Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Blaðsíða 5
Alexander Solzhenitsyn ER ÞÁ HJEGT AÐ KOMA Á SÓSÍALISMA Kafli úr bókinni „Krabbadeildin“, öðru bindi, eftir Alexander Solzhenitsyn. BÖKMENNTIR OG LISTIR (Oleg Kostoglotov, fyrrum fangi í vinnubúðum Stalins, er nú í útlegð, sjúklingur í krabba meinsspítala í Mið-Asíu. Hann reikar um sjúkrahúslóðina og hittir Shulubin, sem liggur á sömu deild. Shulubin á hættu- legan uppskurð í vændum, og hann fer að tala um hreinsan- irnar fyrir stríðið, kröfurnar um fórn. „Dæmdu ekki“, segir hann við Kostoglotov, „þú ert viss með að hafa rangt fyrir þér“.) Hann var alltaf svo þögull á deildinni og þó var honum svona hægt um mál. Mælskan freyddi af honum, eins og hon- um væri ekkert eðlilegra en að halda opinberar ræður. „Þeir voru að eyðileggja kennslubækur, skrifaðar af miklum vísindamönnum, það átti að breyta námsefninu. Gott og vel, ég gekkst irm á það líka, við notum nýjar bækur við kennsluna! Þeir lögðu til að við endurmótuðum líffærafræðina, líffræðina og taugasjúkdóma- fræðina til samræmis við kenni- setningar ómenntaðs búfræð- ings og sérfræðings í jarðrækt. Bravó! Ég er sammála! Ég sam- þykkti það! Nei, það er ekki nóg. Vilduð þér gjöra svo vel að segja einnig af yður em- bættinu? Þá það, engar mót- bárur frá minni hendi. Ég skal vinna að kennsluaðferðum í líf- fræði handa skólum. Ó ekki, það var ekki tekið við þeirri fórn, ég var rekinn frá þessu starfi. Gott og vel, ég fellst á það, ég skal vera bókavörður, bóka- vörður lengst austur í Kokand. Það var langt undanhald! Hvað um það, ég er lifandi og börn- in mín eru háskólagengin. „En bókaverðir fá líka leyni- lega lista frá yfirvöldunum: um að eyðileggja bækur um gervi- vísindi eins og erfðafræði, um að eyðileggja bækur eftir þennan eða hinn höfundinn. Nú, þetta var engin ný bóla. Hafði ég ekki lýst yfir því ald- arfjórðungi áður í kennslu- deild minni í efnishyggju-rök- fræði, að afstæðiskenningin væri andbyltingarleg formyrkv unarstefna? Svo ég útbý skjal, flokksritarinn minn og deildar- fulltrúinn skrifa undir það og við troðum bókunum í ofninn. í ofninn með alla ykkar erfða- fræði, vinstri sinnaða fagur- fræði, siðfræði, stærðfræði. ..!“ Hann gat enn hlegið, þessi geggjaði hrafn! „ . . . Hversvegna að vera að kynda bál á götunum? Óþarfa tilstand! Gerum það einhvers- staðar í kyrrlátu skoti, troðum þeian í ofniinn, ofninin helduir á okkur hita! ... Það er þessi ofn, sem búið er að þröngva mér upp að — þa'ö er búið að þröngva mér upp að ofninum .. . Og samt tókst mér að koma upp fjölskyldu og dóttir mín ritstýrir sveitadagblaði. Hún hefur ort þetta litla ljóðræna erindi: „Nei, eigi skal ég aftur hörfa, og ekki get ég beðizt vægðar. Ef berjast skal ég berst u-m sinn með egg og orði — undir borði — eins og faðir minn!“ Greiðslusloppurinn hékk á honum eins og máttlausir væng- ir. „Ja-a-á, ég er sammála“, var það eina, sem Kostoglotov gat sagt. „Þú hefur ekki átt betri ævi en ég.