Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 7
azt fyrirgreiðsluir þar aö lú't- andi. Einnig hafa yfirvöldin smúið sér til prestsins sem ráð- gefandi manns, þegar skipa þumfti nýja menm í þessi emb- æitti. >eir hreppstjórar, sem lengst munu hafa verið samstarfs- menn séra Ólafs eru: Björn Gislason á Gunnólfsá, en hann tók við embætti sínu árið 1909 og Sigfús Bjarnason frá Karls- stöðum. Á bréfum þeirra beggja sést hve mikils virði þeir telja sér liðveizihi prestsins í ýms- um málum. Á þessu tímabili voru oft hörð ár og þá margir, sem ekki urðu sjálfum sér nógir og þurftu aðstoðar við. Árið 1819 er talið að ómaga- framnfæri í Ótatfsfirði hatfi ver- ilð 3543 fiskar. Næsta ár, 1820, hetfúr það enm amikizt og þá skrifar séra Ólafur Þor- leifsson bréf til amtsins þessu viðkomandi. Þar segir meðal annars: „ ... þykist undirskrif- aður ekki nein ráð til sjá hvern ig þessa hrepps fáu bjargálna- menm geta alla þessa byrði bor- ið ... Gæti nú yðar háeðla vel- borinheit séð nokkra mögu- leika til einhverrar hjálpar í þessu tilliti, óskum við auð- mjúklegaöt, það gæiti komizt i lag áður en langt um líður og að við fengjum það að vita sem fynsit.“ Um aðstoð prestsins við hreppsstjórnarmenn ber þessi bréfkafli Sigfúsar Bjarnason- ar nokkurn vott: „ ... orsökin til þess að skil- ríki frá mér ei fylgdu með hreppsreikningnum í haust, var sú að mig vantaði þess háttar form, án hvers mér var svo ó- mögulegt að innrétta slikt eins og myrkrinu að gefa birtu, allt þar til prestur minn, eftir yðar velbyrðugheita tilhlutan og til- mælum, lagði mér sitt lið hér til og látum vera að það nú í þetta sinn megi passa, þó í seinna lagi frá mér fari. En í fraim'fcíðd'nni hetf ég nú huigvekju fengið til að taka svoddan bet- ur í agt.“ Heilbrigðisþjónusta var mjög af skornum skammti á fyrri öldum, ekki sízt í afskekkbum byggðuim. Þairunig vair það einn- ig í Ólafstfiirði. Séra Ólatfuir bar gott skyn á lækningar og stundaði þær nokkuð í sinni prestsskapartíð. Ótti alþýðu manma við sjúk- dóma var mikill og það ekki að ástæðulausu, því flestar far- sóttir urðu meira eða minna mannskæðar og ýmsir barna- sjúkdómar hjuggu stór skörð í hvenri byggð. Eina von fólks- ins var þá að leita til manna eins og séra Ólafs, sem veittu alla hjálp er þeir máttu ag uirðu aft ag einaifct bjaing- værtrtiir. Árið 1817 skrifar presturinn sýslumanni bréf, og skýrir frá því að hann hafi verið sóttur til að skoða ókenniilegan krankleik í fjögra vetra gömlu barni og hafði mönnum dottið helzt í hug að þar væri um barnabólu að ræða, en bólu- sótt var í augum almennings einn hinn skelfilegasti sjúkdóm- ur. Sjálfur kveðst séra Ólafur aldrei hafa séð þennan sjúk- dóm, þar eð hann hafi fengið bóluna barn. En greindur mað- ur, Þorkell Jónsson í Hólkoti, var þarna viðstaddur. Hann hafði meðhöndlað bólusjúkl- inga og fullyrti að ekki væri um þann sjúkdóm að ræða. Prestur lét barninu í té með- ul og batnaði því fljótlega. En þrátt fyrir það að þetta væri ekki alvarlegt til- viik legigiur haran áherzlu á að tfram þurfi að fara almenn bólu setning í sveitinni. Sjálfur kve'ðst hann hatfa „vaccineírað" nokkiur börn og fullorðna vor- ið 1816 og afhent síðan verkið Birni Þórðarsyni á Skeggja- brekku með fyrirmælum um, að hreppsitjóri hains, Bjöcm Gisl'a- son á Ytri-Gunnólfsá, eftir að hanin hetfði „vaccmerað” hjá sér á heimilinu, skyldi sjá til þess að fram færi almenn bólu- setniing. En af þvi varð aldrei. Bréfið endar prestur á þessa leið: ... „Frá lækni Arasen á Flugumýri, hafði ég um vetur- inn bagjört „bókumiatieiríu“ og seodi 'hainin mór hainia og „oru- sitain“ meS (Cnustan er hnúður eða vessi ofan af bólum, skorp- an, sem send var og nota átti í bóluefnið), hvað ég upptók í votta nálægð ag virtist hvort tveggja ónýtt og tfortogið, sivo ég auk annarrar fenginnar ó- þægðar frá honum, er ég áður hef við yður að vikið, veit ekki hve heilsusamleg hjálp hans yrðd vaeri hún fáanleg. Án fleiri orða fel ég yðar háeðla velborinheitum framanskrifað áríðandi efni á hendur með auð mjúkri bón. Kvíabekk 27. des: 1817 Ólatfur Þorleitfsson." Af sóknarlýsingu Kvíabekkj- ar, sem samin er af séra Ólafi, má sjá, að hann hefur verið ágæbur skrifairi og stílfær í bezta lagi. Frásögn hans er ná- kvæm og gefur glögga yfirsýn um lífshætti byggðarinnar á fyrri hluta 19. aldar. Prestur mium einnig hafa haldið diag- bækur um veðráttufar, ísalög og ýmsa merkisatburði, því í annálum er víða vitnað til hans heimilda. „1817 Hatfis kom til Ólatfs- fjarðar 17. janúar og 22. sama mánaðar var allt fullt af ís. Þann 28. febrúar greiddi ís- inn dálítið sundur en 9. marz voru enn hafþök að sjá úr Hóls fjalli. 