Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1969, Síða 4
Oft hefur einnig verið vísað
á týnda hluti í gegnum miðils-
sambönd, og mun ég nú liúka
þessu erindi með því að nefna
eitt nærtækt dæmi um slíkt úr
mínu eigin mi'ðiIsstarfL
Er sú frásögn skráð af Ólafi
Sigurðssyni bónda á Hellulandi
í Skagafirði, sem kunni þar
gerzt frá að segja vegna þátt-
töku sinnar í atburðunum og er
frásögn hans þannig:
Það er upphaf þessarar sögu
að á árunum 1924—25 var reist
ný kirkja að Ríp í Hegranesi.
Kirkja þessi er úr steini og
átti að taka mjög fram gömlu
sóknarkirkiunnni Fannst þá
konunum í sókninni nauðsyn-
legt að fá í hina nýju kirkiu
fagra og vandaða altaristöflu,
er herani hæfði, því að gamla
trétaflan var farin að láta á
sjá, enda hafði hún verið mál-
uð árið 1777.
Konurnar hófust nú handa
um fjáröflun, Þær efndu til
skemmtisamkomu og þa.r leit-
uðu samskota. Tókst þeim á
þennan hátt að safna um 300
krónum. Peningana sendu þær
svo Ólafi lækni Gunnarssyni í
Reykjavík, en hann var gamall
Hegranesbúi. Fylgdi þar bréf
og báðu þær hann að fara fyr-
ir sig til einhvers málara og fá
málaða altaristöflu, og skyldi
myndin á töflunni vera af
„Skíminni“.
Ólafur læknir brást vel við
þessari málaleitan og fór þegar
til Kjarvals vinar síns, og bað
hann að mála þessa mynd að
ósk kvennanna í Rípursókn.
Kjarval tók þessu vel, málaði
altaristöfluna og svo var hún
send norður.
Vorið 1925 var nýja kirkjan
að Ríp vígð. Var altaristaflan
þá komin, hafði verið sett í
fagra gullna umgjörð og komið
fyrir á sínum stað í kirkjunni.
Við vígsluna vom prófastur
og þrír prestar.
Að athöfninni lokinni vildu
allir fá að skoða hina nýju
altaristöflu. Prestarnir fyrst.
Þeiir athuguðu hania gaumgæfi-
lega frá öllum hliðum, rýndu á
hana í gegnum hönd sér og
kváðu svo upp dóminn:
„Guð minn góður! Þetta get-
ur ekki gengið. Þetta er sögu-
leg fölsun. Hér sýnir málarinn
Krist sem ungling, en Jóhannes
skírara sem öldung. Biblían seg
ir að aldursmuniur þeirra hafi
aðeins verið sex mánuðir. Það
getur ekki gengið að hafa þessa
mynd í guðshúsi".
Aumingja konumiar urðu bæði
skelfdar og hryggar, þegarþær
heyrðu þennan úrskurð prest-
anina. En hér va r ekki um ann-
að að ræða en fjarlægja töfl-
una hið bráðasta og kaupanýja
altaristöfl’U. Eina botin að
ekki höfðu verið greiddarnema
300 krónur fyrir þessa, eða
helmingur þess sem upp var
sett.
Var nú leitað til Jónasar
Kristjánssonar læknis á Sauð-
árkróki, og hann útvegaði kon-
unum nýja altaristöflu eftir Guð
mund frá Miðdal. En fyrri tafl-
an var tekin úr umgjörðinni
og reist upp við illa málaðan
og illa þurran kirkjuvegg, til
þess að hlífa söngfólkinu svo
að það fengi ekki málningar-
klessur í föt sín.
Eins og áður er sagt voru
þeir Ólafur læknir og Kjarval
góðir vinir, en við óiafur vor-
um þræðra- og systrasynir og
mjög samrýmdir. Og ég held að
ég hafi erft vináttu Kjar-
vals eftir nafna minn því að
lengi hefur verið góð vinátta
með okkur.
