Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 12
þó pWorúrvn oen noVdtuJ 03 rnsxrvnxv öioVyjjm. oJfbkxrgön^unnor Wíojt Vuxrun þótil-og VyxAcúá ÓlÖujt og spujröo. Vvoort híunn ojjn^kvj, VváfÖl orövi Oxvxrv. ujttv rtxm - XbxHsx ó. stojbnjxm uum. öýr IxJL Ujo fcrsyb^rriork •újr-Ué or hcxrvn refcujr þcxr ruóuor 'x. gólfuá þcxr wm búiíxmvjr hofóou n.cíXxn.cx.. 1Drcn.gvjjrv.rvn, kucvásá: þcxr Qxrx=>Vcvb rexm.- IqxícOl hcvfo. orö'vji ucxr. f\Qxmo.mQcvn xjUííxji ofcfcx sobk'vA ruövjvr cxnrwxn ^yrvr únruxn on hvnn ^yrvr ^rcxmcxn <bhóJíxdyr- noj~. S'ukux Vsagjjst hcxnn Uua honxxm W.oorru.g sem hcxnrv iQxioácst má oá scxnnfora þá um þoá Sxáon xxxr honn þcxr róáo-r og feo^jrwxr þongoá Ui stojkxrTaonn homcx xxrrv morgxxnúrvn. <ir þjJJl- býxrt ucxr ordxi. “þoxr dcxgxnn QJfivr þuxboáv. xjcur hoxvn þtQVcoáucr cxf. xAivxrexgn sxnni x>vá oþur- góngujrwx cg sxjo xjOlcJjj, hQjJjyx. hotuxm og ooru. glxxáixri C brogé'x ar þoxr aóxx Vvojrvjn IxfOurvii. cun þaxr Vvófdu VojoJJt Vwxnn KoJxrwxrrvonn Qktex rfuvácx hoxvrv fyrxr noteVcxxrn mun or Vvcxnrv VuxgVveystx \pa. unnar, vegna þess að hamingj- an er eitt af markaðsgoðunum. Það á að beina því í átt til gagnkvæmrar ástúðar. Villi- dýrið, sem nagar herfang sitt getuir líka verið haminigjusamt, en aðeins mannverur geta fundið til ástúðar sín á milli og þetta er þeirra æðsta mark og mið.“ „Onei, nei, ég vil hamingju, þú getur látið mér eftir ham- ingjuna mótmælti Oleg kröftug lega. „Láttu mig bara hafa hamingju, þessa fáu mánuði, sem ég á eftir ólifaða. Annars má fjandinn eiga allt heila . . . “ „Hamingjan er hilling", and- æfði Shulubin og neytti ýtr- ustu krafta. Hann var orðinn allfölur. „Ég var hamingjusam- ur við að ala upp börn mín, en þau hrækja á minningu mína. Til að varðveita þessa hamingiu, tók ég bækur, sem voru fuilar af sannleika og brenndi bær í ofninum. Og hvað snertir hina svokölluðu „ham- ingju komandi kvnslóða" há er hún jafnvel enn meiri hilling. Hver veit nokkuð um hana? Hver hefur talað við þessar ókomnu kvnsióðir? Hver veit hvaða goð þær munu tilbiðja. Hugmyndir um það hvað ham- ingja sé, hafa breytzt of mik- ið gegnum aldirnar. Enginn skyldi vera svo óskammfeilinn, að reyna að undirbúa hana fyr irfram. „Þegar við eigum svo mikið af hveitibrauðum, að við get- um troðið þau undir fótum, þegar við eigum svo mikla mjólk, að við erum að drukkna í henrni, verðum við samt sem áður ekkert hamingjusöm. En ef við skiptum með okkur hlutum, sem við eigum ekki nóg af, bá getum við orðið hamingjusöm strax! Ef við hirðum ekki um annað en „hamingju" og að auka kyn okkar, fyllum við að- eins jörðina eins og skynlaus- ar skepnur og sköpum hræði- legt þjóðfélag. Ég skal segja þér, mér líður ekki rétt vel . . . ég held ég ætti að fara og leggja mig .. . “ Andlit Shulubins hafði frá byrjun verið með örmögnunar- svip. Oleg hafði ekki veitt því athygli hve fölt, hve nábleikt það var orðið. „Komdu þa, Aleksei Filinpo- vieh. komdu þá, ég skal leiða þig-“ Það var ekki auðvelt fyrir Shulubin að standa upp úr stellingunni, sem hann var í. Þeir drógust áfram löturhægt. Allt í kringum þá var þyngd- arleysi vorsins, en þyngdarlög- málið sligaði mennina báða. Bein þeirra, holdið, sem eftir var, fötin, skórnir, jafnvel sól- arljósið lá þynigslalega á þeiim og var þeim til byrði. Þeir gengu þegjandi. Þeir voru orðn ir þreyttir á að tala. