins og hann, og það kom oft fyrirj þegar ég var við stýrið, að hann sagði' Ég ætla að leggja mig og vitahvert ég á að fara. Og það brást ekki, að eftir einn eða tvo tíma vissi hann, hvert stefm skyldi og við mokfiskuðum ef draum- urinn var skýr. Eftir að hann tók að reskjast, þá liom það fyrir, að hann sagði við mig: Vilt þú ekki leggja þig? — Og bar það árangur? — Já, — mér er sérscaklega minnisstætt eitt atvik. Þá fyllt- um við skipið svo að ég hélt það mundi sökkva. Við höfð- um farið inn á Bitrufjörð til að afla okikiur niaiutakjöts, en í þá daga var algengt, að skip keyptu vistir og vatn hjá bænd um. Við vorum þreyttir og lítið sofnir og ég hef sennilega verið mikið syfjaður, því ég man, að ég lagði allt kapp á að k-omast sem fyrst aftur um borð. Kúnni var slátrað, pabbi borgaði, við fluttum kjötið um hjvð og ég var kallaður að stýri. Þá var ég svo syfjaður, að ég dottaði við stýrið. Það er ekki hægt að hafa þig svona, sagði pabbi, legðu þig, vittu hvað þig drsymh. Ég lagði mig og rofnaði á augabragði. Um leið og ég sofna, finnst mér ég enn standa við stýrið, hafa í rauninni aldrei farið frá því. Það var -glaimpandi sóliskin og mér fannst ég fara frá styrinu og setjast afitan við brúna tiil a-ð haiía þa-ð gott. O-g v-eit ekki fyrri til en við erum komnir inn í fjarðarbotn, þar sem var mikill og góður grasvóxtur og skipið skríður rólegi upp í grasið. Ég hrökk upp. Hvað er þetta? Erum við strandaðir? En þá var skipið kj.nið lang- leiðina út undir Skaga. Jæja, hvað dreymdi þig? sp-urði pabbi. Og hanin réð dnauminin þainirí- ig, að við ættum að snúa við aftur inn í fjörð og væri ekki ólíklegt, að við fengjum þá jafnmargar síldar og grasstrá- in voru í draumnum. Við sner- um við og eftir hálftíma sigl- ingu eða tæplega það kimum við í sjó svartan af sild. Reykja- borg kom alveg á nósnnum inn á Hjalteyri næsta dag, þar sem við lögðum upp það sem eftir var sumars. — Hefur draumgáfa þín kom ið þér að gagni við búskap? — Ég held Iþað niú. Ofit dreymir mig fyrir veðráttu. Og ég minnist sérstaklega eins draums, sem kom að ómetan- legu gagni. Ég var við heyskap ásamt öðru fólki úti í Þerney og eiina nóttin-a dineymdi mig, að ég væri kominn heim til föður ömmiu minnar að Vest.urgötu 36, en föðuramma mín var einstak- lega sterk kona og dugleg, mót- uð af harðri lífsbaráttu. í draumnum fannst mér amma mín kalla á mig þar sem hún var uppi á loftinu. Ég fór fram að stiga og hváði og þá fannst mér amma taka teskeið fulla af vatni, sem hún lét drjúpa í aug- að á mér. Ég vaknaði samstund- is, klukkan vair fjögur að nóttu, en ég fór út og gáði til veðuirs. Við áttuim mikið flatt hey og hafði virzt rakinn þurrkur. En nú sá ág bara, að það var allt að gróa upp og ekkert efamál að færi að rigna. Ég vakti allt fólkið og það stóð heima, að búið var að galta meginhlutann af beyinu, þegar byrjaði að rígna og rigndi stanzlaust i mánuð. Annars stend ég á því fastar en fótunum, að ég get.i fundið lykt af rigningu, en það eru margir, sem efast um þjssa gáfu mína, segir Jón og brosir. En undirvitundin er alltaf vakandi og það var eins með pabba. Þetta kemur sér vel, en það slít ur man-ni líka að geta aldrei sofnað frá starfinu. Konan mín segir helzt ekki meira en hún getur staðið við, en hún hefur oft orðið undrandi á ýmsum til- þrifum í mér í sambandi við starfið. Og Málfríður rekur mér dæmi um það, að Jón hafi vakn- að um miðja nótt, þegar allir voru í fasta avefni og ekkert virtist að. En Jón fer þá rak- leiðis niður í hænsnahús og þá er rafmagnið farið af útungun- arvélunum, sem gerist stund- um ef stungur eru yfirhlaðnar, og það þarf ekki að fara mörigum orðuim um þa,ð, hve slíkt getur verið afdrifaríkt. — En hvernig stóð 4, að þú hættir sjómennskunni og fórst í land? — Pabbi hafði áhuga á, að ég yrði bóndi hér á jörðinni, sem hann hafði keypt, og á stríðsárunum lagði hartn hart að mér að hætta sjómennsku. Hann lagði áherzlu á, að nú hefðu of margir ungir menn farið beint I sjóinn, án þess að til þess væri ætlazt. Þá gaf ég mig og fór beint af togara i Hvanneyrarskólann í stað Sjó- mannaskólans eins og ég hafði ætlað mér, en áður hafði ég lokið gagnfræðaprófi við Flens borg. Síðar sigldi ég til Amer- íku og stundaði nám i tvö áx við háskólann í Madison, Wis- consin, þar sem ég tólc fcúnað- arhagfræði sem aðalgrein og alifuglarækt sem undirgrein. Meðan ég var fyrir vestan, hafði pabbi ásamt fleiri góðum mönnum, stofnað alifuglabú hér á Suður-Reykjum, sem hét Hreiður h.f., og ég gerðist bú- stjóri fyrst eftir að ég kom heim. Síðar fluttist félagið um set, og þá keypti ég eignir þesa, sem hér voru. Árið 1957 keypt- um við hjónin jörð föður míns af móður minni og systkinum, og nú búum við fjórir bænd- ur á Suður-Reykjum, tveir syn- ir Bjarna, ég og Sveinn, bróð- ir minn sem hefur garðrækt. — Við ákaflega gott sam- lyndi, segir Málfríður. það er ekki sízt þessu góða sambýli Guð'mundur var fararstjóri í útreið'artúr drengjamia. Hvíti hesturinn heitir Jökull, en Jón hefur lagt sig sérstaklega eflir hvitum eða Ijósum lit á hestuin. 15. júnií 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.