Einhverju sinni er ég hitti
Kjarval, barst talið að altaris
töflunni á Ríp. Sagði ég þá í
gamni að ekki væri von að
Hegranesbúar hefðu viljað hafa
töfluna, þar sem Jóhannes skír
ari væri eins og fornmaður en
Kristur eins og drengur.
Kjarval hlustaði á með at-
hygli, en sagði svo: „Það er
ekki verið að skíra Krist. Það
er verið að skíra smalann.
Skrifaðu fyrir mig á töfluna:
„Vigsla þjóðarinnar".
Nokkrum árum seinna kom
ég til kirkju á Ríp og sá þá
hvernig farið var með aitaris-
töfluna. Varð ég bæði sár og
hryggur og sagði svo að allir
viðstaddir máttu heyra. að hér
væri illa farið með góðan grip
og þeir tímar gætu komið, að
þessi altaristafla yrði meira
virði en kirkjan sjálf.
Nú liðu nokkur ár og á því
tímabili kom einhver, sem vildi
kaupa töfluna og borga 50 krón
ur fyrir hana. Sóknarnefndin
vildi ekki selja.
Þegar ég frétti þetta gerði ég
sóknarnefndinni boð, að ég
skyldi kaupa altaristöfluna hálfu
hærra verði heldur en aðrir
byðu í hama. Þar við sat og
enn líða mörg ár.
Þá var það eitt sinn á messu
degi að kirkjubóndinn á Ríp
hringir til mín og segir að nú
sé verið að bjóða upp altaris-
töflu Kjarvals. Ég spyr hann
hve hátt boð sé komið í hana.
Hann nefnir upphæðina, mig
minnir 300 eða 400 krónur.
Ég bið hann þá að tvöfatda
þá upphæð, ef taflan sé þá sleg-
in mér þegar í stað og bið
hann svo að geyma hana fyrir
mig þangað til ég sæki hana
og færi honum gjaldið. Þetta
erindi rækti kirk j ubóndinn
dyggilega, og ég varð eigandi
altaristöfiunnar. En þá var varla
sjón að sjá hana. Hafði hún
fengið á sig ljótar málningar-
kiessur af kirkjuveggnum, en
samt sem áður hengdi ég hana
upp á vegg í stofunni hjá
mér.
Nokkru eftir að seinni heims-
styrjöldinni lauk, fór Skúli
prófessor Guðjónsson að venja
komur sínar til íslands í sum-
arleyfi sínu og dvaldist þá hjá
mér.
Við akóöu ðum þá oft altaris-
töflu Kjarvals og hörmuðum
það hve illa hún var útleikin.
Þá segir Skúli eitt sinn við
mig, að hann þekkti menn í
Danmörku, sem gerðu við göm-
ul málverk og hvort ég vildi
ekki reyna það. Ég gaf fá svör
við því í fyrstu, en þó fór svo
að Skúli fór með töftuna til Dan
merkur. Seinna skrifaði hann
mér og sagði að viðger'ðin myndi
kosta 2—300 kr. danskar. Því
bréfi svaraði ég ekki, og Skúli
kom ekki til Islands eftir það.
Um áramótin 1954—55 var ég
staddur í Danmörku, en mundi
þá ekkert eftir altaristöflunni.
Og hinn 25. janúar 1955 and-
aðist Skúli prófessor.
Ég skrifaði nú ekkju pró-
fessorsins, sagði henni frá mynd
inni og bað hana um að reyna
að hafa upp á henni. Hún svar-
aði aftur að hún vissi ekkert
um þessa mynd. Fóru síðan
mörg bréf okkar á milli út af
þessu. M.a. bað ég hana um að
láta leita vel í nýja Hygien-
isik Inistitot og gamla Hygien-
isk Institut í Árósum, og eins
heima hjá sér. í einu bréfi
sínu skýrði hún mér frá því, að
þegar leit átti að hefjast í
„gamla Institutinu", þá hafi
menn verið að rífa húsið. Leizt
mér þá ekki á blikuna og þótti
ósýnt að ég myndi nokkurn
tíma sjá xnálverkið, ef það befði
veriS geymit þaæ. En frúin var
óþreytandi í því að reyna að
hafa upp á málverkinu og lét
leita allsstaðar, hátt og lágt,
frá efstu loftum og niður í kjall-
ara. En hvergi fannst máiverk-
ið. Stóð á þessu leitarbasli í
rúm tvö ár.
