Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 10
ÆVIMINNINCAR HAROLDS MACMILLANS Fxiamíhaild aÆ bls. 2. Neðri málstofa brezka þingsins. Vinstra megin við forsetastólinn ern bekkir stjómarinnar og stjórnarþingmanna, en hægra megin stjómarandstæðinga. Efst eru áheyrendapallar. En þetta þýddi ekki að það óskaði að fela honum og íhaldsbræðrum hans tilveru sina um ókomin ár. Það hafði sannfærzt um, hermenn jafnt og óbreytt ir borgarar, á síðustu árum styrjaldar- innar, að strax og baráttumni væri lok- ið, rynnd sjálfkrafa upp eins komair vel- sældarsól. Brezka þjóðin myndi hverfa átakalaust inn í sósíaliskt eða hálf- sósíaliskt þjóðskipulag undir stjóm sinna kjömu leiðtoga, sem myndu koma í kring dæmalausri velmegun í heimi allsherjarfriðar. Það hafði ekki heldur gleymt né verið leyft að gleyma árunum fyrir styrjöldina. Bækur og bæklingar sem réðuát á „sakamenmima frá Miin- Chen“ voru gefin út og dreift í ara- grúa eintaka. f>að var ekki Churchill, sem tapaði kosningunum 1945 — það var draugurinn af Neville Chamberla- in. Kosningarnar voru jafn litlausar og leiðinlegar allt til enda. í stað þess að gera fagnandi fólksfjölda kunn úrslit- in í High Street frá 11 til miðnættis á kjördaginn, urðum við að bíða í þrjár vikur. >á fóru frambjóðendurnir ásamt nokkrum vinum sínium til Ráðhússins síðdegis til að hlusta á úrslitin. Enginn fólksfjöldi, engin fagnaðarlæti þetta var dauflegt formsatriði. En tölurnar voru að minnsta kosti ákveðnar hvað mig snerti. Ég hefði ekkert getað gert til að úrslitin yrðu önnur. Andstæðimgur minn sigraði með yfirburðum. Ég og kona mín snerum vonsvikin en ekki hissa aftur til Lundúna með nætur- lestinmi, eins og við höfðum svo oft gert áður. Það skorti allavega ekki á vissa samsvörun í stjórnmálaferli mínrum. Á tuttugu og tveim árum hafði ég sex sinmum háð kosningabaráttu í Stockton — unnið þrisvar og tapað þrisvar. Af reynslu minni í þessum efruum hef ég dregið þann lærdóm, að þegar maður tapar kosningu, hmeigist hann til efa- semda um gildi hins lýðræðislega skipu lags, sem byggt er á kosningarétti. „Að telja nef! Er það nokkur leið til að velja stjóm handa miklu heimsveldi?“ Er. þegar hann vinnur, eru viðbrögðin allt önnur. „Ég vissi það alltaf,“ segir sigurvegarinn, „að brezka þjóðin hefði heilbrigðar skoðanir". Þannig eru að minnsta kosti duttlunigar stjórnmálalífs- ins. Daginn eftir var ráðherrafundur í Nr. 10 — það var fremur þungbúin sam- koma. Tala þingmanna Verkamanna- flokksins hafði vaxið úr því að vera 166 á gamla þinginu upp í 393. Himum 398 íhaldsþimgmönnum hafði fækkað í 213. Sigur Verkamannaflokksins hafði svo sanmiaælega verið mikili. Bnigiair af- sakanir voru bornar fram og engin krufning gerð. Churdhill virtist enn háM-rinigiaBiir eftir áfaliið, en ekkent gagmrýniorð hraut af hans vörum. Mér fannst hann ekki þurfa að afsaka neitt við flokkinn. Það var ekki hanm, sem hafði dregið okkur niður. Það vorum við, sem eimhvem veginm höfðum von- azt til að geta flotið með því að haniga á honum. Hvað framtíðina áhrærði, gát- um vi'ð aðeims beðdð átiekta. Chuirchiili sjálfur minmtist hughreystingarorða konu sinniar: „Þetta kanm vel að vera dulbúin blessun“. Hann svaraði henmi: „Eins og er virðist mér húm all-ræki- lega dulbúin". Engu að síður fór mér brátt að finn- ast sem hún hefði rétt fyrir