Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Blaðsíða 10
SMÁSAGAN
Fraimh. af bls. 7
„Hver leyfir sér að tala
svona um þig?“
„Húsbóndinn."
„Það munar ekki um það!“
„Jæja, hvað finnst þér.“
„Og hvað kæmi það honum
svo eiginlega við,“ sagði ég,
„þó að þú fengir þér kannski
einn lítinn svona þegar þannig
lægi á þér?“ En ég flýtti mér
eins og gefur að skilja að bæta
við: „Ekki að það hvarfli að
mér að þú gerir það.“
„Hann þykist víst vera að
bera umhyggju fyrir börnun-
um,“ sagði hún.
„Börnunum?“
„Börnunum mínum.“
„Hvernig þá?“
„Jú, ef ég svo mikið sem
impra á því að segja upp, þá
hótar hann mér að fara í barna-
verndarnefnd og láta taka þau
frá mér.“
Ég sveigði þar út í elginn
sem mér fannst sennilegast að
vegarbrúnin væri stödd og
stöðvaði bílinn og tók ofan
hanskana og skaut fjórtán
hundruð og níutíu króna glæ-
nýja hattinum mínuon aftur á
hnakka. Ég opnaði hólfið og
tók viskýflöskuna útúr því og
dró úr henni tappann. Ég rétti
henni flöskuna og sagði:
„Gjörðu svo vel. Og þú ert
sannarlega vel að því komin.“
Hún hikaði andartak en bar
flöskuna síðan upp að munn-
inum og saup og þurrkaði sér
síðan um unninn með hand-
arbakinu og horfði síðan dálít-
ið prakkaralega á mig og fékk
sér síðan annan strammara til
þess að hinn yrði ekki einmana
og þurrkaði sér síðan um
munninn með hinu handarbak-
inu og rétti mér loks flösk-
una og sagði:
„Það er aldrei svo lítið að
það vermi mann ekki.“
Ég sagði: „Ég er að vísu
undir stýri og samkvæmt
strangasta laganna bókstaf ber
mér líklega ekki að bergja
þessa gullnu veig, en við erum
ekki á alfaravegi nema að síður
sé og það viðrar heldur
óskemmtilega til meirilætislífs
og þar af leiðandi lyfti ég
flösku og segi skál fyrir þér,
forni vinur og kaupakona".
Hún brosti.
„Og nú“, sagði ég og brosti
líka — „nú segirðu mér allt af
létta“.
Hún hífði sig upp í sætinu
og boraði óhreinum lúkunum of
an í úlpuvasana og hrukkaði
ennið.
„Ég réðst hingað", byrjaði
hún, „tæplega einu ári eftir
að . . . “
„Stans! hrópaði ég og brá
hendinni á loft. „Þú þarft. ekki
að segja það ef það veldur þér
sársauka. Eftir að Mangi
hrökk upp af, er það ekki?
„Júúúúúúúúú“, svaraði hún,
kannski ofurlítið dræmt.
„Gott!“ sagði ég. „Áfram með
smjörið!"
„Við höfðum víst lifað fyrir
líðandi stund," hélt hún áfram,
„og þegar hann var . . . allur
. . . þá hrukku peningarnir sem
ég fékk fyrir húsið varla meira
en fyrir skuldunum og sköttun-
um.“ Hún þagnaði og horfði aft-
ur niður á rosabullumar, eins
og til þess að aðgæta hvort
þær hefðu nokkuð stækkað síð
an síðast, og síðan spurði hún:
„Hefurðu nokkurntíma reynt
að komast í leiguhúsnæði með
fjögur börn?“
„Nei,“ sagði ég.
„Það er alkunna að leigjandi
má ekki eiga kött,“ sagði hún,
„að ég nú ekki tali um hund,
en vissirðu að yfirgengilega
stærsti glæpurin, hér á ís-
landi er samt að hafa komið
börnum í heiminn?"
„Ég skil hvað þú ert að
fara,“ sagði ég.
„Við gengum milli Heródesar
og Pílatusar sem skutu ýmist
yfir okkur skjólshúsi hjá Hjálp
ræðishernum eða innan um
vandræðafólk á Njálsgötunni,“
sagði hún, „og við vorum
sjaldnast lengur en eina viku
á sama staðnum, þangað til ég
orkaði bara ekki lengur. Og
þegar ég sá auglýst eftir kaupa
konu og að hún þyrfti ekki
einu sinni að lóga börnunum
sínum til þess að hreppa hnoss-
ið . . . “ Hún hætti að vakta
stígvélin og leit upp og yppti
öxlum.