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir að útidyraþrepun- um og stóðu í skugga krabba- hússins, að Shulubin tók aftur til máls. Hann studdist enn við Oleg, lyfti höfðinu og horfði upp á aspirnar og heiðhimin- inn. Hann sagði: „Það er bara það, að ég vil ekki deyja undir hnífnum. Ég er hræddur ... Það er sama hversu lengi mað- ur hefur lifað og hverskonar hundalíf það var, manm lang- ar samt til að lifa ... “ Síðan gengu þeir inn í for- salinn. Þar var heitt og mollu- legt. Þeir lögðu af stað upp langan stigann, mjög hægt, þren fyrir brep. Þá spurði Oleg hann: „Segðu mér. hugsaðir þú um þetta. þessi 25 ár, sem þú varðst að bugta þig og beygja og afneita sann- færinsu binni?" Sliulubin svaraði tómlegri og daufri röddu, sem varð veikari og veikari: „Já, ég gerði það. Ég afneitaði öllu og ég hugsaði me'ð sjálfum mér, ég tróð bók- unum inn í ofninn og hugsaði: „Hví ekki það? Hef ég ekki unnið til nokkurra hugmynda fyrir það sem ég hef þolað og með sviksemi minmi?" KRABBADEILDIN Framhald af bls. 5. ar hringur í sama víti) eru það eingöngu íbúarnir, sem eru raunverulega frjálsir. Þeir geta rætt um mál, sem „ekki eru lengur til umræðu". Þeir geta útbreitt hugsjónalega villutrú. Og þeir geta í þjáningu sinni — því þagnar er ekki krafizt af þeim, sem æxli eða réttar- höld hafa þegar dæmt til vít- is. A hinn bóginn eru þeir, sem fyrir utan standa, fangar hins pólitíska veruleika. Þeir verða að gæta tungu sinnar svo að þeir móðgi ekki Stofnunina og lendi í víti. f „Innsta hringnum" lýs- ir Solzhenitsyn þessum þætti mjög adfráttarlaust: „Gerið ykkur eitt ljóst og komið því áleiðis til allra þeirra sem efst standa en vita ekki enn að þeir eru aðeins sterkir svo lengi sem þeir svipta fólkið ekki öllu. Maður, sem sviptur er öllu, er ekki lengur á valdi neins, Hann er aftur orðinn frjáls." í „Krabbadeildinni“ verða æxlin tákn meinsemdanna í so- vézku þjóðfélagi, sjúkrahúsið, þar sem þau hljóta svo tilvijl- anakennda meðferð, er látið merkja Sovétríkin í likingunni. Og við þessum þjóðfélagsmein- semdum er Solzhenitsyn ákveð- inn í að beita sínum eigin lækn ingaaðferðum — að skrifa um þá hluti, sem að öllum jafnaði eru ekki frjálsir til umræðu. Þegar hinn fyrrverandi fangi, Kostoglotov, segir þurrlega, að „fram aS þessu hafi litlar at- huganir verið gerðar á sam- bandinu milli myndunar æxla og miðtaugakerfisins", er greinilega átt við þær rang- færslur, sem bornar eru fram af embættismannavaldi Rúss- lands. Síðan heldur hann áfram og kvelur þjáningabræður sína á krabbadeildinni með gylli- vonum um „sjálf-lækningu“. En í sama bili gellur við rödd úr horni deildarinnar: „Ég geri ráð fyrir að til þess þurfi mað- ur að liafa hreina samvizku.“ 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. júlí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.