“ „Rétt er það,“ sagði Shulu- bin og greip andann á lofti. Hann kom sér fyrir í þægilegri stellingu og fór að tala með meiri hægð. „Hver skyldi vera skýringin á þessum breytinga- tímabilum í sögunni? Á einum tíu árum missir heil þjóð allt félagslegt framtak og hugrekki. Breytir hendingin plúsmerki í mínus, djörfung í dáðleysi? Ég skal segja yður að ég var bolshevikki frá 1917. Ég man hvernig við réðumst inn og tvístruðum ráði þjóðfélagsbylt- ingarmanna og menshevikka í Tambov, enda þótt við hefðum ekki annað vopna en tvo fingur til að stinga í munninn og blístra með. Ég barðist í borg- arastyrjöldinni. Vitið þér, að við gerðum ekkert til að forða lífi okkar, við vildum fengir fórna því fyrir heimsbylting- una. „Hvað kom fyrir okkur? Hvernig getum við hafa dign- að? Hvað var það aðallega, sem stóð í okkur? Hræðsla? Mark- aðsgoðin? Leikhúsgoðin? Gott og vel, ég er „lítill karl“, en hvað um Nadyezhdu Konstan- tinovnu Krupskayu? (Ekkju Lenins) Skildi hún ekki, sá hún ekki? Hversvegna hóf hún ekki upp rödd sína? Hvað ein einasta yfirlýsing frá henni hefði þýtt fyrir okkur öll, jafn- vel þótt hún kostaði líf henn- ar sjálfrar! Hún hefði ef til vill getað breytt okkur, kannski hefðum við spyrnt við hælum og hindrað að það færi lengra? „Og hvað um Ordzhoniko- deze? Hann var sannikallað of- urmenni, var það ekki? Þeir gátu ekki bugað hann, hvorki með því að loka hann inni í Schliesselburg kastala eða senda hann í þrælkun til Sí- beríu. Hvað aftraði honum frá að taka til máls einu sinni, að- eins einu sinni, gegn Stalín? Nei, það vildi heldur deyja á dularfullan hátt eða fremja sjálfsmorð. Er þetta hugrekki? Viltu gera svo vel að segja mér það?“ „Hvernig ætti ég að geta sagt þér það, Aleksei Filippo- vich? Hvernig á ég að geta það? Skýrðu það út fyrir mér.“ Shulubin andvarpaði og reyndi að skipta um stöðu á bekknum, en hann fann til hvernig sem hann sat. „Það er annað, sem vekur áhuga minn. Hér ert þú, þú ert fæddur eftir byltinguna, en þeir vörpuðu þér í fangelsi. Jæja, hefurðu misst trúna á sósíal- ismann? Eða hefurðu það ekki?“ Kostoglotov brosti dauflega. „Ég veit það ekki. Það varð svo magnað þarna úti að mað- ur gekk stundum lengra en mað- ur ætlaði sér, af einskærri bræði“. Shulubin losaði um hönduna, sem hann hafði notað til að lyfta undir sig á bekknum. Með þessari hendi, sem þegar var sjúk og máttfarin, hékk hann á öxl Olegs. „Ungi maður“, sagði hann, „gerðu aldrei þessa skyssu! Kenndu aldrei sósíal- ismanum um þjáningar og harð- æri, sem þú hefur lifað. Hvern- ig sem hugsað er, þá hefur sag- an hafnað kapitalismanum í eitt skipti fyrir öll!“ Fyrir tæpu ári stóð Aleks- andr I. Solzhenitsyn — hinn harðleiti og þrályndi rithöf- undur, sem átt hefur í stöðug- um erjum við sovétvaldið síð- asta aldarfjórðung — frammi fyrir forráðamönnum rússneskr ar bókmenntahefðar, leið- togum rithöfundasambandsins, og reyndi árangurslaust að telja þá á að leyfa útgáfu á siðustu verkum sínum í Sovét- ríkjunum. „Ég hef aldrei stigið fæti á erlenda grund,“ segir hann í liðsbón sinni. „Alla ævi hef ég haft mold ættlands míns undir fótum og það er ein- göngu þjáning þess, sem ég skrifa um.