„Allt er gott þá endirinn er
góður,“ sagði ég spaklega.
„Það er líka talað um að
fara úr öskunni í eldinn,“ ans-
aði hún.
„Jú, satt er það,“ játaði ég.
„Ég veit eiginlega," sagði
hún og hikaði — „ég veit eig-
inlega ekki hvemig ég á að
lýsa honum.“
„Hverjum?“
„Húsbóndanum.“
„Reyndu samt.“
„Það er bókstaflega engu lík
ara,“ sagði hún, „en að hann
taki út líkamlegar þjáningar ef
hann heldur að ég sé verklaus
þó ekki sé nema brot úr mín-
útu.“
„Merkilegt,11 sagði ég.
„Og hann er enda búinn að
ganga svo frá hnútunum að ég
er að frá því hann ræsir mig
með bylmingshöggi á hurðina
um það leyti sem hanarnir
byrja að rumska og langt fram
yfir kvöldmat þegar ég dreg af
mér leppana og skreiðist ein-
hvernveginn upp í og velt út
af.“
„Þetta er að verða merki-
legra og merkilegra," sagði ég.
„Bölvaður ekkisin drulluhá-
leistur hlýtur mannkertið ann-
ars að vera!“
„En konan hans er ósköp
indæl,“ sagði hún.
„Þó það.“
„Og lagleg er hún.“
„Ekki að það komi málinu
við.“
„Og hann ber hana á hönd-
um sér.“
„Sj áum til.“
„Og það er áreiðanlega ekk-
ert í veröldinni sem hann vill
ekki gera fyrir hana.“
Ég var næstum búinn að
segja að engum væri alls varn-
að en við nánari athugun
fannst mér alveg nægilegt að
segja hrmp.
„Hrmp!“ sagði ég.
„Ha?“ sagði hún.
„Ég var bara að ræskja
mig,“ sagði ég, „af því það er
satt að segja að brjótast í mér
að fá mér kannski einn stramm
ara í viðbót.“
„Heldurðu að hann fari samt
ekki frekar ofan í þig,“ sagði
hún, „ef þú tekur tappann úr
flöskunni?“
Ég hló góðlátlega og tók
tappann úr flöskunni og
reyndi aftur, og hún hafði lög
að mæla. Ég rétti að henni
flöskuna sem eilítinn þakklæt-
isvott og sagði:
„Þú vilt kannski líka fá þér
agnarlítið tár í viðbót?“
„Nei, ætli það.“
„Rétt svona eins og eina
fingurbjörg," sagði ég.
„Æ, ég held ekki.“
Ég sagði gott og vel og rak
tappann í flöskuna og smeygði
henni aftur inn í hólfið og lok-
aði því og tók sígarettupakk-
ann og útdeildi sígarettum, en
einmitt þegar ég var búinn að
bregða ellefu hundruð króna
Ronson sígarettukveikjaranum
mínum á loft, þá hnerraði kon-
an svo ofsalega að ég missti
stjórn á honum og hann flaug
úr höndunum á mér og niður
á gólf og kveikjuskrúfan fyrir
ofan silfurróna sem tempraði
patentlogann hrökk í sundur.
(Það tók tóbakskaupmann
inn minn nærri fjóra mánuði að
herja varastykki útúr Bretan-
um, og allan þann tíma varð ég
að notast við eldspýtur þegar
ég fékk mér sígarettu, eins og
hver önnur Dagsbrúnarblók.)
„Ekki verður feigum forð
að,“ sagði ég stillilega. „Ertu
að kvefast eða hvað?“
„Það er engu líkara.“
„Og hvað gat nú sá armi
skálkur fundið handa þér að
dútla á svona dægilegu
kvöldi?“ spurði ég kaldhæðn-
islega.
„Jú, ég var úti í kálgarði að
reýta,“ svaraði hún.
