Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1969, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1969, Side 1
30. t.hl. 10. ágúst 19t>a, 45. árg'. V_________________________________________________________ — HINN 15. ág'úst nk. eru 200 ár liðin frá fæðingu Napoleons Bonaparte, keis- ara Frakklands og voldugasta manns heimsins um nærri hálfan annan ára- tug. Fá stórmenni hafa verið jafn umdeild sem þessi lágvaxni Korsíkumaður. Hann hefur verið hafinn til skýjanna af aðdáendum sínum, en af óvinum sínum lýsí sem skrímsli í mannsmynd, óvætti sem gæfi hermönnum sínum börn að eta. Ótal bækur, ævisögur ,skáldrit, leikrit og ljóð hafa verið sam- in um margþættan persónuleika hans og sögulegt hlutverk. Honum skaut upp í skyndingu eins og vígahnetti á stjórnmálahimni Evrópu og ævi hans lauk í einmanaleik útlegðar á lítilli eyju langt suður í Atlantshafi. Lesbókin birtir í tilefni tvö hundruð ára afmælis hans fróðleik um ýmsa æviþætti þessa mikla hersnillings auk hugleiðingar, sem E. J. Stardal hefur skrifað að beiðni blaðsins. f. /. Stardal Loðvík 15. Frakkakonungur gat ekki státað af mörgum sigurvinningum á löngum rysjóttum stjórnarferli sínum, — nema þeim sem hann vann í svefn- sölum hirðmeyja sinna. Hann háðimarg- ar styrjaldir, beið lægri hlut í þeim flestum og tapaði að lokum nær öllu hinu mikla franska nýlenduveldi í Norð ur-Ameríku, sem forfeður hans höfðu lagt grundvöll að með atfylgi dugmik- illa nýlendubúa. Um skeið leit út fyrir að magiiníhluti Norðuir-Amerítou yrði franskt landsvæði, nú minnir Quebeck- fylki eitt á þann draum. En þegar nær dró ævilokum hins gjá- lífa konungs bættist landskiki við veldi hans. Frakkar fengu með samningum Korsíku frá Genúamönnum, eyju byggða fólki af íitölskiu bengi, fjandsamlegu Frökkum. Þessi hrossakaup kostuðu upp þot meðal eyjaskeggja, sem Frakkar bældu þó fljótlega niður. Þessi samningur var undirritaður um vorið 1768, rúmu ári síðar ól Letizía Buo.naparte miammi sínium Cainlo Buona- pairtie anman sominn í röðinimi af 5 sem lifðu og hlaut hann nafnið Napoleon. Það er dálítið ergilegt að þessi tími frá því að kaupsamningurinn var undir- ritaður til fæðingar Napoleons mikla, skuli vera rúmum 2 mánuðum lengri í stað styttri venjulegum meðgöngutíma, því þá hefði mátt segja með sanni að Loðvík 15. hefði bókstaflega keypt kött- inn í sekknum er hann stóð í þessu landabraski. Það er hinsvegar næsta ólíklegt að Loðvfk 15. eða niokkurn af ráðgjöfum hans hafi órað fyrir hve örlagarík þessi kaup voru fyrir Frakkland og alla Ev- rópu. Hvað hefði orðið úr hinum lág- vaxna, snarplega pilti, Napoleon Bu- omapainte, hefði hiann aliat upp uindir stjórn hins örmagna gamla kaupmanna- lýðveldis og cxrðið Korsíkubúi eða ítali? Kannski pattaralegur liðsforingi, hrepp- stjóri eða bófaforingi og útlagi sem fylgdi kjarrinu. Meðalmenni hefði Na- poleon aldrei orðið hvar svo sem hann hefði alið aldur sinn, til þess voru hæfi- leikar gáfna og atorku allt of hams- lausir. En hinn franski borgararéttur gaif honium færi á herskólameinn'tuin, og öldurót frönsku stjórnbyltingarinnar hreif hann með sér og skolaði honum hærra — hærra unz hann brauzt upp í valdastól í Frakklandi, í krafti her- snilli sinnar, sem fyrsti konsúll og síðar sem alvaldur keisari, drottnari Frakk- lands og mestallrar Evrópu um nærri hálfan annan áratug. Hann varð fyrsti maðurinn sem reyndi að sameina efna- hagskerfi meginlandsins, einn mesti hers höfðingi allra tíma umvafinn frægðar- ljóma landvinninga og hernaðarsigra, sem lítt hefur falilið á í tvö huriidiruð ár. Stórmeininii sem setti varanilegan svip á samtíð sína og sögu vestrænnar ver- aldar. Hann varð þannig einn þeirra manna sem víðlend, fjölmenn ríki með mikla framleiðslugetu gefa tækifæri til þess að hafa örlög, líf og hamingju milljóna manna að leiksoppi, vinna mannkyninu ómetanlegt gagn eða gera því óskaplegt tjón, bera hugsjónir fram til sigurs eða fórna óendanliegum verðmœtum og óitölu legum mannslífum á altari metorðagirnd ar og frægðarþorsta. II. Suim fjöll aru þaininig gerð og í sveit sett að þau sýniast himiinigniæfandi úr fjarska en verða að hundaþúfum er nær dregur. Önnur láta minna yfir sér, en koll þeirra ber hærra en nokkurn gruniað'i þegair upp er koimið. Þannig er því hátta'ð með mö'rig hin svo- niefnidu stórmienmi sö'guoniar. Sum- ir sem létu lítið yfir sér vaxa við niámiairi kynini. En ótrúlega mamga þeiirma sem hæis't bair meðial sam- tíðar sinnar, bíða þau örlög að smækka sífellt og verða að hversdagslegum með- almennum þegar rannsóknir sagnvísind- amna svipta af þeim duilarhj úpi þjóðsög- unnar. Eftir því sem hlutlaus könnun nær að aðgreina betur hina flóknu at- burðarás sögunnar kemur betur í ljós hinn hrollvekjandi sannleikur, að flest hin svonefndu stórmenni hafa verið ótta- lega smá, háð flestum mannlegum veik- leikum í ríkum mæli, knúin áfram af persónulegum metnaði og valdagirnd, látið einatt stjórnast af duttlungum, hefnigirni og glæpsamlegum tilhneiging- um: sálir sumra þeirra verið formyrkv- aðar af hreinni geðveiki, — en hafa þrátt fyrir þetta komizt upp með að taka ákvarðanir sem vörðuðu ham- inigju og líf heiEa þjóða, jafnvel íbúa storra megimllanda. Listinn yfir geðtruflaða alvalds- drottna allt frá Alexander hinum mikla til Adolfs Hitlers gæti orðið langur væiri allt tínt til. Ekki styttri yrði sá um al- ræmda stórglæpamenn, sem sneru fað- irvorinu upp á andskotann og hegndu þegnum sínum í nafni laga og réttar fyrir hin smæstu afbrot meðan þeir Napoleon Bonaparte. Málverk eftir David. ■% \ 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.