Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Blaðsíða 13
•KlKN: HAit <ue>B<e<sííon ^DTxjmur V\efur 'pin'Q. Vicxmcxr, hcoau eac^ raoður þurua drottmn; a^tur oj ho.vmtir, r\o.r\\cx honu.m $cs.t\, Freu,\u. a<5 hooa.11 MiLLI EYJAR OG LANDS Fnatm,h. aif bls. 9. „Nei,“ svaraði ég, „en ég hef etkki fatrið með trilíiu á'ðuir.“ „Ef þér fer að líða eitthvað illa,“ sagði hann, „þá geturðu la.gt þig í þessa koju.“ Hann benti á þá kojuna, sem lá þvers á stefnu skipsins og milli kinn- uiniganna. „Maður finnur ekk- ert fyrir veltingnum í þessari koju,“ sagði hann. „Hún er.. ,“ hann rétti handlegginn fram í vinkil, svo að framlhandleiggur- inn var samfallandi miðlíniu bátsins. „Já, ég skil,“ sagði ég. Hann braut sér enm af kringlu upp úi plastpoka i opnum m.atarskápnum. Loldð af honum var matai'borðið og list- ar í kring, sem drykkjarílát slógust innan með harki. Síð- an snaraðist hann án freikari umsvifa út um káetuopið og var horfinn. Ég var einn eftir í káetuinni. Þegar báturinn reisti burst við ölduhrygg, lyftist ég upp af setinu og sveimaði nolckur augnabllk svo sem spönn fyrir ofan það gegnnýstur af hroll- fcemnidium dafa. Þeasii aiugmiaibMik þyngdarleysis notaði ég til þess að skyggnast upp fyrir þrösk- uldinn á káetuopiniu. Þegar slag stóð af bátnum, sá í land í Flatey þaðan sem við komum, húsin, og efst bar kirkjuna. Mér var hressing í að hafa fyr- ir augun.um fastan punkt og mændi á eyjuna. En öldurnar bar í milli, grænar, hvítfextar og æ lengur í einu, unz ég miissti nennu til að góna leng- ur. Og ég færði mig innar á setinu að kojunni, sem um var talað og horfði á, hvernig hún tók veltingnum. Höfuðlag og fótagafl voru ýmist fjörutíu og fimim gráðu-r ofar hinu. Undir stigamum var kolkrímótt fata til að taka á móti hafin.u, ef það kynni að leita inn um op- ið. Ég veilti fyriir mér, hvort sjólag hefði nokkurn tíma orð- ið svo slaamt aið iinmyfUiim heifðu þrengt sér upp í brjóstholið á mönnuim. Ég var farinn að mæna á fötuna af hundslegri undirgefni, þegai ég sá, að við svo búið mátti ekki standa og sn.araðist upp í káetuopið á eft ir hirnum. Ég beið færis og hljóp svo í hressandi úðanuim aftur á. Á stýrishúsinu aftanverðu var rennihiurð sem þeir áttu í ein- hverju stímabraki með að opna. Ég spurði, hvort væri pláss. „Það verður minnsta kosti að vera það,“ sagði einhver. Svo var ég kominn inr. og sió klimku fyrir dyrnar og skorðaði mig upp að þekn. í stýriahúsinu var hávaðinn frá vélinni svo mikill, að ég heyrði ekki, hvað sagt var nema beint væri til mín, þótt æpt væri. Við stóðurn þrömgt, sá yngri af þeim, sem fram í höfðu ver- ið, stóð við hlið þess, sem stýrði, en aftan við hann sá eldri og við hliðina á mér, en ég aftan við stýrimanninn. Það var mikil ólíubrækja í stýrishúsimu. Vélin var framan við og neðan við og opið var i mitt laeri án hindrunar. Ljós niðri, vélin blá á blokkima. „Þú lítuT etftir trililunimi," sagði sá yngri við mig og meinti skektuna, seim skoppaði á öldunum aftur undan skutn- um, fest með kaðli Ég leit út um kringlóttan gluggann á hurðinni og sá hana hlaupa út undan sér á þennan veg eða hinn og kaðalinn stríðan út af ábjúgum rimlunum glansandi af vætu. Öldurnar bar aftur með bátn