„Að lú!“ hrópaði ég. „f bessu
veðri! Er þet.ta djöfull í
mannslíki eða hvað?“
„Nei,“ ansaði hún, „satt að
segja finnst mér hann agalega
sætur.“
(Ég þarf væntanlega ekki að
fara mörgum orðum um það
hvaða álit ég hef á afskræm-
inu „agalega sætur“ sem er
jafnvel forkastanlegra píp en
„dreptu mig ekki!“ en ég var
sem fyrr segir ekki við mál-
hreinsun þessa stundina held-
ur á siglingu í haugasjó lengst
uppi í afdölum.)
Það var þónokkur þögn á
meðan ég velti því fyrir mér
hverskonar ófreskja og óvið-
jafnanlegt himpigimpi sá mað-
ur væri sem sigaði vamarlaus-
um ekkjum út í kálgarða að
kvöldlagi í vitlausu veðri í
skjóli þess að ella mundi hann
siga á þær kellingunum í bama
verndarnefnd. Ég vissd ekki
hvað hún var sjálf að hugsa,
þó að ég þykist að vísu fara
nærri um það núna. Lokkur úr
spunagulli hafði stolist undan
höfuðklútnum og teygði mak-
indalega úr sér yfir vinstri
augabrúninni, og það varbrún-
leitur hálfmáni á þeim vanga
konunnar sem sneri að mér, en
þar hafði hún káfað framan í
sig í ógáti með moldugum hönd
unum. Hún var líka með spé-
kopp sem gáraði kinnina meira
að segja þegar hún hnerraði,
og hún var í einu orði sagt
skínandi falleg, og þokki henn
ar verkaði einmitt sterkar á
mann vegna fatanna sem hún
var í, rétt eins og fagurt and-
lit á síldarplani er tvífagurt
vegna andstæðnanna.
Ég bruddi tennur og bölvaði
í hljóði og hugsaði með mér:
Hvílíkt fól og hvílik viður-
styggð allra alda má þetta
hundspott vera sem kallar sig
húsbónda hennar. Ó, það roð-
hænsni og sá óviðjafnaiiegi
skúrkur og raggeit! Ó, að ég
væri kominn aftan að honum
með rörtöng!
En allt í einu rann upp fyr-
;r mér ljós, eins og þegar
Eureka sat í þvottabalanum
forðum og velti fyrir sér reikn
ingsþrautinni og æddi allt í
einu berrassaður út á götu,
æpandi: Arkimedes! Arkimed-
es! (Grikkir hafa alltaf verið
dálitið sikrýtn'ir). Ég sperrti
upp augun og starði á konuna
og fékk hjartslátt. Hún var að
troða óþæga háriokknum aftur
undir klútinn, og höndin sem
vann verkið var ekki einasta
skítug og þybbin hönd heldur
voru sorgarrendumar ennþá
undir nöglunum eftir erfiðið á
akrinum.
Ég sagði við sjálfan mig:
Hvert þó í hoppandi! Hvaða
erindi þykist konan eiginlega
eiga til Reykjavíkur og eins og
dregin upp úr hitaveituskurði
og undir nóttina í þokkabót?
Og mundi nokkur kvenmaður
láta sér detta í hug að fara í
listiræsu til Stórreykjavíkur
svona verkuð? Og mundi nokk
ur kvenmaður með spékopp og
glóandi hár gera það nema af
verstu nauðsyn að sýna sig á
götum höfuðborgarinnar í
verkalýðsbrókum eins og fisk-
verkunarkvensa og í tómthús-
mannaúlpu eins og uppskipun-
arkall og í gúmmístígvélum sem
væni jafnvel of stór á rumm-
ungsumferðarlögregluþjón með
likþom á báðum fótum og il-
sig.
Ég gerði mig einarðlegan á
svipinn og sagði:
„Þú ert að strjúka!“
„Ha?“
„Þú ert að hlaupast burtu,
að stinga af, að brjóta af þér
hlekkina.“
„Af hverju heldurðu það,
manni?“
„Ég e«r nú eldri en tvævetur,
skal ég segja þér.“
„Já, það má nú segja!“ sagði
hún og horfði á mig eins og
reikningskennarinn við farskól
ann á Hornströndum heifði
horft á Einstein sáluga.
Ég lét sem ég sæi það ekki
og sagði:
„En hvað um börnin?"
„Ha?“
„Varla ætlarðu að rétta hon-
um þau á silfurfati."
„Nei, það ætla ég varla að
gera, er það?“
„Þú ætlar náttúrlega að
freista þess að senda eftir
þeim!“
„Og hvað ætlarðu svo að
geira við sjálfa þig i nótt?“
„Ha?“
„Þú átt vitanlega hvergi
hbfði þínu a® aið ha/lia í Reykja
vík.“
„Að að halla?"