En á meðan á þessu stóð var
ég eitt sinn sem oftar á miðils-
fundi hjá Hafsteini Bjömssyni.
Þar koma ætíð tii mín faðir
minn og Skúli prófessor og eru
svo „sterkir" að ég get spurt
og spjallað við þá góða stund
Að þessu sinni náði ég tali af
Skúla og sagði honum mínar far
ir ekki sléttar, allsstaðar væri
verið að leita að altaristöfiunni,
en hvergi fyndist hún.
„Jú, hún kemur“, sagði Skúli
í nóvember í fyrrahaust var
ég enn á fundi hjá Hafsteini,
og þeir komu þar pabbi og
Skúli eins og vant var. Þegar
ég náði tali af Skúla, sagði ég
þegar við hann:
„Ekki kemur altaristaflan enn
Þú verður nú að segja mér
alveg afdráttarlaust, hvar hún
er niður komin.“ Skúli segir:
„Hún er í Statens Museum for
Kunst og rís upp í homi í
ruslaklefa, vafin upp á skaft
og snæri bundið utan um. í
þessum klefa er ýmislegt rusl,
bæði gagnlegt og ónýtt“.
Ég segi þá: „Hann svili þinn
starfar þarna við listasafnið.
Veit hann ekki um þennan
klefa?“
„Hann er nú farinn þaðan“,
segir Skúli, en um það vissi ég
ekki.
Þá segi ég: „Það verður lík-
lega bezt fyrir mig að skrifa
Gunnari frænda í sendiráðinu í
Kaupmannahöfn“.
„Já, það skaltu gera, Gunn-
ar finnur töfluna“, segir Skúli
þá.
Skömmu síðar skrifaði ég
Gunnari Björnssyni sendiráðs-
ritara í Kaupmannahöfn, sagði
honum alla sólarsöguna um alt-
aristöfluna, og hvaða fréttir ég
hefði nú fengið um það hvar
hún væri nú niðurkomin. Var
ég alveg sannfærður um, að
taflan myndi finnast þar sem
Skúli vísaði á hana. Þess vegna
bað ég Gunnar að ná í töfluna,
koma henni í skrifstofu Flug-
félags íslands og merkja hana
Jóhannesi Snorrasyni flugstj.,
hann myndi áreiðanlega koma
henni til skila.
Aðeins nokkrum dögum eftir
að Gunnar hafði fengið bréf
mitt, fæ ég svolátandi skeyti
frá honum: „Taflan fundin. allt
stóð heima, meira í bréfi. —
Gunnar".
Já, allt stóð heima. Jóhannes
Snorrason tók við töflunni og
kom henni til skila.
Þetta er þá í stuttu máli sag-
an af altaristöflunni, sem Kjar-
val málaði fyrir konurnar i Ríp
ursókn árið 1924, og prestar-
nir dæmdu óhæfa til að vera
í guðsihúsL Þá var henni hvolft
upp að nýmáluðum kirkjuvegg,
að hún hlífði þar fötum manna
á messudögum, og þarna er
hún í mörg ár. Síðan er hún
seld og send til kóngsins Kaup-
inhafnar til aðgerðar og upp-
fágunar. Þar týnist hún og er
týnd árum saman og finnst
ekki, hvernig sem leitað er. En
að lokum finnst hún og kemst
heim fyrir samstarf góðra
manna, bæði þessa heims og
annars.
Ritað 24. nóvember 1959.