“ Raunar er þjáning — hvort heldur hún er líkamleg, andleg eða sálræn — það helzta sem Solzhenitsyn hefur á boðstól- um, og hann skrifar um liana af einbeittni og skilningi, sem ekki á sinn líka hjá samtima- rithöfundum sovézkum. Og síð- asta skáldsaga hans, „Krabba- deildin", er glöggt dæmi um þetta. Sögusviðið er yfirfullt og niðumítt sjúkrahús, grafið ein- „Ja, þarna .. . þarna í vinnu- búðunum ræddum við oft um, að það væri margt gott við einstaklingsframtakið. Það ger- ir lifið auðveldara, skilurðu? Það er alltaf hægt að fá allt. Maður veit alltaf hvar allt er að finna.“ „Ég skal segja þér, að þetta er hugsunarháttur Filisteans. Það er satt að einstaklings- hvers staðar í landflæmmu Mið Asíu. Sjúklingarnir, sem „láta stjórnast“ af æxlum sinum eins og „fiskar á öngli“, eru yfir- komnir af þjáningu sjúkdóms- ins, þjáningu þess að dvelja í ókunnu umhverfi, þján- ingu þess að halda dauða- haldi i vafasamar lækn- ingaaðferðir — og umfram allt, þjáningu þess að lifa á fyrstu árunum eftir dauða Stalins, en arfleifð harðstjórans hafði enn ekki verið hrundið, jafnvel ekki að hluta. Að venju skrifar hinn rúm- lega fimmtugi höfundur um liluti, sem hann hefur sjálfur reynt, hann gekk sjálfur með æxli og dvalðist um alllangt skcið í krabbalækningastöðv- um. Og að venju fjallar hann um fólk, sem eins og hann sjálf- ur þráir að ráða yfir sínum eigin örlögum. Önnur af tveim- ur aðalpersónum í „Krabba- deildinni“, fyrrverandi pólitísk ur fangi, Kostoglotov að nafni, er ofnæmur gagnvart missi hins persónulega sjálfræðis — jafn- vel í sjúkrahúsi, þar sem fólk er að jafnaði fúst til að leggja framtak er mjög sveigjanlegt, en það er ekki gott nema inn- an afar þröngra takmarkana. Ef einstaklingsframtaki er ekki haldið í járngreipum, getur það af sér fólk, sem er ekkert betra en skepnur, þetta kaup- hallar-fólk, haldið algerlega skefjalausri ágirnd og græðgi. Kapitalisminn var dauðadæmd- Framhald á bls. 11. IN það í sölumar fyrir vonina um cndumýjaða heilsu. „Sjúkling- ur er ekki fyrr kominn tilykk- ar, en þið farið að hugsa fyrir hann,“ segir hann bcizklega við kvenlækni einn. „Upp frá því fer öll hugsun fram samkvæmt fyrirmælum ykkar, fimm mín- útna ráðstefnum, áætlunum, reglugerðum og hciðri læknis- deildarinnar. Og enn einu sinni er ég orðinn að sandkorni, eins og ég var i fangabúðunum. Aft- ur er ég orðinn algerlega áhrifalaus.“ „Krabbadeildin“ á margt sam eiginlegt með síðustu bók Solzhenisyns þar á undan, sem var „Innsti hringurinn“. í báðum er þungamiðjan háð, er svipar mjög til háðsins í „Para- dísarmissi“, þar sem eini frjálsi andinn er Satan sjálfur, erki- uppreisnarseggurinn gegn aga- valdi himnarikis og stofnandi vítis. Bæði í „Innsta hringn- um“ (sem fjallar um líf fanga í rannsóknastofnun, sem ber sterkan keim af innsta hring vítis hjá Dante) og í „Krabba- deildinni“ (sem raunar er ann- FramhaH á bls. 12. KRABBADEILD Nokkur orð um bókina 6. júlí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.