„Já.“
„Nei, vitanlega ekki!“
„Og þegar þú ert komin til
Reykjarvíikiur, hvað tekur þá
við?“
„Já, hvað tekur þá við!“
„Það er viðbúið eins og þú
getur líklega ímyndað þér að
það verði sama fárviðrið þar
eins og hérna.“
„Auðvitað!"
„Úrhellisrigning.“
„Eins og hellt sé úr fötu!“
„Og hífandi rok.“
„Varla stætt, maðuT!“
„En þú hefur samt hugsað
þér að edgra um strætin og
bíða birtu."
keraur heim!“
„Og hvað tekur þá við?“
„Það er von þú spyrjir!"
„Þú ert náttúrlega peninga-
laus.“
„Ja, ég á hérna einhversstað-
ar tiu aura.“
„Og geturðu satt hungur þitt
fyrir einn vesælan tíeyring?"
„Og ekki aldeilis, lagsmaður!"
„Svo að þarna stendurðu þá
á götunni um miðja nótt, vega-
laus og matarlaus og peninga-
laus.“
„Fyrir utan þessa tíu aura.“
„Hvað geturðu gert?“
„Já, hvað get ég gert!“
„Og hvað verður um börn-
in?“
„Já, hvað verður um þau!“
„Nei, kona góð,“ sagði ég og
tók báðum höndum þéttings-
fast um stýrishjólið og setti
góðbílinn í gang. „Hér duga
sko engin vettlingatök, bað
skaltu vita. Við snúum kerr-
unni við og ökum sömu leið til
baka og tökum börnin þin af
þrælnum með valdi ef ekki vill
betur.“
Við töluðum fátt í bakaleið-
inni enda hafði ég ærið nóg að
starfa að halda bílnum á rétt-
um kili. Ég er ekki viss um að
arir hefðu leikið það eftir mér.
Stormurinn gnauðaði og regn-
ið sauð á keipum. Ég stansaði
einu sinni til þess að fá mér
hjartastyrkjandi af flöskunni
góðu, en konan afsakaði sig
með þeim orðum að hún vaeri
bara einn vesæll kvenmaður og
hefði ekki þol á við fílefldan
kallmann. Ég minnist þess ekki
að hún segði fleira markvert
fyrr en við spóluðum í hlaðið,
þá sneri hún sér að mér og
brosti og sagði:
„Áður en við förum inn, barf
ég að trúa þér fyrir leyndar-
máli. Ég hefði beðið þig að
snúa við, ef þú hefðir ekki
tekið upp á því sjálfur. Ég
hefði ekki farið til Reykjavík-
ur.“
Hún skrönglaðist út úr bíln-
um og brölti á undan mét að
dyrunum og opnaði þær og
benti mér hvar ég gæti losað
mig við hattinn og frakkann og
fór sjálf úr gúmmístígvélunum
og setti þau inn í dálítinn af-
kima og vísaði mér að svo
búnu til stofu og sagði við
manninn sem stóð upp þegar
hann sá okkur: „Hér er kom-
inn gestur.“ Síðan gekk hún
þvert yfir stofuna og sagði yf-
ir öxlina á sér um leið og hún
hvarf út um dymar í hinum
endanum:
„Ætli ég hiti ekki kaffi. og
svo þarf ég að reyna að finna
mér eitthvað þurrt.“
Mér fannst þetta hraustlega
mælt og hvessti augun á mann-
inn sem kom á móti mér með
útrétta hönd. Hann vair
kanniski fjórum fimm árum
eldri en konan — segjum þrjá-
tíu og fimm sex ára — og
hann var líklega hundrað níu-
tíu og níu sentimetrar á hæð
og þrekinn í betra lagi og með
hendur á borð við myndarleg-
ar pönnukökur, ef hægt er að
kalla það hendur þegar hnú-
arnir eru á stærð við vænstu
kartöflur. Hann var með gult
burstaklippt hár og sæblá
augu og flatan boxarahnakka,
eins og móðir hans hefði alið
hann upp á straubretti. Hann
var ekki ófríður þó að ég efist
stórlega um að hann hefði kært
sig um að vera kallaður „sæt-
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. október 1969