sér. Fyrstu árin eftir stríðið hlutu að verða tíma- bil alvarlegra efnahags- og fjármála- örðugleika heiimafyrir og stórfelldra vandamála erlendis. Það er mögulegt, að brezka þjóðin hafi af heilbrigðri eðlisávísun fundið, að farsælla yrði á báðum þessum sviðum, að vinstristjórn færi með völd. Það kom vissulega í ljós hvað ógmimia af Rússum snerti, að sú breyting var örlagarik, sem gerði Be- vir, að utanrikisráðherra í stað fjár- málaráðheira. Hann yrði vonsvikinm, en fastur fyrir. Stalin myndi láta sér fininast fátt um það, sem honum 'hlaut að sýnast hálfvolgur sósíalismi. En Be- vin léti ekki ganga á sig. Þótt ýmis- legt ætti eftir að fara únskeiðis á öðr- um sviðuim næstu árin var ýmsum breyt- ingum komið á, sem ekki ætti að taka og verða ekki teknar aftur. Á sama tíma lærðu kjósendur nokkrar þarfar lexí- ur og voru brátt undir það búnir að mæta raunihæfari viðhorfum til vamda- mála þj óðarinnar. Tap þingsætisins var mér auðvitað mikið persónulegt áfall og þeim nrnim meira sem mér var ljóst að með því var endir bundimn á lamgvarandi samband mitt viið norð-austursitrömdiima. Við hjón- in höfum bæði stofnað tiil einlægr- ar vináttu við margt fólk af ölluim stétt- um þjóðfélagsins og tekið raumiveiruliegu ástfóstri við iðnaðarhéruð norðurlands- ins Ég velti því í alvöru fyrir mér hvort ég ætti að reynia að verða mér úti um aninað sæti eða taka því sem kornið var og binda störf mín framveg- is við fjölskyldufyrirtækið, sem ég hafði svo lemgi verið tengdur. Ég var 51 árs að aldri. Ég átti engar ánægju- legar minningar frá flokkapólitík fyrir stríðsáranma. Á meðan á styrjöld- inni stóð hafði ég borið gæfu til að eiga lítilsháttar en þó ekki lítilsverða aðild að miklum atburðum. Fyrirhyggja og persónulegur hagur buðu mér að láta hér staðar muimið. Enigu að síður tóik ég brátt að leiða huganm að þeirri furðulegu reynslu, sem ég hafði orðið fyrir á stríðsárun- um og fyrir stríðið og að þeim tilfinm- ingum, sem rekið höfðu mig út í stjónn- mál eftir heimsstyrjöldina fyrri. Og ég varð staðráðinn í að halda áfram ef nokkrir möguleikar væru fyriæ hemdi. Mér virtist að þótt aðsteðjandi vanda- mál væru ógnvekjandi í öllu sínu veldi væru þau heillandi flókin og fjölbreyti- leg Svo mikill og dæmafár sem Verka- miainmaifliaklks — meirih'iiutiinm var, var hann ékki líklegur til að endast lengur en svo sem tvö kjörtímabil. Ég gat enm átt möguleika á að gegna þingmenmsku. Þessi ákvörðun mín var studd af Chur- chill, sem gerði gys að hiki míniu og lagði sjálfur ótrauður út á síðasta skeið stjórnmálaferils síns sjötugur að aldri. Með aðstoð Churchills og miðstöðvar íhaldsflok'ksins var því niafn mitt sett á framboðslista til þingsætis sem losnað hafði fyrir sorglegt og sviplegt fráfall nýkjörins þingmanns. Þetta var kjör- dæmið Bromley, Beokenlham og Penge, sem Sir Edward Campbell hafði lengi verið fulltrúi fyrir. Kjördæmisnefmd var þegar farin að svipast um eftir manni í hans stað. Eftir nokkrar til- færingar þar sem Randolph Churehill sýndi þainm höfðimigssfoap að víkja af vonbdðlalistamum min vegmia var ég tilnefndur sem frambjóðamdi flokks- ins í lok ágúst. Aukakosningarmar fóru í hönd með nokkrum ugg og eftirvæntingu. Ég af- réð að halda kinnroðalaust fram skoð- umum mínium frá því fyrir stríðið og dreifði sem kosningaávarpi mírnu bækl- ingi, sem byggSur