Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Blaðsíða 13
 SAAB BÍLAR Franikvæmdastjóri Saab verk smiðjanna hefur líklega verið alveg uppi í skýjunum af hrifn ingu, þegar búið var að smíða fyrsta eintakið af Saab 99 og verðlagningin hjá þeim varð eft ir því. Vélin er aðcins 87 hest- öfl, hámarkshraðinn 150 og við V0LV0 164 Lengi hefur þess verið beð- ið að Volvo kæmi með 6 strokka bíl og þótti tími til kominn, þar sem gamla vélin B 18, hefur þótt full kraftlitil þar sem ein- hverjar kröfur eru gerðar um hraða og orku. Á Bandaríkja- markaði hefur þetta nálega ver ið það eina, sem Volvo er fund- ið til foráttu. Nú hefur Volvo gert lítilsháttar bréytingar á 144-gerðinni og heitir sá nýi Volvo 164. Nýja vélin er 3 lítra og 145 hestöfl. Sætin eru ein- hver þau beztu í nokkrum fjöldaframleiddum bíl og í 164 eru þau með ullaráklæði. Brems ur eru diskar á öllum lijólum og vinna þær framúrskarandi vel. Auk þess er Volvo í farar- broddi hvað öryggisbúnað á- hrærir. Á framenda hafa verið gerðar útlitsbreytingar, sem að sumu leyti eru dálitið gamal- dags, en gera bílinn virðuleg- an og klassískan. Volvo 164 kostar 545 þúsund á móti 436 þúsundum, sem Volvo 144 kost ar. Hann er samt svo til ná- kvæmlega jafn stór og á erlend um blaðadómum er að skilja, að kostirnir sem hann hefur fram yfir Volvo 144 séu ekki pen- inganna virði. Fyrst og fremst borga kaup- endur þennan mismun fyrir FJÖLSKYLDUBÍLL FRÁ FÍAT Fíat hefur nýlega sent á markaðsnn nýjan rúmgóðan f jöl skyldubíl, sem auðkenndur er með tölunni 130 og er í raun- inni stækkuð útgáfa af Fíat 125. Einfaldleiki í ú liti ein- kennir þennan bíl. Þó er eins og hann hafi farið á mis við eitthvað af þeim þokka, sem Fí- at 125 er gæddur. Þó þarna sé allt fremur smekklegt, mundu margir liafa vonast til að ítalir gætu látið eitthvað betra frá sér fara en einn enn til við- bótar í þann séreinkcnnalausa skara á borð við japanska bíla, Opel eða Chevy II. A liraðbrautum mun Fíatinn þó greina sig frá meðalmennsk unni, því hámarkshraðinn er auglýstur 180 km — klst. og er því náð með sex strokka 140 hestafla vél. Fíat 130 er með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjól- um, sömuleiðis diskabremsur á öllum hjólum. Að framan eru aðskildir stólar og í fyrsta sinn hjá Fíat er þessi bíll með sjálf- skiptingu í hinni venjulegu út- gáfu. Beinskiptingu verður að panta sérstaklega sé hennar ósk að. BUICK BIVIERA bragðið frá kyrrstöðu í 100 km á klst. er 14.5 sek. Allt er það aðeins rétt í meðallagi, en að öðru leyti hefur Saab fengið góða dóma. Aksturs-eiginleikar þykja framúrskarandi og er það raunar langtum meira virði en 150 eða 200 hestafla vél til dæmis. Saab heldur sig við framhjóladrifið og liver sá sem lítur inn í þennan foíl, getur séð að smekkvísi og frágangur er langt fyrir ofan meðallag. Svo verðið er kannski réttlæt- anlegt, þegar öllu er á botninn hvolft. • •• : virðuleik og „status“ Hversu mikils virði slíkt er, hlýtur ein ungis að vera háð persónulegu mati. Hinsvegar fer ekki milli mála að hinn nýi 6 strokka Volvo er framúrskarandi tæki. Lík lega verður að fara í Benz eða hinar dýrari gerðir BMW til að finna bíla, sem taka honum fram. Volvo 164 hefur tvímælalaust meiri persónuleik til að bera en 144 gerðirnar, ef hægt er að nota slíkt orð um bíl. Hann hefur auk þess þrjá þýðingar- mikla kosti framyfir Volvo 144: Hann er stöðugri í stýri, mýkri á ósléttum vegri og í þriðja lagi vinnur hann miklu betur eins og gefur að skilja, þegar vélin er 145 hestöfl á móti 90. Volvo 164 er fáanlegur í þrem gerðum: Með fjögurra gíra kassa; með fjögurra gira kassa, „overdrive" og sól- þaki og í þriðja lagi stýri og sólþaki. Lengd er 470 cm. og br. 173 cm. Viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km hraða er 10,5 sek., sem er býsna gott, en á Bandaríkjamarkaði auglýs ir Volvo: „0—100 á 10.5 sek er ekki óalgengt, en 100—0 er það“ Þar er að sjálfsögðu átt við bremsurnar. Miðað við 100 km hraða stöðva þær bilinn á 3.5 sek og það á sér naumast hlið- stæðu. með sjálfskiptingu, vökva- Buiek hefur lcngi verið í góðu áliti sem vandaður lúx- usbíll, enda þótt aksturseigin- leikar á malarvegum séu ekki alltaf í beinu hlutfalli við önn ur tæknileg ágæti. f Buick Ri- viera er reynt að sameina í einn og sama bílinn virðulegt og sportlegt útlit í senn, afl, sem nægir til þess að bíllinn spóli á þurru malbiki, og alls- konar þægindi í innréttingu. tJt koman er stór dreki, framúr- skarandi fallega teiknaður og samsvarar sér vel. Trúlega einn glæsilegasti og bezti ameriski bíllinn af árgerð 1969. Tveir dýrir JAGUAR Nokkur ár eru nú síðan ný gerð hefur komið af Jagúar, en aðgerðarlausir hafa menn ekki setið þar og árangurinn er kominn í ljós: Stór Jagúar og íburðarmikill með tvenns konar vél: 180 hestafla og 245 hestafla. Með stærri vélinni verður hámarkshraðinn um 200 km á klst. Innréttiugin er frem ur gamaldags en vönduð, leður á sætum og hnota í mæla- borði. 15. júnií 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.