Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 3
„Mér er varnað máls## Úr fundargerð sovézka rithöfundasambandsins BÖKMENNTIR OG LISTIR Samtal Iietta birti júgóslav- neska tímaritið „Vjesnik“ eftir fund sovézka rithöfundasam- bandsins, hinn 22. september 1967, þar sem Alexander Sol- zhenitsyn bar fram kvartanir sín ar vegna ritbanns Sovétstjórn- arinnar, rógs gegn sér og ályga og loks vegna fjandskapar rit- höfundasambandsins sjálfs. Að almálpípa stjórnarinnar í þess- um viðræðum var Konstantín Fedín, aðalritari sambandsins, sá sem gengið hefur einna harð ast fram í því að kveða niður frelsisraddir í sovézku eyðimörk inni. Auk hans sátu fundinn menn á borð við Alexander Tvardovskí (ritstjóri „Novi Mir“ og vinur Solzher.ltsyns var að sjálfsögðu vikið úr því starfi nú fyrir skemmstu), Kon stantin Símónov og Alexander Korneitsjúk auk ljóðskáldsins Alexei Súrkov, sem forðum daga barðist sem níðangursleg- ast gegn Boris Pasternak og skáldsögu hans „Dr. Zívagó". Samtalið er tekið saman úr hraðritaðri fundargerðinni. Korneitsjúk: Mig langar að spyrja Solzhenitsyn einis: Hvert er álit hans á hinum borgara- lega áróðri, sem bréf hans til rithöfundaþingsins olli? Hvers vegna tekur hann honum svona rólega? Sjarípov: Og hvernig komst bréfið eiginlega til Vestur- landa? Solzhenitsyn: Anzi er ég orð- inn vinsælt umræðuefni! Mað- ur nokkur, sem til skamms tíma gegndi áhrifastöðu, harmaði ný lega að hafa ekki átt sæti í „þriggj amannanefndinni“, sem dæmdi mig árið 1954. Hann vildi nefnilega láta skjóta mig. Hvað hinu viðvíkur, þá hljóð- uðu úrslitakostir seinna bréfs míns til rithöfundasambandsins svo: „Annað hvort gefið þið sögu mína út, eða ég fæ hana gefna út á Vesturlöndum“. í rauninni var það ekki ég sjálfur, sem setti sambandinu þessa úrslita- kosti, Þessa kosti setti lífið sjálft mér jafnt og sambandinu. Hinis vegar lét ég þá þegar í ljós ugg vegna hinnar nokkur hundruð eintaka fjölrituðu út- gáfu sögunnar. (Framíkall): Hvernig komst sú útgáfa eiginlega á kreik? Solzhenitsyn: Hvað snertir mín handrit kemur aðeins eitt til greina. Einhver biður mig þess að mega lesa þau. Síðan tekur hann afrit af þeim og fær þau öðrum til lestrar og uppskrift- ar. Til þess, að svo færi ekki um „Krabbadeildina“ ritaði ég siðara bréf mitt til rithöfunda- sambandsins. En hvers vegna í dauðanum tók sambandið ekki afstöðu til bréfsins á undan Vesturlandabúum? Og hvers vegna tók þingið enga afstöðu til rógs þess, sem dunið hefur á mér um nokkurt skeið? Tvardovskí: Ekki voru allir jafnsekir í því máli. Solzhenitsyn: Ritstjóraa- tíma- ritanna snúa allir bökum sam- an, þegar kemur til þess að breiða út lygar um mig. Þeir birta ekki andmæli mín. „Ivan Denissóvitsj" er bannvara. Mér berast þær fregnir frá fjarlæg- um stöðum, að bókina sé ekki að finna á bæja- og sveitabóka söfnum. Sú lygi mun þar al- geng, að eintak safnsins sé því miður enn hjá bókbindaranum. En þegar lygasamtökin urðu samt loks að snúast til varnar báru þau þá speki fyrir sig, að ég hefði unnið með Þjóð- verjum, er ég var strfðsfangi þeinra. í fyrra var ful'lyrt, að ég væri flúinm til Egyptalands og væri því í ritbanni. Nú verð ur það eflaust næsit uppi á ten- ingnum að ég telji jörðina þungamiðju sólkerfisins og hafi borið Giórdanó Brúnó á bál- köstinn. Ekkert getuir framar vakið mér furðu. Símónov: Ég er á móti skáld sögu Solzheiniitsynis, „Fyrsta hrimgnum", og greiði atkvæði gegn útgáfu hennar. En ég er samþykkur útgáfu „Krabba- deildarinnar“. Mér líkar sú saga þó ekki alls kostar. En enginn gerir svo öllum líki. Á hinn bóginn erum við tilneydd- ir að dreifa lygum um Sol- zhenitsyn, Tvardovskí: Ritstjórn „Novy Mir“ kemur ekki auga á neina frambærilega ástæðu gegn út- gáfu „Krabbadeildarinnar". En fyrst verður auðvitað að leið- rétta hana svolítið. Til þess þurfum við aðeins samþykki rit höfundasambandsins og þá yfirlýsingu frá hendi Solzhenit- syns, að hainin sé þessu sam- þykkur. Framíköll: Málið er nú hreint ekki útkljáð enn! Fedín: Nei, þetta nær engri átt. Það er ekki sambandsins að samþykkja neitt, eða hafna neinu að heldur. Ráðið þarf eng ar skýringar fram að færa. Annað mál væri, ef Solzhenitsyn gengi sjálfur fram fyrir skjöldu og gæfi skýringu á gangi mála. Fyrst og fremst verðið þér, Sol- zhenitsyn, að mótmæla hinini hættulegu notkun nafns yðar á Vesturlöndum. Síðan verður að sjálfsögðu að gefa yður kost á að leggja fram þær kvartanir yðar, sem þér gátuð áðan. Og leggið þér fram vel gert og kurteislegt ritverk munum við hjálpa yður og gefa það út. Korneitsjúk: Við viturn, að þér hafið þjáðst mjög. En fleiri hafa þjáðst en þér. Fjöldi manna hefur dvalizt í nauðung arvinniubúðum, jafnvel gamlir kommúnistar. Úr vinnubúðun- um héldu þeir beint á vígvöll- Framhald á blis. 13. Alexander Solzhenitsyn e e cummings: einhversstaðar hef ég ekki farið skemmtilega i kringum hlutina einshversstaðar hef ég ekki farið skemmtilega í kringum lilutina með alla lífsreynsluna augu þín hafa þögn hennar í hrösulu látbragði þínu eru hlutir sem grípa mig en ég vil ekki snerta þeir eru svo líkir mér virðingarlaus augu þín gera mig auðveldlega einlægan þótt ég dragi mig saman í hnefa slæ ég vindhögg þegar þú breytir blómhnapp í krónu rís stöngull minn í vorið í viðkvæmri fjölleikni að lcyndardómsfullum meyjarblóma og ef þú óskar aö hafa samneyti við mig ég og mitt líf mun fullkomnast dásamlega allt í einu líkt og þegar hjarta blómsins skynjar að fræið er mjöllin hvít sem allsstaðar fellur hljóölega niður ekkert skilur okkur tvö í þessari veröld jafnréttisins krafturinn í áköfum veikleika þínum samkvæmt áætlun beygir mig að Iitskrúði ættjarðarinnar dauðinn opinberast að eilífu í sérhverri angan Jónas E. Svafár sneri úr ensku og gerð: teikninguna. 6. júlá 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.