var á „Meðalvegin- um“ og öðrum skrifum fyrinstríðsár- anna. Þetta hefur vafalaust vakið furðu hjá kjósendum en einnig virðingu þeirra að ég held. Eini stórviðburðurinn var heimsókn Churchills frá Chartwell og var ég honum þakklátur fyrir hann. Hanm ók til bsekistöðva minoa og hélt þar stutta ræðu. Honuim var tekið með kostum og kynjuim á ferðalagi sinu um kjördæmið. Úrslit kosningamna urðu ekki ósvipuð og í aðalkosningunum. Sir Edward Campell hafði hlotið 26,108 at- kvæ’ðd, ég fékk nokkunn vegiinm það sama — 26,367. Atkvæði frjálslyndra verkamiamina höfðu akipzt mokikuö á annan veg og mikill hluti frjálslyndra hafði greinilega setið heima. Meiri- hluti minm var því 700 atkvæðum minmi en hjá Sir Edward, en þó viðumamdi — 5,557 atkvæði. Ég varð auðvitað af fynsta umrótinu þegar þingdeildin kom saman með hin- um stórfellda verkalýðs meirihluta. Það var engin furða þótt þeir hefðu bjaing- fasta trú á að þeir yrðu við völd í 20 ár eða lengur. Það var emigin furða þótt þeir syngju „Fáninm rauði“ með svo miklum eldmóði. Það var emgin furða þótt einm hinna nýju ráðherra til- kynnti í fögmuði sínium „Nú erurn það við sem ráðum.“ Sumir hinma yngri flokksmanma Okk ar, bæði innan og utan þingsins hófu hið vemjulega ramakvein, sem fylgir ó- sigri, og virtust nænri óttiast að hin nýja neðri deild yrði endir þingstjómar á Bretlandi. En eldri menmimir, auð- vitað að meðtöldum himum reynda for- ingja okkar, vissu betur. „Það sem upp fer, hlýtur að koma niður,“ eða eins og Canminig sagði og frægt er „Ég óttast ekki eldibranda í þessari deild. Um leið og þeir koma á gólfið, suða þeir og slokkna". Churohill var staðráðinn í að komast aftur til valda hverisu löng og erfið sem baráttan kynni að verða. Þegar hanm vairð að flytja úr Downing Street, átti hanm ekkert heknili í Dumdúnum. En hanm kom sér brátt fyrir í fallegu húsi í Hyde Park Gate, sem átti eftir að verða bústaður hans til dauðadags. Hús ið við hlið þess keypti hanm svo undir skriifstotfulhald siitt og einkaritara; og einis og ávallt gerðist, hvort sem hamm var við völd eða ekki, tók að myndast um hann mikil einkastofnun, þar sem allt iðaði af athafnasemi. Eftir að Chiurdhill settist að í Hyde Park Gate var hann alltaf að brýnia fyr- ir okkur hve istutt væri þaðan til Neðri deildar, eins og hanin hefði áhyggjur af að vegalemgdin kærni o’kkur til að finm- ast hamm stamida okfour fjanri. „Bg £uR- vissa þig um það,“ sagði hann oftsinmis við mig, „að ég get komizt til þingdeild- arinmar á minna en stumdarfjórðuingi". En ernis og til að bæta fyrir þenman seinagang flutti hanin í stóra og eflauist dýra íbúð á Savoy hótelinu þegar hann hélt boð fyrir embættisbræður sína eða ef von var á kvöldfundum eða sérstök- um átökum í þimigdeiM'iinmi — þessa íbúð kallaði hann „framvarðarstöðvar" sínar. Ég held að honum hafi fundizt þessi ráðstöfun færa hann nær orrustuvell- inum og með „framvarðarstöðvunum" í Westminster og „bakvarðarstöðvunum" í Kensington fór hann að dæmi Alex eða Monty í eyðimerkurhernaði þeirra. Að vera leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar tók hvorki tíma Churchills né huga allan. Hann hafði margt annað fyrir stafni. Heimsvandamálin, einkum hin vaxandi ógn af Rússum, tóku mikið rúm 10 LESBÓK M3RGUNBLAÐSINS 6. júOlí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.