Ólafur SigurSsson.
Hellulandi
Þessi frásögn Ólafs á Hellu-
landi birtist í bókinni „Leitið
og þér munuð finna“, sem rit-
uð var um starf mitt og út
kom árið 1965.
Fylgir þar yfirlýsing frá Jón
asi Þorbergssyni fyrrv. útvarps-
stjóra, þar sem hann vottar að
satt og rétt sé skýrt frá fund-
inum, sem um er rætt, en hann
var af tilviljun aðstoðarmaður
minn á þeim fundi. Sérstaklega
kveður hann sér vera minnis-
stætt hversu nákvæmlega og
skilmerkilega próf. Skúli fræddi
Ólaf um hvar hin týnda tafla
væri niðurkomin og hvar í hinu
tiltekna húsi hana væri að
finna.
Hér er ekki tími til að raeða
fleira sem fram hefir komið á
fundum hjá mér, þó að af ýmsu
sé að taka.
En þar vísa ég til bóka
þeirra, sem þau frú Elínborg
Lárusdóttir og Jónas Þorbergs
son hafa ritað um miðilsstörf
mín, og bókarinnar „Leitið og
þér munuð finna", þar sem 50
höfundar skrifuðu um reynslu
sína af því starfi, sem ég hef
innt af hendi sem miðill undan
farin 32 ár.
Spíritisminn réttilega ástund-
aður er ekki sérstök trúar-
stefna heldur rannsóknarstefna.
Hann er leit að sannreyndum
og raunhæfum svörum við
þeirri brennandi spurningu,
sem er kjarni allra trúarbragða.
Starfsaðferð spíritismans er
að rannsaka með tilskilinni al-
vörugefni og varúð og s am-
kvæmt heilbrigðri skynsemi og
vísindalegum kröfum, hvarsem
því verður við komið, fyrirbæri
þau, sem verið hafa að gerast
í allri sögu mannkynsins og
gerast enn í dag, og sem benda
til þess að samband hafi jafn-
an átt sér stað og eigi sér stað
milli tilvistarskeiða mannanna,
hins jarðneska og hins tilkom-
anda.
Spíritisminn er þannig sál-
ræn og dulfræðileg leit að þekk
ingaratriðum sannreyndum og
vísindalegum staðreyndum varð
andi framhaldslíf mannanna.
Sem rannsðknarstefna aðhyll
ist spíritisminn engar „dogm-
ur“ né trúarbragðakerfi. Við-
leitni hans er einvðrðungu sú
a'ð leita sannleika'ns. Af þeirri
sömu ástæðu rekur spíritisminn
ekkert trúboð og er þá heldur
ekki andstæður neinum trúar-
brögðum, kirkju ne kristindómi.
Sannur spíritismi skilur, við-
urkennir og leitast við að temja
sér þá frumskyldu andlegrar
siðmenningar að þola öðrum
mönnum áreitnislaust trú og
skoðainir varðandi æðstu hugð-
arefni mannanna. Þannig mótaði
hinn stórvitri og ágæti frömuð-
ur spíritismans hérlendis Einar
H. Kvaran, stefnu og starf
spíritismans hér á landi. Og
þeir, sem tóku við af honum
hafa ekki vikið út af þeirri
leið, sem hann markaðL
Spíritisminn er til þess fall-
inn að auka hverjum manni,
sem kynnást honum til veru-
legrar hlítar, trúarhugð.
Rannsóknir á vegum splrit-
ismans um meira en aldarskeið,
hinar stórkostlegu opinberan-
ir sem fengist hafa og reynslu-
sannindi er allt til samans til
þess fallið að auka mönnun-
um lotningu fyrir guðdóminum
og meistairamuin frá Nazairet,
sem færði mönnunum fagnaðar
erindi kærleikans og bauð þeim
að stefna á bið æðsta mark-
mið: „Verið fuJHoommiir, eims og
faðir yðar á himnum er full-
kominn*.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
10. ágúst 1969