Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 1
( 25. tbl. 6. júli, 45. árg. 1969. V Á þessu ári er væntanlegt í Bretlandi þriðja bindi af ævi- minningum Harolds Macmillans, fyrrv. forsætisráðherra. í þeim kafla bókarinnar, sem hér fer á eftir, lýsir höfundurinn stjórn- málajöfrinum Winston Churchill bæði sem forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðu. Þá er m. a. fjallað um kostningabar- áttu og ósigur íhaldsflokksins árið 1945, er Verkalýðsflokkurinn náði völdum. Lýst er náið ýmsum öðrum stjórnmálamönnum Bretlands, svo sem Atlee, Bevin, Cripps og Eden. ÆVIMINNINGAR NAROLDS MACMILLANS Þegar komið var út í fiokksbarátt- una var enginn ötulli og úrræðabetri bardagamaður en Churchill. En, eims og forfaðir hans Marlborough var hann ekki fyrst og fremst flokksmaður. Has-n var maður stórræðanna allt sitt líf og tókst bezt upp í samstarfi allra flokka, eða að minnsta kosti þar sem hóflegar skoðanir beindust að ákveðinni þunga- miðju. Þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út árið 1939 gekk hann í stjórn Ohamber- laims og starfaði þar af þeirri trú- menmsku, sem honum var eiginleg, unz sú stjórn féll. En mesta stund hans og þjóðarinnar allrar rann ekki upp fyrr en í maí árið 1940, þegar hann var kall- aður einróma til æðstu valda sem þjóð- arleiðtogi. I fimm ár var hanin forsæt- isiráðheirra í einmi hæfustu og sterfcustu stjórn í sögu Bretlands. í áletrun á bromspeningnum, sem hann útbýtti með- al allra þeii'ra, er starfað höfðu með honum, kallaði hamn þessa stjórn rétti- lega „bandalagið mikla“. Það er rétt, að eftir lát Chamberlains árið 1940 tók hann við formenmsku fhaldsflokksins þvert ofan í ráðlegging- ar flestra í blaðaheiminum og rnargra persónulegra vildarmanna. Hann hafði ekki gleymt, að Lloyd George hafði á síðustu stjórnmálaárum sínium misst allt pólitískt áhrifavald vegna skorts á flokkslegum bakhjarli. Churtíhill var nógu kænn til að láta þá ekki glepja sér sýn, sem á hættunmar stund kröfð- ust hans sem þjóðarleiðtoga er hafinn væri yfir flokkadrætti. Hann vissi að þegar vindstaðan breyttist myndi hið ihefðbundna kerfi, sem Bretland hafði svo lengi verið stjórnað eftir, ná sér aftur á strik. Og eins og hagsýnum hershöfðingj a leizt honum ráðlegra að tryggja sér traust vígi fyrir framtíð- ina. Engu að síður var honum undir miðri lítt gefið um stjórnmálaflo'kka sem slíka. Eins og margir landar harns var hann sumpart íhaldssimnaður, sumpart róttækur í skoðunum. Því var það, þegar leið að lokum styrjaldarininar, að Churohill hefði ó- sjálfrátt kosið heldur að fresta kosn- iingum og haida bandalaginu þar tii það hefði lokið ætlunarverkum sínum, enda þótt hann viðurkemndi nauðsyn þess að kjósa nýtt þing í stað þess sem setið hafði í nærri 10 ár. Að öðrum kosti hefði hann viljað mynda nýja sam- steypustjórn eftir áð kosningabaráttan var um garð gengin. Hefði annarfavor flokkurinn aðeins hlotið nauman meiri hluta í kosndmgunum, myndi þessi fyr- irætlun vissulega hafa reynzt fram- kvæmanleg. Þegar um sumar og haust ársins 1944, er ljóst var að lokaósigur Þýzkalands gat ekki verið langt undan, tók hugur manna bæði utan og innan