um, sundraðar, með mikluim brotalínum, ekki eins og eigin- legir sjóir, sem eru ávalir í hrikaleik sínum. Hafið var grátt og samrunnið regmskýj- um. Báturinn stakk mjög stefni í öldurmar, svo að ágjöfin var eins og hvítur veggur yfir hvalbaknum og skóf boga- dregna aftur eftir, buldi stór- perluð á gluggum stýrishúss- ins. Sá ungi var að klæmast við þann, sem stóð við hliðina á mér og stýrimaðu: leit til þeirra og glotti. Sá ungi sneri sér að mér og sipurði: „Varstu bara þarna í fríi?“ spurði hann. „Ég hef verið að slcrifa," hrópaði ég á móti. „Ah,“ sagði hann og brosti breitt, „rithöfundur." „Já,“ hrópaði ég á móti. Nennti ekki að vera hæversk- ari en svo. Ég sá, að þeir voru allir sam- huga í forvitni sinni. Hann þagði og virti fyrir sér hreyfinigar hatfsinis út um opkun hliðarglugga. Úti allfjarri sveimaði lundi lágt yfir öldu- faldi, baTði vængjumu'm ótt og títt, kyrrstæður í afstöðum sín uim, kubbslegur og litill. Iiann sneri sér aftur að mér og hrópaði: „Hefurðu gefið eitt hvað út?“ „Já, e.ina bók,“ svaraði ég. „Hvað heitir hún?“ spurði hann. Ég sagði honum það. „Ah, jólabók,“ sagði hann og hnippti í stýrim.un.ninn, sagði: „Þetta er eitthvað fyrir þig.“ Hann leit á mig uftur og sagði: „Hann yrkir ljóð í frístund um símum.“ Ég leit á stýrimanninn og sá, að hann varð sem snöggvast hokn'ari á baksvipimn. MyTkrið og stybban og há- vaðimn. Sá ungi fór aftur að tala við þann við hliðina á mér án þess að ég heyrði, hvað þeim fór á milli. Síðan sneri hann sér fraim og horfði þegjandi út yfir úlf- gráan 'Sjóinn. „Hann er kominn með heim- þrá,“ hiugsaði ég Ég sleppti loftbitamum og studdi mig í staðinm við gluggakanm. Sá un,gi skáskaut sér niður til vélarinnar, gerði nokkur 'hröð handtök þar í gulu ljós- inu og kom upp aftur, sagði stýriimianni, að allt væri í lagi. Síðan sneri hann sér að mér og spurði: „Ertu kominn langt með þessa sem þú ert með núna?“ „Nei, ég er rétt að byrja,“ svaraði ég. „Nú skrifarðu um þetta, þessa sjóferð meina ég,“ sagði hann kampaikátur. „Þú skrifar um trilluna.“ Hann gerði hnikk með höfðinu aftiu fyrir sig. „Um trilluna alveg sérstak- lega,“ sagði ég bæði í spurn. og sem undirtektir. Maðurinn við hliðina á mér sneri sér við og skáskaut sér fram hjá mér að rennihurðinni. Hann átti í nokkrum erfiðleik- um með að opna hana, þvala af vætunni og hvarf út í veðrið. Stýrimaðurinn sneri sér að hin um og sagði eitthvað um hress- ingu og þeir skiptu á stöðu og hann fór einnig út. Ég renndi hurðinni fyrir á eftir þeim. Við vorum tveir í stýrishús- inu og eftir nokkra þögn spurði ég: „Er þetta síldarbátur?" Hann leit kankvíslega á mig og svaraði: „Þetta! O nei, við höfum nú notað hann á skak þennan. Síldarbátar eru allt upp í þrjú hundruð tonn.“ „Já, núorðið," svaraði ég. „En þetta er gamall bátur “ „Já, þeir voru svona um flmmtíu tonn,“ sagði hann lægra. „Þessi er tíu “ Ég spurði, hvernig farið væri að á skaki, hvort þeir dorguðu bara með færið í höndunum út fyrir borðstokkinn og hvað væru margir önglar á færinu, hvort þeir beittu á þá alla áð- ur en þeir færu út. Og hann sagði að þeir beittu alls ekki, lð. ototóber 19189_____________________________________ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.