21. sama mánaðar og þann 31. var íslaust að sjá til hafs. 1. apríl brotnaði ögn ut- an úr ísnum á Ólafsfirði en 8. s. m. sneri bátur undan Hvann- dölum inn til Ólafsfjarðar vegna hafíss; Eftir það rýmdi til þangað til 6. maí, þá varð allt fullt aftur og þann 22. þess mánaðar sást engiin vök í sjó- inn út á haf. Þann 9. júní lagði báitiur út tfrá Ólatfstfirði ag var þröngur ís ofan við Brík vest- ur undir mitt Hvanndalabjarg. Þair vairð komizt tfram úr hon- um vestur á Siglunes. 18. júní braut svo ísinn upp inn að Múla, en þann 21. var ailur Eyjafjörður samfrosinn. Þann 14. júlí sást ennþá ís frá Ólafs- firði. . . .“ í sóknarlýsingum séra Ólafs, segir svo: „Flestir bæir eru sæmilega byggðir, en jarðskjálftinn mikli, nóttina milli 11. og 12. júní 1838, braut suma til grunna. Fólk lifir mest part á sauð- gagni og bætir þó hákarls- og fiskafli mikið úr með kjör manna . .. Enginn getur annað sagt, en fólk leggi alúð við þessa áðupnefndu bjargræðis- vegi og allt, sem að þeim lýtur. ... Hér er mikið ofið og eru til 8 vefstólar i sóknimmi. Sumir tæta hamp til veiðarfæra, aðrir smíða ýmislegt til búsþarfa svo sem amboð, ílát, skip, báta og annað þar að lútandi ... ... Nálægt 30 menn eru hér skrifandi, eldri og yngri, en »11s eru í sókninni 250 manns. Árið 1808 voru aðeins 7—8 er þá list kuninu. Þegar á allt er litið í tilliti til siðferðis, er það hér ekki lakara, ef ekki betra, en óuinars staðar í sjó- plássum. Kirkjugöngur eru hér tíðkaðar þegar veður leyfir, og sama er að sega um allar trú- arlegar umþenkingar og siði. Uppfræðsla í þeim efnum er sæmileg, þótt einn beri af öðr- um.. . . “ Af þvi sem tilfært hefur ver- ið hér að framan sést, að séra Ólafur Þorleifsson hefur skráð og sikilað framtim aníum gaign- merkiuim heimildum um lítfsihætti sininiar samtíðar og jafxuframt, að hanin hefur verið virkur ráð gjatfi og samstartfsmaður siinina sóknarbarna, ekki aðeins í þeim efnum er snertu trúarlega fræðslu og uppeldi heldur einn- ig í dagsins önn og amstri, bar- áttunni fyrir hinu daglega brauði. Séra Ólafur þjónaði Hvanin- eyrarprestakalli, ásamt sínu eigin, frá því veturinn 1823 og fram á sumar 1825. Elztu menn haía það etftir gömlum Siglfirð- ingum, að hann hafi að vetrar- lagi alltaf farið fótgangandi Botnaleið til þeirrar þjónustu, enda þrekmenni og ósérhlíf- inn. Meðan tækni og fagmennska höfðu enn ekki fest rætur í íslenzkum byggðum þótti mik- ils um vert að menn væru bú- hagir og kynnu á sem flestum sviðum að taka til hendi. Prest- ur var ekki eftirbátur annarra í þessu efni. Hann var fjöl- hætfuir smíöuir bæði á tré og járn, l'agði sig jafnvel eftir að smíða stundaklukkur. Grímur amtmaður á Möðruvöllum fékk hjá honum klukkuhjól, er hann hafði smíðað, og sendi til Dan- merkur til sýnis. Sumarið 1827 fékk svo séra ólafur frá danska landbúnaðarráðuneyt- inu verkfæri til úrsmíða í verð launiaisikyni. Vair talið að þau mundu að verðgildi nema 50— 60 rd. Árið 1838 andaðist prests- frúin, Katrín Gunnarsdóttir. Þann 2. október 1839 fær svo séra Ólafur veitingu fyrir Höfða og var þar prestur til æviloka. Hann kvæntist hið hið þriðja sinn, Guðrúniu, elztu dóttur séra Jóns er verið hafði prestur á Höfða fyrr. Um séra Ólaf var sagt, „að hann var maður mikill að vall- arsýn, gleðimaður hinn mesti og sterkur vel. Hann var vitur og vel met- inn af sóknarbörnum sínum, enda styrkur þeirra og leiðtogi i mörgu tilliti. Eins og fyrr er sagt, kom Gunnar sonur hans til hans að- stoðarprestur síðustu þjónustu árin. Séra Ólafur Þorleifsson lézt að Höfða 1866 83 ára gamall og hafði þá veríð prestur í 59 ár. Hann átti þá að baki merka sögu sem sálusorgari. skipstjórn armaður. læknir f’-æ^imaður og smiður. Verður “kki séð að hanin hafi fo-rvokazt. þótt starfsvettvangur hans væri í harðbýlli sveit langt utan al- faraleiðar. 15. júnlí 1969 LESBÓK MORGUNBLAr SINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.