stjórnarinm- ar að sjálfsögðu að beinast að stjórn- málalegri afstöðu framtíðarimnar. Ráð- herrarnir sjálfir gátu ekki bundið at- hygii sína óskerta við þau ætlunarverk bandalagsins, sem eftir voru. Uppbygg- ingarvandamálin og þau sundurleitu viðhorf. er mæta myndu málefnum fyr- irstríðsáranna, tóku æ meira rúm í huga þeirra. Hinir virkari flokksleiðtogar eims og Attlee og Monrison, gátu ekki varizt því að hugsa til eflingar flokks síns, þar sem greinilegt var að þingmanma- tala hans í neðri deild þingsins var ekki í neinu samræmi við skoðanir almenn- ings í röðum hermamma jafnt sem ó- breyttra borgara. Áhugasamir vimstri- menn höfðu fyrir nokkru hafið áróð- ur fyrir frelsi til að framfylgja stefmu byggðri á sósíaliskum undirstöðuatrið- um. Auk þess var Verkamannaflokfcur- inn enn að mestu grundvallaður á stétt- arfélögunum, sem að fullu höfðu varð- veitt byggingarform sitt og frerruur aufc- ið en misst áhrif sín meðan á stríðiniu stóð, en stjórnmálasamitök íhaldsfloikks- ims hö'fðu hims vegar nánast gufað upp. Það lá því í augum uppi að kosning myndi, hver sem úrslit hennar yrðu, fjölga fulltrúum Verkamannaflokksins í neðri deild þingsins. Kosnimgamair 1935 höfðu farið fram við aðstæður, sem voru Verkamannaflokknum í óhag og vörpuðu ljósi á glundroða þann er þar ríkti eftir hugvitsamlegar baráttuaðferð ir Baldwins. Stjórnarmeðlimir fóru því, eftir því sem stundir liðu fram, að draga sig hver í simn dilk. Eims og Churtíhill crðaði það sjálfur: „í stað þess að vera vopnabræður, urðum við keppinautar um valdið“. Um haustið 1944 reyndist enn nauð- synlegt að framlengja lífdaga þingsins með löggjöf. Á þeim tíma var það al- mennt álitið, að þótt styi'jöldinni við Þýzkaland yrði lokið í siðasta lagi vor- ið 1945, myndi viðureignin við Japani stamda í hállft amnað ár eftir falil Hitl- ers. Er Churchill lagði fram frumvarp- ið 31. október 1944, lýsti hann yfir því, að þar sem þetta þimg væri nú þegar á tíunda ári, myndi rangt að framlengja það frekar en þar til stríðinu við Þjóð- verja væri lokið. Með þessum orðum, sem ég held að hamn hatfi iðrazt síðar, gekk hamn feti framar en nauðsynlegt eða hyggilegt var. Það hefði emigum fundizt ósiaramgjarmt þótt bandalagið hefði fengið að halda velli þar til Japanir gæfust upp og þá, eims og Churdhill sjálfur benti á, yrði á þessu tímabili mögulegt að hrinda í framkvæmd djarfri og einhuga áætlun um þj óðfélagslegar endurbætur. Undir- búningur var þegar hafimn, þrátt fyrir ógnir styrjaldarinnar. Umfangsmiklar fyrirætlanir höfðu verið kunngerðar vítt oig breitit með Beveridge áæ’tlun- inni og Hvítu bókinni um fullt atvinnu- öryggi, svo og öðruim víðtækuim stefmu- yfirlýsingum. Það hefði verið eðlileg ósk Churöhills að fá að fylgja þessum málefnum heilum í höfn. Þegar ég dvaldist að Chekuers í situttri heimsókn í maí, urðu þar nokkrar um- ræður um þetta vandamál. Fyrsta kvöld heimsóknar minimar var fátt manna sam- ankomið — aðeinis Churehill, Cherwell lávarður og ég, asamt Jock Colville, einum ritaranna. Ég skrifaði þá í dag- bók mína: Mikið rætt við kvöldverðarborðið — Harold MacmiIIan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.